Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 32

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 AF FÁTÆKT Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is VICE eru nýlegir þættir,byggðir á hugmynd ShaneSmith, núverandi forstjóra og eins af eigendum tímaritsins VICE. Þættirnir eru sýndir á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og er málefnum líðandi stundar um heim allan gerð góð skil í þátt- unum. Hver þáttur er með ákveðið þema, allt frá tóbaksnotkun al- mennings í Indónesíu og hættulegu umhverfi stjórnmálamanna í Fil- ippseyjum til fasteignabólunnar í Kína. Einn þátturinn vakti sér- staklega athygli mína. Það var þátt- ur sem fjallaði um misskiptingu auðs í Indlandi. Í fyrri hluta þátt- arins ferðaðist einn af umsjónar- mönnum þáttarins um indversku borgina Mumbai í fylgd leiðsögu- manns og fengu áhorfendur að sjá hina dapurlegu og miskunnarlausu hlið borgarinnar. Fátækustu íbúar borgarinnar voru sýndir sofandi á vinnustað sínum; þeir hafa ekki efni á íbúð og lítil börn voru sýnd liggj- andi í vegkanti, máttlaus sökum hungurs. Milljónir íbúar borg- arinnar búa svo í bárujárnskofum án pípulagna, rafmagns og ein- angrunar. Slíkur húsakostur getur ekki talist mannsæmandi á neinn mælikvarða. Í seinni hluta þáttarins fylgdi umsjónarmaður þáttarins manni að nafni Gautam Singhania um borg- ina, en hann er einn af ríkustu mönnum Indlands. Atriðið um Sing- hania byrjaði á flugi með umsjón- armanninn í þyrlu yfir borgina, en seinna tók hann á móti honum í glæsilegu einbýlishúsi sínu og sýndi þar áhorfendum stórt bílasafn sitt. Safnið var ekki af verri endanum og innihélt meðal annars lúxusbíla á borð við Lamborghini og Ferrari. Þegar Singhania var spurður út í bilið á milli ríkra og fátækra í Mumbai var fátt um svör. Hann var einnig spurður hvað honum fyndist um þá staðreynd að dýrasta ein- býlishús heims (hús í eigu ríkasta manns Indlands) væri staðsett í Mumbai. Hann svaraði því þannig að það væri frábært að slíkt hús hefði verið byggt og hrósaði eig- andanum um leið. Singhania er reyndar að byggja svipað hús við hliðina á honum.    Bilið á milli ríkra og fátækra íMumbai er með því mesta sem gerist í heiminum. Borgin er ein af stærstu fjármálamiðstöðvum heimsins en er um leið með stærsta fá-tækrahverfi heimsins. Í Mumbai býr fólk sem finnst á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi og þar má sjá glæsilega verslunarkjarna og risastóra skýjagljúfra. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt seinustu ár í Ind- landi hefur ekki tekist að brúa bilið á milli ríkra og fátækra í Indlandi og ekki er útlit fyrir að það eigi eft- ir að breytast á næstunni. Margir gætu misskilið mig. Ég vil taka fram að ég er alls ekki bitur vinstrisinnaður róttæklingur sem heldur því fram að ríkir séu af hinu vonda, það sé fáránlegt að menn byggi sér svona stórt heimili o.s.frv. Það er allt saman gott og blessað. Bilið á milli ríkra og fá- tækra er hins vegar allt of mikið á Indlandi. Þar fara kjör hinna fá- tæku ekki batnandi. Eins og Marg- aret Thatcher benti á í einni af sín- um frægustu ræðum, sem haldin var í breska þinginu hinn 22. nóv- ember 1990, þá skiptir bilið á milli ríkra og fátækra ekki meginmáli. Þar sagði hún að í lagi væri að auð- ur þeirra ríku færi vaxandi svo lengi sem kjör hinna fátæku færu batnandi. Þar er ég henni hjart- anlega sammála. Bilið á milli ríkra og fátækra » Bilið á milli ríkraog fátækra í Mumbai er með því mesta sem gerist í heiminum. Borgin er ein af stærstu fjármálamiðstöðvum heimsins en er um leið með stærsta fátækra- hverfi heimsins. AFP Fátækt Þrátt fyrir mikinn hagvöxt seinustu ár í Indlandi hefur ekki tekist að brúa bilið á milli ríkra og fátækra þar í landi. Live at Home nefnist tvöfaldur diskur sem kemur út á vegum Re- cord Records 24. júlí nk. og hefur að geyma upptökur af tónleikum Lay Low í hljóði og mynd, annars vegar hljómdiskur og hins vegar mynddiskur. Tónleikana hélt hún heima hjá sér í Hveragerði í byrjun maí sl. Bætist Lay Low þar með í hóp þeirra listamanna sem Record Records hefur á sínum snærum og ríkir mikil kátína í höfuðstöðvum útgáfunnar af því tilefni, eins og segir í tilkynningu frá henni. Live at Home hefur geyma nokkur af þekktustu lögum Lay Low en auk þess tvö lög sem hafa ekki verið gefin út áður, „Donna Mo’s Blues“ sem hún samdi með hljómsveitinni Stardust Motel og „In The Dead Of Winter“ sem verður að finna á næstu hljóðversskífu hennar. Heima Lay Low lék fyrir gesti í stofunni heima hjá sér í Hveragerði 4. maí sl. Tvöfaldur tónleikadiskur hjá Lay Low Forsíðumerkingar Kjölmiðamerkingar V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múla etri framtíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.