Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Ólympíuleikunum í eðlisfræði lauk
í Kaupmannahöfn um helgina. Alls
tóku 373 keppendur frá framhalds-
skólum þátt, frá 83 löndum. Pilt-
arnir fimm sem kepptu fyrir hönd
Íslands stóðu sig vel og fengu tveir
þeirra heiðursviðurkenningu, Pét-
ur Rafn Bryde úr Borgarholts-
skóla, og Snorri Tómasson úr
Menntaskólanum í Reykjavík. Aðr-
ir í liðinu voru Davíð Ólafsson, Jón
Sölvi Snorrason og Tryggvi Kal-
man Jónsson sem allir eru úr
Menntaskólanum í Reykjavík.
Fararstjórar með liðinu voru eðl-
isfræðikennararnir Ingibjörg Har-
aldsdóttir frá Menntaskólanum í
Kópavogi og Viðar Ágústsson frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Menntamálaráðuneytið, fyrirtæki
og skólar liðsmanna styrktu þá til
fararinnar.
Eðlisfræði Íslenska ólympíuliðið, frá
vinstri: Jón Sölvi Snorrason, Snorri Tóm-
asson, Tryggvi Kalman Jónsson, Pétur
Rafn Bryde og Davíð Ólafsson.
Tvær viðurkenningar
í ÓL í eðlisfræði
Búið er að opna
fyrir skráningar
á 16. Unglinga-
landsmót UMFÍ
sem fram fer á
Höfn í Hornafirði
um versl-
unarmannahelg-
ina. Unglinga-
landsmótin hafa
verið afar vinsæl
frá upphafi en
keppendur á síðasta móti voru um
2.000 talsins. Keppnisgreinar á
mótinu verða fimleikar, frjáls-
íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir,
knattspyrna, körfubolti, motocross,
skák, stafsetning, sund, strandblak
og upplestur. Allir á aldrinum 11-
18 ára geta keppt á mótinu. Skrán-
ing fer fram á síðunni ulm.is.
Skráning á ung-
lingalandsmótið
Allt að verða klárt á
Höfn í Hornafirði.
Nú hafa 213 manns skráð sig í Sið-
mennt hjá Þjóðskrá Íslands. Aðeins
eru um tveir mánuðir liðnir frá því
að félagið fékk skráningu sem ver-
aldlegt lífsskoðunarfélag með þeim
skyldum og ábyrgð sem því fylgir. Í
tilkynningu lýsir stjórn Siðmenntar
yfir mikilli ánægju með þessa
skráningu. Siðmennt hefur m.a.
staðið fyrir athöfnum á borð við
fermingar, giftingar, nafngjafir og
útfarir.
213 í Siðmennt á
tveimur mánuðum
STUTT
held áfram að vinna í þeim málum
sem ég tel að megi bæta en fyrst og
fremst er að hafa hestinn léttan og
kátan,“ segir Jakob.
Hörð keppni
Jakob telur sig eiga góða mögu-
leika á Heimsleikunum. Hann segir
þó að samkeppnin verði mikil.
Þannig séu íslensku knaparnir með
góða hesta sem og heimsmeistarinn
Magnús Skúlason sem keppir fyrir
Svíþjóð. „Annars er fimmgang-
urinn þannig grein að allt þarf að
ganga upp til þess að góður árang-
ur náist. Alur hefur sýnt jafnan og
góðan árangur að undanförnu,
hann hefur ekki klikkað hjá mér,
og ég ætti því að vera í góðum mál-
um.“
Alur ætti einnig að eiga góða
möguleika í slaktaumatöltinu. „Þar
eru einnig sterkir hestar, bæði héð-
an og af meginlandinu. Í Evrópu er
ennþá ríkari hefð fyrir þessari
grein en hér heima en hún hefur
styrkst mikið hér eins og sást á A-
úrslitum Íslandsmeistaramótsins
um helgina,“ segir Jakob.
Alur verði léttur og kátur
Jakob Svavar Sigurðsson vann fjóra titla á Íslandsmótinu í hestaíþróttum
Langt síðan knapi hefur unnið slíkt afrek Gott veganesti fyrir HM í Berlín
Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson
Sigur Jakob Svavar Sigurðsson fór hlaðinn verðlaunum úr Borgarnesi.
„Þetta var fyrirspurn sem var
kynnt ráðinu, en það þarf að
vinna hana meira áður en hún
verður formlega tekin fyrir,“ seg-
ir Páll Hjaltason, formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkur, en ráðið
frestaði fyrirtöku á fyrirspurn frá
eiganda gamla Morgunblaðshúss-
ins á fundi ráðsins í síðustu viku.
Tillagan felur í sér breytingar á
efstu hæð hússins. „Eigendur
hússins leggja til áhugaverðar
hugmyndir um að það sé fært í
mynd sem er nær upprunalegri
hönnun hússins,“ segir Páll. „Fyr-
irspurnin barst ráðinu á miðviku-
dag. Ferlið áfram verður þannig
að hönnuðir og húseigendur
munu skoða málið frekar og svo
geri ég ráð fyrir að það komi inn
erindi fyrir ráðið í ágúst ef þeir
vilja gera það. Það er í þeirra
höndum hvað þeir vilja vinna
þetta hratt.“ bmo@mbl.is
Tölvugerð mynd/Arkís
Aðalstræti 6 Svona lítur tillaga húseigand-
ans um breytingu á efstu hæð hússins út.
Áhugaverðar hug-
myndir húseiganda
Álagningu skatta
á einstaklinga
fyrir tekjuárið
2012 fer nú senn
að ljúka. Þann
25. júlí verða
álagningarseðl-
arnir birtir á vef-
svæðinu
www.skattur.is.
Þann 26. ágúst rennur svo kæru-
fresturinn út vegna álagningar ein-
staklinga. Álagningarseðlar á lög-
aðila verða birtir þann 31. október,
en kærufrestur vegna álagningar
lögaðila rennur út þann 2. desem-
ber. bmo@mbl.is
Álagningarseðlar
verða birtir 25. júlí
Jakob Svavar segir að Íslands-
mótið í Borgarnesi hafi farið vel
fram. Mörgum góðum hrossum
hafi verið teflt fram og umgjörð
mótsins og skipulag hafi hald-
ist vel þrátt fyrir rysjótt veður.
Af helstu úrslitum má nefna
að Árni Björn Pálsson og
Stormur frá Herríðarhóli sigr-
uðu í tölti með einkunnina
8,89.
Sigurbjörn Bárðarson sigraði
í 150 metra skeiði og 250
metra skeiði. Í fyrri greininni á
Óðni frá Búðardal og í þeirri
síðari á Andra frá Lynghaga.
Bjarni Bjarnason sigraði í 100
metra skeiði á hryssunni Heru
frá Þóroddsstöðum. Haukur
Baldvinsson á Fal frá Þing-
eyrum varð Íslandsmeistari í
gæðingaskeiði.
Jakob Svavar Sigurðsson
varð meistari í samanlögðum
fjórgangsgreinum og Valdimar
Bergstað í samanlögðum fimm-
gangsgreinum.
Skipulagið
stóðst
veðurálag
ÍSLANDSMÓTIÐ GEKK
VEL Í BORGARNESI
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Jakob Svavar Sigurðsson varð fjór-
faldur Íslandsmeistari á Íslands-
mótinu í hestaíþróttum sem fram
fór í Borgarnesi um helgina. Hann
varð meistari í fimmgangi og fjór-
gangi en einnig í slaktaumatölti og
samanlögðum fjórgangsgreinum.
Langt er síðan knapi hefur náð
slíkum árangri á Íslandsmóti enda
keppni sífellt að harðna. Jakob rifj-
ar þó upp að Sigurbjörn Bárðarson
hafi náð mörgum titlum á sama
mótinu fyrir mörgum árum.
„Þetta er eitt stakt mót og veitir
manni enga forgjöf í framhaldinu.
Það er þó staðfesting á að ég er
með sterkan hest í góðu jafnvægi
sem fór vel í gegnum mótið. Ég
held að hann eigi enn eitthvað
inni,“ segir Jakob um Al frá Lund-
um 2 sem hann var á þegar hann
varði Íslandsmeistaratitla sína í
fimmgangi og slaktaumatölti frá
síðasta Íslandsmóti. Í báðum grein-
um fékk Alur betri einkunnir en
hann hefur fengið áður, 9,04 í slak-
taumatölti og 8,19 í fimmgangi.
Jakob sigraði á úrtökumóti fyrir
Heimsleika íslenska hestsins sem
haldnir verða í Berlín í byrjun
ágúst og fer þangað með Al.
Markmiðið að toppa í Berlín
„Markmiðið er að toppa þarna
úti, gera sitt besta. Ég gef ekki út
meiri yfirlýsingar en það,“ segir
Jakob. Hann tekur fram að að-
stæður séu öðruvísi á heims-
leikasvæðinu. Önnur umgjörð og
heitara. „Alur er gríðarsterkur og
orkumikill. Mér finnst hann raunar
bestur þegar heitast er hér heima
og kvíði því ekki.“
Nú stendur yfir lokaundirbún-
ingur landsliðsins fyrir Heimsleik-
ana. Jakob fer með hestunum út 28.
júlí og landsliðið fer 1. ágúst.
Heimsleikarnir hefjast 4. ágúst.
„Hann fær frí í dag og á morgun
en svo heldur þjálfunin áfram. Ég
BLÁTT Spírulína
gefur jafna
orku
sem endist
Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið.
Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi.
Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi.
Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og
50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það
eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega
þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur
virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO.
Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000.
Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan,
Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa.
Hrein orka og einbeiting
BETRI FRAMMISTAÐA,
LENGRA ÚTHALD