Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 13

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 SVIÐSLJÓS Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Það hefur verið minni nýting á tjaldvögnunum í sumar en oft áð- ur,“ segir Þórunn Jónsdóttir, um- sjónarmaður orlofshúsa hjá VR. Sumarhús stærstu stéttarfélaganna hér á landi hafa verið vel nýtt í sumar og hafa margir haft sam- band við félögin og óskað eftir húsi á Norður- og Austurlandi. Aftur á móti hefur verið nokkuð um að fé- lagsmenn VR nýti ekki tjaldvagna sem þeir hafa bókað. Svo virðist sem veðrið á Norður- og Austur- landi freisti íbúa höfuðborgarsvæð- isins sem hafa ekki notið margra sólarstunda í sumar. Margir vilja vera inni VR býður upp á 25 tjaldvagna til útleigu og fjölda orlofshúsa víðs- vegar um landið. „Bókanirnar fóru hratt og vel af stað og hafa orlofs- húsin verið vel nýtt,“ segir Þórunn. „Það hefur þó verið nokkuð um skil á tjaldvögnunum og ég tengi það helst veðrinu.“ Sumarið hefur verið heldur vætusamt víða um land og því mætti ætla að margir kysu frekar að dvelja inni í fríinu. „Það er mjög góð nýting á sumarhús- unum,“ segir Þórunn og telur að fólk hugsi ef til vill minna um veðr- ið, hafi það sumarhús, en ef það hyggst ferðast um með tjaldvagn. Hún tekur fram að það sé ekki meira um útleigu í sumar en venju- lega. Leiðin liggur norður „Það er mikið spurt um orlofshús á Norður- og Austurlandi,“ segir Sveinn Ingvarsson, sviðsstjóri or- lofssviðs Eflingar, en félagið á 52 orlofshús hér á landi. „Síðustu árin hafa húsin sem eru í 200 kílómetra radíus frá höfuðborgarsvæðinu ver- ið efst á óskalistanum hjá fé- lagsmönnum,“ segir hann. Stór hluti húsanna, eða um 85% þeirra, fer strax í úthlutun á vorin. Að sögn Sveins hefur nýtingin verið afar góð í sumar, eða um 95 til 98%. „Við höfum ekki orðið vör við að það hafi verið mikið um afbókanir í sumar og ef svo er, fara húsin strax,“ segir Sveinn. Fólkið eltir sólina Kennarasamband Íslands á bæði sumarbústaði og íbúðir víða um land, meðal annars á Flúðum og á Akureyri. „Útleigan hefur gengið ljómandi vel í sumar þrátt fyrir veðrið og það hefur verið meiri eft- irspurn en framboð,“ segir Ólafur Hilmarsson, starfsmaður orlofs- sjóðs Kennarasambands Íslands. Hann segir að félagsmenn hafi greinilega áhuga á því að fara út úr bænum í sumar. „Sumarið var full- bókað fyrir löngu en það er enn mikið spurt um sumarhúsin í Kjarnabyggð fyrir norðan,“ segir Ólafur. „Það eru því greinilega ein- hverjir sem vilja elta sólina.“ Húsin eru þegar fullbókuð í sum- ar og er að sögn Ólafs ekki meira um afbókanir en venjulega, heldur er hver eign nýtt til hins ýtrasta. „Ef það eru einhverjar afbókanir vegna veikinda, þá hafa þau hús gengið út um leið,“ segir hann. Orlofshús fyrir norðan eftirsótt  Margir hætta við tjaldvagnaleigu  Sumarhús stéttarfélaganna vel nýtt í sumar  Elta sólina á Norður- og Austurland og sækjast eftir orlofshúsum þar  Ferðamenn tjalda síður á Suðurlandi Ljósmynd/Kristján Kristjánsson Skipta um skoðun Margir hafa hætt við að leigja sér tjaldvagn hjá VR í sumar, þá einkum vegna óspennandi veðurs. „Veðrið hefur sett strik í reikn- inginn, það var meiri aðsókn í fyrra,“ segir Edda Katrín Ragn- arsdóttir, umsjónarmaður tjald- stæðisins á Flúðum. Að hennar sögn er nokkuð um að erlendir ferðamenn sem ferðast um á húsbílum dvelji á svæðinu. „Út- lendingarnir keyra hringinn en Íslendingarnir elta sólina.“ „Aðsóknin hefur verið góð í sumar og virðist rigningin í júlí ekki hafa dregið úr,“ segir Hild- ur Þóra Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tjöldum.is í Skagafirði. Hún rekur fjögur tjaldstæði á svæðinu ásamt eig- inmanni sínum og eru þau á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og í Varmahlíð. „Það hefur verið aukning það sem af er að sumri miðað við í fyrra.“ Aðspurð segist hún ekki viss um hvað hefur þessi áhrif á reksturinn, en þó hafi veðrið verið gott á þessu svæði í júní. Einhverjir hafa því líklega elt sólina og fundið hana á Norður- landinu í sumar. Aðsóknin góð nyrðra ELTA SÓLINA ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Ford Fiesta Titanium 5 dyra, 1,6i bensín 105 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 138 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.390.000 KR. 3.090.000 KR. KOMDU OG PRÓFAÐU SJÁLFSAG T MÁL! NÝR FORD FIESTA VILT’ANN SJÁLFSKI PTAN? MEST SELDA SMÁBÍL Í HEIMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.