Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 8

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Styrmir Gunnarsson skrifar ávef Evrópuvaktarinnar að það sé umhugsunarvert að Bandaríkin virðist hafa náð sér mun fljótar á strik eftir fjár- málakreppuna, sem skall á 2008, en ríki Evrópu:    Það eru uppiótal skýringar á því hvers vegna betur hefur gengið vestan hafs en austan. Sumir benda á að í Bandaríkjunum sé eitt sameig- inlegt þing og sameiginleg ríkis- stjórn þótt landinu sé að öðru leyti skipt upp í fjölda ríkja. Í Evrópu sé að vísu sameiginlegt þing en með takmarkað vald en engin sameiginleg ríkisstjórn og engin sameiginleg ríkisfjár- málastefna.    Á sama tíma og bent er á þettasem veikleika hjá Evrópu- sambandinu eru jafnvel eindregn- ir stuðningsmenn aðildar Bret- lands að Evrópusambandinu eins og Kenneth Clarke, sem lengi hefur verið í forystusveit Íhalds- flokksins þar í landi, komnir á þá skoðun að nánari samruni aðild- arríkja Evrópusambandsins sé hugmynd, sem heyri fortíðinni til.    Ný ríkisstjórn á Íslandi ætlarað láta taka saman skýrslu um þróun Evrópusambandsins sjálfs. Það er ekki lítið verk og verður ekki unnið á nokkrum mánuðum. En hvað sem skýrslu- gerð líður er ljóst að enginn veit á þessari stundu hvert Evrópu- sambandið stefnir eða hvort það verður til í framtíðinni.    Umsókn Íslands um aðild aðþví sem enginn veit hvað er eða hvað verður er frumhlaup, sem þarf að bæta úr með því að draga umsóknina til baka.“ Styrmir Gunnarsson Umsókn sem á að draga til baka STAKSTEINAR Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær, 15. júlí, með tarfaveiðum. Tveir tarf- ar voru felldir á svæði 7 strax upp úr miðnætti. Um hádegið var búið að fella tvo tarfa á svæði 4, tvo á svæði 5, einn á svæði 6 og fimm á svæði 7, að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, starfsmanns hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum. Hann sagði að dýrin hefðu verið væn og fallþungi tarf- anna allt upp í 103 kg. Veiðimaðurinn Daníel Sigurðsson beið þar til miðnætti rann upp og felldi sinn fyrsta tarf á fyrstu mínútu veiðitímans á Krossdal á Berufjarð- arströnd. Leiðsögumaður hans, Jón Magnús Eyþórsson, sagði að þeir hefðu fundið dýrin í um 608 m.y.s. hæð og beðið þar til mátti veiða. „Tarfurinn var vel og örugglega skotinn á löngu færi við góð skil- yrði,“ sagði Jón. gudni@mbl.is Tíu tarfar felldir í byrjun veiðitímans Ljósmynd/Jón Magnús Eyþórsson Veiðar Tarfur Daníels kominn í „töfrateppi“ fyrir flutning niður fjallið. Liðsstjóri landsliðs Íslands í hesta- íþróttum hefur valið knapa í síðasta sæti liðsins sem keppir fyrir hönd landsins á Heimsleikum íslenska hestsins í Berlín í byrjun ágúst. Kar- en Líndal Marteinsdóttir skipar það sæti og fer með stóðhestinn Tý frá Þverá II til Þýskalands. Karen er tamningamaður og þjálf- ari á Vestri-Leirárgörðum í Borg- arfirði. Hún tók þátt í úrtökumótinu í vor og varð í þriðja sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu um helgina. Liðsstjórinn, Hafliði Þ. Hall- dórsson, hefur einnig tilkynnt um varaknapa sem staðsettur er í Þýskalandi. Haukur Tryggvason verður tilbúinn með Hettu frá Ket- ilsstöðum ef eitthvað kemur upp á hjá landsliðsmönnum. helgi@mbl.is Árangur Karen Líndal Marteins- dóttir er komin í landsliðið. Karen Líndal til Berlínar  Landslið Íslands er nú fullskipað Veður víða um heim 15.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 12 alskýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:46 23:23 ÍSAFJÖRÐUR 3:13 24:05 SIGLUFJÖRÐUR 2:55 23:50 DJÚPIVOGUR 3:07 23:01 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is Ryobi Juðari ESS200RS Afl: 200W 6.990.- Ryobi Skrúfvél CSD4107BG 4V Lithium Rafhlaða ¼“ Bitahaldari 6.990.- Ryobi Borvél RCD12011L 12V Átak: 25 Nm 1x 1.3 Ah Lithium Rafhlaða 15.900.- Ryobi Fjölnota Verkfæri RMT200S Afl: 200W Tekur flestar gerðir af blöðum 15.900.- www.vfs.is fyrir sumarbústaði og heimili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.