Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Steinunn Þórarinsdóttir mynd-
höggvari er komin í samstarf við
galleríið Tveir hrafnar listhús en
það var stofnað í maí á þessu ári
og er í eigu myndlistaráhuga-
fólksins Ágústs Skúlasonar &
Höllu Jóhönnu Magnúsdóttur.
Steinunn hefur vakið mikla at-
hygli erlendis fyrir verk sín en
hún er núna með sýningu á Sum-
arsýningu Norðurlandahússins í
Færeyjum sem stendur til 25.
ágúst. Það var danski listfræð-
ingurinn Smærup Sørensen sem
valdi Steinunni á þá sýningu.
Aðrir myndlistarmenn sem eru
í samvinnu við Tvo hrafna eru
þau Davíð Örn Halldórsson,
Hulda Hákon, Húbert Nói Jó-
hannesson, Jón Óskar og Hall-
grímur Helgason.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myndhöggvari Steinunn bætist við
listamannahóp Tveggja hrafna.
Í samstarf við Tvo
hrafna listhús
Kex Tómas R. og félagar leika djass.
Kvartett Tómasar
á Kex Hosteli
Kvartett kontrabassaleikarans
Tómasar R. Einarssonar heldur
tónleika í kvöld á Kex Hosteli og
eru þeir hluti af djasstónleikaröð
staðarins. Auk Tómasar skipa
kvartettinn þeir Eyþór Gunnarsson
á píanó, Samúel J. Samúelsson á
básúnu og slagverk og Sigtryggur
Baldursson á conga trommur.
Kvartettinn hefur leik kl. 20.30
og verða tónleikarnir um tvær
klukkustundir að lengd, með hléi.
Aðgangur er ókeypis. Kex Hostel
er á Skúlagötu 28 í Reykjavík.
Sirkuslistir Það var líf og fjör í sirkusþorpinu í Vatnsmýrinni og fengu gestir að spreyta sig, eins og sjá má.
Gaman Börnin nutu sín vel í töfraheimi sirkussins.
Trúðsleg Þrír sirkuslistamenn í fullum skrúða.
25.000 sóttu sirkushátíðina Volcano
Sirkushátíðinni Volcano lauk í fyrradag við Norræna húsið í
Vatnsmýrinni og sóttu 25.000 manns hana í þá tíu daga sem
hún stóð yfir, að sögn Kristínar Scheving, verkefnisstjóra há-
tíðarinnar. Kristín segir hátíðina hafa fært fólki gleði, birtu
og hlýju á rigningasumri í borginni, eins og sjá má af með-
fylgjandi myndum frá Norræna húsinu. Uppselt var á
margar sýningar hátíðarinnar og einnig aukasýningar. 16
sirkushópar víða að úr Evrópu tóku þátt í hátíðinni, yfir 100
listamenn í heildina og buðu upp á fjölbreyttar sýningar.
Meðal þeirra var íslenski sirkushópurinn Sirkus Ísland sem
bauð upp á fjórar sýningar og sýndi alls 15 sinn-
um á hátíðinni fyrir fullum sirkustjöldum.
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is
Veldu rétt