Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kristján ÞórJúlíussonheilbrigð- isráðherra hefur opnað umræðuna um stöðu heil- brigðisþjónust- unnar með ræki- legum hætti á undanförnum dögum. Í liðinni viku birtist eftir hann grein í Morg- unblaðinu undir yfirskriftinni Teflt á tæpasta vað í heilbrigð- isþjónustunni þar sem hann segir að það sé „opinbert leyndarmál“ að íslenskum heil- brigðisstofnunum hafi verið „haldið í fjársvelti“. Kristján segir í greininni að á þessu ári vanti 8,6 milljarða króna til að leysa fjárhags- vanda heilbrigðisþjónustunnar og veltir fyrir sér hvernig bregðast eigi við. Hann gagn- rýnir sérstaklega skort á for- gangsröðun í opinberum fjár- útlátum. Á meðan við blasi að heilbrigðiskerfið muni að óbreyttu „molna hægt en örugglega niður“ sé „ætlunin að ráðast í húsbyggingar á ýmsum sviðum, s.s. sjúkra- stofnana, fangelsis og Húss ís- lenskra fræða fyrir milljarða króna“, milljarðar renni í margvíslega styrki og sjóði og rekstur sendiráða víða um heim og eftirlitskerfi hins op- inbera þenjist út og nýjar stofnanir spretti upp. Sú óskhyggja er lífseig að hægt sé að ráðast í allt óháð því hvernig árar. Á undanförnum árum hefur verið skorið ræki- lega niður í heilbrigðisþjónust- unni um leið og alls kyns gjöld og beinn kostnaður hefur aukist hjá þeim, sem þurfa að leita á hennar náð- ir. Heilbrigðis- kerfið á líka stöð- ugt erfiðara með að sinna þeim, sem þurfa á henni að halda. Neyð- artilfelli hafa vitaskuld for- gang en það getur verið dýrt að bíða. Að auki getur sá, sem þarf lengi að dúsa á biðlista, á endanum orðið að bráðatilfelli með mun meiri tilkostnaði en hefði honum verið sinnt strax. Staðreyndin er sú að þegar niðurskurður leiðir til óskil- virkni er líklegra að kostn- aðurinn verði meiri þegar upp er staðið. Nú er komið að því að styrkja þurfi heilbrigðiskerfið á ný þannig að það geti veitt þá þjónustu sem almenningur gerir ráð fyrir. Til þess þarf að leita allra leiða þannig að það verði með sem hagkvæmustum hætti. Heilbrigðisráðherra hefur gefið upp boltann og við- brögðin þurfa að vera í sam- ræmi við mikilvægi málsins. Þegar hann nefnir einkarekst- ur er óþarfi að vera með út- úrsnúninga um að nú eigi að fara að einkavæða heilbrigð- isþjónustuna. Það er líka óþarfi að hlaupa í vörn þegar talað er um forgangsröðun og að einhverju þurfi að fórna, jafnvel þótt það hafi verið komið á fjárlög. Óbyggð hús geta að skaðlausu beðið, heil- brigðisþjónustan er spurning um mannslíf. Óbyggð hús geta beðið – heil- brigðisþjónustan er spurning um mannslíf} Líf og heilsa Gunnar Huseby,Clausen- bræður, Vil- hjálmur Ein- arsson, Vala Flosadóttir. Marga fleiri mætti nefna til úr sögu frjálsíþróttaiðkunar á Ís- landi sem hafa sótt frækna sigra á erlendri grund. Sig- urhlaup Anítu Hinriksdóttur, sem tryggði sér heimsmeistaratitil 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi á dögunum, gefur góð fyrirheit um þau afrek sem íslenskir frjálsíþróttamenn geta unnið á næstu árum. Það er ekki hlaupið að því fyrir svo fá- menna þjóð að skapa svo marga afreksmenn í íþróttum sem geta keppt í fremstu röð á sínu sviði. Árangur Íslend- inga er því engin tilviljun, heldur afleiðing af öflugu starfi sem hér hefur verið unnið. Hópíþróttirnar hafa ekki farið varhluta af hinu öfluga íþróttastarfi sem hér hefur verið haldið úti. Óþarfi er að rekja hinn frækna árangur „strákanna okkar“ í handbolta á síðustu árum. Þá má nefna að öll íslensku fé- lagsliðin sem tóku þátt í UEFA-keppninni sigruðu andstæðinga sína í fyrstu um- ferð, en slíkt hefur vart gerst í manna minnum. Íslenska karlalandsliðið hefur sömu- leiðis rétt úr kútnum eftir margra ára lægð og eygir nú möguleika á að komast á stór- mót. Á engan er hallað þó ís- lenska kvennalandsliðinu sé hampað, en það tekur nú þátt í EM kvenna í annað sinn og stendur sig með miklum sóma, þótt gegn ofurefli sé. Íslenska íþróttahreyfingin getur því borið höfuðið hátt þessa dag- ana. Sómi hennar er jafnframt sómi Íslendinga allra, sem standa þétt að baki sínu fólki og styðja það til frekari dáða. Íslenskt afreksfólk heldur merki lands- ins hátt á lofti} Gróska í íþróttunum E itt mikilvægasta hlutverk fólks milli tvítugs og þrítugs er að ögra þeim sem á undan fóru. Ungu fólk er flestu hverju þetta að nokkru leyti eðlislægt, það er að ólgandi blóðið brjótist út í heilbrigðri sjálf- stæðisbaráttu. Tilbrigði við þetta stef hafa yf- irleitt verið nokkuð hefðbundin, til dæmis hjá fólki sem í dag er sitt hvorum megin við fer- tugt. Gildismat þess er í stórum dráttum hið sama og kynslóðar foreldranna; það er að afla sér menntunar sem skilar góðum tekjum til að kaupa íbúð og bíl og annan staðalbúnað sem nauðsynlegur í hefðbundinn fjölskyldupakka. Fólk fætt á árunum 1985 og eitthvað fram yf- ir 1990 hugsar yfirleitt allt öðruvísi og rær á önnur mið. Veit sem er að vegir liggja til allra átta. Hefur mótast af því að veröldin er óend- anlega stór en einnig pínulítil, því svör við flestum spurn- ingum eru fljótfundin á netinu, í tölvu og farsíma. Þetta eru krakkar sem er enskan jafn töm og íslenskan og getur því gert heiminn að heimavelli sínum. Finnst ekkert til- tökumál að vera ytra um lengri sem skemmri tíma. Leggja upp í leiðangurinn með fátt annað en passann, sím- ann og plastpoka fyrir nærbuxurnar og tannburstann. Í útlandinu taka þau þá vinnu sem býðst. Staldra kannski stutt við og taka slaginn þegar fréttist af áhugaverðum til- boðum frá lággjaldatilboðum. Vita sem er, að hika er sama og tapa enda fátt sem bindur. Þetta er yfirleitt barnlaust fólk, leigir sér íbúðarholur eða herbergi og finnst því sem næst fjarstæða að gera steinsteypustrit að ævistarfi sínu. Finnst fínt að taka strætó eða vera bara á reiðhjóli. Hoppar svona milli reita og finnst föst launavinna hallærisleg. Er óhrætt við að skapa sér vinnu og verkefni í samræmi við áhugasvið, sem oft eru víðsfjarri því sem eru kallaðar hefðbundnar atvinnu- greinar. Þetta er frábær þróun. Áberandi er hagsmunadrifin umræða sem ýmis samtök og stjórnmálamenn halda úti um mikilvægi þess að efla tækni- og iðnmennt og sporna gegn brottfalli úr framhaldsskólum. Er í því sambandi nefnt að t.d. tölvuþjónusta og járniðnaður þurfi fólk sem aflað hefur sér menntunar á því sviði. Auðvitað er ekkert nema gott um það að segja. En málið er ekki svona einfalt. Einhverskonar þjóðnýting á fólki í þágu ákveðinna atvinnugreina fylgja fleiri ókostir en hitt. Affarasælla er að hvetja ungt fólk til þess að gera nákvæmlega það sem hugur þess stendur til. Það er uppskrift að hamingju. Ætla má að um það bil helmingur fólks á þrítugsaldri sé þenkjandi eins og að framan er lýst. Og þetta eru krakkar sem eru skarpgáfuð, dugleg, hugmyndarík, samvisku- samlega kærulaus, óttalítil og bera mátulega virðingu fyr- ir hinu viðtekna. Kusu Besta flokkinn í borginni og í vor Bjarta framtíð, Pírata og Framsókn – enda svöruðu þau stjórnmálasamtök öðrum betur þessu fólki og væntingum þess. Já, þetta fólk er góður efniviður. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Efniviður hamingjunnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Aldrei fyrr hafa jafn margirfangar setið á skólabekksamkvæmt upplýsingumfrá Fangelsismálastofnun. Samtals lögðu 66 fangar stund á nám samhliða fangelsisvist inni á Litla- Hrauni og Sogni á síðustu önn. Þetta eru tæplega 70% fanga í þessum tveimur fangelsum. „Við leggjum mjög mikið upp úr menntun hér á Litla-Hrauni og Sogni og hvetjum fanga mikið til að sækja námið og það er einfaldlega að skila sér,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni. Fjölgun nemenda í þessum tveimur fangelsum hefur verið jöfn og þétt síðustu ár að mati Margrétar. Árið 2008 voru til að mynda 20 fangar skráðir í nám á Litla-Hrauni en í dag eru þeir rúmlega 50. Fara ekki út úr fangelsinu Almennt séð fara fangar ekki út af fangelsissvæðinu til að komast í skóla og því fer kennsla Fjölbrauta- skóla Suðurlands (FSu) fram innan fangelsa í sérstökum skólastofum. Kennarar frá FSu koma nokkrum sinnum í viku til að kenna. Alls voru 59 nemar við nám í FSu og einn fangi lagði stund á nám við annan fram- haldsskóla. Sex fangar lögðu stund á fjar- nám við þrjá íslenska háskóla og einn var í fjarnámi við erlendan háskóla. Léleg aðstaða til háskólanáms Fangarnir bera meira og minna sjálfir ábyrgð á háskólanámi að sögn Önnu Fríðu Bjarnadóttur, náms- og starfsráðgjafa, en hún telur fangana ná undraverðum árangri þrátt fyrir lélega aðstöðu. „Þeir fá oft á tíðum ekki aðstoð frá kennurum og eru ekki með jafn- góðan aðgang að tölvu og bókum líkt og aðrir háskólanemar,“ segir Anna. „Einn af okkar strákum var að út- skrifast frá HR með gríðarlega góðar einkunni þrátt fyrir að hafa verið nánast í sjálfsnámi allan tímann.“ Sveigjanlegri starfsreglur Almennt var námsárangur góð- ur hjá þeim föngum sem luku áföng- um og Margrét telur tilkomu náms- og starfsráðgjafa við fangelsin hafa stuðlað að bættum námsárangri. „Námsráðgjafinn tekur fanga í viðtöl og metur getu þeirra áður en nám hefst því margir fangar ætla sér um of eftir langa fjarveru frá skóla- kerfinu.“ Þá tóku fangelsin einnig upp sveigjanlegri kennsluhætti sem hafa hjálpað mikið til að hennar mati. „Fangar sem koma inn í fangelsið á miðri önn geta nú hafið nám strax við innkomu í staðinn fyrir að bíða eftir næstu önn.“ Koma ekki aftur til baka Námið eflir bæði sjálfstraust og sjálfsmynd fanga að mati Margrétar. Hún bendir á að þeir fangar sem nýta fangelsisvistina til að mennta sig séu ólíklegri til að skila sér aftur í fang- elsið. „Við trúum því að skólastarfið sé langbesta og jákvæðasta endurhæf- ingin sem við getum boðið föngum upp á,“ segir Margrét og bendir á að endurkomum fanga í íslensk fangelsi hafa snarfækkað á síðustu árum. „Áður fyrr vorum við með mjög háa endurkomutíðni en núna erum við að nálgast það sem er með því betra sem gerist á Norð- urlöndunum.“ Hún er sann- færð um að aukin áhersla á nám í íslenskum fang- elsum eigi stóran þátt í þessum árangri. Metfjöldi fanga leggur stund á nám Morgunblaðið/Ómar Rækta námsmenn Fangelsin á Litla-Hrauni og Sogni skara fram úr öðrum íslenskum fangelsum í framleiðslu á námsmönnum í fangelsisvist. „Það er gígantískur mismunur á aðgengi karla og kvenna að námi í íslenskum fangelsum,“ segir Anna Fríða Bjarnadóttir, náms- og starfsráðgjafi. „Þær hafa ekki sama að- gang að interneti og náms- úrvalið er takmarkaðra en hjá körlum,“ segir Anna og bendir á að allur námsstuðningur við karla er meiri í fangelsiskerf- inu. „Það þarf verulega að bæta afplánunarvist kvenna. Þær eru með einhæf og fá verkefni og námsmöguleikar þeirra eru mjög takmarkaðir.“ Hún segir ýmsa þætti or- saka þetta en almennt séð tel- ur hún mjög sláandi hvað að- staða kvenna er miklu verri en aðstaða karla. „Það eru til fullt af út- skýringum á þessari stöðu en það er spurning hvort við sættum okkur við slíkar útskýringar á 21. öldinni.“ Auðveldara fyrir karla KYNJASKIPTUR AÐGANGUR Margrét Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.