Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 23

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 ✝ GuðmundurHeimir Rögn- valdsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. júlí 2013. Foreldrar hans voru hjónin Rögn- valdur Jónsson, f. 30. okt. 1902 í Berghyl í Holts- sókn, Skag., d. 30. ág. 1947 og Finnrós Guðmundsdóttir, f. 24. sept. 1904 á Hellissandi, d. 5. sept. 1987. Systkini Heimis eru Kristín, f. 1925, Óðinn, f. 1928, Rögnvaldur Þór, f. 1930, Rafn, f. 1933, d. 1934 og Valgeir Jón Rafn, f. 1943. Heimir kvæntist 31. ágúst 1957 Kristínu Bjarnadóttur, f. í Hafnarfirði 17. sept. 1933. Börn þeirra eru: urþórssonar eru Kristín Birna, f. 9. mars 1977, Ásgerður Eir, f. 1. nóv. 1982, sambýlismaður Darren Williams, f. 11. mars 1976, og Guðmundur Heimir, f. 4. jan. 1989. Sonur Birnu og Jó- hanns Einarssonar er Daníel Jó- hannsson, f. 25. sept. 2002. Upp- eldissonur Birnu er Hafsteinn Róbertsson, f. 8. nóv. 1974. Kona hans er Elín Gíslína Stein- dórsdóttir, f. 4. ág. 1981. Börn þeirra eru Hafdís Erna, f. 19. okt. 2005 og Viktor Kári, f. 10. sept. 2008. 3) Vignir Guðmunds- son, f. 15. ág. 1970. Kona hans er Guðný Ásthildur Jónsdóttir, f. 8. des. 1972. Dóttir þeirra er Helena Mist, f. 9. feb. 2005. Heimir ólst upp í Reykjavík, var í sveit á sumrin í Landeyj- unum. Hann fór ungur að vinna og vann við ýmsa verkamanna- vinnu fram til 1970 þegar hann hóf störf í Straumsvík þar sem hann lauk sinni starfsævi. Heimir og Kristín bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Útför Guðmundar Heimis fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 16. júlí 2013, kl. 13. 1) Sigurlaug Helga Emilsdóttir, f. 9. nóv. 1954. Maður hennar er John H. Frantz, f. 12. sept. 1959. Börn þeirra eru Petra Kristín Frantz, f. 14. sept. 1991, Katrín Inga Frantz, f. 22. feb. 1993 og Tristan John Frantz, f. 27. nóv. 1995. Dóttir Sigurlaugar og Þóris Más Þórissonar er Hrund S. Þórisdóttir, f. 12. maí 1979. Kona hennar er Díana Rós A. Rivera, f. 31. mars 1983. Dætur þeirra: Rakel Silja Hrundar- og Róbertsdóttir, f. 18. des. 2004 og Aðalbjörg Röskva Hrundardóttir Rivera, f. 30. okt. 2009. 2) Birna Guð- mundsdóttir, f. 24. maí 1957. Börn hennar og Jónasar Sig- Elsku pabbi, þegar maðurinn með ljáinn bankaði á dyrnar hjá þér þá brástu skjótt við. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir að þú gætir fylgt honum. Þegar ég fékk hringingu til Danmerkur snemma morguns um að þú værir veikur og hefðir fengið heilablóð- fall, áttaði ég mig strax á alvar- leika málsins. Seinna sama dag varstu tilbúinn í ferðina sem bíð- ur okkar allra. Það var erfitt að vera ekki hjá þér á þeirri stundu sem þú kvaddir, en ég var hjá þér í huganum og er fegin að þú fékkst að fara á þennan hátt. Dauðinn er aldrei velkominn, tíminn aldrei sá rétti, en það var í þínum anda að vera ekki með neitt hangs. Eftir sit ég sorg- mædd yfir að missa þig sem hef- ur verið fastur punktur í lífi mínu svo lengi sem ég man eftir. En ég er einnig glöð yfir öllum góðu minningunum sem ég á um þig. Þú varst pabbinn sem í barn- æskunni bakaðir pönnukökur og fórst með okkur í gönguferðir niður á bryggju, þar sem stórar hendur héldu fast í litlu lófana á okkur systrum. Við vorum vel passaðar og öruggar með þér. Þú varst fjölskyldumaður í víðtækri merkingu og alltaf tilbúinn að létta undir ef einhver í stórfjöl- skyldunni þurfti á aðstoð að halda, sama hvort um var að ræða hjálp við heyskap, grafa skurð eða mála. Alltaf varstu boðinn og búinn að hjálpa. Þegar ég flutti í sveitina, að Egilsstöð- um 1 í Flóahreppi, var ég svo heppin að þú komst og hjálpaðir til við búskapinn. Það er engin spurning að vinnan í sveitinni, mannfólkið og dýrin áttu hug þinn allan. Vaktavinnan í Straumsvík bauð upp á að geta komið og hjálpað til. Sveitin varð fastur punktur í lífi þínu í 25 ár. Það var engin lognmolla í kring- um þig, vinnan drifin áfram og oftar en ekki voru matar- og kaffitímar fullir af sögum sem voru vel kryddaðar og skemmti- legar. Stundum hlóst þú manna hæst og enn hærra ef einhver fór að efast um sannleiksgildi sög- unnar. Flestar voru sögurnar um atvik sem ýmist gerðust í barn- æskunni eða í ferðalögunum ykk- ar mömmu, Vignis bróður og barnabörnunum. Ferðalög voru þitt helsta áhugamál og eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar komuð þið mamma oft í heimsókn. Síðasta heimsóknin til mín var í október á síðasta ári. Kraftarnir voru ekki miklir eftir erfið veikindi árið áð- ur, en þér héldu engin bönd. Í stað þess að sitja í hægindastóln- um var farið á fullt að þjálfa sig í að ganga. Til Köben komst þú og naust ferðarinnar eins og kraftar leyfðu. Síðasta ferðalagið var til Akureyrar aðeins viku fyrir and- látið. Þú hafði gaman af því að geta verið með, en þrekið var ekki mikið. Núna ertu lagður af stað í þitt síðasta ferðalag. Ferðalag sem bíður okkar allra. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina og ástúðina í minn garð og barnanna minna. Minning þín lifir í hjörtum okkar, hlý og falleg. Þín dóttir, Birna. Hann afi hafði silfurgrátt hár og hjarta úr gulli. Við erum hepp- in að hafa átt afa eins og þig sem elskaði okkur. Afa sem gaf sér tíma með okkur og sýndi okkur áhuga. Nú ertu farinn frá okkur og það er með söknuði sem við kveðjum þig. Þú átt stað í hjarta okkar og við minnumst þín með ást og kærleika. Við systkinin frá Egilsstöðum I munum vel þegar afi kom til okkar í sveitina í vaktafríum frá álverinu í Straumsvík. Hann var mikill dýravinur og í sveitinni leið honum vel. Bæði menn og dýr hændust að honum. Hundurinn á heimilinu vissi að kjötbitinn var aldrei langt undan og við krakk- arnir vissum að í vasanum átti afi Victory V brenni sem gott var að maula á. Afi gat verið mjög stríðinn. Hann átti það til að læða kartöflu í stígvélin hjá heimilisfólkinu á Egilsstöðum og glotta við þegar stigið var á kartöfluna í stígvél- inu. Auðvitað viðurkenndi hann aldrei að kartaflan væri í stígvél- inu af hans völdum. Þannig var létt grín og glens allsráðandi þeg- ar afi kom í sveitina. Þegar við systkinin gistum hjá afa og ömmu í Hafnarfirði var afi vanur að fara með okkur á rúnt- inn niður á bryggju í Hafnarfirði. Þá keyrði hann rólega um svæðið og söng með sjálfum sér eða sagði okkur sögur. Af sögum átti hann nóg og voru sumar svo ótrú- legar að jaðraði við lygasögu. Í heimsóknum okkar var gjarnan tekið í spil og spilað ólsen ólsen við afa. Þá átti hann það til að svindla þannig að hann „leyfði“ okkur að vinna oftar en lukkan leyfði. Við systkinin fórum oft með afa og ömmu í ferðalög á sumrin. Oftar en ekki var lagt af stað með fellihýsið í eftirdragi eða brunað norður á Akureyri. Ferðalögin eru okkur dýrmætar minningar enda oft glatt á hjalla, grillað og haft það notalegt. Afi var einn af þeim sem gat talað við alla og hafði vinalegt viðmót. Það var ekki óalgengt að sjá afa á spjalli við fólk sem hann var að sjá og hitta í fyrsta sinn. Það var ekki til í honum feimni og með forvitni í bland voru honum allir vegir færir. Elsku afi, nú er saga okkar með þér á enda. Við munum halda sögu þinni á lofti og minn- ast þín með hlýju, kærleika og ást. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kristín Birna, Ásgerður Eir, Guðmundur Heimir og Daníel. Guðmundur Heimir Rögnvaldsson var Guðrún kjörin heiðursfélagi í Kvenréttindafélaginu. Guðrún starfaði alla tíð af ein- urð og réttsýni. Meðal þeirra málefna sem Guðrún bar sérstak- lega fyrir brjósti í jafnréttisbar- áttunni má nefna kröfuna um sömu laun fyrir sömu vinnu og baráttuna fyrir því að hjón teldu fram til skatts hvort í sínu lagi. Árið 1975 sat Guðrún í nefnd til að undirbúa Kvennafrídaginn, en 24. október það ár lögðu ís- lenskar konur niður vinnu og söfnuðust saman á útifundum um land allt til að krefjast jafnréttis. Undirbúningsnefndin vann störf sín hratt og örugglega, meirihluti kvenna lagði niður störf og tókst með aðgerð sinni að lama íslenskt atvinnulíf. Um 25.000 konur söfn- uðust saman á Lækjartorgi og var það þá með stærstu útifund- um sem haldnir höfðu verið hér á landi. Framtakið vakti ekki bara mikla athygli hér heima heldur vakti það einnig sérstaka athygli erlendis. Guðrún var meðal þeirra kvenna sem stofnuðu Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna árið 1983. Friðarhreyfingin stóð fyrir undirskriftasöfnun árið 1985 und- ir kjörorðinu „Friðarávarp ís- lenskra kvenna“ og sat Guðrún í undirbúningsnefnd söfnunarinn- ar. 37 þúsund íslenskar konur skrifuðu undir ávarpið sem af- hent var á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairóbí í Kenía í júlí sama ár. Í Friðará- varpinu fluttu íslenskar konur kveðjur til umheimsins og lauk ávarpinu svo: „Við viljum frið sem grundvallast á réttlæti, frelsi og umhyggju í mannlegum sam- skiptum.“ Guðrún hlúði að menningu og sögu íslenskra kvenna. Hún var meðal þeirra sem beittu sér fyrir stofnun Kvennasögusafns Ís- lands og sat hún í áhugahópi um varðveislu og framgang Kvenna- sögusafns Íslands fyrir hönd Kvenréttindafélagsins, frá stofn- un hópsins árið 1987 þar til safnið varð að einingu innan Þjóðarbók- hlöðunnar árið 1996, en hafði sú sameining verið markmið hópsins frá upphafi. Þá sat Guðrún í rit- nefnd bókarinnar Veröld sem ég vil, sögu Kvenréttindafélagsins sem skráð var af Sigríði Th. Er- lendsdóttur sagnfræðingi og kom út árið 1993. Guðrún tengdi eldri og yngri tíma í Kvenréttinda- félaginu, en sjálf var hún virkur þátttakandi í sögu félagsins allt frá lýðveldisstofnun. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Guðrúnu framlag sitt til félagsins og jafnréttisbaráttu kynjanna og sendir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands. Guðrún var tíunda barn for- eldra sinna og yngst systkina. Auk hennar náðu fullorðinsaldri sex bræður. Hún ólst upp á Eyr- arbakka og gekk þar í barna- skóla. Við suma bernskuvini hélt hún sambandi ævilangt. Var sér- staklega ánægjulegt að vera með í því þegar hún bauð nokkrum fermingarsystkinum á æsku- heimili sitt fyrir nokkrum árum. Þá voru frændsystkini, börn hennar og systkina hennar, búin að vinna að því um skeið að halda húsinu við og koma upp einskon- ar minjasafni um fjölskylduna sem þar bjó frá 1916 til 1989. Hún hafði mikla ánægju og lífsfyllingu af því starfi og lét ekki sitt eftir liggja. Hún ein átti minningarnar og þar við bættist mikið safn bréfa sem höfðu verið á háaloftinu í Læknishúsinu alla þessa áratugi. Hún flokkaði þessi bréf og skráði. Það var hennar fag sem hún var afar fær í, hafði áratuga reynslu sem bóka- og skjalavörður á Orkustofnun í ára- tugi og menntun í greininni frá Háskóla Íslands – auk brennandi áhuga. Í bréfasöfnunum birtist mikil menningarsaga. Hef ég orð- ið margs vísari við lestur margra þeirra en þau eru frá því fyrir aldamótin 1900 fram yfir 1960. Mæðgurnar Guðrún og Aðal- björg fluttust til Reykjavíkur 1944. Þær héldu saman lengst af meðan báðar lifðu og Guðrún tal- aði um móður sína af mikilli ást og virðingu. Hún hafði sagt henni mjög margt um liðna tíð, bæði af lífinu á Eyrarbakka og eins frá Húsavík þar sem Aðalbjörg ólst upp að mestu. Þar kynntist hún Gísla sem þangað kom sem hér- aðslæknir. Þau giftust 1899 og bjuggu á Húsavík til 1914. Þá fór Gísli suður á land en hann hafði verið skipaður héraðslæknir á Eyrarbakka. Aðalbjörg fylgdi honum svo um vorið með börnin. Hún átti tvær systur, Herdísi og Jakobínu, sem báðar fluttust á eftir yngstu systur sinni til Eyr- arbakka og bjuggu þær allar þar um árabil. Guðrún talaði oft um móður- systur sínar og hafði á þeim mikl- ar mætur – og raunar frændfólki sínu öllu. Bréfasöfnin sem áður eru nefnd hafa endurvakið og lífgað alla þessa merku sögu. Eldri bræður hennar fóru til náms í Reykjavík og þrír þeirra tóku stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Þangað fór Guðrún líka og útskrifaðist vorið 1941. Hún varð móðir ung að aldri og 24 ára átti hún þrjá drengi. Síðar eignaðist hún fjórða soninn og loks einkadótturina. Lengst af vann hún utan heimilis auk þess að annast börn sín og heimilishald. Hún lauk ferli sínum í opin- beru starfi sjötug að aldri. Því fór þó fjarri að hún legði hendur í skaut. Hún fór að sinna gömlu áhugamáli sínu, bókbandi og fór það listilega úr hendi. Einnig fékkst hún við vefnað og skapaði mörg listaverk í myndvefnaði. Guðrún naut góðrar heilsu lengst af ævi sinnar. Hún hafði fengið í vöggugjöf einstaklega ljúfa og glaða lund. Aldrei hitti ég hana öðruvísi en í sólskinsskapi. Ellin var henni léttbær enda naut hún ríkrar umhyggju barna sinna og barnabarna. Hennar er sárt saknað. Vilborg Sigurðardóttir. Guðrúnu kynntist ég fyrir rúmum 60 árum, þegar hún kenndi ungum telpum, sem voru að hefja nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, stærðfræði. Hún var ung, falleg og glaðvær kona, og þótti hún einkar góður kennari. Þegar ég hóf störf á Orku- stofnun áratugum seinna kynnt- ist ég Guðrúnu aftur, sömu fal- legu, jákvæðu og greindu konunni, en þá hafði hún eignast fimm börn, lokið prófi í bóka- safnsfræði með jarðfræði sem aukagrein og hafði sett á stofn rannsóknarbókasafnið á Orku- stofnun. Á þeim tíma stjórnaði hún því bókasafni. Við samstarfs- konurnar vorum alltaf velkomnar á bókasafnið að ræða við Guð- rúnu um hin ýmsu mál, sem voru ofarlega á baugi þá stundina. Eftir að við margar hættum að vinna sakir aldurs var hún mjög áhugasöm um að við héldum hóp- inn og höfum við komið saman á kaffihúsi mánaðarlega í mörg ár, síðast nú í maí. Guðrún lét sig aldrei vanta á þær samkomur. Hennar verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. F.h. fyrrverandi samstarfs- kvenna á Orkustofnun, Ingibjörg Júnía Gísladóttir. Við kveðjum nú elsta bóka- safnsfræðing landsins, Guðrúnu Gísladóttur, nær 93 ára. Guðrún var ákaflega vel gefin og vel gerð, réttsýn og mikil baráttukona. Það þurfti kjark og áræði fyrir stelpu sem fædd var í dreifbýli árið 1920 að brjótast til mennta. Til þess að komast inn í MR fór hún til Ísafjarðar í undirbúnings- nám. Þar var hún einn vetur og hóf síðan nám í fjórða bekk í stærðfræðideild MR. Stúdent varð hún 1941 og hafði þá tafist um eitt ár vegna giftingar og barneigna. Lífsstarf hennar var að mestu leyti tengt Orkustofnun. Þar byrjaði hún að vinna 1956 við að teikna kort eftir mælingum sem verið var að vinna á hálendinu en 1959 var henni falið að sjá um bókasafnið. Það var fyrir nokkra tilviljun að hún fór í nám í bóka- safnsfræði en aðalástæðan var sú að stofnanir borguðu fólki slæ- lega sem ekki hafði próf í grein þeirri sem það vann við. Stofn- unin óskaði eftir því að hún lærði til starfans og þar sem þetta nám var samkvæmt beiðni fékk hún að stunda námið í bókasafnsfræði í vinnutímanum. Þegar Guðrún var búin að taka það sem hægt var í bókasafns- fræðinni var hún samt ekki með full réttindi því hún þurfti að ljúka BA-prófi. Um þetta leyti byrjaði kennsla í jarðfræði og þá lá beint við að hún færi þá leið þar eð kjarni safnsins var á þessu sviði. En samt vantaði upp á og skráði hún sig þá í bókmennta- sögu. BA-prófinu lauk hún svo 1972 með þá sérkennilegu sam- setningu að hafa bókasafnsfræð- ina sem aðalgrein og aukagreinar í jarðfræði og bókmenntasögu! Yfirmaður safnsins var hún allt til 1990 að hún fór á eftirlaun vegna aldurs. Guðrún gekk í Bókavarða- félagið sem stofnað var 1960 var í stjórn 1964-1970. Hún var í stjórn Félags bókavarða í rannsóknar- bókasöfnum 1975-1977 og varð stofnfélagi í Félagi bókasafns- fræðinga árið 1973 og í fyrstu stjórn þess. Þetta var nokkuð umdeilt félag enda var á þessum tíma álitið að allir gætu séð um bókasöfn. Guðrún vann ötullega við að útskýra að þetta nýja félag væri stofnað til að styrkja rétt- indi þeirra sem höfðu lært til fagsins en ekki sett til höfuðs þeim sem í söfnunum unnu. Fáir efast um það lengur að það þurfi menntun í bókasafnsfræði til að sinna safnstörfum. Sem frumkvöðull í stétt bóka- safnsfræðinga hlaut hún marg- víslegan heiður fyrir lífsstarf sitt. Hún varð heiðursfélagi í Bóka- varðafélagi Íslands og Félagi um skjalastjórn og heiðursfélagi varð hún í Kvenréttindafélagi Íslands. Það var gaman að sitja með Guðrúnu og heyra um öll flóknu verkefnin sem þurfti að leysa í rannsóknarbókasafni fyrir 50 ár- um enda öll þekking á því sviði hér á landi mjög á byrjunarstigi. Okkur finnst erfitt að skilja hvernig var hægt að leysa upplýs- ingamál fyrir tíma tölvuvæðing- arinnar, án netsins og án allra þeirra þæginda sem okkur finnst sjálfsagt að séu við höndina núna til að létta störfin í bókasöfnum. Að leiðarlokum við ég þakka Guðrúnu fyrir skemmtileg kynni og fyrir framlag hennar til bóka- safna á Íslandi um leið og ég sendi afkomendum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Klara Hannesdóttir. Upplýsing – félag bókasafns- og upplýsingafræða vill þakka Guðrúnu kærlega fyrir þau fé- lagsstörf sem hún vann fyrir stétt bókasafnsfræðinga í gegnum tíð- ina en fyrir þau störf var Guðrún kjörin heiðursfélagi Bókavarða- félags Íslands árið 1996. Upplýs- ing sendir fjölskyldu og vinum kærar samúðarkveðjur. Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd, milt og rótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. (Jón úr Vör.) F.h. Upplýsingar, Margrét Sigurgeirsdóttir formaður. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.