Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 11

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 11
Hryggur Fjallið Þverártindsegg minnir einna helst á Alpana en þangað gekk Guðrún í maíbyrjun á síðasta ári. hafa misst föður sinn og ég var ekki viss um hvort ég ætti að fara í göng- una eða ekki. Maður vill auðvitað breyta rétt,“ segir Guðrún sem þó ákvað að skella sér í ferðina. „Fararstjórarnir sem höfðu gengið með okkur í fyrri áföngunum hringdu báðir í mig og spurðu mig hvort ég gæti í raun gert eitthvað betra fyrir sjálfa mig í þessari stöðu en að drífa mig í gönguna. Þessi hvatning skipti sköpum og ég tók ákvörðun um að fara með og halda mínu striki sem var alveg frábært, í raun það besta sem ég gat gert fyrir sjálfa mig. Það er svo sefandi að ganga svona úti í náttúrunni. Þessi leggur tók fimm daga og mikið hugsað á þeim tíma og velt vöngum. Ég mæli með þessu við alla þá sem hafa misst einhvern náinn. Það er mjög góð leið til að takast á við sorgina,“ segir hún. Fór á puttanum til Akureyrar „Ég þurfti síðan að komast úr Ásbyrgi og í flug til Reykjavíkur til að undirbúa jarðarför föður míns ásamt systur minni og fjölskyldu. Ég fór því út á veg ásamt annarri konu sem einnig þurfti að komast suður og við reyndum að húkka okkur far til Akureyrar. Maður fór á puttanum þegar maður var ung- lingur og því var þetta kannski svo- lítið sérstakt, en engu að síður mjög skemmtileg reynsla. Það stoppaði fyrir okkur stúlka sem vann í þjóð- garðinum og var á leið til Akureyrar. Við vorum því mjög heppnar,“ segir Guðrún. Hún segir þó ekki alltaf ein- tóma gleði fylgja slíkum endalokum og að það fylgi þeim gjarnan tóm- leiki. „Það er alltaf mikil eftirvænting að klára þessar göngur en það er líka ákveðin sorg sem fylgir því. Þá er þetta bara búið og það myndast ákveðið tómarúm því verkefninu er lokið og hópurinn sem hefur stefnt að sameiginlegu markmiði leysist upp. Eftir að hafa klárað gönguna þvert yfir landið og búið var að jarða föður minn þá einhenti ég mér því bara í næsta gönguverkefni sem voru 52 fjöll á ári, eitt fjall á viku. Ég er því alveg „húkt“,“ segir Guðrún sposk. „Þegar ég gekk yfir landið þá gerði ég það í gönguskóm móður minnar. Þeir héldust svona hér um bil saman í göngunni en voru ekki mikið notaðir eftir það. Ég er ekki beint þessi væmna týpa en mér fannst þetta vera svolítið í hennar anda. Þetta var áskorun og spurning um úthald, eiginleikar sem mér fannst móðir mín einmitt búa yfir,“ segir hún. Leiðsögn frá heimamanni „Ég gekk á Kirkjufellið í Grundarfirði nýlega. Svona fjall- göngur virka oft í upphafi sem rosa- lega mikil áskorun og jafnvel óyfir- stíganlegar. Þegar maður hefst svo handa, og tekur bara eitt skref í einu, þá er þetta síðan miklu minna mál en maður gerði ráð fyrir. Ég hringdi í upplýsingamiðstöð Grund- arfjarðar og þar var mér bent á mann sem ólst upp undir fjallinu og gengur oft upp á það. Það var ekki eitt andartak sem maður spáði í það hvort eitthvað gæti farið úrskeiðis. Við vorum einnig á Austurlandi um daginn og gengum á Hólmatind, stolt og prýði Eskfirðinga ann- arsvegar og á Búlandstind fyrir ofan Djúpavog hinsvegar. Það var svolítil áskorun en eins og svo oft í góðum félagsskap,“ segir Guðrún. Hún seg- ir þó gott að klára ekki öll fjöllin á einu bretti þar sem alltaf sé gott að eiga eitthvað eftir. „Það er svo mikilvægt að næra kroppinn. Það er líka gott að setja sér það markmið að ýta sér eitthvað örlítið lengra, fara aðeins úr þessum þægindahring. Svo er margt sem lít- ur út fyrir að vera erfitt í byrjun en er miklu aðveldara í raun og því um að gera að láta bara slag standa,“ segir hún að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Boot Camp stendur fyrir fyrstu El- liðaárdalsþríþrautinni næstkomandi fimmtudag, 18. júlí. Keppnin fer fram í húsnæði Boot Camp við Rafstöðv- arveg og í Elliðaárdalnum sjálfum. Í boði eru þrír flokkar, stærri og minni flokkur og krakkaflokkur, þar sem boðið er upp á mismunandi vegalengdir. Í stærri flokki er keppt í 2 km róðri í róðrarvél, 10 km hjólreið- um og 4 km hlaupi. Í minni flokki er keppt í 1 km róðri, 6,5 km hjólreiðum og 3 km hlaupi. 10 ára og yngri fá síð- an tækifæri til að keppa í fylgd með fullorðnum. Krakkarnir keppa í 500 m róðri, 2 km hjólreiðum og 500 m hlaupi. Krakkarnir eru ræstir klukkan 17, minni flokkur klukkan 18 og stærri flokkur klukkan 19. Forskráning fer fram í gegnum hlaup.is en henni lýkur á hádegi á fimmtudag. Róið, hjólað og hlaupið í náttúruparadís höfuðborgarbúa Morgunblaðið/Kristinn Þríþraut Fullorðnir geta valið um tvo ólíka þyngdarflokka í Elliðaárdalsþrí- þrautinni og að auki er boðið upp á einn krakkaflokk fyrir börn 10 ára og yngri. Fyrsta Elliðaárdalsþríþrautin Hlaupahátíðin á Vestfjörðum er svo sannarlega að festast í sessi. Um næstu helgi verður mikið um að vera fyrir orkumikið afreksfólk. Á föstu- deginum verður keppt í 500 og 1.500 metra sjósundi. Að því loknu verður ræst í Óshlíðarhlaupinu. Bæði er hægt að keppa í 21 km og 10 km hlaupi. Laugardagurinn hefst á 55 km keppni í fjallahjólreiðum um morg- uninn. Í hádeginu er síðan boðið upp á skemmtiskokk á Þingeyri sem fylgt er eftir með útijóga og vöfflum við sundlaugina. Sunnudagurinn er undirlagður í Vesturgötuhlaupið en hægt er að hlaupa hálfa (10 km), heila (24 km) og tvöfalda (45 km) Vesturgötu. Einhver ofurmenni ætla að taka þátt í þríþraut um helgina. Þau þurfa að ljúka 500 m sjósundi, 55 km fjalla- hjólreiðum og 24 km hlaupi. Hlaupahátíð á Vestfjörðum Ljósmynd/Guðmundur Ágústsson Hátíð Tekið á í bæði hrikalegri og fag- urri náttúrunni á Vestfjörðum. Synt í sjó, hjólað og hlaupið á hlaupahátíð á Vestfjörðum ur sem ítrekar þó að hópurinn komi mjög mikið að sköpuninni og hann sem leikstjóri sé þeim meira til halds og trausts og til að leiðbeina þeim ásamt Oddvari Erni Hjartarsyni, list- rænum stjórnanda hópsins. Einhverjir árrisulir bæjarröltarar hafa eflaust tekið eftir litríkum hópi ungmenna á hlaupum um miðbæinn undarfarnar vikur en meðlimir í Götu- leikhúsinu byrja hvern dag á því að hlaupa um miðbæinn. „Þá fara þau ýmist í búninga eða hlaupa með óhefðbundnum hlaupastíl og hlaupa síðan alltaf sömu leiðina. Þetta eru rúmir tveir kílómetrar, upp á Skóla- vörðuholtið og svo hlaupa þau Laugaveg og Hverfisgötu. Það er mjög mikilvægt fyrir svona hóp að vera í góðu formi. Það tekur til dæm- is lúmskt á að standa kyrr í tvo tíma með alla vöðva spennta. Þetta er að- alástæðan fyrir því að hópurinn fer út að hlaupa, til að viðhalda forminu en auðvitað er þetta gaman líka og gerir okkur enn sýnilegri og svo hef- ur hópurinn líka eignast nokkra góða vini á þessu morgunskokki sínu,“ segir Hlynur. Húsganga Það dettur ekki mörgum í hug að ganga svona upp Laugaveginn. Götuleikhúsið Gefur litunum líf. 50% afsláttur af gegnheilum harðviðarhúsgögnum frá Míru ÚTSALA Kíktu við í Heimilisprýði í Hallarmúla eða á www.mira.is Opið: Mánudagar-föstudagar frá kl. 10 til 18 Laugardagar: frá kl. 11 til 16 Sunnudagar: lokað w Sími 553 8177

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.