Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
✝ SveinbjörnJónsson fædd-
ist í Reykjavík 30.
október 1943. Hann
lést í Reykjavík 18.
júní 2013.
Sveinbjörn var
sonur Margrétar
Sívertsen hús-
móður, f. 18. ágúst
1923 d. 2. apríl
1999 og Jóns Svein-
björnssonar prent-
ara, f. 16. apríl 1922. Systir
Sveinbjörns er Ingibjörg Sívert-
sen Jónsdóttir, f. 1947. Eig-
inmaður hennar er Guðjón Þor-
kelsson.
Sveinbjörn kvæntist Agnesi
Jónsdóttur, þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg
Birgitta, maki Eyþór Sigurðs-
son, börn þeirra: Vignir, Krist-
ján Ari og Ásgeir, fyrir átti Ey-
þór Andra Má. 2) Jón Ómar,
kona hans er Ragn-
hildur Hrund Sig-
urðardóttir, sonur
þeirra er Aron
Kristinn. Börn Jóns
af fyrra sambandi
eru Sveinbjörn og
Lára Björk. 3) Haf-
steinn Bergmann, í
sambúð með Soffíu
Árnadóttur. Börn
Hafsteins eru Hera
Sól, Gunnur Rún,
Írena Líf, Erik Fannar og Elmar
Daði.
Sveinbjörn starfaði lengi við
innréttingasmíðar og lökkun hjá
Jp innréttingum, stofnaði og rak
Antik gler, starfaði við silki-
prentun og margt fleira sem
handlagni, listfengi og vand-
virkni kom við sögu.
Útför Sveinbjörns fer fram
frá Guðríðarkirkju í dag, 16. júlí
2013, kl. 13.
Bússi hefur alltaf verið ljúfur
og góður drengur. Hann var
flinkur í höndunum en í herberg-
inu hans var margt smíðað af
honum sjálfum. Hann skrifaði
mjög vel, átti auðvelt með að
læra og var flinkur að teikna.
Bússi var alltaf góður við mig
og ég man alltaf þegar hann
vann á millilandaskipum að þá
keypti hann alltaf eitthvað fal-
legt handa mér – eins og hann
keypti handa Agnesi kærustu
sinni. Mér þótti einnig vænt um
hvað hann var óspar á að lána
mér bílana sína eftir að ég tók
bílpróf en það þótti ekkert sjálf-
sagt.
Seinni árin var hann alltaf
duglegur að hringja í mig og láta
vita af sér og hvað honum þætti
vænt um mig.
Elsku bróðir, takk fyrir allt.
Guð geymi þig,
Þín systir,
Ingibjörg (Inga).
Sveinbjörn Jónsson – Bússi er
nú látinn eftir langa og erfiða
baráttu við óvæginn húsbónda.
Þegar ég var að kynnast Ingu
þá var Bússi stóri bróðirinn og
var alveg sérstakur í þá daga þar
sem hann gat allt sem hann vildi
og allt lék í höndunum á honum.
Bússi var mjög greiðvikinn og
alltaf til í að redda því sem hann
var beðinn um og ekki nískur á
að lána systur sinni eða pabba
sínum bílana sína sem voru alltaf
áberandi glæsilegastir í bænum.
Hann gat keypt sér bíla sem oft
var mismikið að eða hreinlega í
rusli og illa útlítandi en þegar
hann var búinn að gera þá eins
og hann vildi hafa þá, urðu þetta
eðalbílar og vöktu þeir mikla að-
dáun fyrir sérstakan glæsileika.
Þegar allt var komið var bíllinn
stífbónaður, skinnið komið á
stýrið og skottið komið á út-
varpsstöngina. Þá sá maður oft
hvað Agnes var stolt af Bússa
sínum. Bílarnir voru oftar en
ekki með þeim kraftmestu og
glæsilegustu bílum sem voru á
rúntinum eða á Hallærisplaninu í
þá daga og hefðu Travolta og fé-
lagar ekki fúlsað við þessum bíl-
um í Grease-myndunum.
Kæri mágur, þú vildir öllum
vel, bæði mönnum og málleys-
ingjum þó það hafi ekki verið
einfalt í þinni stöðu en ég bið
Guð að blessa þig og gæta þín á
þeim leiðum sem þú leggur nú út
á.
Guðjón Þorkelsson.
Sveinbjörn
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem.)
Elísabet Ósk.
✝ RagnheiðurBenedikts-
dóttir fæddist á
Hömrum í Hauka-
dal, Dalasýslu, 2.
júlí 1924. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 5. júlí
2013.
Foreldrar Ragn-
heiðar voru þau
Benedikt Jón-
asson, f. 19.2. 1888, d. 14.9.
1948, frá Stóra-Vatnshorni í
Haukadal og Guðrún Guðjóns-
dóttir, f. 28.2. 1894, d. 4.10.
1976, frá Gilsbakka í Mið-
dalahreppi. Systkini Ragnheið-
ar eru: Þuríður, f. 1915, d.
2011, Kristín, f. 1917, d. 1998,
Fanney, f. 1918, d. 2008, Jónas,
f. 1920, d. 1971, Guðjón, f.
1921, d. 2013, Jón, f. 1923, Guð-
mundur, f. 1925, d. 2003, El-
ísabet, f. 1927, d. 2002, Árni, f.
1933, Svavar, f. 1935, Elsa, f.
1936, Hreinn, f. 1937 og Fjóla,
f. 1939.
Eiginmaður Rögnu var Rút-
maki: Kjell Backström, f. 20.5.
1954, börn þeirra eru: Anna
Kristín, f. 1979, Ida Marie, f.
1981, Emilie Sandra, f. 1986
og Júlía Ragna, f. 1999. 7)
Ragnar, f. 22.8. 1963, sam-
býliskona: Anna Svensson, f.
17.1. 1971, börn þeirra eru:
Birkir, f. 1998, Bjarki, f. 2001,
Atli, f. 2002 og Jona, f. 2007.
Barnabarnabörnin eru 19.
Fyrir átti Rútur soninn Albert
Sigurð, f. 14.5. 1946.
Ragna, eins og hún var köll-
uð í daglegu tali, fór að heim-
an um tvítugt og var einn vet-
ur á Húsmæðraskólanum á
Staðarfelli í Dölum. Hún flutt-
ist síðan til Reykjavíkur og
vann á prjónastofu Sigurðar
Arnalds í 3-4 ár eða þar til hún
stofnaði heimili í Hafnarfirði
með manni sínum Hinn 23.
mars 1965 fékk Ragna alvar-
legt heilablóðfall sem hafði
varanleg áhrif á heilsu hennar
alla tíð. Með æðruleysi, ein-
stöku jafnaðargeði og dugnaði
tókst hún á við erfiðleikana og
var það mikill styrkur fyrir
fjölskylduna. Ragna var mikil
hannyrðakona og lék allt í
höndunum á henni, sama hvað
hún tók sér fyrir hendur.
Útför Rögnu fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 16. júlí 2013, kl. 15.
ur Kristinn Hann-
esson, hljóðfæra-
leikari, f. 16.8.
1920, d. 18.8. 1984.
Börn Rúts og
Rögnu eru: 1)
Kristrún Harpa, f.
2.6. 1952, maki:
Georg Þór Krist-
jánsson, f. 25.3.
1950, d. 11.11.
2001, börn þeirra
eru: Kristján, f.
1975, Ragnheiður Rut, f. 1977
og Helga Björk, f. 1982. 2)
Hansína Rut, f. 4.8. 1954, fyrr-
verandi maki: Birgir Guð-
björnsson, f. 30.9. 1952, börn
þeirra eru: Guðbjörg, f. 1977
og Rútur Örn, f. 1985. 3) Bene-
dikt Heiðar, f. 1.8. 1956. 4) Jón-
as, f. 21.7. 1958, maki: Kristín
Viðarsdóttir, f. 23.5. 1960, börn
þeirra eru: Kristinn Viðar, f.
1984 og Heiða Björg, f. 1988. 5)
Hannes, f. 28.7. 1959, maki: Jó-
hanna Kristjánsdóttir, f. 26.11.
1963, börn þeira eru: Fríða
Kristín, f. 1990 og Alexía Rut,
f. 1996. 6) Eygló, f. 3.12. 1961,
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Það var fyrir mannkosti elsku-
legrar móður okkar að við kynnt-
umst kærleika, æðruleysi, þraut-
seigju, innri ró og ómældum
styrk til að takast á við erfið-
leika. Fyrir það erum við ævin-
lega þakklát.
Nú þegar hún er farin og við
sem elskum hana þurfum að tak-
ast á við tómleikann og söknuð-
inn sem því fylgir, þá kemur sér
vel þessi viska sem hún miðlaði
til okkar að góðum notum til að
takast á við sorgina.
Við óskum henni góðrar ferð-
ar og vitum að pabbi hefur tekið
vel á móti henni og leikið fallegt
lag fyrir hana er hún kom.
Kveðja frá börnum hinnar
látnu,
Harpa Rútsdóttir, Rut
Rútsdóttir, Heiðar Rútsson,
Jónas Rútsson, Hannes
Rútsson, Eygló Rútsdóttir
og Ragnar Rútsson.
Elsku Ragga amma okkar, nú
ertu farin frá okkur. Er við
minnumst þín, þá eru orðin
þakklæti og gleði okkur efst í
huga. Þú varst besta amma sem
nokkur krakki getur átt. Mörg
falleg orð er hægt að segja um
þig, elsku amma, þau komast nú
varla öll fyrir hér í þessari grein.
Þú varst alla tíð svo blíð og góð
við okkur, sýndir okkur alltaf
þolinmæði þegar við vorum að
grallarast á Öldugötunni þar sem
við eyddum svo miklum tíma hjá
þér og afa Rút, sem reyndi að
kenna okkur á flygilinn sinn, með
misgóðum árangri. Þú hafðir svo
gaman af okkur, hafðir svo gam-
an af því að hafa okkur hjá þér
og þegar við vorum að prakk-
arast þá glottirðu alltaf og sagðir
„uss ussussuss“ með brosið í
augunum. Þú varst svo dugleg,
elsku amma, varst búin að vera
lömuð hægra megin í líkamanum
í áratugi og áttir svo erfitt með
að tala, en lést það nú ekki
stoppa þig í því að sauma út, og
baka bestu pönnukökur í öllum
heiminum. Það var alltaf hægt að
reiða sig á, bæði á Öldugötunni
og þegar þú fluttir í þjónustu-
íbúðina við Sólvang, að það biðu
okkar alltaf tilbúið borð með
upprúlluðum pönnsum með
sykri, skál með rjóma, sultu, djús
og kaffi.
Við minnumst buddunnar
þinnar sem þú geymdir uppi í
skáp á Öldugötunni með aurun-
um þínum. Þú laumaðir að okkur
krónum, sendir okkur svo út í
sjoppu að kaupa mjólk og leyfðir
okkur að eiga afganginn til að
kaupa okkur bland í poka, svo
varstu svo glöð þegar við komum
með appelsínflösku og lakkrísrör
handa þér tilbaka. Við vorum svo
oft í pössun hjá þér og það var
svo notalegt að kúra hjá þér. Við
minnumst litla skotsins í horninu
undir skápunum í eldhúsinu, þar
sem var hægt að setjast og loka
að sér með skápahurðunum og
brettinu sem var fyrir ofan, þú
laumaðir að okkur pönnukökum
þar sem við sátum í skotinu. Við
minnumst hlýju þinnar, um-
hyggju og þolinmæði gagnvart
okkur gröllurunum þínum, við
fundum að við vorum alltaf vel-
komin til þín og hversu gaman
þér fannst að hafa okkur hjá þér.
Þú varst yndisleg kona, enda
dáð og dýrkuð af öllum þeim sem
þekktu þig. Þó svo að orðaforði
þinn hafi verið takmarkaður
vegna veikinda þinna, voru þín
algengustu orð „takk fyrir“
„heilsa“ þá meintirðu að þú vildir
að við myndum skila kveðju og
„ussussussusus“ þegar þú hlóst
að okkur krökkunum þegar við
vorum með kjánalæti.
Nú er ferðalagi þínu á þessari
jörð lokið, og loksins fær Rútur
afi sína heittelskuðu konu til sín
og við vitum að hann tekur á
móti þér með harmonikkuna sína
á lofti og þið sitjið saman hlið við
hlið, þar sem hann spilar fyrir
þig þín eftirlætislög. Við vitum
um fáa menn sem elskuðu kon-
una sína eins mikið og hann Rút-
ur afi elskaði þig.
Elsku amma, takk fyrir ástina
sem þú gafst okkur og takk fyrir
að vera okkur svona mikil fyr-
irmynd, þú gafst öðrum ömmum
ekkert eftir, í okkar augum gastu
allt.
Elsku, besta Ragga amma okkar með
brosið bjarta,
við kveðjum þig og minnumst, með
sól í hjarta.
Þín elskandi barnabörn,
Kristján Georgsson, Ragn-
heiður Rut Georgsdóttir,
Guðbjörg Birgisdóttir,
Helga Björk Georgsdóttir,
Rútur Örn Birgisson.
Ragnheiður
Benediktsdóttir
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
ÁGÚST ÍSFELD SIGURÐSSON,
Suðurhólum 24,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. júlí á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Einar Jónsson,
Ósk Sigurrós Ágústsdóttir, Þorsteinn Tryggvason,
Anna Björk Ágústsdóttir,
Hafrún Lára Ágústsdóttir,
Ágúst Ísfeld Ágústsson,
Cecilía Heiða Ágústsdóttir, Símon Teitsson,
Erla Hildur Ísfeld,
Óskar Steinn, Helga Lára Pálsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.
✝
Elskuleg móðir mín, systir, amma og
langamma,
HILDUR DAGSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
fimmtudaginn 11. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju
fimmtudaginn 18. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
styrktarsjóð SOS-barnaþorpanna.
Víðir Þorgeirsson,
Snjólaug María Dagsdóttir,
Óskar Dagsson,
Jón Dagsson,
Hildur Ósk Víðisdóttir,
Þorgeir Sturla Víðisson,
Sandra Björg Á. Hjelm.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI PÉTURSSON
sjómaður,
Vogsholti 9,
Raufarhöfn,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á
Húsavík mánudaginn 8. júlí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna í Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 13. júlí.
Þökkum samúð og hlýhug.
Svanhildur Ágústa Sigurðardóttir,
Halldóra Margrét Árnadóttir,
Þóra Guðrún Árnadóttir,
Svava Árnadóttir, Júlíus Helgason,
Sif Árnadóttir, Sigurður Rúnar Baldursson,
Alma Dögg Árnadóttir, Árni Rúnar Karlsson,
og afabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÚN GISSURARDÓTTIR,
lést aðfaranótt sunnudagsins 14. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 23. júlí kl. 13.00.
Sigurður Þór Jörgensson,
Guðni Þór Sigurðsson, Guðlaug Guðjónsdóttir,
Sigþrúður Sigurðardóttir, Lárus Ingi Magnússon,
Sigrún Ása Guðnadóttir,
Arnar Þór Guðnason,
Sigurður Þór Ómarsson,
Magnús Orri Lárusson,
Kristjana Ása Lárusdóttir,
Lilja Björg Lárusdóttir,
Aron Gauti Lárusson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÁRNASON,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést föstudaginn 5. júlí á hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 18. júlí
kl. 13.00.
Elísabet Jónsdóttir,
Grétar Guðmundsson, Herdís Rut Hallgrímsdóttir,
Árni Þór Guðmundsson, Bára Jónsdóttir,
Jón Helgi Guðmundsson, Guðrún Ásbjörnsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þórarinn V. Sólmundarson,
Stefán Guðmundsson, Þórunn Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.