Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Opið: mán-fös 8:30-18:00
Öryggi – Gæði - Leikgildi
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Jarðlæg Trampólín
ALLIR KRAK
KAR
FÁ SUNDPO
KA
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnast þetta vera erfiðir tímar og
þú átt bágt með að einbeita þér að því sem
þú þarft að gera. Ræddu fjáröflunarhug-
myndir þínar við aðra.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert með langan lista af hlutum sem
þurfa að eiga sér stað áður en þér tekst að
koma áætlun þinni í framkvæmd. Fólk er af-
brýðisamt, þótt það ætti frekar að samgleðj-
ast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einhverjir hnökrar koma upp í
vinnunni og valda þér bæði áhyggjum og leið-
indum. Farðu nákvæmlega eftir bókinni og þú
stendur uppi sem sigurvegari.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver ruglingur gæti sett mark sitt
á daginn í dag. Sannur meistari hefur ekki
bara tök á kunnáttu, tækni eða tungumáli
heldur innsæi líka.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stundum ákveður þú að leiða ekki hóp-
inn því þú nennir ekki að hafa fólk eltandi þig
að spyrja hvað það eigi að gera. Treystu á
ræðusnilld þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þörfin fyrir að gera sér glaðan dag er
allsráðandi. Reyndu að nýta þér góða skapið
og mála bæinn rauðan.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft ekki að taka þátt í öllu sem er á
döfinni. Þú ættir að verja meiri tíma með fjöl-
skyldunni í staðinn. Gamall vinur kemur við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er hyggilegt að hafa augun
opin fyrir nýjum tækifærum. Sérstaklega
skaltu gæta þín í fjármálum og best að halda
svo fast um budduna að engu sé eytt í
óþarfa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hömlur á sköpunargáfu koma
innan frá. Þú gætir vel notið lífsins ef þú
kærðir þig um það. Einhver gerir á þinn hlut
og þú ert ekki sátt/ur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn til að finna sér
afdrep til þess að hvíla lúin bein og endurnýja
krafta sína. Stundum er eins og þó finnir
hlutina á þér áður en þeir gerast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eitthvað sem þú hafðir gefist upp
á leysist af sjálfu sér því þú ert full/ur vonar
núna. Þú mættir slaka betur á og eyða tíma
með þeim sem eru þér kærastir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Strengdu þess heit með sjálfum þér
að spara meira og hugsa um framtíðina. Not-
aðu tímann til að byggja þig upp á jákvæðan
hátt.
Davíð Hjálmar Haraldssonskrifar skemmtilegan pistil
þar sem koma fyrir 75 plöntuteg-
undir, hvorki meira né minna:
„Í dag gekk ég á Súlur í him-
nesku veðri; logn og sólskin og
hiti 22 stig á láglendi en auðvitað
svalara þegar ofar dró. Þó var
ekki kaldara en svo að alla leiðina
gat ég verið á stuttermabol og
mjög stuttum stuttbuxum. Gangan
upp tók eina klst. og 52 mínútur
að meðtöldu fimm mínútna hléi til
myndatöku og vatnsdrykkju, var
gengið rösklega. Fjallganga er
sálarbót og varð að yrkisefni:
Á fjöllum æ ég finn til þess
hve fjarlægur er drunginn.
Á Súlur gekk ég sæll og hress
og sólin vermdi skallann.
Þetta var ekki sérstök blóma-
skoðunarferð en að venju tók ég
eftir plöntunum sem á vegi urðu.
Niður við bílastæðið var alaska-
lúpína, baldursbrá, dagstjarna,
garðasól, gleym-mér-ei, njóli,
rauðsmári, skógarkerfill, snarrót-
arpuntur, vegarfi og þrenning-
arfjóla og ótal fleiri tegundir eru
þar ef að er gáð. Í fjallgöngunni
sá ég þessar tegundir: Að-
albláberjalyng, barnarót, beiti-
lyng, birki, bláberjalyng, blóð-
berg, brennisóley,dúnurt einhver,
fjalladepla, fjallavíðir, fjalldalafíf-
ill, fjalldrapi, flagahnoðri, friggj-
argras, geldingahnappur, grasvíð-
ir, gullmura, gulmaðra, gulvíðir,
hjónagras, hlíðamaríustakkur,
holtasóley, hófsóley, hrafnafífa,
hrafnaklukka, hvítmaðra, hvítsm-
ári, jakobsfífill, jöklasóley, klóelft-
ing, klófífa, klukkublóm, korn-
súra, krækilyng, lambagras,
laukasteinbrjótur, ljónslappi, ljós-
beri, loðvíðir, lyfjagras, mela-
blóm, melgresi, mosalyng, mús-
areyra, mýrfjóla, ólafssúra,
sauðamergur, skollafingur,
skriðnablóm, smjörgras, stein-
depla, sýkigras, tungljurt, túnfíf-
ill, túnsúra, týsfjóla, undafífill ein-
hver, vallhumall, vegarfi,
vetrarblóm og vorblóm eitthvert.
Sjálfsagt hef ég séð fleiri teg-
undir en ég skrifaði ekkert hjá
mér á göngunni og man bara eftir
þessum.
Afsakið upptalninguna en e.t.v.
hafa einhverjir gaman af þessu.“
Ágúst Marinósson er ekki lengi
að hnýta við:
Á Súlurnar í g-streng gekk
gerðist hugur þrunginn.
Um villtar plöntur vísdóm fékk
og viðraði á sér skallann.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af gönguferð á Súlur
og 75 plöntutegundum
Í klípu
„ÉG SKEMMTI MÉR VEL Í KVÖLD, EN Í
SANNLEIKA SAGT, ÞÁ ER ÉG AÐ LEITA AÐ
EINHVERJUM AÐEINS RÍKARI OG FRÆGARI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ALLIR Í VINNUNNI DRÓGU STRÁ
OG VIÐ TÖPUÐUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ríkjandi Venus í
merkjum ykkar beggja.
AÐEINS 2
GESTIR
STUNDUM, SEINT Á
NÓTTUNNI, SPYR ÉG
SJÁLFAN MIG ÞESSARAR
SPURNINGAR …
„HVAÐA RÉTT HEF
ÉG Á AÐ RÆNA
OG RUPLA ÞESSA
FLOTTU KASTALA
Í ENGLANDI?“
ÞÁ MINNI ÉG
SJÁLFAN MIG Á …
… AÐ ÞANNIG
STUNDA VÍKINGAR
SÍN VIÐSKIPTI!
MENNTUN ER
FJÁRFESTING.
Í ALVÖRU? ÉG FANN ÞÚSUND KALL
Í BÓK EINU SINNI.Arsène Wenger, knattspyrnustjórienska úrvalsdeildarliðsins Ars-
enal, er mikill áhugamaður um
sparkendur af blönduðu þjóðerni.
Um þetta eru mýmörg dæmi gegn-
um tíðina og í liði hans nú eru leik-
menn á borð við Lukas Podolski,
Þjóðverja af pólsku foreldri; Laur-
ent Koscielny, Frakka sem á pólsk-
an föður og Carl Jenkinson, Eng-
lending sem á finnska móður.
x x x
Enn bætist í hópinn. Í æfingaleikgegn úrvalsliði Indónesíu á
sunnudaginn tefldi Wenger fram
tveimur kornungum Þjóðverjum,
Serge Gnabry, sem á föður frá Fíla-
beinsströndinni og Gedion Zelalem,
sem á egypskan föður. Þá komu við
sögu í leiknum tveir ungir Englend-
ingar af afrísku bergi brotnir, Chuks
Aneke og Chuba Akpom.
Á launaskrá hjá Arsenal eru einn-
ig Emmanuel Frimpong, Ganamað-
ur sem óx úr grasi í Englandi; Jon
Toral, Spánverji sem á enska móður
og Nico Yennaris, strákur sem
fæddur er í Englandi en á Kýpur-
Grikkja fyrir föður og kínverska
móður. Hvaða tungumál ætli sé tal-
að á því heimili?
x x x
Leikmannahópur Arsenal hefursannarlega verið fjölþjóðlegur í
valdatíð Wengers og stjóranum
stundum legið á hálsi fyrir að horfa
fram hjá heimamönnum þegar hann
byggir upp lið. Þetta er smám sam-
an að breytast en langt er síðan
enskir leikmenn hafa gegnt jafn
stóru hlutverki hjá Arsenal og nú.
Jack Wilshere, Theo Walcott og
Kieran Gibbs eru allir lykilmenn og
mikils er vænst af Carl Jenkinson og
Alex Oxlade-Chamberlain í framtíð-
inni. Þá hefur vegur Walesverjans
Aarons Ramseys farið vaxandi und-
anfarna mánuði eftir rysjótt gengi
þar á undan.
Athygli vekur að Þjóðverjar eru
líka stöðugt að verða atkvæðameiri
hjá Arsenal en fimm slíkir eru nú á
ferð um Asíu með liðinu; fyrrnefndir
Gnabry, Zelalem og Podolski, auk
Pers Mertesackers og Thomas Eis-
felds. Það þykir áreiðanlega ein-
hverjum góðs viti.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Enn sagði hann við þá:
„Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim
mæli, sem þér mælið, mun yður mælt
verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.)