Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 6

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Heimsþing Alþjóðasambands esper- antista verður haldið í Hörpu dagana 20.-27. júlí. Er þetta í annað skipti sem heimsþingið, sem er árlegur við- burður esperantista, er haldið hér á landi, en fyrsta skiptið var árið 1977. Yfir 1.000 gestir eru væntanlegir á ráðstefnuna. Segir Loftur Melberg Sigurjónsson, ritari stjórnar Ís- lenska esperantosambandsins, það vera svipaðan fjölda og undanfarin ár. „Þar koma saman esperantistar frá öllum heimshornum og tala sam- an esperanto. Þar verða einnig fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem tengjast málinu og íslenskir esper- antistar.“ Fjöldi esperantista í heiminum er óþekktur en Loftur segir talið að á bilinu fimm til sjö milljónir manna séu mælandi á esperanto. Loftur segir hugsjón esperantista vera hjálpartungumál sem hafið sé yfir landamæri, en komi ekki í stað móðurmála. „Hugmyndin byggist á einingu og bræðralagi og undirliggjandi er frið- arhugsjónin. Esperanto á að vera hlutlaus samskiptamiðill sem engin þjóð getur eignað sér. Málið er hann- að þannig að allir eigi að geta lært það auðveldlega og það hefur sýnt sig að fólk er að meðaltali fimm sinn- um fljótara að læra esperanto heldur en önnur mál,“ segir Loftur. Segist hann vonast til þess að heimsþingið hérlendis verði til vitundarvakningar um möguleika tungumálsins, en hann segir nýliðun í röðum esperantista hafa verið litla. Opin dagskrá verður á setningardegi þingsins milli klukk- an 19 og 21 og eru allir áhugasamir velkomnir. hhjorvar@mbl.is Yfir þúsund esperantistar á heimsþingi í Hörpu Morgunblaðið/Júlíus Þing Heimsþingið verður haldið í Hörpu og hefst á laugardaginn.  Í fyrsta sinn hér síðan árið 1977 „Sá sem vonar“ » Esperanto þýðir „sá sem vonar“ og er útbreiddasta til- búna tungumál í heimi. » Það var búið til af pólska málvísindamanninum Ludwig Lazarus Zamenhof árið 1887. » Esperanto er 64. tungumál þýðingarvélar Google. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði nýverið að uppsögn flugstjóra sem vikið var úr starfi hjá Ice- landair 2010, m.a. vegna meintrar kynferðislegrar áreitni gagnvart flugfreyju sem var að störfum, hefði verið ólögleg. Félaginu er gert að greiða honum miskabætur og standa straum af málskostnaði. Fé- lagið hyggst áfrýja dómnum. Ráðningarsamningi flugstjórans var rift í september 2010 í kjölfar atvika sem áttu sér stað í lok ágúst sama ár um borð í vél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þar sem hann var farþegi. Í dómsskjölum kemur fram að maðurinn er sagður hafa hagað sér ósæmilega um borð, hann hafi verið drukkinn, gerst sek- ur um kynferðislega áreitni og ógn- að starfsmönnum. Skömmu eftir þessa flugferð hóf félagið óopinbera rannsókn á framkomu mannsins, þar sem m.a. var rætt við hlutaðeig- andi starfsmenn og aðra sem voru vitni að atburðum. Kossar og ógnandi tilburðir Málinu var vísað til umsagnar hjá starfsráði Félagi íslenskra atvinnu- flugmanna, FÍA, sem komst að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hefði verið heimil og samdægurs sagði Icelandair honum upp störfum. Flugstjórinn höfðaði þá mál gegn félaginu og reisir málatilbúnað sinn m.a. á því að uppsögnin hafi verið tilefnislaus og ólögmæt og á undan henni hefði átt að fara aðvörun. Flugfreyjan greindi frá því við skýrslutöku við aðalmeðferð máls- ins að á umræddu flugi hefði flug- stjórinn margsinnis dregið hana að sér, togað í föt hennar og reynt að koma á hana kossi í hennar óþökk í ásýnd farþega. Þá er hann sagður hafa sýnt flugvirkja ógnandi tilburði eftir að vélin var lent í Keflavík, átt í orðaskaki við flugstjóra og að end- ingu þurfti að vísa honum frá borði. Í dómnum segir m.a. að hegðun flugstjórans hafi vissulega verið óviðeigandi, en hafi þó ekki verið þess eðlis að réttlætt geti fyrirvara- lausa uppsögn úr starfi, honum hefði fyrst átt að veita áminningu. Ekki sé sannað að háttsemi flug- stjórans gagnvart flugfreyjunni teljist kynferðisleg áreitni og til þess tekið að hún hafi ekki fengið aðra til að þjónusta manninn í henn- ar stað Sigríður Ása Harðardóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands, segir stjórn félagsins ekki hafa skoðað þetta tiltekna mál sér- staklega. Því sé hún ekki í aðstöðu til að tjá sig um hvernig túlka beri niðurstöðu dómsins með hliðsjón af skilgreiningu á kynferðislegri áreitni eða starfsöryggi flugliða. Sakaður um að hafa áreitt flug- freyju um borð  Flugstjóri rekinn fyrir áreitni og ölvun  Uppsögnin var dæmd ólögleg Morgunblaðið/Sverrir Flugfreyja Flugstjórinn er sagður hafa áreitt flugfreyju að störfum. Málinu verður áfrýjað » Dómur í málinu féll í júní. » „Við hjá Icelandair höfum ákveðið að áfrýja málinu og það mun liggja fyrir innan tíðar á hvaða forsendum það verð- ur,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. » Að sögn Guðjóns liggur ekki fyrir hvenær málinu verður áfrýjað, en búast má við því innan skamms. Á sama tíma í fyrra var önn- ur staða uppi víða á land- inu, þá gerðu þurrkar bændum lífið leitt. „Þá var lítið vatn í jarðvegi á þessum árs- tíma og óskaplega þurrt sums staðar á landinu,“ segir Ólafur og minnir á dæmi þess að bændur hafi vökvað tún. Ólafur minnist þess að ástandið hafi þá verið sýnu verst norðanlands. Vatnsmagn hafi víða verið lítið í ám og þar af leiðandi lítil veiði. „Nú eru engir eins kátir og laxveiðimenn því nú er góður vatnsbúskapur og góður fiskur. Ástandið er eins ólíkt og það getur orðið.“ Þurrkar í fyrrasumar ÓÚTREIKNANLEG NÁTTÚRA Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Votviðri á Suður- og Vesturlandi hefur torveldað heyskap í sumar. „Það hefur varla þornað á steini,“ segir Ólafur Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur hjá Bænda- samtökum Íslands. Ólafur segir júní og júlí það sem af er hafa verið óvenjuvætusama. Veðurfræðingar hafa að undan- förnu sagt að sumarið sé ekki ósvipað því sem gerist í meðalár- ferði er varðar hita og vætu en Ólafur er ekki alveg sammála. „Það getur vel verið að einhver mánaðarmeðaltöl sýni það ekki en það hafa vart komið neinir eigin- legir samfelldir þurrkadagar,“ seg- ir hann en minnir á að einn góður dagur hafi litið dagsins ljós í upp- hafi júlí þar sem menn hafi eflaust verið í miklum heyskap. Nokkra daga þarf til Nú til dags er mestmegnis heyj- að í rúllur og Ólafur segir að þá þurfi hey að vera það sem kallist hálfþurrkað, þá nægi ekki tveir ákjósanlegir dagar í röð, meira þurfi til. Hinsvegar gætu tveir dag- ar dugað ef búið væri að slá en í dag reyni menn að ná í kringum 50% þurrefni. Spurður um afleið- ingar þess ef menn ná ekki að heyja fyrr en seint og um síðir segir Ólafur að í fyrsta lagi geti grasið „sprottið úr sér“ eins og það sé kallað. Þá spretti grasið of mikið, tréni, verði ekki eins melt- anlegt fyrir skepnurnar og fóð- urgildi minnki. „Ég ímynda mér að sumir bændur séu áreiðanlega orðnir órólegir, sérstaklega þeir sem eru með mikið sprottin tún.“ Einmunatíð fyrir norðan „Júnímánuður var ótrúlega góður og sprettutíð góð. Það er ágætisgras, en dálítið misjafnt eftir sveitum,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtu- bakka í Grýtubakkahreppi fyrir norðan. Þórarinn segir að væta hafi að- eins strítt bændum í nágrenninu í júlí, það sé hinsvegar ekkert til að tala um, hún sé bara til bóta fyrir gróðurinn. Veturinn lék marga bændur á Norðurlandi grátt og kal í túnum gerði vart við sig eins og áður hef- ur komið fram. „Ef júní hefði ekki verið svona góður þá hefði ég ekki boðið í það því sumstaðar voru skaflar enn á túnum í lok maí.“ „Það hefur varla þornað á steini“  Bleyta torveldar heyskap á túnum sunnan- og vestantil Ljósmynd/Þórarinn Ingi Pétursson Gras Heyskapur var í fullum gangi á bænum Grýtubakka í Eyjafirði þar sem einmunatíð hefur verið undanfarið. Ólafur Dýrmundsson Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri Bað og sturta! SAFIR sturtusett 1.995 10.990 AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanl. m. upp stút AGI-160 hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 14.990 einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900 Ný hö nnun Rósetturog hjámiðjur fylgja öllum blöndunartækjum 1.590 Swift snagi, burstað stál, mikið úrval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.