Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 12

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Hallur Már Hallsson Björn Már Ólafsson „Upphaflega lærði ég að mála með fótunum, en þegar ég var orðinn tíu ára og orðinn aðeins of stór til að sitja uppi á borði ákvað ég að læra líka að mála með munninum,“ segir málarinn Tom Yendell hjá alþjóð- legu samtökunum The Mouth and Food Painting Artists (MFPA). Hann er hér á landi á vegum sam- takanna til að kynna verk sín. Tom fæddist án handa, en ástæðuna má rekja til þess að móðir hans notaði lyfið þalidómíð á meðgöngunni á sjötta áratug síðustu aldar, en lyfið getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fóstur í móðurkviði. Frá unga aldri hefur Tom þótt af- ar listrænn. „Í framhaldsskóla var ég með frábæran myndlistarkenn- ara og hann hvatti mig til þess að velja listmenntun,“ segir hann en Tom lauk prófi innan listgreina frá háskólanum í Brighton árið 1989. „Mig langar til þess gera hluti öðru- vísi en aðrir málarar. Flestir mála vatnslitamyndir og olíumálverk, en ég mála aðallega á gler, leir og ým- is klæði eins og til að mynda silki. Það er frábært að geta veitt ungu fólki von, sem til dæmis missir hreyfigetu í kjölfar slyss. Við get- um veitt því aðstoð við að vinna sig upp úr erfiðleikunum aftur,“ sagði Tom við Mbl.is sjónvarp í gær. Morgunblaðið/Ómar Þaulvanur Tom Yendell sýnir hér hvernig hann málar með fótunum. Getur málað með munni og fótum  Málar aðallega á gler, leir og klæði Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Tom Yendell Skipulagsstofnun telur að áformað- ar framkvæmdir við stækkun Búr- fellsvirkjunar muni ekki hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverf- ið og skuli því ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Í úrskurði stofnun- arinnar kemur fram að Lands- virkjun hafi unnið að undirbúningi stækkunarinnar með hléum í þrjátíu ár. Framkvæmdin er kynnt sem loka- áfangi stækkunar Búrfellsvirkjunar og er nefnd Búrfell II. Afl virkjunar- innar verður allt að 140 MW. Markmið með framkvæmdunum er að nýta hluta af framhjárennsli við Búrfell sem ræðst af rennsli í gegnum vélar Sultartangastöðvar og Búrfellsstöðvar sem og þess vatns sem fer um botnrás og yfirfall Sult- artangastíflu. Landsvirkjun hefur tekið fram að ekki hafi verið ákveðið hvort ráðist verði í framkvæmdina. Framkvæmdum við Búrfellsvirkj- un lauk 1972 og áætlanir um stækk- un komu fram um 1980. Þá var byrj- að á framkvæmdum, meðal annars með greftri frárennslisskurðar. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er að mestu á milli Búrfells- og Sáms- staðamúla og hefur þegar verið raskað. Fram kemur í gögnum sem Landsvirkjun lagði fyrir Skipulags- stofnun að tveir kostir eru til skoð- unar. Annar grundvallast á því að hafa stöðvarhús ofanjarðar en hitt neðanjarðar. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir stöðvarhúsi í eða á Sámsstaðaklifi. Stækkun Búrfellsvirkjunar mun hafa þau áhrif að enn frekar dregur úr rennsli Þjórsár austan Búrfells. Nú þegar er lítið sem ekkert rennsli þar yfir veturinn en það tímabil mun lengjast um mánuð. Þetta telur Skipulagsstofnun ein helstu nei- kvæðu áhrif framkvæmdarinnar, sérstaklega vegna áhrifa á fossana Tröllkonuhlaup og Þjófafoss. Minna rennsli muni breyta upplifun þeirra sem leið eiga um svæðið. helgi@mbl.is Minna rennsli í fossum  Skipulagsstofnun telur ekki þörf á umhverfismati vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar  Framkvæmdir hófust 1981 Morgunblaðið/Ómar Búrfellsstöð Annað stöðvarhús verður byggt á svæðinu. Miðaldadagar á Gásum við Eyja- fjörð verða haldnir í tíunda sinn um næstu helgi, dagana 19.-21. júlí. Á Miðaldadögum er reynt að end- urskapa lífið eins og það gæti hafa litið út í kringum árið 1300. Þá voru Gásir ein mesta útflutnings- og verslunarhöfn landsins. Á hverju sumri í 400 ár spratt þar upp heilt verslunarþorp með iðandi og fjöl- breytilegu mannlífi. Opið verður frá föstudegi til sunnudags frá kl. 11-18 og veðurspáin lofar góðu, segir í tilkynningu frá Gásum. Ljósmynd/Hörður Geirsson Gásir Myndarlegur hópur á síðustu Mið- aldadögum á Gásum í Eyjafirði. Miðaldadagar á Gás- um í tíunda skipti Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.