Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 17

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Peter Robinson, forsætisráðherra heimastjórnarinnar á Norður-Írlandi, kallaði eftir því í gær að fólk léti af ofbeldisfullum mótmælum, sem brutust út í kjölfar þess að Óraníureglunni var meinað að ganga veg sem aðskilur sambands- og aðskilnaðarsinna, í árlegri fjöldagöngu sinni í Belfast á föstudag. Nærri 40 lögregluþjónar og einn þingmaður slösuðust í mótmæl- unum um helgina, sem stóðu aðfaranótt laugardags og sunnudags, og fleiri en 30 hafa verið handteknir. Óraníureglan hafði hvatt til friðsamlegra mótmæla en Theresa Villiers, ráðherra Breta í málefnum Norður-Írlands, sagði að reglan hefði verið vöruð við því að umtalsverð áhætta fylgdi því að hvetja þúsundir manna til að mótmæla á götunum þegar spenna lægi í loftinu. Um 400 lögreglumenn voru sendir frá Englandi og Skotlandi til Belfast vegna mótmælanna. Ofbeldisfull mótmæli eftir göngu Óraníureglunnar AFP Fleiri en 30 handteknir í mótmælum í Belfast Úrskurði kviðdóms í máli George Zimmermans var mótmælt í borgum víða um Bandaríkin aðfaranótt mánudags. Þúsundir, þeirra á meðal fjölskyldur með börn, söfnuðust saman á Times Square í New York og sex voru handteknir af óeirða- lögreglu í Los Angeles. Þá var mót- mælt í San Francisco, Boston, Detroit og Chicago. Zimmerman skaut óvopnaðan unglingspilt, Trayvon Martin, til bana í Sanford í Flórída í febrúar 2012 en var sýknaður af sex manna kviðdómi á laugardag. „Mér er ofboðið. Maðurinn var vopnaður, krakkinn var það ekki og maðurinn með byssuna sleppur,“ sagði Carli VanVoorhis, 21 árs mót- mælandi, við AFP. Margir mótmæl- endur héldu á lofti myndum af Tray- von en aðrir klæddust hettupeysum líkum þeirri sem Martin var í þegar hann var skotinn. „Við eigum við stórt vandamál að stríða hvað varðar kynþátt og byssur eru annað vandamál. Ef Zimmerman hefði ekki haft byssu, hefði hann ekki getað drepið Tray- von Martin,“ sagði annar mótmæl- andi. „Við eigum öll sömu óskir. Ég vil geta fengið son minn heim,“ sagði Derreck Wilson, 46 ára, frá Harlem í New York og vísaði til þess að Tray- von var á leið heim þegar hann var drepinn. Málið gegn Zimmerman hefur vakið miklar umræður um kynþátta- fordóma og byssulöggjöf. Fjölskylda Martins íhugar nú einkamál á hend- ur Zimmerman en lögfræðingar hans hafa tilkynnt að þeir hyggist höfða mál gegn fréttastofu NBC og saka hana um að hafa klippt símtöl Zimmermans til lögreglunnar þann- ig að hann virtist vera rasisti. Þúsundir fara fram á réttlæti fyrir Trayvon  Mótmæli vegna sýknudóms yfir Zimmerman AFP Réttlæti? Efnt var til mótmæla víða um Bandaríkin á sunnudag. Lögregla á Ítalíu rannsakar nú hægri öfgamenn sem grunaðir eru um að hafa hengt upp snörur í mót- mælaskyni við Cecile Kyenge, fyrsta blökkumanninn sem situr á ráðherrastóli á Ítalíu. Snörurnar voru hengdar á ljósastaura, ásamt skiltum sem á stóð „Innflutningur fólks, snara fólksins!“ og „Allir ættu að búa í eigin landi“. Kyenge fæddist í Kongó en flutti til Ítalíu árið 1983 og varð ráðherra málefna innflytjenda í apríl síðast- liðnum. Hún hefur mætt mikilli andstöðu, m.a. frá Norðursamband- inu en einn þingmanna flokksins, Roberto Calderoli, sagði á laug- ardag að þegar hann sæi myndir af Kyenge yrði honum ósjálfrátt hugsað til þess hversu ráðherr- anum svipaði til órangútans. Forsætisráð- herra Ítalíu, En- rico Letta, kall- aði eftir því í gær að formaður Norðursambandsins tæki fyrir árásir flokkssystkina sinna í garð Kyenge og sagði ofsóknir gegn henni „skammarlegan kafla“ fyrir Ítalíu. Hengdu upp snörur til að mótmæla ráðherra Cecile Kyenge Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í gær að hann hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir ásakanir um að hann hafi þegið greiðslur úr leyni- legum sjóði Lýð- fylkingarinnar. Fyrrverandi gjaldkeri flokksins, Luis Barcenas, sem sakaður er um að hafa skipulagt greiðslur úr sjóðnum, situr í gæsluvarðhaldi vegna annarra spillingarmála en dagblaðið El Mundo birti á sunnudag vinaleg skila- boð sem Rajoy sendi Barcenas eftir að upp komst um leynisjóðinn. „Luis, ég skil, vertu sterkur. Ég hringi í þig á morgun. Bestu kveðjur,“ segir í ein- um skilaboðunum, frá 18. janúar á þessu ári. Talið er að leynisjóðurinn hafi ver- ið fjármagnaður með framlögum frá fyrirtækjum sem hafi verið verðlaun- uð með opinberum samningum. Rajoy segir ekki af sér  El Mundo birtir skilaboð til gjaldkera Mariano Rajoy Alþjóðlegi refsi- dómstóllinn fyrir Bangladesh dæmdi í gær Ghulam Azam, fyrrum leiðtoga Jamaat-e-Islami, í 90 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt fjölda- morð í sjálfstæð- isstríði Bangladesh gegn Pakistan árið 1971. Farið var fram á dauða- refsingu yfir Azam, sem er 90 ára, en refsingin var milduð sökum slæmrar heilsu sakborningsins. Óeirðir brutust út víða um landið áður en dómurinn var kveðinn upp en talsmenn Jamaat, stærsta flokks íslamista í Bangladesh, segja mark- miðið með réttarhöldum dómstólsins að útrýma forystu flokksins. Dæmdur í 90 ára fangelsi Ghulam Azam Kristilegir demókratar í Frakk- landi hafa kallað eftir því að nýtt frímerki, sem forseti landsins, Francois Hollande, afhjúpaði á Ba- stilludaginn, verði sniðgengið. Ákallið barst í kjölfar þess að listamaðurinn á bakvið frímerkið, sem ber ásjónu Marianne, þjóð- arímynd Frakka, upplýsti að hann hefði sótt innblástur til hinnar úkraínsku Innu Shevchenko, leið- toga Frakklandsdeildar Femen, en samtökin eru þekkt fyrir berbrjósta mótmæli sín gegn kynjamisrétti. Meðal annarra sem hafa mót- mælt frímerkinu eru Franskt vor, hópur andstæðinga hjónabanda samkynhneigðra, sem harma að listamaðurinn hafi notað „inn- flutta“ fyrirmynd frá Úkraínu. AFP Marianne Frímerkið afhjúpað. Sniðganga frímerkið Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi • Opið virka daga frá 10-18 Fallegar sumarvörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.