Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Áframhaldandi úrkoma út júlí
2. Leið „frábærlega“ fyrir andlátið
3. Jóhann G. látinn
4. Drukknaði á leið yfir Ermarsund
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Miðar á tónleika Johns Grants og
hljómsveitar hans á Faktorý, 25. júlí
nk., seldust upp á örskotsstund og án
þess að skipuleggjandi þeirra næði
að auglýsa þá. Vegna mikillar eft-
irspurnar hefur aukatónleikum verið
bætt við sama kvöld og hefjast þeir á
undan þeim uppseldu. Fyrri tónleik-
arnir verða haldnir kl. 19.30 en þeir
seinni kl. 22.
Ljósmynd/Mummi Lú
Uppselt á Grant áður
en náðist að auglýsa
Heimildarmyndin Springsteen and
I, sem fjallar um bandaríska tónlist-
armanninn Bruce Springsteen, verð-
ur sýnd 22. júlí nk. í Háskólabíói. Sýn-
ingin er merkileg fyrir þær sakir að
myndin verður sýnd um allan heim á
þessum degi og aðeins einu sinni.
Ekki er síður merkilegt að íslenski
götutónlistarmaðurinn Jón Magn-
ússon, betur þekktur sem Jojo, kem-
ur við sögu í henni því Springsteen
tróð óvænt upp með honum á Strik-
inu í Kaupmannahöfn, vegfarendum
til mikillar furðu, fyrir nokkrum árum.
Viðburðurinn var festur á filmu og er
hluti af heimildarmyndinni. Fleiri Ís-
lendingar koma við sögu því Svana
Gísladóttir, yfirmaður Black Dog, tón-
listarmyndbandadeildar
fyrirtækisins Ridley
Scott Associates
(RSA), kom að fram-
leiðslu myndarinnar
en RSA er í eigu
hins heims-
kunna kvik-
mynda-
leikstjóra
Ridley
Scott.
Jojo í heimildarmynd
um Springsteen
Á miðvikudag Norðan 5-10 og rigning nyrðra framan af degi, síð-
an hægari og úrkomulítið. Hægviðri og þurrt syðra, en austan 5-10
og dálítil væta með kvöldinu. Hiti 12-17 stig syðra, en 5-10 nyrðra.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og austan 3-10 m/s og rigning
eða súld með köflum í flestum landshlutum, þó síst norðaustantil.
Víða suðvestan 3-8 síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.
VEÐUR
Fylkismenn hafa ekki unnið
leik í úrvalsdeildinni í fót-
bolta þegar hún er hálfnuð
en þeir gerðu jafntefli við
ÍA, 1:1, í fallslag í Árbænum í
gærkvöldi.
Á sama tíma skildu lið
Vals og Víkings Ólafsvík
jöfn, markalaus, á Hlíð-
arenda. Þrátt fyrir að vera
aðeins með sex stig eftir
ellefu leiki eru nýliðarnir frá
Ólafsvík ekki í fallsæti. Þar
eru Fylkir og ÍA. 2-3
Fylkir án sigurs í
fyrri umferðinni
Glódís Perla Viggósdóttir, 18 ára
gamall miðvörður íslenska landsliðs-
ins í fótbolta, stóð sig mjög vel gegn
firnasterku liði Þýskalands á Evr-
ópumótinu á sunnudaginn. Hún var
staðráðin í að bæta ráð sitt eftir erf-
iða byrjun á mótinu gegn Noregi í
fyrsta leik. » 4
Vildi bæta upp fyrir
leikinn gegn Noregi
Íslandsmeistarar FH hefja leik í 2.
umferð forkeppni Meistaradeildar
Evrópu í fótbolta í dag þegar liðið
mætir FK Ekranas frá Litháen ytra.
Takist liðinu að vinna Ekranes sam-
anlagt í tveimur viðureignum verður
FH öruggt með tvær umferðir til við-
bótar í Evrópu og fjármuni sem því
fylgja. FH gæti á endanum mætt Tott-
enham frá Englandi. 1
FH hefur leik í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Möguleikarnir til frekari uppbygg-
ingar ferðaþjónustu á sunnanverðum
Vestfjörðum eru miklir. Við sjáum
því ýmis tækifæri í stöðunni og setja
þarf kraft í markaðssetningu þessa
svæðis. Það er mikilvægasta verkefni
okkar á næstu mánuðum,“ segir
Gunnþórunn Bender á Patreksfirði.
Hún er í forsvari fyrir Westfjords
Adventures, fyrirtæki sem er sam-
starfsvettvangur þeirra fjölmörgu
sem sinna þjónustu við ferðamenn
sem um Suðurfirðina fara.
Daglegar skoðunarferðir
Westfjords Adventures er til húsa
í gamalli byggingu sem áður hýsti
Kaupfélag Patreksfirðinga og þar
hefur verið opnuð minjagripaversl-
un. Þar er einnig upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn, bíla- og reiðhjóla-
leiga og þaðan er lagt upp í skiplagð-
ar skoðunarferðir um svæðið.
Í sumar er sá háttur hafður á að
annan daginn eru skipulagðar skoð-
unarferðir með rútu frá Patreksfirði á
Rauðasand og út á Látrabjarg en
hinn er farið á Táknafjörð, Bíldudal, í
Selárdal og að Dynjanda, sem sumir
nefna raunar Fjallfoss. Ferðamenn
hafa raunar um fleira ágætt að velja,
svo sem gönguferðir, hvalaskoðun,
skemmtisiglingar og sjóstangaveiði
svo eitthvað sé nefnt. Einnig hjóla-
ferðir, til dæmis að leigja sér hjól og
halda eitthvað út í buskann og láta
svo sækja sig á tiltekinn stað á
ákveðnum tíma.
Árið 2012 þegar 600 þús-
und erlendir ferðamenn
heimsóttu landið leiddi
rannsókn í ljós að um
10% þeirra gerðu sér
erindi á Vestfirði. Um
7% til 8% þeirra fóru á
sunnanvert svæðið.
Samkvæmt áð-
urnefndri breytu má
gera ráð fyrir að 40
til 50 þúsund manns fari um svæðið á
hverju ári. Er jafnframt óhætt að
uppreikna þessa tölu eitthvað með
tilliti til þess að útlendingum sem til
Íslands koma hefur fjölgað verulega
frá því áðurnefnd rannsókn var gerð.
Íslendingar, sem þó eru ekki inni í
framangreindu dæmi, eru talsvert á
ferð um þetta svæði, en fólk erlendis
frá þó í miklum meirihluta.
Lengja viðdvöl
„Markmið Westfjords Advent-
ures er að fjölga ferðamönnum sem
koma á Vestfirðina og lengja við-
dvöl þeirra. Hér eru staðir með
mikið aðdráttarafl, mörgum finnst
nánast ögrandi að koma út að
Bjargtöngum,“ segir Gunnþórunn.
Möguleikarnir markaðssettir
Ferðaþjónusta
sameinast í West-
fjords Adventures
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðaþjónusta Starfsfólk Westfjords Adventures, frá vinstri talið, Jóhann Svavarsson, Anna Rúnarsdóttir, Leiknir
Kristjánsson og Gunnþórunn Bender. Þau vinna við markaðssetningu sunnanverðra Vestfjarða fyrir ferðamenn.
Sú var tíðin að fólk á ferð um landið var einkum og helst óvenjulegir útlend-
ingar eða íslenskt fjölskyldufólk. Í dag er þetta gjörbreytt. Íslendingar sem
útlendingar fara mikið um landið á reiðhjólum og líkar ferðamátinn vel.
„Ég er vanari flötu landi en fjöllum,“ sagði Hollendingurinn Mikael Eair
sem Morgunblaðið hitti á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Rauðasand. Það
er einhver hrikalegasti vegur á landinu sem mörgum óar við.
Í sl. mánuði var Fosshótel Vestfirðir sem er á Patreksfirði opnað,
en þar eru alls 40 herbergi og aðstaðan til fyrirmyndar. Fleiri
gististaðir hafa einnig verið opnaðir. Ferðaþjónusta á svæðinu
er í vexti. „Við höfum eins og svo víða annars staðar á landinu
þurft að auka framboð afþreyingar á svæðinu og teljum okkur
nú vera á réttri leið,“ segir Gunnþórunn Bender að síðustu.
Hollendingur vanur flötu landi
MARGIR Á REIÐHJÓLI Á FERÐ UM LANDIÐ
Mikael Eair, hjóla-
garpur frá Hollandi.