Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
Aðdragandinn var í rauninnisá að í kringum áramótin2007-08 sá ég í blaði Úti-vistar að þau ætluðu að
ganga yfir landið, og gera það í
áföngum. Þá hafði mamma, Þor-
gerður Einarsdóttir, dáið um vorið
og ég ákvað að ganga minningar-
göngu um hana. Það var í rauninni
svona upphafið að mínum göngu-
ferli. Þessi ferð þvert yfir landið átti
að vera tveggja ára verkefni en það
tognaði eitthvað úr því og síðasti
leggurinn var fluttur yfir á þriðja ár-
ið,“ segir göngugarpurinn Guðrún
Guðmundsdóttir.
„Ég var mjög spennt fyrir því
að ganga þvert yfir landið og fá að
kynnast því á allt annan máta en
þegar maður keyrir um það. Við
gengum frá syðsta og vestasta
punktinum, Reykjanesvita, í gegn-
um Þingvelli og yfir landið að Fonti
á Langanesi. Við gengum yfir Þjórs-
árverin, jökla og svo áfram yfir ís-
lensku eyðimörkina. Það var gaman
að átta sig á gróðrinum og náttúr-
unni og allri þeirri fegurð sem þar er
að finna,“ segir hún.
Gott að ganga við sorginni
„Árið 2009 gengum við tvo
leggi, annars vegar úr Nýjadal og
yfir í Herðubreiðarlindir og svo það-
an og niður í Ásbyrgi. Þá var pabbi,
Guðmundur Marinósson, orðinn
rosalega veikur og lá fyrir dauð-
anum. Hann dó síðan í ágúst og dag-
inn eftir átti að leggja af stað í legg-
inn frá Herðubreiðarlindum og
niður í Ásbyrgi. Maður var nátt-
úrlega í sérstöku ástandi eftir að
Gekk í skóm móður
sinnar heitinnar
Ætíð reynir fólk að finna sér ástæður til þess að fara út að ganga. Guðrún Guð-
mundsdóttir hóf sinn gönguferil á því að halda í minningargöngu um móður sína
þvert yfir landið árið 2008 og hefur gengið allar götur síðan. Faðir hennar lést
meðan á göngunni stóð en hann hefði einmitt orðið 73 ára í dag.
Tindur Guðrún fór í miðnæturgöngu á Snæfellsjökul ásamt Útivist í fyrra.
Gönguskíði Guðrún stundar einnig skíðagöngu en hér er hún ásamt Einari
Ólafssyni og Þresti Jóhannessyni á Drangajökli í góðu veðri í fyrra.
Þriðjudagsgöngur í Viðey halda
áfram og í kvöld mun hinn fróði og
víðlesni bókaútgefandi Örlygur
Hálfdánarson leiða gesti um eyj-
una. Örlygur er fæddur og uppalinn
í Viðey og þekkir því sögu hennar
og náttúru manna best. Ekki spillir
fyrir að Örlygur er sagnameistari
mikill. Saga Viðeyjar er merk og
spannar allt frá landnámstíð til
dagsins í dag og þar hafa búið
menn sem haft hafa mikil áhrif á
sögu Reykjavíkur.
Aukaferðir verða út í Viðey frá
Skarfabakka frá klukkan 18.15 og
19.15 en gangan hefst klukkan
19.30 við Viðeyjarstofu og tekur
um eina og hálfa til tvær klukku-
stundir. Einhverjir gætu haft gaman
af því að gera enn meira úr ferð í
þessa náttúruperlu rétt fyrir utan
höfuðborgina og notið kvöldverðar í
Viðeyjarstofu áður en lagt er af
stað í gönguna. Þeir sem ekki hafa
tækifæri til þess geta samt sem áð-
ur tyllt sér niður í þessu fallega
húsi að göngunni lokinni og fengið
sér örlitla hressingu. Ferjan siglir
síðan heim um klukkan 22.
Vefsíðan www.videy.com
Þriðjudagsganga Bókaútgefandinn Örlygur Hálfdánarson segir sögur úr Viðey.
Uppalinn Viðeyingur segir sögur
Í tengslum við sumarhátíðina Húna-
vöku á Blönduósi verður haldið
Blönduhlaup næstkomandi laug-
ardag klukkan 11. Boðið er upp á
nokkrar vegalengdir: 2,5 km
skemmtiskokk og 5 og 10 km hlaup.
Hlaupaleiðirnar verða bæði á götum
og stígum umhverfis Blöndu. Tíma-
taka verður í öllum vegalengdum.
Sumarhátíðin Húnavaka er fjöl-
skylduhátíð og því verður mikið um
að vera á Blönduósi fyrir alla fjöl-
skylduna þessa helgi.
Endilega…
…taktu þátt í
Blönduhlaupi
Hlaup Sprett úr spori á Blönduósi.
Götuleikhús Hins hússins hefur gætt
miðbæinn lífi í sumar líkt og síðast-
liðna tvo áratugi. Ungt og skapandi
fólk á aldrinum 17-25 ára gleður Ís-
lendinga á ísrölti og ferðamenn frá
framandi löndum með fjölbreyttum
gjörningum og sýningum sínum.
Hlynur Páll Pálsson leikstjóri segir
starfið samt sem áður hafa breyst
töluvert síðan hann var sjálfur hluti
af þessum hópi. „Áður fyrr var mesta
áherslan lögð á skemmtun fyrir 17.
júní en nú hefur þetta þróast út í það
að Götuleikhúsið er orðið hluti af
listhópum Hins hússins. Þegar ég var
í þessu sem leikari þá voru þetta 35
stöðugildi en í dag eru þau aðeins níu
en þrátt fyrir að færri séu í hópnum
en áður reynum við alltaf að toppa
okkur og vera sýnileg,“ segir Hlynur.
Ólíkt flestum leikhópum sem æfa
vel og lengi til að sýna sömu sýn-
inguna margsinnis þá æfir Götuleik-
húsið upp tvær til þrjár sýningar á
viku og sýnir hverja sýningu aðeins
einu sinni. „Þessi hraði og fjöldi sýn-
inga er líklega það sem kemur leik-
urunum okkar mest á óvart. Við erum
í rauninni alltaf að finna upp hjólið
og búa til nýjar sýningar,“ segir Hlyn-
Götuleikhús Hins hússins
Óhefðbundinn hlaupastíll og
búningur í morgunskokkinu
Óvenjuleg hlaupaföt Brúðir og brúðgumar í morgunskokki um miðbæinn.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
, 101 Reykjavík
volcanodesign.is
volcanodesign.is
S: 5880100
Laugavegur 40
volcano@
www.Nýjar vörur