Morgunblaðið - 19.07.2013, Side 4

Morgunblaðið - 19.07.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 BAKSVIÐ Áslaug Arna Sigurbjörnsd. aslaug@mbl.is Meirihluti geislafræðinga Landspít- alans mun láta af störfum 1. ágúst nk. ef engir samningar nást um launamál þeirra. „Það er ekkert að gerast og fundur geislafræðinga með stjórnendum spítalans leysti ekki úr neinu, svo staðan er bara sú sama,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formað- ur Félags geislafræðinga. Að hennar mati er staðan mjög alvarleg fyrir Landspítalann. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu vegna starfsemi spítalans, en geislafræðingar hafa verið með lægri laun í langan tíma miðað við aðrar stéttir með sambærilega menntun,“ segir Katrín. Þá auki það óánægju að forstjórar og fram- kvæmdastjórar ríkisins fái nú um- talsverða launahækkun heilt ár aftur í tímann. Mikil áhrif á starf- semi spítalans „Geislafræðingar þjónusta sjúkra- húsið í heild og mun þetta því hafa mikil áhrif á þjónustuna. Þeir fram- kvæma allar myndgreiningarann- sóknir og það er enginn annar sem hefur heimild til þess. Þá eru þeir mikilvægir í geislameðferðum fyrir krabbameinssjúka þar sem þeir sjá um undirbúning og koma að með- ferðinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún kveður nú þegar mikið vinnuálag á fólki og ástandið virðist ekki vera að léttast. Tryggja þarf öryggi sjúklinga „Við höfum fullan skilning á þeirra kröfum og höfum reynt að mæta þeim eins og við getum, en í sjálfu sér er ekkert nýtt að frétta af mál- inu. En það er ennþá dálítill tími til mánaðamóta,“ segir Páll Matthías- son, staðgengill forstjóra Landspít- alans. Hann segir geislafræðinga ómissandi í mikilvægri þjónustu á spítalanum. „Við vonumst til að sem flestir geislafræðingar dragi uppsagnir sín- ar til baka, en það liggur ekki ljóst fyrir hvort það verður og þá hversu margir,“ segir Páll og bætir við að í framhaldinu þurfi að setjast niður og skoða hvernig spítalinn geti skipu- lagt sig eftir ef af uppsögnum verð- ur. „Markmiðið er alltaf að tryggja öryggi sjúklinga.“ Aðspurður hvernig spítalinn ætli að koma til móts við geislafræðinga segir Páll það nú þegar hafa verið gert. „Við höfum heilmikið komið til móts við geislafræðinga, teygt okkur eins og okkur er frekast unnt. Við vonumst til að sem flestir geisla- fræðingar taki tilboðinu sem liggur á borðinu, síðan eru kjarasamningar lausir frá áramótum en þetta verður að fá að koma í ljós,“ segir Páll. Spít- alinn muni gera áætlanir, en ljóst sé að þjónustan muni raskast ef af mörgum uppsögnum verður. Hann segir að til séu neyðaráætl- anir sem gripið hefur verið til þegar koma til dæmis upp verkföll. „Það eru enn of miklar vangaveltur uppi um málið núna til að hægt sé að segja hvernig brugðist verður við,“ segir Páll. Mikil áhrif á deildina „Geislafræðingar eru nauðsynleg- ur starfskraftur og við erum stórir neytendur á röntgen svo það hefur augljóslega verulega mikil áhrif ef uppsagnirnar ganga í gegn,“ segir Ólafur Ingimarsson, yfirlæknir á bráða- og göngudeild. Geislafræðingar ómissandi  Meirihluti geislafræðinga lætur af störfum 1. ágúst  Mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og þjónustu Landspítalans  Þyrfti að vísa fólki með minniháttar áverka annað  Engir samningar í sjónmáli Morgunblaðið/Þorkell Röntgen Geislafræðingar eru mjög mikilvægir á spítalanum á fjölmörgum deildum. Þeir myndgreina til að mynda röntgenmyndir og mun fækkun þeirra hafa mikil áhrif á bráða- og göngudeild, að sögn yfirlæknis. Ef af mörg- um upp- sögnum verður mun það vafa- laust hafa mikil áhrif á þjónustu spítalans við sjúklinga. Ólafur Ingimarsson, yfirlæknir á bráða- og göngudeild, segir þá ekki hafa gert áætlun ennþá. „Maður sér fyrir sér að rönt- genlæknar muni hlaupa í skarð- ið fyrir geislatækna að ein- hverju leyti, svo væri auðvitað hægt að vísa fólki með minni- háttar áverka annað, því það eru reknar röntgendeildir eins og í Orkuhúsinu og Domus Medica,“ segir Ólafur en ítrekar að þetta séu aðeins neyðarráðstafanir. „Það er ekki sæmandi Landspít- ala háskólasjúkrahúsi að þurfa að gera slíkt, þetta er endastöð- in í íslenskri heilbrigðisþjónustu og hún þarf að standa upprétt,“ segir Ólafur. Nú þegar sé stuðst við forflokkun á sjúklingum, en þá flokkun þyrfti að efla til muna að hans sögn til að at- huga hverjir gætu beðið og ver- ið fluttir annað. „Geislafræðingar eru nauð- synleg stétt fyrir okkur hér og ég vona að samningar takist og ekki verði af uppsögnum,“ segir Ólafur. Vísa þyrfti fólki annað ALVARLEG STAÐA Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Nokkur lögregluembætti á lands- byggðinni hafa tekið upp notkun á myndbandsupptökuvélum sem komið er fyrir framan á lög- regluþjónunum líkt og tíðkast víða erlendis. Lögregluemb- ættið á Snæfells- nesi hefur notað slíkar mynda- vélar í tæpt ár og það gefið góða raun að sögn Ólafs Guðmunds- sonar, yfirlög- regluþjóns á Snæfellsnesi. „Þetta kemur sér mjög vel því rannsóknir hafa sýnt að lögreglumaður undir miklu álagi er eingöngu með um 2-4 gráð- ur í sjónsviði,“ segir Ólafur. Myndavélin tekur hins vegar upp efni í 170 gráðum og sýnir það í HD- gæðum. Hann segir reynslu erlendis frá sýna fram á að kvörtunum yfir störfum lögregluþjóna fækki mikið eftir tilkomu slíkra tækja og að borgarinn hegði sér betur þegar hann veit að hann er í mynd. Þetta er framtíðin Theodór Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, tekur í sama streng og segir búnaðinn hafa reynst vel. „Við notum vélina ekki eingöngu á vettvangi heldur líka við yfirheyrslur og skýrslutökur,“ segir Theodór. Hann telur notkun slíkra véla hafa „dempandi“ áhrif á fólk við ýmsar aðstæður og að því leyti eru þær fyrirbyggjandi. „Þarna er verið að staðfesta það hvernig hlutirnir fara fram og ekk- ert vafaatriði með það.“ Sérhannaðar vélar Myndavélarnar sem notaðar eru hér á landi eru sérhannaðar fyrir lögreglustörf. Hægt er að rekja það ef efni er eytt út af vélinni og hún er ekki alltaf í gangi. Lögregluþjónn- inn kveikir sjálfur á upptöku þegar hann telur þess þörf. Myndavélin birtir hins vegar allt efni sem tekið var upp 30 sekúndum áður en kveikt er á vélinni. „Við tökum ekki myndir af fólki sem spyr okkur hvað klukkan er, það verður að vera eitthvert tilefni til þess að lögregluþjónninn kveiki á vélinni,“ segir Ólafur. Erlend viðmiðunarregla kveður á um að lögregluþjónar kveiki á vél- inni er þeir finna hjá sér þörf til að taka upp vasabókina. „Það á eftir að útfæra slíkar regl- ur hér heima en það verður gert með tíð og tíma þegar meiri reynsla kemst á þetta.“ Ólafur bendir einnig á að margir eru farnir að taka upp myndbönd af störfum lögreglu á farsímann sinn í nútímasamfélagi. „Oft og tíðum eru slík myndbrot tekin frá skrýtnu sjónarhorni eða eru klippt til og þá getur verið gott að hafa myndavél á lögregluþjón- inum sjálfum til að sýna þeirra raunveruleika.“ Treystir sönnunarbyrði Enn sem komið er má eingöngu finna slíkar myndbandsupptöku- vélar hjá örfáum lögregluemb- ættum á landsbyggðinni. Ástæðan er sú að lögregluþjónar á lands- byggðinni þurfa oft að vera einir á vakt. „Þetta er því miður algeng staða eftir mikinn niðurskurð síðustu ár. Myndavélarnar tryggja betur sönn- unarbyrðina hjá lögregluþjónunum sjálfum þegar þeir eru einir að störfum,“ segir Ólafur. „Ég hef ekki enn fengið símhring- ingar frá fólki þar sem kvartað er yfir lögregluþjónum eftir að mynd- bandsupptökutæknin var tekin upp.“ Persónuvernd ekki ógnað Ólafur setti sig í samband við Persónuvernd áður en embættið hóf notkun á myndavélunum. Þar feng- ust þau svör að þetta væri í lagi svo framarlega sem myndatakan ein- skorðast við opinber mál. „Þessar vélar heyra bara undir lögreglulög og lög um meðferð sakamála. Við erum ekki að taka myndir á almannafæri nema í þeim málum sem okkur varða og við höf- um leyfi til að skrásetja það, þetta er ekki rafræn vöktun.“ Geymsla á efni fer eftir innihaldi segir Ólafur og ef það er ekki eitt- hvað sem nýtist þá er því hent. Vantar fjármagn „Viðtökurnar við vélunum hafa verið nokkuð góðar,“ segir Sigurður Ingi Eiríksson, eigandi Hiss ehf., en fyrirtækið flytur inn sérhannaðar myndavélar. Hann telur alþjóðlega þróun sýna fram á að notkun slíkra véla sé kom- in til að vera og reiknar með aukn- ingu þeirra hér heima á næstu ár- um. „Vandamálið er að lögregluembættin eiga ekki næga peninga til að kaupa margar slíkar vélar,“ segir Sigurður. Slík mynda- vél kostar um 180.000 krónur. „Hefðbundið rekstrarfé dugir ekki til hjá stóru embættunum. Það þyrfti að koma til sérliður í fjár- lögum varðandi slík kaup ef t.d. lög- regluembættið á höfuðborgarsvæð- inu myndi fjárfesta í slíkum vélum,“ segir Ólafur. Embætti Ríkislögreglustjóra hef- ur ekki haft til athugunar að taka upp notkun á slíkum búnaði fyrir al- menna lögreglumenn. Myndavélar framan á lögregluþjóna Ljósmyndari/Jón Þór Eyþórsson Í upptöku Hér sést lögregluþjónninn Björn Ásgeir Sumarliðason við störf en framan á vesti hans er búið að festa litla myndbandsupptökuvél. Ólafur Guðmundsson  Hafa gefið góða raun á landsbyggðinni í tæpt ár  Borgararnir hegða sér betur  Margir mynda lögreglu með farsímum  Taka upp í 30 sekúndur áður en kveikt er á þeim  Ekki brot á friðhelgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.