Morgunblaðið - 19.07.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.07.2013, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Þetta er nú ekki beint merkilegt afmæli í ár en ég reyni nú samtalltaf að halda upp á afmælið mitt,“ segir handboltakappinnlandskunni Aron Pálmarsson. „Ég verð oftast að halda upp á daginn með vinum mínum heima á Íslandi viku fyrr því sumarfríið klárast vanalega í kringum 13. júlí,“ segir Aron en hann hefur verið búsettur í Kiel í Þýskalandi síðustu 5 ár þar sem hann starfar sem atvinnumaður í handbolta. Aron er nýkominn aftur út til Þýskalands eftir gott sumarfrí víðs vegar um heim. „Ég tók eina viku í upphafi sumars í rigningunni á Íslandi áður en ég fór í frí til Ameríku og Mexíkó í 30 stiga hita,“ segir Aron. Sama veðurfar var uppi á teningnum er hann sneri aftur til Íslands og dvaldi hér í vikutíma eftir Ameríkuferðina. Hann var því bara nokkuð ánægður með að vera kominn aftur til Þýskalands en hann var á leiðinni á ströndina til að viðra hundinn sinn í 27 stiga hita er Morgunblaðið náði tali af honum. „Ég er með kærustuna mína í heimsókn ásamt móðursystur og hennar fjölskyldu og við ætlum að grilla eitthvað gott í tilefni dags- ins.“ Hann reiknar með að fá pakka frá gestum sínum og hann reiknar einnig með að liðsfélagi sinn Guðjón Valur kíki í heimsókn með pakka. „Hann Gaui er nefnilega alveg einstaklega gjafmildur,“ segir Aron og hlær. jonheidar@mbl.is Aron Pálmarsson handboltakappi 23 ára Sól og sumar Aron skellti sér í frí til Bandaríkjanna í sumar ásamt kærustunni sinni. Hér er hann við Klettafjöllin í Denver, Colorado. Á ströndinni með hund í 27 gráðum Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Guðrún Margrét Sölvadóttir verður 90 ára sunnudaginn 21. júlí nk. Af því tilefni býður hún fjölskyldu og vinum upp á kaffi og veitingar í Safnaðarheimili Guðríð- arkirkju í Grafarholti kl. 15-18 á afmæl- isdaginn. Hún afþakkar afmælisgjafir en ef einhverjir hafa áhuga þá óskar hún þess að viðhaldssjóður kirkjunnar á Stað í Að- alvík fái að njóta þess. Uppl. um reikn- ingsnúmer má nálgast í veislunni og þar verður einnig baukur. Árnað heilla 90 ára Mosfellsbær Hlöðver Gunnar fæddist 7. júní kl. 12.40. Hann vó 3.645 g og var 52 cm á lengd. For- eldrar hans eru Elín Guðný Hlöð- versdóttir og Sæmundur Maríel Gunnarsson. Nýir borgarar Seltjarnarnes Charlotta Christa fæddist 8. nóvember kl. 20.50. Hún vó 3.200 g og var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Björg Árnadóttir og Jón Þorsteinn Guðmundsson. I nga er fædd á Akureyri, 19. júlí 1963, og er alin þar upp. Hún tók stúdentspróf úr máladeild Menntaskólans á Akureyri 1983 og útskrif- aðist með BSc-gráðu í hjúkrunar- fræði frá Háskólanum á Akureyri 1996. Hún útskrifaðist svo með dip- lómu í kennslu og menntunar- fræðum frá sama skóla vorið 2013. Forstöðumaður í heimahjúkrun Inga starfaði hjá Samvinnuferð- um Landsýn á árunum 1988-1992 en hún hefur unnið við hjúkrun eftir út- skrift, á Akureyri, í Reykjavík og Hveragerði. Lengst af hefur hún starfað við hjúkrun aldraðra. „Það er mitt helsta áhugasvið innan fags- ins. Ég starfaði við tilraunaverkefni sem nefnist heilsueflandi heimsóknir til aldraðra sem eru enn heima og Inga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur og söngkona – 50 ára Ljósmyndir/Daníel Starrason Í Hofi Á tónleikum sem haldnir voru í tilefni af því að 75 ár voru liðin frá fæðingu Ingimars Eydal. Þeir báru yfir- skriftina „Fjölskylduferð á Skódanum“ og var farið yfir tónlistarferil og ævi Ingimars í tónum, tali og myndum. Sinnir heilsuvernd með hjúkrun og söng Inga Dagný Hún ætlar að hitta nánustu vini og fjölskyldu í sal félagsstarfs aldraðra á Akureyri á afmælisdaginn og njóta þess að vera með þeim. lÍs en ku ALPARNIR s Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- Stakir stólar kr. 5.995.- Stök borð kr. 5.995.- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS 15.000 til 20.000 kr. afsláttur af hústjöldum+ kaupauki borð og stólar í settiað verðmæti 19.995 fylgja með. FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.