Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Stjórnendur samheitalyfjarisans Actavis íhuga að selja stóran hluta af rekstrinum í Vestur-Evrópu til þess að auka arðbærni og að einhverju leyti vinda ofan af sex milljarða doll- ara yfirtöku sem gjörbreytti fyrir- tækinu, segir í frétt The Wall Street Journal. Actavis og bandaríski lyfjarisinn Watson sameinuðust undir lok síð- asta árs undir merkjum Actavis. Eft- ir yfirtökuna varð fyrirtækið þriðji stærsti samheitalyfjaframleiðandi í heimi. Fyrirtækið er skráð í Kaup- höllinni í New York. Fyrirtækið hefur fengið Rothchild til að veita ráðgjöf við sölu á rekstri í nokkrum löndum í Evrópu, þar á meðal Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Þýsklandi og Hollandi. Sameiginleg velta rekstrarins sem stefnt er að sölu á nemur meira en 300 milljónum evra og er í lítilsháttar taprekstri. Stefnt er að sölu vegna þess að reksturinn stóð ekki undir vænting- um. AP Selja Actavis er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi eftir samein- ingu við Watson. Rekstur þess á Ítalíu, Spáni og Frakklandi er til sölu. Hluti af starfsemi Actavis til sölu  Watson og Actavis sameinuðust Kia Sorento EX Luxury Árgerð 2012, 197 hestafla dísilvél, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, ekinn 26 þús. km. Bakkmyndavél, stöðugleikakerfi, fjarlægðarskynjarar, leiðsögukerfi, rafstýrt bílstjórasæti, spólvörn, loftkæling, leðuráklæði, filmur, hraðastillir o.fl. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 7 8 4 Gæða- bíll ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 Tilboðsverð 6.590.000 kr. *M.v. 65% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 72 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,94%. Afborgun 44.248 kr. á mánuði í 72 mánuði* Verð 6.790.000 kr. Ríkisreikningur fyrir árið 2012 ligg- ur nú fyrir og er ljóst að markmið endurskoðaðra áætlana gengu ekki eftir. Horfur um afkomu ríkissjóðs á árinu 2013 benda ótvírætt til að hún verði umtalsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir og því ljóst að þær þurfa gagngera endurskoð- un, segir Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, í inn- gangsorðum Ríkisreiknings 2012. Helstu niðurstöður reikningsins eru að tekjujöfnuðurinn varð nei- kvæður um 36 milljarða króna en endurskoðaðar áætlanir gerðu ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 26 milljarða. Raunútkoman varð því 10 milljörðum króna lakari en fyrirséð var við afgreiðslu fjáraukalaga í desember sl. Tekjuhallinn svarar til 7% af heildartekjum ríkissjóðs á árinu eða 2% af landsframleiðsl- unni. Frumjöfnuður ársins 2012 var já- kvæður um 18 milljarða króna en gert var ráð fyrir að hann yrði já- kvæður um 30 milljarða króna. Mest munar um niðurfærslu á bók- færðum eignarhluta ríkissjóðs í Íbúðalánasjóði um 7 milljarða króna. „Mikilvægt er að ná tökum á rík- isrekstrinum og tryggja að mark- mið um jákvæðan heildarjöfnuð ná- ist sem fyrst. Nauðsynlegt er að hlúa að undirstöðum atvinnulífsins sem leiðir af sér vöxt efnahagslífs- ins svo hægt verði að greiða niður ríkisskuldir í stað þess að auka við þær,“ segir Bjarni. Markmið í rekstri gengu ekki eftir  Ríkisreikningur 2012 liggur fyrir  Endurskoða þarf áætlanir 2013 Morgunblaðið/Ómar Hreinsa til Fjármálaráðherra segir að mikilvægt sé að ná tökum á ríkisrekstrinum og ná jákvæðum heildarjöfnuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.