Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 40
»Ég leyfi mér að full-yrða að enginn við- staddra hafi farið ósáttur í beddann það kvöldið. AF TÓNLEIKUM Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Eftir að fréttist að hljómsveitinChic ásamt Nile Rodgersværi á leið til Íslands fór fiðringur um alla helstu diskósnigla landsins. Þetta var um miðjan maí. Meðlimir stigu síðan á svið á mið- vikudagskvöldið sl. fyrir fullum sal í Silfurbergi í Hörpu. Upphaflega átti hljómsveitin að spila í Laugardals- höll en var flutt í minni sal þar sem aðsókn var ekki fullnægjandi. Synd, því tónleikarnir eru að mínu mati með þeim bestu sem haldnir hafa verið á Íslandi. Gítarleikarinn Nile Rodgers og bassaleikarinn Bernard Edwards stofnuðu hljómsveitina Chic árið 1976. Hljómsveitin hefur meira eða minna verið starfandi síðan þá en þó tekið sér hlé inni á milli. Ótal margir hafa fengið að taka þátt í þessari hljómsveit og fyrrverandi meðlimir sæta tugum. Rodgers og Edwards höfðu marga fjöruna sopið áður en Edwards kvaddi þennan heim árið 1996. Saman eiga þeir ófáar perlur sem allir ættu að kannast við. Rod- gers hélt þó áfram að færa heiminum magnaða músík og er hann til að mynda maðurinn á bak við hið vin- sæla lag Get Lucky með Daft Punk og Pharrell Williams sem hefur tröllriðið öllu síðan í apríl þegar lagið kom út.    Moses Hightower og Sísí Eyhituðu upp fyrir diskógengið og stóðu sig með stakri prýði. Að loknu hléi byrjaði Nile Rodg- ers og hans fríða föruneyti að spila og skellti í hvern slagarann á fætur öðrum. Fyrsta lagið var Everybody dance og stemningin rauk strax upp í hæstu hæðir. Í kjölfarið fylgdu allir helstu slagarar sveitarinnar, þar á meðal I want your love, We are fam- ily, Le freak, He’s the greatest dan- cer og svo mætti lengi telja.    Nile Rodgers er svo sannarlegadiskókóngurinn. Hann á ómælt magn af frábær- um lögum sem við þekkjum öll og kemur það sífellt á óvart hvað hann hefur komið víða við. Til að mynda samdi hann lag Madonnu, Like a virgin og Lets dance með David Bo- wie en hljómsveitin flutti hvoru tveggja á tónleikunum. Einnig hafa mörg af lögum hans verið sett í nýjan búning af öðr- um tónlistarmönnum. Þar má nefna lagið Soup for One sem hljómsveitin Modjo gerði vinsælt um aldarmótin. Þá hefur hið magnaða lag Good Times verið öðrum tónlist- armönnum innblástur og er und- irstaða fjölmargra laga á borð við Rapper’s Delight með Sugarhill Gang, Another one bites the dust með Queen og Around the world með Daft Punk.    Tónleikalok voru handan viðhornið en diskógengið tafði það eins og unnt var og hélt stemning- unni gangandi. Lokalagið var að sjálfsögðu fyrrnefnt Good Times og var þá góður hluti af fremstu áhorf- endum fenginn upp á svið. Þá var Get Lucky sett á fóninn og allt ætlaði um koll að keyra. Þeir sem stóðu að og fluttu þessa mögnuðu tónlistarmenn til landsins eiga hrós skilið. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn við- staddra hafi farið ósáttur í beddann það kvöldið. Það verður svo sann- arlega erfitt að toppa Chic og Nile Rodgers teymið. Dúndrandi diskóball í Hörpunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Eitursvalur Nile Rodgers og bassa- leikarinn Jerry Bar- nes sem var án efa töffari kvöldsins. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150 manna eða meira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Verð frá 2.258 pr. mann Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIR ÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Tökur á fjórðu þáttaröð sjónvarps- þáttanna Game of Thrones hefjast hér á landi í næstu viku og munu standa fram í ágúst, skv. frétta- tilkynningu frá fyrirtækjunum TVG-Zimsen og Pegasus. Tvær síð- ustu þáttaraðir voru teknar að hluta til hér á landi og þá að vetri til. Game of Thrones er sannkallað stórverkefni, þættirnir með þeim vinsælustu í heimi hin síðustu miss- eri og ekkert til sparað við fram- leiðslu þeirra, en það er bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sem fram- leiðir þættina. Pegasus aðstoðar framleiðendur við tökur hér á landi og TVG-Zimsen sér um flutninga. ,,Við erum að flytja til landsins kvikmyndabúnað, hluta leik- myndar, búninga og fleiri leikmuni fyrir Game of Thrones. Það er allt að verða klárt fyrir tökur,“ segir Þórður Björn Pálsson, deildarstjóri í sérverkefnum hjá TVG-Zimsen. ,,Þetta stóra verkefni hefur mjög jákvæð áhrif fyrir Ísland. Þetta hef- ur gengið mjög vel og framleið- endur þáttanna hafa verið ánægðir með Ísland bæði sem tökustað og þá þjónustu sem þeir hafa fengið hér við gerð þáttanna. Á um þriðja hundrað manns unnu við síðustu tvær þáttaraðir, þar á meðal fjöldi Íslendinga og er ráðgert að svip- aður fjöldi vinni að verkefninu nú,“ segir Þórður. Rúmlega tíu milljónir manna samanlagt hafa fylgst með hverjum þætti af Game of Thrones. Valdatafl Úr þriðju þáttaröð Game of Thrones sem tekin var upp að hluta hér á landi. John Snow, ein aðalpersóna þáttanna, í ófríðu föruneyti. Tökur á Game of Thron- es hefjast í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.