Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 41
Kvikmyndin R.I.P.D. verður frumsýnd í Smárabíói, Há- skólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói í dag. Í henni segir af fógeta í lögregludeildinni R.I.P.D. sem hefur þann starfa að hafa uppi á illum öndum sem dulbúast sem venjulegt fólk. Honum semur illa við félaga sinn sem er nýr í starfi en báðir eru þeir framliðnir. Þeir verða hins vegar að snúa bökum saman þegar að því kemur að bjarga mannkyninu frá því að verða hinum illu önd- um að bráð. Leikstjóri er Robert Schwentke og með aðalhlutverk fara Ryan Reynolds, Kevin Bacon og Jeff Bridges. Enga erlenda gagnrýni er að finna um myndina. Illum öndum grandað Bíófrumsýning Andaveiðar Jeff Bridges og Ryan Reynolds í gamansömu hasarmyndinni R.I.P.D. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Söngkonan og tónlistarmaðurinn Andrea Gylfadóttir heldur afmæl- istónleika á Græna hattinum á Ak- ureyri um helgina þar sem hún tek- ur brot af því besta af glæsilegum ferli sínum. „Ég hélt afmælistón- leika í Eldborgarsal Hörpu í sept- ember í fyrra og það voru bara einir tónleikar svo mig langaði að kíkja hingað norður með svipaða dag- skrá,“ segir Andrea, en tónleikarnir nefnast Stelpurokk – Andrea Gylfa- dóttir 50 ára afmælistónleikar og verða bæði á föstudag og laugardag á Græna hattinum. „Það er lágstemmd og góð stemming á Græna hattinum og tón- leikarnir verða því auðvitað öðruvísi en í Eldborgarsal Hörpu. Það verða færri sem koma með mér norður en spiluðu t.d. með mér í Eldborginni,“ segir Andrea, en með henni verða Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari, Björgvin Plode trommuleikari, Ein- ar Rúnarsson, orgelleikari og söngv- ari, Friðþjófur Sigurðsson bassa- leikari og Eðvarð Lárusson gítarleikari. Alltaf á toppnum Eftir langan og farsælan feril seg- ir Andrea erfitt að velja eitthvað eitt sem standi upp úr. „Þú velur ekki á milli barnanna þinna. Ég hef átt frá- bærar stundir á svo mörgum sviðum og það er ómögulegt fyrir mig að velja eitthvað eitt út. Þá lít ég ekki svo á að ferillinn minn sé kominn á einhverja endastöð. Mér finnst ég alltaf vera á toppnum eða alltaf vera að toppa.“ Á ferlinum hefur Andrea komið víða við, en hún hefur m.a. sungið með Grafík, Vinum Dóra, Blús- mönnum Andreu, Borgardætrum, Todmobile og ýmsum djass- hljómsveitum. Andrea lærði söng í Söngskóla Reykjavíkur í tvö ár en þar á undan hafði hún m.a. lært á selló í Tónlist- arskóla Akraness. Hún segir tónlist- ina alltaf hafa verið hluta af sér og aldrei neitt annað komið til greina en að starfa við eitthvað tengt tón- listinni. „Ég hef sungið alveg frá því að ég man eftir mér og ætlaði mér alltaf að fara út í tónlist á fullu.“ Með klassíska óperurödd færði Andra sig yfir í rokktónlistina og blúsinn en hún segist hafa áhuga á flestri tónlist og tónlistargestir muni upplifa það á Græna hattinum. 50 ára afmælistónleikar  Andrea Gylfa- dóttir syngur á Græna hattinum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Tónleikar Andrea Gylfadóttir syngur brot af því besta frá ferlinum sínum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin Dans á rósum mun hita fólk upp fyrir Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum annað kvöld kl. 23 á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi. „Við erum í raun að taka þjóðhátíð- arforskot á fastalandinu,“ segir Helgi Víkingsson, trommuleikari hljómsveitarinnar. Dans á rósum hefur spilað á Tjarnarsviðinu í Herjólfsdal allt frá árinu 2000 og fagnar 20 ára afmæli í ár. „Þetta er löngu orðin góð hefð að byrja fjörið hér uppi á fastalandinu og höfum við margoft tekið þátt í þessari upp- hitun og eiginlega er þetta í okkar augum byrjunin á fjörinu sem stendur svo fram á mánudags- morgun á Þjóðhátíð í Herjólfsdal,“ segir Helgi. Ásamt Dansi á rósum koma fram hljómsveitirnar Brim- nes og Vangaveltur, báðar skipaðar Eyjamönnum. Upphitun Hljómsveitin Dans á rósum heldur tónleika á SPOT annað kvöld. Hitað upp fyrir Þjóðhátíð á SPOT EGILSHÖLLÁLFABAKKA PACIFICRIM KL.2D:2 3D:5:15-8-10:45 PACIFICRIMVIP2D KL.2-5:15-8 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL.1-3:20-5:40 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20-5:40 MONSTERSUNIVERSITY ENSTAL2D KL.1-3:20-5:40-8-10:20 WORLDWARZ KL.2D:5:30 3D:8-10:30 WORLDWARZVIP KL.10:45 THELONERANGER KL.8-11 MANOFSTEEL2D KL.8-11 KRINGLUNNI PACIFIC RIM 2D KL. 5:15 - 8 - 10:45 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20-5:40 MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL3D KL. 8 - 10:20 WORLD WAR Z 2D KL. 10 THE BIG WEDDING KL. 8 PACIFIC RIM 3D KL. 2:30 - 5:15 - 8 - 10:45 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 12:45 - 3 - 5:30 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL2D KL. 1:10 - 3:30 MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL3D KL. 8 - 10:20 WORLD WAR Z KL. 2D:5:30 3D:8 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 2:30 - 8 - 10:55 THE BIG WEDDING KL. 6 NÚMERUÐ SÆTI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á AKUREYRI PACIFIC RIM 3D KL. 8 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 5:40 MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL2D KL. 5:40 WORLD WAR Z KL. 2D: 8 3D:10:45 THE LONE RANGER KL. 10:20 KEFLAVÍK PACIFICRIM3D KL.2D:5:20 3D:8 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL.5:40 MONSTERSUNIVERSITY ENSTAL2D KL.8 WORLDWARZ3D KL.10:45 THEHEAT KL.10:20 10 16 16 EKKERT EYÐILEGGUR GOTT PARTÝ EINS OG HEIMSENDIR! FRÁ HÖFUNDUM SUPERBAD91/100 „It‘s scary good fun“ Entertainment Weekly 88/100 „It‘s entertaining as hell.“ Chicago Sun-Times 12 Roger Ebert EmpireEntertainment Weekly Stórkostleg teiknimynd frá snillingunum hjá Disney/Pixar Sýnd með íslensku í 2D og 3D -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L R.I.P.D. Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3D Sýnd kl. 3:50 - 6 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D Sýnd kl. 3:50 - 6 THE HEAT Sýnd kl. 8 - 10:30 WORLD WAR Z 3D Sýnd kl. 10:20 THIS IS THE END Sýnd kl. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.