Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Tillaga að deiliskipulagi Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustu- svæði og áningastað við Dettifoss að vestan- verðu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Markmið með fyrirhuguðum framkvæmum er að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna sem koma til að skoða Dettifoss. Deiliskipulagið tekur til svæðis fyrir þjónustu- byggingar á bílastæði við Dettifoss auk svæða fyrir neysluvatnslagnir og fráveitu- mannvirki. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við eftir- farandi ákvæði í Aðalskipulagi Skútustaða- hrepps 2011-2023: Þjónustusvæði við Dettifoss 521-V. Óbyggt, deiliskipulag er í vinnslu. Uppbygging skv. deiliskipulagi. Aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn hefur samþykkt að nýta sér heimild skv. 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulags- laga nr. 123/2010 um að fallið verði frá gerð lýsingar og kynningar þar sem allar megin- forsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi. Tillöguuppdráttur og greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn frá og með föstu- deginum 19. júlí til og með föstudeginum 30. ágúst 2013 svo að þeir aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Þá eru upplýsingar og aðgengilegar á hei- masíðu Skútustaðahrepps: www.myv.is/Stjórnsýsla/Skipulags- og byg- gingarmál/Deiliskipulag/Tillögur í auglýsingu. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út þann 30. ágúst 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við hina auglýstu tillögu innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps. Félagsstarf eldri borgara                                    !            !    " #                  !        !"#!$  $#  %  &  !   '( )  ! *  +   '        %      ,&  -     .    -   %   &   )     '  #+   / %  %  /" %    " '  (  )  , . *    %  Raðauglýsingar Tilkynningar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga ✝ Bryndís Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. febrúar 1936. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 7. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Magnús Sigurjónsson, úr- smiður frá Hólma- vík, f. 6.5. 1912, d. 4.5. 1986, og Unn- ur Kristín Eggertsdóttir úr Reykjavík, f. 29.6. 1908, d. 4.11. 1960. Systir Bryndísar er Sig- urbjörg Magnúsdóttir, f. 25.9. 1949. Bryndís giftist hinn 12. sept- ember Magnúsi Geirssyni, raf- virkja, f. 18.9. 1931, d. 7.10. 2010. Foreldrar hans voru Rebekka Þorsteinsdóttir, f. 15.9. 1899 í Þor- móðsey á Breiða- firði, d. 3.4. 1945, og Geir Magn- ússon, f. 30.10. 1897 á Þurá í Ölf- usi, d. 2.8. 1955. Börn þeirra: 1) Sig- rún, f. 29.1. 1954, d. 25.11. 2008, maki Guðlaugur Hilmarsson, f. 10.5. 1953. Sonur þeirra er Hilmar Guðlaugsson, 29.7. 1981. Sonur Sigrúnar frá fyrra sambandi er Magnús Sigurðs- son, f. 12.6. 1971. 2) Geir, f. 5.8. 1960. Maki Áslaug S. Svav- arsdóttir, f. 19.2. 1959. Börn þeirra eru a) Magnús Brynjar, f. 2.6. 1984, eiginkona Vala Hrönn Isabel Pétursdóttir, f. 13.5. 1985. Barn þeirra er Rak- el Sunna, f. 10.6. 2010. b) Re- bekka Rún, f. 3.2. 1992. c) Kar- ólína Klara, f. 26.6. 1993. 3) Unnur, f. 30.11. 1968. Maki hennar er Daníel J. Helgason, f. 22.6. 1964. Barn þeirra er Unnur Bryndís, f. 3.4. 1990. Sambýlismaður hennar er Odd- ur I. Guðjónsson, f. 14.10. 1982. Börn þeirra eru Guðjón Elí, f. 20.1. 2011 og Daníel Helgi, f. 20.1. 2011. Bryndís var húsmóðir en vann einnig við verslunarstörf og sem aðstoðarmaður tann- lækna. Hennar áhugamál voru fyrst og fremst fjölskyldan, mannleg samskipti og bókalest- ur. Bryndís bjó lengst af í Reykjavík en síðustu árin í Kópavogi. Útför Bryndísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 19. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Geir og Unnur. Í dag, 7. júlí 2013, fer fram úrför tengdamóður minnar, Bryndísar Magnúsdóttur, eftir stutt veikindi. Hún var einstök á margan hátt, nett og glæsileg kona sem var alltaf vel til höfð hvort sem hún var að vinna heima eða mæta í boð. Hún var hlýleg, glaðleg, tók sig ekki of hátíðlega, gat hlegið að sjálfri sér. Einnig átti hún auðvelt með að njóta augnabliksins, hvort sem það var að setjast út í sól- ina eða gefa umhverfinu gaum. Henni var margt til lista lagt þó að hún væri ekki að flíka því. Hún hafði næmt auga fyrir feg- urð og hafði hæfileika til að raða saman ólíkum hlutum svo þeir mynduðu heild. Þetta kom sér- staklega vel fram á glæsilegu og notalegu heimili hennar en við það lagði hún mikla alúð. Bryn- dís átti mjög auðvelt með öll samskipti og hennar helstu áhugamál voru fjölskylda og samferðafólk. Hún var dugleg við að halda sambandi, fylgdist vel með og hafði alltaf áhuga á því sem aðrir voru að gera. Hún var næm á tilfinningar annarra og var alltaf tilbúin að hlusta. Bryndís las mikið og hafði áhuga á hvers konar bókmennt- um hvort sem það voru ævisög- ur, skáldsögur eða ljóð. Einnig hafði hún í seinni tíð mjög gam- an af leikhúsferðum með frænku sinni. Þá var fastur liður að hitta gönguhópinn sem hún var í og naut að vera með. Ég þakka fyr- ir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Bryndísi. Hennar verð- ur sárt saknað. Áslaug. Elsku amma Bryndís. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, við héldum að við myndum hafa meiri tíma með þér. Þú varst alltaf svo fín og flott, eins og þú værir að fara að hitta forsetann. Bros þitt og hlátur gerðu daginn betri. Þú varst alltaf hlý og góð við alla sem voru nálægt þér og öllum líkaði vel við þig. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir og minningar sem við eigum með þér, þeim munum við aldrei gleyma. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Orð fá því ekki lýst hversu mikið við systkinin mun- um sakna þín, elsku amma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þín barnabörn Magnús, Rebekka og Karólína. Bryndís Magnúsdóttir ✝ KristbjörgGunnlaugs- dóttir fæddist á Egilsstöðum 16. september 1952. Hún lést á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 21. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gunnlaugur Sig- urbjörnsson, f. 7. febrúar 1917, d. 24. nóv. 2002, og Kristín Eyjólfsdóttir, f. 4. Gunnlaugssyni frá Heiðarseli í Hróarstungu. Þau slitu sam- vistum. Þau eignuðust einn son, Atla, f. 14. janúar 1974. Dóttir hans er Gabríella Sif, f. 23. maí 1993. Árið 1992 giftist Krist- björg seinni manni sínum, Hall- dóri Bergssyni frá Egilsstöðum. Kristbjörg ólst upp á Tóka- stöðum í Eiðaþinghá og á Egils- stöðum, og bjó síðan alla tíð á Egilsstöðum. Kristbjörg ólst upp við öll hefðbundin sveita- störf. Að loknu skyldunámi stundaði hún nám við Hús- stjórnarskólann á Hallormsstað í tvo vetur. Eftir það vann hún margvísleg störf, en lengst af starfaði hún við umönnun þroskaheftra. Útför Kristbjargar hefur far- ið fram í kyrrþey. okt. 1912, d. 4. okt. 1992. Systkini Kristbjargar eru Eyjólfur, f. 23. apr- íl 1936, d. 15. maí 1997, Þorbjörg, f. 14. maí 1939, d. 16. maí 2010, Björn Þór, f. 23. júní 1940, Snjólfur, f. 27. mars 1945 og Gunnar, f. 22. jan- úar 1951, d. 6. ágúst 2009. Kristbjörg giftist Gunnlaugi Elsku mágkona mín og besta vinkona síðustu 38 árin, Krist- björg (Didda), lést 21. júní síð- astliðinn. Það er svo margt sem fer um hugann þegar þú ert farin og ég hugsaði elskan hvað ég ætti að skrifa en við áttum svo margt sameiginlegt og gerðum margt skemmtilegt saman. Okkur fannst báðum gaman að dansa og syngja og þú kunnir alla texta eins vel og hann Gunnar bróðir þinn. Didda mín, ég hugsa um þá stund þegar ég sat hjá þér og Dóra á rúmstokknum í veik- indum þínum og við vorum að syngja lögin með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. Manstu gamla mín öll skemmtilegu ferðalögin þar sem þið Dóri voruð á húsbíln- um sem þú elskaðir, að ógleymdum ferðafélögunum, hundunum ykkar þeim Ponsu og Skugga. Ég sakna þín mjög mikið og mundu stóra loforðið okkar, að kyssa og knúsa Gunnar minn frá mér. Didda mín, þú varst mikil hestakona og dýravinur og við syngjum lagið „Þú komst í hlaðið á hvít- um hesti“. Guð veri með þér elskan og sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur til Halldórs, Atla, Hugrúnar og Gabríelu. Þín mágkona, Hafdís Baldvinsdóttir (Didda). Kristbjörg Gunnlaugsdóttir ✝ Guðbjörg Sig-ríður Jóels- dóttir (Stella) fædd- ist í Sigluvík í Vestur-Landeyjum 4. júlí 1930. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 8. júlí 2013. Guðbjörg var dóttir hjónanna Jó- els Einarssonar frá Berjanesi í Land- eyjum, f. 4. febrúar 1904, d. 29. nóvember 1982 og Sigríðar Guð- mundsdóttur, f. 14. júlí 1905, d. 5. febrúar 1970. Guðbjörg ólst upp á Gularáshjáleigu í Austur- Landeyjum. Systkini hennar eru Hjaltason, f. 19. maí 1955, sam- býliskona Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 21. nóvember 1955. Fyrrum eiginkona Guðmundar er Ragnheiður Karítas Péturs- dóttir, f. 4. júní 1958, börn þeirra eru Svanhildur, f. 1977, maki Viðar Jónsson, f. 1975, börn María, f. 2005 og Anna, f. 2008. Anna Stella, f. 1984, sambýlis- maður Noa Randin Stranne. Fyrrum sambýliskona Guð- mundar er Íris Kolbrún Braga- dóttir, f. 23. september 1964, son- ur þeirra er Hjalti, f. 1991. c) Íris Ósk Hjaltadóttir, f. 13. apríl 1967, fyrrverandi sambýlis- maður Júníus Guðni Erlendsson, f. 25. apríl 1965, börn þeirra eru Sonja Rut, f. 1990, sambýlis- maður Guðmundur Ásgeirsson, f. 1989, og Sandra Ósk, f. 1993, sambýlismaður Ragnar Vald Ragnarsson, f. 1985. Útför Guðbjargar fer fram í dag. Jóhanna Lyng- heiður, f. 20. sept- ember 1928, d. 3. janúar 1992; Helga, f. 22. maí 1934; Baldur Egill, f. 3. september 1938, d. 4. apríl 2013; Einar, f. 3.9. 1942; Jólín, f. 22. maí 1945, d. 4. maí 1999. Hinn 29. nóv- ember 1966 gekk Guðbjörg í hjónaband með Hjalta Guðmundssyni, f. 5. október 1924, d. 20. nóvember 1986. Börn þeirra hjóna a) Svanberg Gunnar Hólm, f. 19. apríl 1952, d. 1. jan- úar 1970; b) Guðmundur Emil Elsku mamma og amma. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það eru svo margar hlýjar minningar geymdar í hjörtum okkar, þú varst okkur svo kær og stór partur af lífi okkar mæðgna. Takk fyrir allt. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Sorgin léttist, sárið grær, sólin gegnum skýin hlær, hreinni útsýn hugur fær, himinninn nær í dag en gær. (Örn Arnarson) Þínar Íris Ósk, Sonja og Sandra. Guðbjörg Sigríður Jóelsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Anna Stella, Svanhildur, María og Anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.