Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
SVIÐSLJÓS
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ráðamenn í Kreml hafa lengi haft
horn í síðu Alexei Navalnís sem er
álitinn hættulegasti pólitíski and-
stæðingur Vladimírs Pútíns, forseta
Rússlands. Það kom því fáum á óvart
að héraðsdómur í Rússlandi skyldi
hafa dæmt Navalní í fimm ára fang-
elsi í gær fyrir meint fjársvik.
Andstæðingar Pútíns og mann-
réttindahreyfingar hafa lýst sak-
sókninni sem pólitískum sýndar-
réttarhöldum og telja að markmiðið
með fangelsisdómnum sé að koma í
veg fyrir að Navalní geti boðið sig
fram í borgarstjórakosningum í
Moskvu í september og næstu for-
setakosningum í Rússlandi.
Berst gegn „flokki þjófa“
Navalní er 37 ára og þykir gæddur
sérstökum hæfileika til að hrífa fólk
með sér og hefur vakið mikla athygli
á netinu með hvassri og hnyttinni
gagnrýni á spillingu meðal ráða-
manna í Kreml og bandamanna
þeirra sem stjórna ríkisfyrirtækjun-
um. Hann lýsti til að mynda
stjórnarflokknum Sameinuðu Rúss-
landi sem „flokki lævísra svikalóma
og þjófa“ og sú nafngift festist strax
við hann. Hann þykir einnig snjall í
því að krydda gagnrýni sína með
orðaleikjum sem hitta í mark.
Navalní hóf baráttu sína gegn
spillingu árið 2007 þegar hann keypti
hlutabréf í fyrirtækjum í meirihluta-
eigu ríksins og mætti á ársfundi
þeirra til að rekja garnirnar úr
stjórnendum þeirra. Hann hóf einnig
bloggskrif um spillinguna og stór-
felld fjársvik rússneskra risafyrir-
tækja á vefsetrinu Rospil.info sem
nýtur enn mikilla vinsælda meðal
þeirra sem vilja fylgjast með þjóð-
félagsumræðunni í Rússlandi.
Navalní varð einn af þekktustu
leiðtogum stjórnarandstöðunnar í
mótmælum í Rússlandi veturinn
2011-2012 áður en Pútín var kjörinn
forseti í þriðja skipti. Það voru fjöl-
mennustu götumótmæli í Rússlandi
frá því að Pútín komst til valda.
Navalní bauð sig fram í borgar-
stjórakosningum, sem fram fara í
Moskvu 8. september, en talsmaður
hans sagði í gær að hann hefði dregið
framboðið til baka vegna fangelsis-
dómsins og hvetti borgarbúa til að
taka ekki þátt í kosningunum í mót-
mælaskyni. Navalní hafði einnig lýst
því yfir að hann hygðist bjóða sig
fram til forseta árið 2018.
Navalní getur áfrýjað fangelsis-
dómnum en verði hann staðfestur
getur hann ekki boðið sig fram í
kosningunum.
„Nýr Mandela Rússlands“
Lilia Shevtsova, sérfræðingur í
rússneskum stjórnmálum í Moskvu,
segir engan vafa leika á því að sak-
sóknin gegn Navalní sé af pólitískum
rótum runnin. „Kremlverjar líta á
allt dómsmálið gegn Navalní sem
viðvörun til samfélagsins. Vladímír
Pútín vill að samfélagið virði nýju
leikreglurnar og þær eru: Þið þurfið
að hlýða okkur í einu og öllu. Þið eig-
ið ekki rétt á að komast til valda.
Hegðun ykkar á að stjórnast af skil-
yrðislausri hollustu,“ hefur frétta-
vefur BBC eftir Shevtsova. Hún spá-
ir því að fangelsisdómurinn veki ólgu
meðal ungra stuðningsmanna Na-
valnís. „Hann er orðinn að píslar-
votti, nýjum Mandela Rússlands.“
Sá hængur er hins vegar á að bar-
átta Navalnís hefur ekki fengið neina
umfjöllun í rússneskum ríkisfjölmiðl-
um og skoðanakönnun bendir til þess
að aðeins um þriðjungur Rússa viti
hver hann er. Fréttaskýrendur telja
því ólíklegt að fangelsisdómurinn
leiði til nýrrar öldu fjöldamótmæla.
Stuðningurinn við Navalní er
mestur í Moskvu en jafnvel þar hef-
ur hann átt á brattann að sækja. Í
nýlegri könnun, sem gerð var í
höfuðborginni, sögðust aðeins átta af
hundraði ætla að kjósa Navalní og
aðeins 32% vissu að hann hefði boðið
sig fram.
Navadní er einnig umdeildur með-
al rússneskra stjórnarandstæðinga.
Til að mynda hafa frjálslyndir
stjórnarandstæðingar gagnrýnt
hann fyrir að halda ræður á mót-
mælafundum rússneskra þjóðernis-
öfgamanna.
Erkióvinur Pútíns í svartholið
AFP
Settur í handjárn Lögreglumaður handjárnar Alexei Navalní (t.v.) í réttarsal í rússnesku borginni Kirov í gær þeg-
ar hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Navalní segir að saksóknin gegn honum sé af pólitískum rótum runnin.
AFP
Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Moskvu og í Pétursborg í gær
til að mótmæla fangelsisdómnum yfir Alexei Navalní. Lögreglan lokaði
torgum nálægt Kreml, meðal annars Rauða torginu. Nokkrir mótmælend-
anna í höfuðborginni voru handteknir og settir í varðhald. Lögreglumenn
handsama hér einn mótmælendanna í Moskvu.
Hættulegasti andstæðingur forsetans dæmdur í fangelsi Saksóknin talin runnin undan rifjum
Pútíns til að hindra að Navalní geti boðið sig fram Álitin viðvörun til annarra stjórnarandstæðinga
Sakaður um fjárdrátt
» Saksóknin snýst um samn-
ing um viðskipti með 10.000
tonn af timbri sem héraðs-
stjórnin í Kírov gerði árið 2009
þegar Navalní var ráðgjafi
hennar.
» Navalní var sakfelldur fyrir
að hafa dregið sér jafnvirði 60
milljóna kr. en hann segir að
fyrirtæki, sem keypti timbrið,
sé með kvittanir sem sýni að
ríkisfyrirtæki, sem seldi timbr-
ið, hafi fengið peningana.
Þúsundir Rússa mótmæltu
Nokkrir fréttaskýrendur í
Moskvu telja að með fangelsis-
dómnum yfir Alexei Navalní
hafi ráðamennirnir í Kreml
svipt stjórnarandstöðuna eina
leiðtoganum sem eigi einhverja
möguleika á að ná miklu fylgi.
„Navalní var aðalmaðurinn á
bak við mótmælin í Moskvu,“
hefur fréttaveitan AFP eftir
stjórnmálafræðingnum og rit-
stjóranum Alexander Morozov.
„Búist var við að hann myndi
stofna flokk eða hreyfingu sem
myndi höfða til miðstéttarinnar
í borgunum. Núna eru aðeins
gömlu leiðtogarnir frá byrjun
síðasta áratugar eftir.“
Aðrir spáðu því að Navalní
yrði að sameiningartákni
stjórnarandstöðunnar, líkt og
Nelson Mandela í Suður-Afríku
þegar hann sat í fangelsi.
Svipt eina
leiðtoganum
NAVALNÍ GÆTI ORÐIÐ AÐ
SAMEININGARTÁKNI
Hitabylgja sem
nú er á Bret-
landseyjum er sú
lengsta í sex ár
og aðstoðar-
forsætisráðherra
landsins, Nick
Clegg, segir að
Bretar hafi ekki
verið búnir undir
slíkan hita. Sam-
kvæmt rannsókn
sem gerð var fyrir dagblaðið The
Times er talið að 540-760 manns
hafi dáið á undanförnum níu dög-
um vegna hitans.
Hitinn náði 32,2°C í London í gær
og hefur hann ekki verið hærri á
þessu ári. Veðurstofan hefur séð
ástæðu til að vara við hitanum en
hefur þó ekki lýst yfir neyðar-
ástandi.
Hitinn hefur verið óvenjuhár í
sex daga í röð og hefur hann alla
dagana mælst yfir 30°C.
BRETLAND
Hundruð dauðsfalla
rakin til hitabylgju
Bretar í sólbaði í
London.
viðarparket
Verðdæmi:
Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt
2-lock
endalæsing