Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Brussel. AFP. | Á sama tíma og stoltir Bretar bíða í ofvæni eftir því að Katrín, eiginkona Vilhjálms Breta- prins, fæði fyrsta barn sitt kveðja grannar þeirra handan Ermar- sundsins gamla konunginn sinn og búa sig undir krýningu nýs þjóð- höfðingja án þess að belgja sig upp. Albert II, konungur Belgíu, er 79 ára og hófst til ríkis fyrir tuttugu ár- um þegar hann tók við krúnunni af bróður sínum, Baldvin, sem lést barnlaus. Albert afsalar sér krún- unni á sunnudaginn kemur, á þjóðhátíðardegi Belgíu, og sonur hans, Filippus prins, verður þá krýndur konungur. Engum erlend- um gestum var boðið í krýninguna. Þrátt fyrir nokkur hneykslismál hefur belgíska konungsfjölskyldan notið virðingar og allmikillar hylli meðal landsmanna. Hún hefur reynt að láta lítið fyrir sér fara en margir Belgar fylgjast þó grannt með fjöl- skyldunni, vita til að mynda að nýj- asta lystisnekkja konungshjónanna kostaði jafnvirði tæpra 750 milljóna króna og þau eiga hús á Rívíerunni nálægt húsum bróður Díönu prins- essu og Richards Attenborough. Fara ekki varhluta af hneykslismálum Auður fjölskyldunnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum en ekki verið jafnmikið hneykslunarefni og fréttir um að Fabiola, 85 ára gömul ekkja Baldvins konungs, hefði ætlað að flytja fé úr lífeyrissjóði sínum til ættingja á Spáni til að komast hjá því að greiða erfðaskatt í Belgíu. Þetta hneykslismál varð til þess að gerðar voru breytingar á fjár- framlögum ríkisins til konungsfjöl- skyldunnar. Lífeyrir ekkjunnar var minnkaður í jafnvirði rúmra 70 millj- óna króna á ári úr rúmum 200 millj- ónum og Filippus verður fyrsti kon- ungurinn til að greiða skatt af tekjum sínum sem nema jafnvirði 1,8 milljarða króna á ári. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Albert hafi eignast barn utan hjónabands árið 1999, en konungur- inn hefur ekki gengist við því. Delphine Boel, 45 ára myndhöggv- ari, leitaði til dómstóla í síðasta mán- uði til að knýja fram opinbera viður- kenningu á því að hún væri dóttir konungsins. Nýr konungur krýndur án mikils tilstands  Filippus prins í Belgíu tekur við krúnunni af föður sínum Konungbornir þjóðhöfðingjar Evrópu NOREGUR SVÍÞJÓÐ DANMÖRK BRETLAND BELGÍA LÚXEMBORG LIECHTENSTEIN MÓNAKÓ SPÁNN Hófst til ríkis Ríkisarfi Þjóðhöfðingi Albert II fursti Hinrik stórhertogi 7. okt 2000 Hans Adam II fursti 13. nóv. 1989 12. júlí 2005 Albert, konungur Belgíu, hefur tilkynnt að hann hyggist afsala sér krúnunni á sunnudaginn kemur Haraldur V konungur 17. janúar 1991 Hákon prins Margrét II drottning 14. janúar 1972 Friðrik prins Elísabet II drottning 6. febrúar 1952 Karl prins Albert II konungur 9. ágúst1993 Jóhann Karl konungur 22. nóvember 1975 Filippus prins HOLLANDFilippus prins 21. júlí 2013 Vilhjálmur Alexander konungur 30. apríl 2013 Katrín-Amalía prinsessa Karl XVI Gústaf konungur 15. september 1973 Viktoría prinsessa Karólína prinsessa Vilhjálmur (fr. Guillaume) prins Alois prins Milljónir manna úti um allan heim fögnuðu 95 ára afmæli suðurafr- ísku frelsishetjunnar Nelsons Man- dela í gær. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan sjúkrahús í Pret- oríu þar sem Mandela hefur legið í sex vikur eftir að hann fékk sýk- ingu í lungu. Aðdáendum hans var létt í gær þegar skýrt var frá því að hann sýndi merki um bata. Barna- barn hans, Ndileka Mandela, sagði að afi sinn sýndi viðbrögð, blikkaði augunum og kinkaði kolli þegar tal- að væri við hann. Keppendur í hjólreiðakeppninni Tour de France eru hér við mynd af Mandela áður en átjándi áfangi hennar hófst í gær. AFP Nelson Mandela sagður hafa sýnt batamerki … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Tilboð júlí, ágúst og sept. 18.900 kr. Tilboð trimform 7.500 kr. 5 skipti og gildir í 2 vikur Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnig upp á trimform Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.