Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Engin innistæða er fyrir því að hækka laun á vinnumarkaði þannig að þau nái jafnstöðu við kaupmátt misserin fyrir efnahagshrunið 2008. Þetta er mat Þorsteins Víglunds- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, en tilefnið er krafa Fé- lags forstöðumanna ríkisstofnana um að laun þeirra verði leiðrétt um 10- 20% m.t.t. vísitöluþróunar til að vega á móti skerðingum eftir hrun, auk hækkana í haust. Hafa Bandalag há- skólamanna og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja fylgt í kjölfarið með sambærilegum launakröfum. Pétur H. Blöndal þingmaður telur ríkið ekki hafa ráð á þessum launa- kröfum og bendir á að útgjöld ríkis hafi farið fram úr heimildum hin síð- ari ár, líkt og sýnt er hér á síðunni. Þorsteinn vísar til kaupmáttar- þróunar. „Það er ljóst að kaupmáttur hefur rýrnað frá því að hann stóð sem hæst á árunum 2007 og 2008 en það er að sami skapi ljóst að við stóðum ekki undir þeim kaupmætti. Við höfð- um ekki efni á honum þá og við höf- um heldur ekkert efni á því að reyna að endurreisa hann í einni svipan með einhverjum slíkum verðbótum eins og þarna er farið fram á. Það er á hreinu að ef farið yrði í einhverjar slíkar launahækkanir í kjaraviðræðunum sem framundan eru myndi það leiða til verðbólgu. Þá myndum við taka einn snúninginn enn í verðbólgudansi og við þekkjum þann veruleika um áratugaskeið, horft til baka. Hvers kyns hugmyndir um einhvers konar vísitölubindingu launa eða eitthvað þess háttar hafa eingöngu alið af sér verðbólgu í gegn- um tíðina. Þess vegna er mikilvægt að við byggjum upp kaupmátt á raunverulegri innistæðu en ekki lofti í launaumslaginu,“ segir Þorsteinn. Nefnd stuðli að stöðugleika Má í þessu samhengi nefna að um mánuður er liðinn síðan heildar- samtök launafólks og vinnuveitenda skrifuðu ásamt stjórnvöldum undir samkomulag um að setja á stofn sam- starfsnefnd sem er m.a. ætlað að „bæta vinnubrögð við gerð kjara- samninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi,“ að því er fram kemur á vef SA. Áttu BHM og BSRB aðild að samkomulaginu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kveðst aðspurður ekki ætla að leggja dóm á þá ósk Félags forstöðumanna ríkisstofnana að laun félagsmanna verði leiðrétt um 10-20% aftur að hruninu m.t.t. vísitöluþróunar. „Allt hefur áhrif en þetta er ekki samningur heldur ósk og ég ætla ekki að dæma hana,“ segir Gylfi. Gylfi segir umræddan hóp þekkja fjárhagsstöðu stofnana manna best. „Þetta er hópurinn sem ber ábyrgð á því að fjárlög gangi eftir eða gangi ekki eftir. Þeir hljóta að vita betur en aðrir hver staða ríkisins og stofnana er og þar af leiðandi hvert svigrúmið er til launahækkana. Þetta sendir starfsmönnum þessara forstöðu- manna vafalaust skilaboð. Ég fæ ekki séð að menn geti vænst þess að starfs- menn þessara stofnana mæti með aðr- ar væntingar til sinna kjara en for- stöðumennirnir. Það hlýtur að vera viðmiðunin. Kjararáð hlýtur að gera sér grein fyrir því. Það hlýtur að gilda það sama fyrir alla. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að vera eitthvert réttlæti í launaþróuninni. Það þýðir ekki alltaf að beina því að hinum tekjulægstu að þeir eigi að sýna ein- hvern sérstakan skilning en aðrir ekki,“ segir Gylfi. Verði leiðrétt aftur að hruni Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara vilja leiðréttingar á launum. „Í stöðugleikasáttmálanum var lögð mest áhersla á að hækka laun þeirra lægst launuðu á meðan aðrir hafa dregist aftur úr. Það er sama staðan með BSRB, BHM og Kenn- arasambandið að við höfum verið að dragast mjög aftur úr vegna þess að launin hafa ekki verið leiðrétt á tíma- bilinu,“ segir Ólafur en Kennara- sambandið átti aðild að sáttmálanum sem var undirritaður 25.6. 2009. „Hagfræðingurinn okkar fylgist vel með því hvað hefur gerst frá síð- asta kjarasamningi og hvar við stöndum miðað við aðrar stéttir. Auð- vitað þarf að leiðrétta þennan mun. Það liggur alveg fyrir. Það er alveg eins með okkur og hin félögin. Við hjá Félagi grunnskólakennara erum kennarar, sérfræðingar í kennslu og kennaranám er nú orðið fimm ára há- skólanám,“ segir Ólafur sem telur launin þurfa að vera samkeppnisfær. Vill ekki bjóða í verðbólgudans  Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir miklum launahækkunum  Forseti ASÍ segir almenna launþega hljóta að horfa til launakrafna forystumanna ríkisstofnana Morgunblaðið/Rósa Braga Á Laugavegi Samið verður um kjör þorra launþega í haust. Launakröfur eru þegar komnar fram. Útgjöld og fjáraukalög Heimild: Svar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndal alþingismanns. *Tölur eru í milljörðum króna. 2009 555,6 13 568,6 578,8 -10,2 -1,80% 2010 560,7 -0,9 559,8 602 -42,2 -7,50% 2011 509,8 17,4 527,2 575,9 -48,7 -9,20% Samtals -101,1 Fjárlög Fjár- aukalög Fjárlög + fjárauka- lög Ríkis- reikningur Umfram- keyrsla Umfram- keyrsla sem hlutfall af heimild 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! Sjá verðlista á: www.murbudin.is Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, segir launakröfur Félags for- stöðumanna ríkisstofnana (FFR) og launahækk- anir nokkurra stjórnenda félaga í eigu ríkisins að undanförnu koma á óvart. „Þetta er köld tuska í andlit þeirra sem nú horfa á for- stöðumenn ríkisstofnana taka jafnvel mánaðarlaunin þeirra í launahækkun og margra mán- aða launabreytingar aftur í tím- ann,“ segir Sigurrós og vísar til þess að mánaðarlaun nokkurra forstöðumanna félaga í eigu ríkisins hafa hækkað um 200- 300 þús. frá árinu 2010, líkt og rakið var í Morgunblaðinu í gær. „Það kemur manni á óvart að þegar um er að ræða forstöðu- menn ríkisstofnana, þá virðist enginn hemill á því hve launa- hækkanir ganga langt. Það er sérkennilegt í meira lagi að stofnunum sem telja sig ekki aflögufærar um almennar launahækkanir skuli nú gert að hækka laun forsvarsmanna þeirra um upphæðir sem jafn- vel nema mánaðarlaunum al- menns launafólks. Það gefur auga leið að þetta er ekki það jafnvægi í launa- málum sem aðilar báðum meg- in við samningaborðið ásamt stjórnvöldum hafa talað fyrir. Það er einnig athyglisvert að þarna er gengið út frá launa- breytingum aftur í tímann sem er nánast bannorð hjá okkur á almennum markaði. Kjararáðið er að leggja þarna til stefnu sem við höfum ekki séð fyrr og hlýtur að hafa áhrif á kröfugerð í næstu kjarasamningum.“ EFLING UM HÆKKANIR Sigurrós Kristinsdóttir Hækkunin ígildi mán- aðarlauna Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er spurningin um það hvort kreppunni sé lokið og hvort menn getið farið að setja inn kaupmátt sem var fyrir hrun. Ég held að menn hafi gert þau mistök á síðasta kjör- tímabili að reyna að skattleggja þjóðina út úr hruninu og að það hafi mistekist. Við erum núna með ákveðna stöðnun í hagkerfinu sem er miklu brýnna að vinna á en að fara að hækka laun opinberra starfs- manna,“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tilefnið er launakrafa Félags for- stöðumanna ríkisstofnana (FFR) sem vikið er að í grein hér fyrir ofan. Pétur segir mikilvægara að koma hagkerfinu í gang en að hækka laun. „Það þarf að vinna á þeirri kyrr- stöðu og stöðnun sem er í gangi vegna of mikillar skattlagningar og flækjustigs í skattkerfinu. Ég held að það sé brýnasta verkefnið. Vélin í skipinu þarf að ganga, ekki að- eins yfirbygg- ingin. Velferðar- kerfið og ríkis- valdið byggist á því að það sé sterkt atvinnulíf. Það er það ekki,“ segir Pétur sem telur aðspurður að launahækk- anir í takt við þær sem FFR fari fram á muni ýta undir verðbólgu. Skatttekjur myndu ekki duga „Það er hætt við því að verðbólgan verði of mikil. Svo er spurningin hvernig menn ætla að ná afgangi á ríkissjóði ef þeir ætla að fara að byrja á því að hækka launin. Ef laun opinberra starfsmanna hækka um- fram það sem gerist almennt á markaði þá standa skatttekjur ekki undir því. Það er að koma í ljós að afkoma ríkissjóðs er miklu, miklu lakari en fjárlög og fjáraukalög gefa til kynna. Það hefur verið eytt langt umfram heimildir. Á árunum 2009, 2010 og 2011 nemur framúrkeyrslan 101 milljarði,“ segir Pétur en sundur- liðun milli ára er sýnd á grafi hér fyrir ofan. Þá vísar Pétur til þess að í nýútkomnum ríkisreikningi komi fram að gjöld á árinu 2012 voru 6,6 milljarða umfram heimildir fjárlaga. Útgjöld umfram heimildir árin 2009- 2012 séu því 107,6 milljarðar kr. „Fjárlögin sýndu því ekki raun- verulega stöðu. Menn hafa ekki farið að fjárlögum. Menn hafa eytt fé sem ekki er í fjárlögum en það er bannað samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Pét- ur og bendir á að margir forstöðu- menn ríkisstofnana hafi farið fram úr fjárlögum. Því sé ankannalegt að þeir biðji um launahækkanir. – Er þungur róður framundan? „Já, heldur betur. Þegar farið er fram úr fjárlögum er spurning hver ber ábyrgð á því,“ segir Pétur. Ríkið hafi úr litlu að spila  Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ríkið ekki aflögufært um miklar launahækkanir  Þungur róður framundan Pétur H. Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.