Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
✝ Sigurgeir Sig-urðsson fædd-
ist í Reykjavík 9.
maí 1950. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 6.
júlí 2013.
Foreldrar hans
voru Pálína Guð-
mundsdóttir kenn-
ari, f. 15. febrúar
1928 í Reykjavík
og Sigurður Sig-
urgeirsson deildarstjóri, f. 6.
júlí 1920 á Ísafirði, d. 8. nóv-
ember 1986. Systkini Sig-
urgeirs eru Sigrún, f. 8. júní
1952, maki Halldór M. Gunn-
arsson, f. 29. nóvember 1948.
Anna Svanhildur, f. 7. ágúst
1953. Guðrún Rósa, f. 8. nóv-
ember 1954, maki var Martin
L. Grabowski, f. 21. maí 1952,
d. 22. júlí 2012. Kjartan, f. 19.
júní 1961, maki Særún Jón-
asdóttir, f. 11. júlí 1953. Har-
Svanhildur, f. 24. september
1983.
Eftir nám við Menntaskólann
við Hamrahlíð snéri Sigurgeir
sér að flugnámi og lauk at-
vinnuflugmannsprófi árið 1970
og hóf þá störf hjá Flugstöð-
inni í Reykjavík. Árið 1976 hóf
hann störf sem flugmaður hjá
innanlandsflugi Flugleiða hf.
og síðar sem flugstjóri í milli-
landaflugi Icelandair þar til
hann lét af störfum eftir mjög
farsælan feril árið 2007. Sig-
urgeir starfaði í tímabundnum
leyfum sem flugstjóri m.a. hjá
flugfélaginu Gulf Air í Barein,
Sterling, German Cargo Luft-
hansa, Libian Airways, Maldive
Airlines í Male. Einnig flaug
hann DC-3 flugvél Land-
græðslu ríkisins. Sigurgeir var
félagi í Frímúrarareglunni á
Íslandi. Sigurgeir ólst upp í
Skeiðarvogi 111 í Reykjavík.
Eftir það bjó hann lengst í Ás-
búð 50 Garðabæ en síðustu ár-
in bjó hann að Naustabryggju
40 í Reykjavík.
Útför Sigurgeirs verður
gerð frá Grafarvogskirkju í
Reykjavík í dag, 19. júlí 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
aldur, f. 8. maí
1966.
Eiginkona Sig-
urgeirs var Car-
oline Elizabeth
Foster flugfreyja,
f. 6. ágúst 1952,
dóttir Frederic
Foster, ræð-
ismanns og bú-
garðseiganda í
Hassan District,
Karnataka á Suð-
ur-Indlandi, og Shelagh Foster
húsmóður, s. st. Sambýliskona
Sigurgeirs síðar um árabil var
Sigurlaug Andrésdóttir. Barn
Sigurgeirs með Ólafíu Ar-
inbjarnardóttur, f. 3. apríl
1954, er Lilja, f. 8. desember
1978, gift Óskari Ásgeiri Ósk-
arssyni. Börn þeirra eru Arnór
Alex, f. 10. ágúst 2008 og Alex-
ander Aron, f. 4. maí 2012.
Barn Sigurgeirs með Caroline
Elizabeth Foster er Elizabeth
Nú er komið að kveðjustund
pabbi minn, en ég vildi óska að
við hefðum átt fleiri stundir sam-
an. Ég fékk aldrei tækifæri til að
kynnast þér almennilega sem
föður og samband okkar hefði
mátt vera nánara. En samt voru
þær stundir sem við áttum eft-
irminnilegar, sérstaklega finnst
mér gott að þú varst við brúð-
kaupið okkar Óskars. Þar varstu
mér nálægur sem pabbi minn og
veittir mér hlýjan hug. Einnig
áttum við sérstaklega góða stund
þegar þú bauðst okkur til þín á
Naustabryggjuna í mat og góða
samverustund ásamt Lizzie syst-
ur.
Elsku pabbi, ég veit að þú ert
kominn á góðan stað þar sem afi
Siggi tekur á móti þér og þið fylg-
ist saman með okkur öllum.
Megi góður Guð varðveita þig
og gæta þín elsku pabbi minn.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(Vald. Briem)
Þín dóttir
Lilja.
Með miklum söknuði, virðingu
og þakklæti kveð ég í dag Sig-
urgeir bróður minn og besta vin.
Það er erfitt að átta sig á því að
hann sé farinn, nærvera hans var
svo hlý og sterk. Upp í hugann
koma allar okkar góðu stundir og
einnig það sem var framundan
hjá honum og hann var búinn að
segja mér frá og fá mitt álit á. Oft
lá svo mikið á þegar hann var
kominn með lausn á því sem við
vorum að vinna að þá stundina,
að hann hringdi í mig úr áhafn-
arútunni á leiðinni heim úr flugi
og sagði, hvernig líst þér á, en
svona höfðum við þetta á báða
bóga, vissum alltaf hvað hinn var
að hugsa og gera. Til merkis um
vinskap Sigurgeirs og hjálpsemi
við mig og fjölskyldu mína þá var
hann aðalhvatamaður þess að við
fjölskyldan byggðum okkur
heimili og það sem næst honum í
Garðabænum.
Ógleymanlegar eru allar ferð-
irnar erlendis með honum en þá
sá ég hvað hann var góður í sínu
starfi og mikill fagmaður með öll
þessi stjórntæki fyrir framan sig
og sjaldan hef ég fundið fyrir jafn
mikilli yfirvegun. Helst voru
minnisstæðar ferðirnar til New
York en þar þekkti hann hvern
krók og kima, þar heilsaði honum
annar hver maður og sumir
sögðu velkominn kafteinn og
gáfu honum honor. Margar góðar
stundir átti hann og sagði mér frá
þegar hann var á ferð um heim-
inn en þær voru líka margar erf-
iðar og eitt sinn í umtalaðri borg
var það fyrir áræði hans og áhöfn
að ekki var skrifaður svartur
dagur í flugsögu Íslands.
Fjölskyldan naut mikillar góð-
mennsku Sigurgeirs og kærleika,
alltaf var hann tilbúinn að rétta
fram hjálparhönd eða að gleðja
sem hann gerði svo oft og ríku-
lega. Hann reyndist Guðrúnu og
Sigurrós Oddnýju dætrum mín-
um afskaplega vel og var ávallt til
staðar fyrir þær. Þegar Sigurrós
Oddný og vinkona hennar komu
hlaupandi heim til hans eftir að
hafa gert eitt dyrabjölluatið,
hlakkaði nú í grallaranum og
kenndi hann þeim bara fleiri
prakkarastrik. Á stórum stund-
um í lífi fjölskyldunnar eða
stórhátíðum hlökkuðum við mik-
ið til að hafa Sigurgeir hjá okkur
eða vera hjá honum, en oftar en
ekki hringdi síminn, flugfélagið
eða samstarfsmaður og bað hann
um að taka túrinn og hann sagði
alltaf já, fjölskyldan var stór í
hans huga.
Elsku Sigurgeir, um leið og þú
leggur upp í þína hinstu för,
þökkum við þér einstaka vænt-
umþykju og vinskap, og minning-
in um yndislegan bróður lifir með
mér alla tíð.
Kjartan, Særún
og fjölskylda.
Við Sigurgeir hétum báðir eft-
ir afa okkar Sigurgeiri Sigurðs-
syni biskupi og ég leit óskaplega
mikið upp til þessa eldri frænda
míns. Hann var svo glæsilegur
töffari, góður í fótbolta og minnti
mig alltaf á Steve McQueen leik-
ara nema að hann hafði bjartara
bros. Minnisstætt er þegar ég
fékk að koma inn í herbergið
hans heima hjá fjölskyldunni í
Skeiðarvogi 111 og hlusta á
„House of the rising sun“ sem var
hans uppáhaldslag. Þegar hann
var kominn með einkaflugmanns-
próf fékk ég að fara með honum
og bræðrum hans í flugferð,
hærra var ekki hægt að komast.
Hann þótti frábær flugmaður og
ég var alltaf montinn af því að
segja öðrum flugmönnum frá
frænda mínum sem ég fann að
naut virðingar innan stéttarinnar
vegna færni sinnar í háloftunum.
Seinna þegar ég var í mínu gít-
arbrölti og hann orðinn flugstjóri
í millilandaflugi hjálpaði hann
mér með að koma gíturum í og úr
viðgerð milli landa með reglulegu
millibili allt frá 1985. Við fylgd-
umst þannig hvor með öðrum í
lífsins ólgusjó og stundum gaf
hressilega á bátinn eins og geng-
ur. Nú er ferðalagi hans lokið
sem reyndist allt of stutt.
Mér er efst í huga þakklæti til
Sigurgeirs frænda sem reyndist
mér vel í gegnum tíðina. Guð
geymi góðan dreng.
Sigurgeir Sigmundsson.
Þegar ég kveð Sigurgeir
frænda kemur sextíu ára gömul
mynd upp í hugann sem lengi var
til hjá Svönu föðursystur okkar
sem okkur þótti báðum mjög
vænt um. Myndin er af okkur
tveimur hvor með sinn boltann í
garðinum við Gimli við Lækjar-
götu þar sem afi og amma áttu
heima og hann líka ásamt for-
eldrum sínum sem bjuggu í kjall-
aranum. Ég stend þarna með
boltann milli handanna svolítið
útskeifur og langur með húfu
sem er hneppt undir hálsinn. Sig-
urgeir er samanrekinn og sam-
svarar sér vel, íþróttamannsleg-
ur með flott kaskeiti á höfðinu
með góðlátlegt og glaðlegt bros á
vör, fullt af lífi og áhuga á því sem
er að gerast – eins og hann væri
að fara að skora mark. Hann
heldur vel á boltanum og ber sig
þannig að hann og boltinn mynda
eina heild – augljóst efni í íþrótta-
mann eins og síðar kom á daginn.
Hann varð frábær fótboltamaður
og spilaði með Fram og komst
þar langt enda fylgdist hann vel
með í heimi fótboltans og þekkti
marga sem þar komu við sögu og
mest bar á.
En það var ekki bara boltinn
sem fór Sigurgeiri vel heldur líka
hljóðfærin því hann var mikill
músíkant og spilaði vel á píanó,
var hrókur alls fagnaðar þar sem
hann kom, vinsæll og vinamarg-
ur. Svo bættist flugið við, varð
bæði atvinna og áhugamál og þar
varð Sigurgeir fljótt á heimavelli
eins og í boltanum og vissi brátt
bókstaflega allt um flugið, sögu
þess, menn og málefni. Það var
gaman að fljúga með honum.
Nokkrum sinnum bauð hann mér
í flugferðir í lítilli æfingaflugvél
og gerði þá ýmsar kúnstir í loft-
inu en fór ekki yfir strikið því
hann sá að ég var skíthræddur
enda lofthræddur að eðlisfari.
Sigurgeir kunni mjög vel við sig í
háloftunum og stýrið lék í hönd-
um hans eins og boltinn forðum.
Hann var öruggur og glaður og
ég fann að það var einhver sér-
stakur friður yfir honum þarna
uppi enda nálægt almættinu. Við
ræddum ekki trúmál sérstaklega
en það var greinilegt að hann var
í góðu sambandi við sjálfan sig og
himininn og þann sem er ofar en
hann.
Sigurgeir var afar hlýr per-
sónuleiki og hjálpsamur og um
það vitna systkini hans og vinir.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
ýmsum málum, þjóðmálum og
öðru en það kom honum ekki úr
jafnvægi þótt aðrir væru ekki á
hans máli. Þagmælska var dyggð
sem honum var eiginleg og baktal
og rógur voru eitur í hans bein-
um. Hann var ekki afskiptasam-
ur um hagi annarra en vildi fara
sínar leiðir og fór þær. Seinni ár-
in þegar heilsan tók að bila dró
hann sig meira til baka og þá
saknaði maður hans í fjölskyldu-
boðum og í öðru samhengi. Um
margt líktist hann alnafna sínum,
afa okkar Sigurgeiri Sigurðssyni
biskupi, bæði í útliti og persónu.
Báðir voru þeir heillandi per-
sónuleikar og góðir drengir sem
löðuðu að sér fólk og báðir dóu
þeir á besta aldri, 63 ára. Nú er
Sigurgeir frændi minn aftur
öruggur og glaður og á góðum
stað. Ég bið Guð að blessa minn-
ingu hans og hugga og styrkja
dætur hans, móður, systkini og
aðra ástvini.
Pétur Pétursson.
Miðvikudagsmorguninn hinn
10. júlí var hringt í mig. Félagi
minn tjáði mér að æskuvinur
minn, Sigurgeir Sigurðsson, væri
látinn. Ég ætlaði ekki að trúa
þessu í fyrstu, þetta gat ekki ver-
ið satt. Ég hafði í um það bil sex
vikur reynt að ná í hann til þess
að segja honum frá því að skóla-
bróðir okkar, Einar Matt., væri
allur.
Sagt er að sérhver dragi dám
af sínum sessunaut, Sigurgeir
var minn sessunautur. Á ung-
lingsárunum var oft villst á okk-
ur, ekki vegna þess að við værum
líkir í útliti heldur vegna takt-
anna sem unglingar iðka. Ég
hugsa að það sé innan við ár síðan
ég var síðast spurður: „Ertu ekki
Sigurgeir?“ Barns- og unglings-
árin liðu hratt og tíminn var nýtt-
ur frá morgni til kvölds. Mörg
járn voru í eldinum en sjaldnast
urðu úr þeim smíðagripir. Fram
átti hug okkar allan þar sem við
vorum bæði í fótbolta og hand-
bolta. Í afmælisritum Fram
vegna 80 og 100 ára starfsára fé-
lagsins má sjá myndir af Sigur-
geiri.
Minnisstæðir kennarar okkar
voru ekki síst Inger Hansen,
Ragnar Júlíusson og Sigrún Guð-
brandsdóttir, en sú síðastnefnda
ýtti mjög undir sköpunargleði
okkar með leiklistarstarfi sem við
Sigurgeir tókum virkan þátt í.
Vinahópurinn var stór en
ásamt undirrituðum voru í hon-
um; Bjössi Karls., Einar Matt.,
Ingvar Sigurgeirs., Hallur, Lilla,
Rannveig, Vilborg, Katý og Sig-
rún P..
Þegar Sigurgeir varð 16 ára
varð algjör viðsnúningur í hans
lífi. Hann fór að vinna hjá Land-
helgisgæslunni og flugvélar urðu
hans áhugamál og síðar starf.
Allt snerist um vélina. Svo rammt
kvað að þessu að í einu sam-
kvæmi sneri sameiginleg vinkona
okkar sér að mér og sagðist ekki
geta setið lengur við hliðina á
Sigurgeiri; „Hann talar bara um
flapsa, vélar og powercut!“
Síðustu árin hringdum við oft
hvor í annan. Fyrir um það bil
tveimur mánuðum fórum við í bíl-
túr um gamla Vogahverfið þar
sem við ólumst upp saman. Þá
var gamli góði bjartsýnisglamp-
inn enn í augum hans. Ég þekkti
vel þann glampa.
Félagi Sigurgeir var skapgóð-
ur og vel liðinn af samferðamönn-
um. Ég sakna hans mikið. Ör-
laganornirnar spinna sinn vef
sem við getum ekki alltaf haft
áhrif á.
Móður hans, Pálínu og allri
fjölskyldu, sendi ég samúðar-
kveðjur og móðir mín Ólafía einn-
ig.
Eyjólfur (Olli).
Í dag var ég minnt á hvað lífið
getur verið fallvalt og að nýta og
njóta núsins, en ekki halda að
tíminn sé nægur til að heilsa upp
á og njóta samverustunda með
vinum og fjölskyldu. Skammt er
síðan Einar Matt. hélt til fundar
við himnaföðurinn og nú hefur
góður vinur æsku minnar, Sigur-
geir Sigurðsson, kvatt okkur án
þess að gera boð um að brottförin
væri nærri. Við vorum vön því að
hann væri á brott í lengri eða
skemmri tíma en ekki datt okkur
í hug að brottförin nú væri svo af-
gerandi og endanleg.
Lífið í Vogunum unglingsára
okkar var gjöfult, spennandi og
vettvangur nýrra ævintýra á
hverjum degi. Fermingarundir-
búningurinn hjá séra Sigurði
Hauki og Árelíusi, skólaböllin,
rómantískar gönguferðir niður
Snekkjuvoginn, partí heima hjá
Sigrúnu Björns, fundir í kjallar-
anum hjá Ranný, hittingur í kjall-
aranum hjá Didda fiðlu og margt,
margt fleira.
Öll höfðum við okkar vonir og
væntingar. Sum ætluðu að verða
heimsfræg, aðrir ferðast út um
víðan heim en svo voru önnur
sem höfðu þá bjargföstu trú að
þau myndu bjarga heiminum
með verkum sínum.
Sigurgeir fór oft langt fram úr
okkur í flestu. Hann var töffari en
á sama tíma ljúfur og góður
drengur. Afar fljótt var hann
sigldur maður sem hafði farið til
Prestvíkur í útlöndum og keypt
sér jakkaföt sem Posi sagði að
væri nú ekkert, því hann sjálfur
hafði átt heima í Argentínu og
fengið fullt af fötum. Á þessum
tíma voru einu útlöndin sem ég
hafði komið til Grímsey.
Þessi stóri og góði vinahópur
tvístraðist út um allar koppa-
grundir en alltaf þegar ég hitti
einhvern úr hópnum finn ég vin-
áttuna og gleðina við að hittast.
Við Sigurgeir höfðum alltaf
samband, þótt stopult væri í
gegnum árin. Við hittumst stund-
um, hringdumst á og sögðum
fréttir og sögur hvert af öðru.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum, þá eru það minningarnar
sem standa eftir um góðan vin.
Ógleymanlegt er þegar ég bjó á
Akureyri að bankað var á dyrnar
hjá mér síðdegis og fyrir utan
stóð Sigurgeir ásamt Stefáni Jör-
undssyni vini okkar með stærðar
kalkún í fórum sínum og buðu
okkur í mat til Hjarteyrar seinna
um kvöldið. Þetta var ógleyman-
leg partí, þar sem öllum, hverjum
sem var, sem á vegi þeirra varð
þann daginn, hafði verið boðið.
Ég geri ráð fyrir að Drottin
hafi vantað flugstjóra til að
stjórna stórum her fljúgandi
engla sem dveljast þarna uppi hjá
honum. Þess vegna hefur hann
kvatt Sigurgeir til sín svona
snemma og fyrirvaralaust
Við sem eftir sitjum þökkum
samfylgdina, syrgjum góðan vin
og því að heyra ekki fleiri flug-
stjórasögur frá fjarlægum stöð-
um.
Sigrún Bára
Friðfinnsdóttir.
Það var haustið 1968 að fjöl-
skrúðugur hópur ungmenna
mætti til að hefja nám í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Nem-
endur komu víða að, utan af landi
og úr austurborginni. Vestur-
bærinn fór í Menntaskólann í
Reykjavík. Í mínum bekk var
einn, dálítið eldri en við hin og
bar nafn látins biskups. Við tók-
um tal saman og í ljós kom sam-
eiginlegt áhugamál, flugið. Sigur-
geir hafði gert meira í
áhugamálinu, því hann var að
ljúka námi til atvinnuflugs en ég
skoðaði bara blöð um flug. Á milli
okkar varð þel, þó oftast væri
langt á milli. Kunningsskapurinn
leiddi til þess að ég flaug dálítið
án þess að ljúka miklu af verk-
lega náminu. Sigurgeir lauk at-
vinnuflugmannsnámi um tvítugt
og hóf flugkennslu hjá Flugstöð-
inni hf. Nokkrum árum síðar hóf
hann störf hjá Flugleiðum hf. og
þar átti hann mestan sinn starfs-
feril fyrir utan þau ár sem hann
flaug í Mið-Austurlöndum og í
Þýskalandi. Allir sem ég hef rætt
við eru sammála um að Sigurgeir
var farsæll flugmaður með
ábyrgðartilfinningu og virðingu
fyrir fari sínu og farþegum. Í einu
flugatviki kom hann í veg fyrir
slys í flugtaki á Kennedy-flug-
velli með réttum viðbrögðum
þegar flugvél var ekið í veg fyrir
Flugleiðavél. Það skal munað.
Veikindi Sigurgeirs komu í veg
fyrir að hann gat látið suma af
sínum góðu eiginleikum í ljós.
Þar átti hann dálítið erfitt. Sig-
urgeir var áhugamaður um tón-
list og sóttum við nokkra tón-
leika, þar fann ég að hann naut
sín. Ég minnist þess að Sigurgeir
tók í píanó og lék vel. Ef til vill
skorti Sigurgeir innri ró til að
þroska þennan hæfileika sinn og
marga aðra góða eiginleika.
Þegar Sigurgeir lét af störfum
hjá Flugleiðum hf. ágerðust veik-
indin svo að hann átti erfitt með
að binda bagga sína og hallaði
mikið undan fæti. Ef til vill
stefndi hugur Sigurgeirs alltaf til
stjarnanna.
Nú finnst mér það allt svo lítið
og lágt
sem lifað er fyrir og barizt er móti.
Þó kasti þeir grjóti og hatri og hóti
við hverja smásál ég er í sátt.
Því bláloftið hvelfist svo bjart
og hátt.
Nú brosir hver stjarna þótt
vonirnar svíki,
og hugurinn lyftist í æðri átt,
nú andar guðs kraftur í duftsins líki.
Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum
í nótt
vorn þegnrétt í ljóssins ríki.
(Einar Benediktsson, Norðurljós)
Að leiðarlokum, að lokinni 45
ára „flugferð“, þakka ég Sigur-
geiri margt gott.
Hann fær sína innri ró, sem
hann þráði, en náði ekki að
höndla í lífinu. Ég veit að faðir
hans og afi taka vel á móti
drengnum.
Samúð mín er hjá dætrum,
móður og systkinum. Verði góða
minningin um Sigurgeir Guði fal-
in.
Vilhjálmur Bjarnason.
Sigurgeir
Sigurðsson
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ARNVIÐUR ÆVARR BJÖRNSSON
frá Húsavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
miðvikudaginn 17. júlí.
Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju
föstudaginn 26. júlí kl. 14.00
Eydís Arnviðardóttir, Snorri Pétursson,
Björn Jósef Arnviðarson, Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir,
Hermann Arnviðarson, Unnur Eggertsdóttir,
Börkur Arnviðarson, Inga Dóra Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar