Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1.Farmur af frægum um borð 2.Var nauðgað og fékk langan dóm 3.Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild 4.Rauðbirkinn Sigmundur Davíð heillar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ýmsir kvikmyndavefir greindu frá því í gær að leikararnir og Hollywood- stjörnurnar Jake Gyllenhaal og Josh Brolin ættu nú í viðræðum við kvik- myndafyrirtækið Universal um að leika í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. Þá eru leikararnir Jason Clarke og John Hawkes einnig sagðir eiga í slíkum viðræðum. Handrit Everest er byggt á sönnum atburði, mannskæðasta slysi sem orðið hefur á hæsta fjalli heims sem kvikmyndin dregur nafn sitt af. AFP Gyllenhaal og Brolin orðaðir við Everest  Fyrsta kvikmynd Benedikts Erlings- sonar, Hross í oss, verður frumsýnd 28. ágúst nk. Hross í oss var tekin upp í fyrrasumar og segir hún af fólki sem býr í sveit og því hvernig íslenski hest- urinn fléttast inn í örlög þess, ástir og dauða, eins og því er lýst í tilkynningu. „Segja má að hún fjalli um hið mennska í hrossinu og hrossið í mann- inum“, segir þar m.a. Með helstu hlut- verk fara Ingvar E. Sigurðsson, Char- lotte Bøving, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon, Atli Rafn Sigurð- arson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helgi Björnsson, Kjartan Ragnarsson, Er- lingur Gíslason, María Ell- ingsen, Sigríður María Egilsdóttir og Juan Ca- millo Rom- an Est- rada. Aðalfram- leiðandi mynd- arinnar er Friðrik Þór Friðriksson. Hestar og menn í kvikmynd Benedikts Á laugardag Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu, en yf- irleitt þurrt. Sums staðar þokuloft við sjóinn. Hiti 10 til 20 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-10 m/s og víða vætusamt en úrkomulítið síðdegis. Hiti 9 til 15 stig en allt að 20 stigum norðaustantil á landinu. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir heima- konum í Svíþjóð í átta liða úrslitum Evrópumótsins en það réðst í sérstökum út- drætti hvort andstæðing- urinn yrði Svíþjóð eða Frakkland. Katrín Jóns- dóttir fyrirliði fagnar nið- urstöðunni og er örugg um að uppselt verði á leikinn sem fer fram í Halmstad. Hún segir íslenska liðið þekkja það sænska vel. » 1 Mjög ánægð með að mæta Svíum Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskonan sem tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð með glæsilegu skallamarki gegn Hollandi, reynir að eyða sem mestum tíma heima hjá sér á Hellu enda heimakær. Hún segist samt hafa hálfpartinn búið í ferða- tösku síðustu ár, enda leikur hún með Val, banda- rísku háskólaliði og auðvitað ís- lenska landsliðinu. »4 Heimakær Hellumær kom Íslandi áfram á EM Blikar náðu markalausu jafntefli við Sturm Graz frá Austurríki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evr- ópudeildarinnar á Kópavogsvelli. KR varð að sætta sig við 3:1 tap fyrir Standard Liege frá Belgíu í Frosta- skjóli, eftir að hafa komist yfir, og Eyjamenn töpuðu 2:0 á erfiðum velli Rauðu stjörnunnar þar sem þeir voru hugsanlega rændir marki. »2-3 Breiðablik hélt jöfnu en KR og ÍBV töpuðu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Á árlegri Skálholtshátíð sem hófst í gær og stendur fram á sunnudag verður þess minnst sérstaklega að 50 ár eru liðin frá vígslu Skálholts- kirkju. Kirkjan var vígð 21. júlí 1963 en einnig verður þess minnst að 50 ár eru síðan þjóðkirkjan fékk Skálholt afhent. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Skálholti alla helgina. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni, sérstaklega ef fólk leggur saman laugardag og sunnudag. Í kvöld verða tónleikar í kirkjunni þegar saman koma kirkjukórar uppsveitanna. Þess má geta að að- gangur er ókeypis á alla dag- skrárliði. „Á laugardaginn erum við með dagskrá sem hentar meira fjöl- skyldunni og yngra fólki. Við end- urvekjum gamla barnaleiki og för- um í gönguferðir þar sem fornleifar eru skoðaðar,“ segir Kristján en einnig er boðið upp á sögugöngu og fuglaskoðun. Þá er rétt að minna á opnun sýningar sem fjallar um að- draganda byggingar dómkirkj- unnar og afhendingu Skálholts til þjóðkirkjunnar. Sýningin nefnist, „Hálfrar aldar hátíð“ og verður opnuð kl. 13.15 í Skálholtsskóla. Mikið um dýrðir Á sunnudaginn verður mikið um dýrðir, m.a. verða orgeltónleikar, hátíðarmessa og hátíðarsamkoma. Skálholt hefur að geyma mikla sögu, bæði sögu þjóð- arinnar og sögu kristninnar. Til marks um aðdráttaraflið sem Skálholt hefur, nefnir Kristján að í könnun sem gerð var í fyrra um staði sem Íslend- ingar vitja yfir árið, hafi Skálholt skorað mjög hátt. Oft og tíðum sé Skálholt heimsótt af trúar- eða menningar- legum áhuga eða áhuga á sögu landsins yfirleitt. Kristján tekur fram að vissulega hafi Skálholt haft annars konar vægi fyrr á öldum, þar hafi bisk- upsstóllinn verið sem og ýmiss kon- ar stjórnsýsla. Breytingar hafi hins vegar leitt til þess að um tíma héldu Íslendingar Skálholti ekki jafnhátt á lofti. Kristján lýsir því hvernig breyting hafi orðið þar á um miðja síðustu öld. Gríðarlega mikil hreyfing hafi farið af stað til þess að lyfta Skálholti aftur upp úr „sverðinum“. Rifjar Kristján upp mikinn áhuga og stuðning almenn- ings og stjórnvalda við byggingu Skálholtskirkju. Minnast vígslu kirkjunnar  Skálholt hefur ætíð mikið að- dráttarafl Morgunblaðið/Brynjar Gauti Menning Skálholtskirkja var byggð á árunum 1956-1963 en það var Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, sem teiknaði kirkjuna árið 1956. Við hönnunina hafði hann í huga Brynjólfskirkju sem byggð var í Skálholti á 17. öld. Skálholtshátíð hófst í gær með tón- leikum á vegum Sumartónleika í Skálholti. Í kvöld kl. 20 verður samsöngur kirkjukóra úr uppsveitum. Skálholtshátíð er sett formlega kl. 12 á morgun. Safnast er saman á kirkjutröppunum og gengið að Þorlákssæti þar sem messa fer fram. Skömmu seinna hefst útidagskrá fyrir alla fjölskyld- una þar sem ýmislegt er í boði. Á sunnudag eru orgeltónleikar kl. 11. Hátíðarmessa hefst kl. 14 en í millitíðinni verður efnt til stofn- fundar Skálholtsfélags hins nýja. Hátíðarsamkoma hefst kl. 16.15, en þar mun m.a. Ólafur Ragnar Gríms- son forseti ávarpa gesti. Þess ber að geta að morgun- bænir eru alla dagana kl. 9 og síð- degisbænir kl. 18. Fjölbreytt dagskrá í boði ALLIR GETA FUNDIÐ EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI Í SKÁLHOLTI Kristján Valur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.