Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Berkshire Hathaway, fjárfesting-
arfélagið sem Warren Buffet stýrir,
hefur keypt dagblaðið The Press of
Atlantic City. Í maí hafði fjárfesting-
arfélagið keypt 30 dagblöð, en þá
keypti það Roanoke Times of Virginia.
The Press er stærsta dagblaðið
sem er helgað suðurhluta New Jersey.
Blaðinu er dreift í 67 þúsund eintök-
um.
Veðjar á Atlantic City
● Hluthafafundi tölvurisans Dell var í
gær frestað fram á miðvikudag. Greiða
átti atkvæði um hvort 24,4 milljarða
dollara tilboði stofnanda fyrirtækisins,
Michael Dell og fjárfestingarfélagsins
Silver Lake, yrði tekið. Þónokkur fjöldi
hluthafa vill selja bréf sín en nokkrir
stórir hluthafar munu ekki samþykkja
yfirtökutilboðið.
Beðið með að kjósa um
risastóra yfirtöku
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Iceland Pro Travel kom með um hálf-
an milljarð króna til landsins í gegn-
um fjárfestingarleið Seðlabankans í
júní til að fjárfesta í ferðaþjónustu.
Guðmundur Kjartansson, annar
stofnandi fyrirtækisins, segir að fyr-
irtækið Iceland Pro Investments hafi
verið stofnað til annast slíkar fjárfest-
ingar og nú sé verið að kanna ýmis
tækifæri. „Við munum ekki fjárfesta í
hefðbundnum fyrirtækjum, eins og
hótelum, heldur eru í skoðun ýmsar
nýjungar sem geta meðal annars lað-
að að nýja viðskiptavini,“ segir hann í
samtali við Morgunblaðið.
Skrifstofur í sex löndum
Iceland Pro Travel er ferðaskrif-
stofa sem sérhæfir sig í að skipu-
leggja ferðir fyrir erlenda ferðmenn
um Ísland, og er með skrifstofur í sex
löndum: Íslandi, Þýskalandi, Sviss,
Englandi, Svíþjóð og Danmörku.
Starfsmenn eru um 40. Móðurfélagið
er á Íslandi og fyrirtækið hefur verið
starfrækt í tíu ár.
Fjárfestingarleið Seðlabankans
gengur út á að fjárfestar komi með
gjaldeyri til Íslands og skipti honum
fyrir krónur og fjárfesti hér á landi til
lengri tíma. Gulrótin fyrir fjármagns-
eigendur er að þeir fá um 20% afslátt
af krónunum miðað við skráð gengi
Seðlabankans.
Guðmundur hefur verið búsettur í
Þýskalandi í 20 ár og segist því
skynja ferðaþjónustumarkaðinn með
öðrum hætti en gengur og gerist
enda í nánari samskiptum við við-
skiptavini sína.
- Hvernig gengur að selja einungis
til Íslands?
„Það gengur ágætlega. Við seljum
reyndar einnig ferðir til Grænlands.
Það er sagt í ferðaþjónustunni, að
þeir sem lifi af séu annaðhvort þeir
stærstu á markaðnum eða sérfræð-
ingarnir. Og við erum sérfræðingar í
að selja ferðalög um Ísland. En það
leiðir líka til þess að við fylgjum þeim
sveiflum sem tengjast Íslandi.“
Bíða ekki í biðröðum
- Eru útlendingar vel meðvitaðir
um Ísland?
„Þekking á Íslandi er nokkuð mikil.
En þar að baki liggur mikil vinna við
að kynna landið sem ferðamannaland.
Ég fæ það oft á tilfinninguna, við lest-
ur íslenskra frétta, að það standi allir í
biðröðum til að fá að koma hingað.
Það er nú ekki raunin. Einkafyrirtæki
hafa sinnt mikilli kynningarvinnu er-
lendis sem er óháð kynningarvinnu
Ferðamálaráðs,“ segir hann.
Guðmundur segir, að ef Ísland sé
selt með réttum hætti fari ferðamenn
heim ánægðir. Hann segir að fólk
komi til að sjá náttúruna, sem sé ein-
stök, en innviðirnir séu ekki beysnir,
t.d. séu gististaðir úti á landi oft ekki
eins og þeir gerast bestir, en þeir séu
hreinir og maturinn góður. Viti ferða-
menn af þessu, þá taki þeir náttúruna
beint í æð og fara sælir heim.
Það eru margir áhugasamir um að
fjárfesta í ferðaþjónustu um þessar
mundir. Tilkynnt var í mars að
Landsbréf, sjóðstýringafyrirtæki í
eigu Landsbankans, hefði sett á stofn
framtakssjóð, ITF1, sem fjárfesta
muni í ferðaþjónustu. Áætluð stærð
sjóðsins er 1,5-2,5 milljarðar króna.
Gert er ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti
fyrir um 200-500 milljónir króna í
fimm til tíu fyrirtækjum. Kjölfestu-
fjárfestar sjóðsins eru Icelandair
Group, Landsbankinn og nokkrir líf-
eyrissjóðir.
500 milljónir í fjárfestingar-
félag í ferðaþjónustu
Ferðaskrifstofan Iceland Pro Travel hyggst fjárfesta í ferðaþjónustu á Íslandi
Geysir Erlendir ferðamenn koma til Íslands til að sjá náttúruna. Innviðirnir eru þó ekki beysnir, að sögn ferðafröm-
uðar, t.d. séu gististaðir úti á landi oft ekki eins og þeir gerast bestir, en hér sé hreint og maturinn góður.
Morgunblaðið/Kristinn
Seðlabanki Íslands keypti gjaldeyri
fyrir 480 milljónir króna, jafnvirði
um 3 milljóna evra, á föstudag í síð-
ustu viku, og aftur á mánudag fyrir
sömu upphæð. Dagleg velta á milli-
bankamarkaði með gjaldeyri er
birt tveimur dögum eftir hvern við-
skiptadag á vefsíðu Seðlabankans,
segir í frétt á vef Viðskiptablaðsins.
Er þetta í fyrsta sinn frá 27. des-
ember sem Seðlabankinn leggst á
kauphliðina, með það að markmiði
að styrkja óskuldsettan gjaldeyr-
isforða. Frá þeim tíma hefur bank-
inn stutt við
gengi krónunnar
með sölu gjald-
eyris. Gengi
krónunnar hefur
styrkst hratt á
síðustu dögum.
Gengisvísitalan
hefur frá 9. júlí
styrkst um 2,7%,
gengi krónu gagnvart Bandaríkja-
dollar hefur styrkst um 4,7% og
styrking gagnvart evru nemur um
2,5%, segir í fréttinni.
Seðlabankinn keypti gjaldeyri
fyrir 480 milljónir króna
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+12.+0
++3.+,
,+.,4+
,-.,-+
+1.513
+,1.+0
+.,-10
+1+.1/
+41.4+
+,+.,3
+12.3,
++3.23
,+.5+5
,-.,3
+1.22
+,1.45
+.,+,,
+1,.25
+41./4
,+2.+3/3
+,+.44
+14.-0
++3.1
,+.504
,-.5+/
+1.2/2
+,1.1/
+.,+40
+1,./0
+4/.5/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Guðmundur Kjartansson, sem
starfað hefur í ferðaþjónustu í tutt-
ugu ár, segir að stjórnmálamenn
taki ferðaiðnaðinn ekki nógu föst-
um tökum. Hann undrast að ekki sé
skipaður ferðamálaráðherra og sett
á fót ferðamálaráðuneyti. Sér-
staklega í ljósi þess að það stefni í
að ferðaþjónustan muni skapa
mestar gjaldeyristekjur og fari fram
úr sjávarútveginum í ár.
Ferðaþjónustan hefur verið
nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún
hefur verið á eftir sjávarútvegi og
áli þegar kemur að útflutnings-
tekjum.
Fram hefur komið í fréttum að
gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu
hafi aukist mikið síðustu árin og
hafi verið árið 2012 alls 238 millj-
arðar. Það geri 23,5% af heildar-
gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Og
sjávarútvegur afli 269 milljarða
sem séu 26,58% og aflar því
stærsta hlutans. Ferðaþjónustan sé
í öðru sæti og álvinnsla afli 225
milljarða sem séu 22,29% sem setji
hana í þriðja sæti. Ferðaþjónustan
hefur verið í þriðja sæti í mörg ár
þangað til árið 2012 en þá fjölgaði
erlendum ferðamönnum um 19%
og gjaldeyristekjum um 21%.
Skipa skuli ferðamálaráðherra
TAKA ÞARF FERÐAÞJÓNUSTU FASTARI TÖKUM
● Daði Guðjónsson, markaðsstjóri
Ferðaskrifstofu Íslands, hefur verið ráð-
inn verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.
Hann mun, ásamt Guðrúnu Birnu Jörg-
ensen, sjá um verkefnið Inspired by Ice-
land, sem er landkynningarverkefni
stofunnar. Mun Daði hefja störf um
miðjan ágúst hjá Íslandsstofu.
Daði stýrir verkefninu
Inspired by Iceland
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?