Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Notkun sýklalyfja fyrir dýr hefur dregist saman á Íslandi um 23% síð- ustu þrjú ár og er hvergi minni í Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu Landlæknis um sýklalyfjanotkun árið 2012 og skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um sölu sýklalyfja fyrir dýr árið 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnun er ekki ólíklegt að rekja megi þennan góða árangur til lyfjastefnu Dýralæknafélags Ís- lands og íslenskrar reglugerðar, sem kveður á um að ekki megi nota sýklalyf fyrir dýr nema að undan- genginni sjúkdómsgreiningu dýra- læknis og að dýralæknir verði sjálf- ur að hefja meðhöndlun. Guðrún Lind Rúnarsdóttir, sér- fræðingur hjá Matvælastofnun, seg- ir aukna umræðu einnig spila inn í. „Þessi umræða um lyfjaþol og sýklalyfjaónæmi er náttúrlega alltaf að aukast; um hvað þetta er orðið hættulegt, og almenningur, dýra- læknar og læknar, eru orðin meðvit- aðri um þetta fyrir vikið,“ segir hún. Gagnlegur gagnagrunnur Guðrún segir þó nauðsynlegt að skoða hvers vegna notkun breið- virks pensilíns hefur aukist á sama tíma en það hafi verið stefnan að nota heldur þröngvirk sýklalyf en breiðvirk. Þannig verði öll meðferð markvissari og dregið úr líkunum á óþoli. Í fyrra hóf Matvælastofnun að safna gögnum um sjúkdóma og lyfjameðferðir dýra í sérstakan gagnagrunn, þar sem dýralæknar skrá inn upplýsingar fyrir nautgripi, hross og sauðfé. Guðrún segir að gagnagrunnurinn muni gera Mat- vælastofnun kleift að fylgjast enn betur með sýklalyfjanotkun og tengslum hennar við lyfjaónæmi. „Tölurnar sem notaðar eru í skýrslunni eru í raun bara sölutölur á lyfjunum frá Lyfjastofnun en þær kannski endurspegla ekki alveg hvað dýralæknarnir eru að nota og heldur ekki í hvaða dýrategund. Með þessum skráningum er hægt að greina upplýsingarnar betur, bæði notkunina og hvað er verið að nota mikið; fyrir sauðfé, hross og nautgripi, og einnig getum við þá séð ástæðuna á bak við notkunina.“ Sýklalyf minnst gef- in dýrum á Íslandi  Aukin notkun breiðvirks pensilíns áhyggjuefni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Dýralyf Guðrún segir að með ábyrgri notkun sýklalyfja megi draga úr lík- um á lyfjaþoli og sömuleiðis því að lyfjaleifar finnist í matvælum. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur ákveðið að leyfa lundaveiði í fimm daga, frá og með deginum í dag til þriðjudagsins 23. júlí næst- komandi. Engin lundaveiði hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin tvö sumur. Á vef Eyjafrétta segir að í fund- argerð umhverfis- og skipulagsráðs sé minnt á að hefðbundið veiði- tímabil lunda hafi áður verið 55 dag- ar en ákvörðunin sé tekin með hlið- sjón af ástandi stofnsins síðastliðin ár og þeim mikilvæga menning- arlega þætti sem lundaveiði er í sögu Vestmannaeyja. „Sl. tvö ár hef- ur engin lundaveiði verið heimiluð í Vestmannaeyjum að frumkvæði bæjaryfirvalda en árin þar á undan voru verulegar hömlur settar á veiði eins og gert er í ár,“ segir í fund- argerðinni. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar, bendir á að þessi veiðiheimild sé sambærileg þeirri sem var árið 2010 þegar einn- ig var sett fimm daga lundaveiði- tímabil. „Við leggjum til að menn viðhaldi hefðinni en veiði ekki lunda í þeim mæli sem menn gerðu fyrr á árum,“ segir Gunnlaugur. Hann seg- ir að varpið hafi verið gott og tekið hafi verið mið af því þegar ákvörð- unin var tekin. „Það slagaði í það sem gerist best í meðalári,“ segir Gunnlaugur. Harmar ákvörðunina Ákvörðunin er ekki tekin í sam- ráði við Náttúrufræðistofu Suður- lands sem rannsakað hefur stofn- stærð lundastofnsins. Á vef Eyjafrétta segir að Kristín Jóhanns- dóttir frá Vestmannaeyjalistanum hafi lagt fram bókun á fundi ráðsins þar sem hún harmar þá áætlun að hefja veiðar að nýju og að hún treysti mati sérfræðinga betur við slíkar ákvarðanir. „Það er mun minna um lunda í Vestmannaeyjum en var. Engu að síður skynja ég það sem leikmaður að ástandið er betra en síðastliðin ár og vísbendingar um að ástandið sé betra en verið hefur. Vert er að taka fram að lundi er veiddur fyrir vestan og norðan. Um 60-70% af ungfuglastofninum í Eyj- um er flökkustofn sem ferðast á milli staða. Lundi sem klekst út hér í Vestmannaeyjum er því mögulega annars staðar á landinu þar sem hann er veiddur,“ segir Gunnlaugur. Eyjamenn á lunda- veiðar í fimm daga  Bæjarstjórn samþykkti veiði Lundi Heimilt verður að veiða lunda næstu fimm daga í fyrsta skipti frá árinu 2010. Fulltrúi Vestmannaeyjalistans gagnrýnir ákvörðunina og telur að fara eigi eftir áliti sérfræðinga áður en veiðar séu leyfðar. Sex umsóknir bárust í forvali fyrir hönnun nýrrar byggingar við Land- spítalann sem hófst hjá Ríkiskaupum í gær. Annars vegar er um að ræða forval fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins vegar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rann- sóknarhúss. Sex hópar skiluðu gögn- um fyrir hönnun sjúkrahótels og bíla- stæðahúss, en það voru Hnit verkfræðistofa hf., Kos, Arkitekta- stofan OG ehf. og Vsb verkfræðistofa ehf., Mannvit hf., Corpus 2 og Verkís hf. Fimm hópar skiluðu gögnum fyrir hönnun meðferðarkjarna og rann- sóknarhúss, en það voru, Mannvit hf., Corpus 2, Verkís hf., Kos og Sal- us. Miðað er við að niðurstaða forvals- ins verði kynnt 21. ágúst en þá mun verða ljóst hvaða þátttakendur upp- fylla kröfur forvalsgagna. Undirbúningur vegna fyrsta áfanga uppbyggingar við Hringbraut hefur nú staðið um þónokkurt skeið, en í nóvember lauk SPITAL hönn- unarteymið við forhönnun heildar- verkefnisins. SPITAL vann einnig tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítalareit sem tók gildi 4. apríl. Sex um- sóknir bárust  Forval að hönnun spítalabyggingar Ný bygging Forval að hönnun nýrr- ar spítalabyggingar hófst í gær. Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda. ***Akuabúnaður á mynd, álfelgur. 5,1 l 5,5 l 4,3 l 2.890.000 kr. 3.690.000 kr. Komdu í heimsókn í nýjan sýningarsal okkar að Ármúla 17 4.990.000 kr. /100 km /100 km /100 km Opel Corsa 1.2 bensín.*** Opel Astra 1.4 bensín. Opel Insignia 2.0 dísil. Einnig fáanlegur ssk. Einnig fáanlegur ssk. Einnig fáanlegur ssk. Verð frá*: Verð frá*: Verð frá*: ** E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 6 4 KYNNTU ÞÉR NÝJAN SPARNEYTINN OPEL Kynntu þér tilboðsverð á völdum bílum ** **

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.