Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri lindesign.is Einstakar Úrval brúðargjafa á tilboðsverði Fyrir ykkar mýkstu stundir brúðargjafir Nýverið lauk fjáröflunarverkefni Karlasmiðjunnar til styrktar Barna- spítala Hringsins. Að fjáröfluninni stóð hópur atvinnulausra manna sem kynntust í endurhæfing- arúrræði á vegum Reykjavík- urborgar. Þegar formlegu starfi endurhæfingarinnar lauk tóku þátt- takendur sig saman og ákváðu að láta gott af sér leiða. Hópurinn bauð einstaklingum og fyrirtækjum ýmiss konar þjónustu, t.d. garðslátt og málningarvinnu, og þáði fyrir hana hóflegt gjald sem rann óskipt til spítalans. Fjáröflunin stóð í þrjár vikur og afhenti hóp- urinn Barnaspítalanum afraksturinn að þeim loknum. Alls söfnuðust 268 þúsund krónur sem verða notaðar til að fjármagna kaup á tækjum og öðr- um búnaði fyrir spítalann í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Gjöf Þátttakendur í Karlasmiðjunni ásamt starfskonum Barnaspítala Hringsins. Karlasmiðjan gaf Hringnum vinnu sína Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Uppboð hefst í dag á vefnum bilauppbod.is á forláta mótorhjóli af gerðinni Victory. Uppboðið er til styrktar AHC-samtökunum og hinni sjö ára gömlu Sunnu Valdísi, eina Íslendingnum með AHC-sjúkdóminn. Um er að ræða sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kemur til vegna stökkbreytingar í geni. Fólk sem þjáist af AHC fær köst sem einkennast af lömun í annarri eða báðum hliðum lík- amans. Um 800 greinast með sjúkdóminn í heiminum ár- lega. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum á ahc.is. Uppboð til styrktar Sunnu Valdísi og AHC Sunna Valdís STUTT þannig. Síðasti kosturinn er atvinnu- leysisbætur. Mig langar miklu held- ur að finna vinnu, en það lítur ekki vel út.“ Hún segist finna fyrir mikilli samúð fólks með sjónarmiðum at- vinnurekendanna í svona tilfellum. „Þetta voru mikil vonbrigði og kveikti spurningar um hvernig mað- ur á að snúa sér í þessu. Ég upplifi þetta sem mismunun. Þetta eru hindranir sem maður gerði sér grein fyrir en hafði ekki hugmynd um að þetta þætti svona sjálfsagt, þetta er mjög svarthvítt. Mér finnst fólk sem ég hef talað við hafa mun meiri sam- úð með sjónarmiðum fyrirtækjanna og taka þau fram fyrir minn rétt.“ Mjög misboðið Þetta er ekki eina tilfelli mismun- unar gegn óléttum konum, en blaða- maður ræddi við aðra konu sem átti mjög á brattann á sækja varðandi fastráðningu á vinnustað sínum vegna óléttu. Hún hafði sótt um 80% fastráðningu en var aðeins boðin 60% ráðning. „Mér var sagt að það ekkert hægt að ráða fólk inn sem væri svo á leiðinni í veikindafrí og var þar verið að vísa til þess að ég væri ólétt og þyrfti mögulega að hætta eitthvað fyrr. Ég hafnaði þessu og var búin að hugsa mér að segja upp og finna mér eitthvað ann- að eftir fæðingarorlof, en á endanum fékk ég ráðningu.“ Konan segir sér hafa verið mjög misboðið vegna framkomu yfirmannanna. „Það sem meira var að deildarstjórinn sagði að ég ætti í raun að telja mig heppna að vera boðin einhver vinna því sem ólétt ung kona ætti ég ekki mögu- leika á að fá vinnu neins staðar.“ Óléttar koma að lokuðum dyrum  Segir sér neitað um ráðningar vegna þungunar  Finnst hún verða að segja frá óléttunni  Erfitt að fara í mál þar sem orð stendur gegn orði  Samúðin með vinnuveitendunum sem mismuna Ólétt Þungaðar konur eiga á brattann að sækja í atvinnuleit, þótt ólöglegt sé að mismuna vegna barneigna. Elías G. Magnússon, fagstjóri kjaramála hjá VR, segir konur stundum leita til félagsins til að spyrja hvort þær eigi að segja hugsanlegum vinnuveit- endum frá þungun sinni í at- vinnuviðtölum. „Þær gera sér oftast grein fyrir því að ef þær segja frá þungun sinni þá séu litlar líkur á að þær fái starfið, sem þær eru að sækjast eftir. Ef þær hinsvegar taka þann kost að segja ekki frá þungun getur það skapað vandamál í framhaldinu því vinnuveitandi telur gjarnan að hann hafi ráð- ið viðkomandi á fölskum for- sendum, þar sem þær hafi þá ekki greint frá ástandi sínu.“ Auðvitað sé þetta ekki algilt, en svona mál komi upp stöku sinnum. Hann segir enga dóma liggja fyrir hérlendis um skyldu kvenna til að tilkynna þungun. Nokkuð góð samanborið við önnur Evrópulönd Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, segist heyra reglulega af tilvikum á borð við þessi, en segir mismunun gagnvart óléttum konum þó hafa verið lítt skoðaða hérlendis und- anfarin ár. „Í samanburði við önnur Evrópulönd hefur staðan hér löngum þótt nokkuð góð, sem veldur því kannski að það hefur verið lítið rannsakað því gengið er út frá því að þessi mál séu í þokkalegu lagi. Alla- vega virðist löggjöfin vera nokkuð hliðholl konum.“ Sagðar ráðn- ar á fölskum forsendum LÍTIÐ UM RANNSÓKNIR Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir tilvik sem þessi falla undir beina mismunun samkvæmt jafnréttislögum, sé þungunin eina ástæða þess að við- komandi einstaklingur sé ekki ráð- inn. „Slíkt er hægt að kæra til kærunefndar og mögulega fara í mál, en ég man ekki eftir því að slíkt mál hafi verið höfðað. Sönn- unarbyrðin er þung þar sem oftast stendur bara orð á móti orði. Jafn- réttislögin gilda jafnt um almennan vinnumarkað og hinn opinbera en þau eru gölluð að því leyti að erfitt getur reynst að fá bætur.“ Hún seg- ist kannast við að spurt sé um fyr- irhugaðar barn- eignir í atvinnu- viðtölum. „Annars staðar í Evrópu eru fjöl- skylduaðstæður taldar starfinu algjörlega óvið- komandi. Hvort þú ert giftur eða ógiftur, átt börn eða ætlar þér að eiga börn – það skiptir engu máli.“ Ingibjörg segir málskostnað vera brotalöm í rétt- arkerfinu. „Þess vegna fara allt of fá mál fyrir dómstóla varðandi mis- rétti sem viðgengst.“ Mögulegt að kæra en sönnunarbyrðin þung Ingibjörg Elíasdóttir. BAKSVIÐ Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is Samkvæmt lögum um jafna stöðu karla og kvenna er ólöglegt að mis- muna umsækjendum um starf vegna fyrirséðs fæðingar- og for- eldraorlofs eða annarra aðstæðna tengdra meðgöngu og barnsburði. Engu að síður hefur Morgunblaðinu borist frásögn konu sem segist hafa verið neitað í tvígang um starf fyrir þá sök eina að eiga von á barni. Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, er um þrítugt og búsett í Reykjavík. Hún er í meistaranámi í háskóla en ákvað að fresta því að klára námið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. „Ég á von á mér í lok janúar og er því á mörkunum að vinna mér inn rétt til fæðing- arorlofs. Ég hafði leitað að sum- arvinnu frá í apríl en þegar þetta kom upp ákvað ég að fresta því að klára námið, en ég á bara meist- araritgerðina eftir. Ég vildi frekar reyna að leita mér að starfi fram yfir áramót. Atvinnuleitin hélt áfram en varð bara flóknari.“ Ekki skylda að segja frá Um var að ræða almenn versl- unarstörf og segist konan hafa orðið af ráðningu í tvígang vegna óléttu sinnar. „Mér var sagt að verið væri að leita að manneskju sem gæti unn- ið í að minnsta kosti ár.“ Ekki er skylda að tilkynna hugs- anlegum atvinnuveitendum fyr- irhugaðar barneignir, en konan seg- ist engu að síður hafa gert það í atvinnuviðtölum. „Ég held að ég gæti aldrei sleppt því að láta vita af því að ég væri ólétt. Ég bjó úti í New York og þar man ég eftir stelpum sem voru að koma úr námi, sóttu um stærri og áhrifameiri störf heldur en ég er að leita eftir og margar ákváðu að tilgreina ekki óléttu sína.“ Konan segir horfurnar næstu mánuði vera slæmar ef hún finnur ekki vinnu. „Kannski neyðist ég bara til að demba mér í meist- araverkefnið, taka námslán og lifa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.