Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að taka sem minnsta áhættu í dag. Við nánari skoðun kemur ýmislegt í ljós sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Hver segir að ekki megi borða köku í morgunmat? 20. apríl - 20. maí  Naut Nú þegar þú hefur útlínur verkefnisins klárar, er tímabært að setjast yfir smáatriðin. Himintunglin benda á að þér farnist betur með allt á útopnu en í rólegheitum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Yfirleitt er það svo að gæska þín og gjafmildi falla í góðan jarðveg. Líttu á það sem vísbendingu til þín ef þreyta hrjáir þig, þú vinnur of mikið að öllum líkindum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þeir sem finna til stífleika í liðamót- um ættu að skella sér í einhverja líkamsrækt. Sumir dagar reyna á þolrifin, aðrir ekki. Þú þarft ekki að vera best/ur í öllu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú ert í vafa um hvaða leið þú eigir að velja þá skaltu staldra við og velta hlutunum betur fyrir þér. Mundu að kærleikurinn felst meðal annars í viljanum til að gefa og þiggja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oft er það svo að þegar maður gerir einhverjum greiða þá skilar hann sér aftur þegar maður þarf sjálfur á aðstoð að halda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú tekur eftir að einhver reynir mikið að vera eins og þú. Hættu að horfa framhjá því sem við blasir og taktu á málunum strax. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í dag væri ráð að forðast ill- deilur. Annars áttu á hættu að leiðindi skapist vegna umtals um fyrirætlan þína. Gættu þess að láta ekki eitthvað vanhugsað út úr þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Áhyggjur hverfa ef þú hunsar þær nógu lengi. Mikið áttu eftir að skemmta þér vel næstu daga. Opnaðu augun því þá fyrst fara hjólin að snúast þér í hag og þú átt það svo skilið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Breytingar breytinganna vegna hafa ekkert upp á sig – eru aðeins flótti frá raunveruleikanum. Haltu vel á þínum hlut án þess að ganga á rétt annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu frá hálftíma í dag og reyndu að bæta skipulagið heima fyrir eða í vinnunni. Taktu þér tíma til þess að finna sjálfa/n þig aftur svo aðrir þurfi ekki að hafa áhyggjur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Já, fólk er enn og aftur að leita ráða hjá þér. Gakktu beint til verks og vertu ekkert að tvínóna við það að kalla til aðstoðarmenn, ef þeirra þarf með. Þú ættir að kíkja á útsöl- urnar en ekki falla fyrir nýju vörunum. Vísnahorni barst gott bréf fráDavíð Hjálmari Haraldssyni á mánudag: „Í gær fór ég með Ferðafélagi Akureyrar í svonefnda Sjö tinda göngu, en þá er gengið á sjö fjalls- tinda hér innst við fjörðinn. Fjöllin sem við gengum voru Kerling (hæsta fjall í byggð á landinu), 1.538 m, Hverfandi, 1.330 m, Þrí- klakkar, 1.360 m, Bóndi, 1.360 m, Litli-Krummi, ekki talinn með, Stóri-Krummi, 1.170 m, Syðri-Súla, 1.210 m og Ytri-Súla, 1.150 m. Þetta er talin 20 km löng ganga en við bættum við tveim km og tók gangan rúmlega 12 klst. Erfitt en hressandi, gott veður, þurrt og mátulega hlýtt, logn að mestu en sólarlítið. Óvenju mikill snjór á fjöllum en færið gott. Sýnishorn af kveðskap í ferðinni: Kerling Takmarkinu tókst að ná með töf við nokkra staði. Kerlingu nú er ég á í einu svitabaði. Hverfandi Á vori hverju þegar land er þurrt og þiðnað túnið, völlurinn er herfandi, en hér er ekkert tað og tæpast jurt og tilgangurinn þá með vinnslu? Þríklakkar Á Þríklakka ég komst við puð og príl og pínulítið skrokknum tók að hraka. Ætti hérna einhver góðan bíl indælt væri að þiggja far til baka.“ Þetta er gott bréf og rifjar upp fyrir manni vísur og stökur af fjall- göngum. Sigurður Þórarinsson orti: Hæruskotin Herðubreið, hrikalega ferleg. Einhvern tíma alla leið upp á hana fer ég. Emelía Sigurðardóttir á Brett- ingsstöðum hugsaði hærra: Herra láttu í himninum hæfan stað mér gera. Ég vil ekki innanum alla þurfa að vera. Tekurðu ekki eftir því, að eg er betri en fjöldinn, - biblíunni blaða í, bið og syng á kvöldin? Og svo er þessi gamli húsgangur, sem ég held svo upp á: Háa-Þóra heitir fjall hæst á Norðurlandi. Eitt sinn fór ég einsamall upp á þann háa klettastall. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is.is Vísnahorn Ort á Sjö tinda göngu Í klípu „HÆTTU AÐ GRENJA. ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG ÞOLI EKKI AÐ FARA MEÐ ÞIG Í BÚÐIR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að heyra röddina hans. BINDI ÁRANS! ÉG KOM MEÐ SVERÐIÐ MITT OG SKJÖLDINN MINN … … EN ÉG GLEYMDI SKRÍMSLAFÆLUNNI MINNI! LÍSA OG ÉG BORÐUÐUM SAMAN VIÐ KERTALJÓS. VIÐ HORFÐUM Í AUGUN Á HVORT ÖÐRU. SÍÐAN VARÐ BINDIÐ MITT Í LJÓSUM LOGUM. ÉG VISSI AÐ ÞÚ MYNDIR EKKI VALDA MÉR VONBRIGÐUM. Í vikunni urðu ákveðin tímamót, þvíhið íslenska sumar er nú hálfnað. Víkverji hefur ekki farið varhluta af kvörtunum Íslendinga á samfélags- miðlum og í samtölum öllum vegna veðursins það sem af er sumri. Erf- itt er að rifja upp samtal í sumar þar sem veðrið hefur ekki komið við sögu í neikvæðri orðræðu. Nei- kvæðnin gerir veðrið eiginlega bara enn verra og eyðir nánast allri sum- arstemningu ef einhver var fyrir. Fólk spyr gjarnan hvar sumarið haldi sig og bölvar síðan sólinni ef hún lætur sjá sig á öðrum stað á landinu. Víkverji er handviss um að ef Íslendingar myndu hífa sig upp úr neikvæðum athugasemdum um veðrið og frekar dásama lífið og til- veruna þá væri sumarið strax orðið mun betra. Það er nefnilega svo margt sem hægt er að njóta í sum- arfríinu annað en veðrið. x x x Víkverji ætlar ekki að láta sitt eftirliggja í baráttunni fyrir betra og jákvæðara sumri, hvernig sem veðr- áttan verður seinni hlutann af sumr- inu. Hann ætlar því að skella sér í útilegu um helgina og njóta þess að sofa í tjaldi í fallegri náttúrunni, sama hvernig viðrar. Hann ætlar að gleðjast yfir því að nú komi regngall- inn frá 66°Norður að góðum notum. Hann ætlar að fagna öllum góðu vin- um sínum sem vega mun þyngra í góðri útilegu en veðrið og njóta sum- arsins til fulls. Þá verður það bara dásamlegt að hlusta á beljandi regn- ið fyrir utan tjaldið, með ullarteppið vafið um sig. x x x Nú er að koma helgi, enn einusinni. Víkverji vonar að fleiri taki þátt í betra sumri og mælir með því að fólk skelli sér í ullarnærfötin og gúmmítútturnar, síðan er nauð- synlegt að henda brosi í andlitið á sér og stíga dansinn í rigningunni. Njótum sumarsins eins og það er hér á Íslandi. Það er ljómandi að keyra út í sveit þegar ekki er steikj- andi hiti, það er frábært að þurfa ekki að vökva pottablómin, né fjár- festa í sólarvörn eða litlum sumar- spjörum. Víkverji hlakkar til seinni hluta sumarsins. víkverji@mbl.is Víkverji skrifar Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Skoðaðu úrvalið www.jens.is Síðumúla 35 Kringlunni og Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf Vatnajökull 7.900.- Eyjafjallajökull 5.900.- Jöklaskálar Kökuhnífar Sultuskeiðar henta einnig fyrir pestó og hnetur 11.800.- 12.800.- 8.900.-6.900.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.