Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 25
þess að höfuð einstaklingsins hafi
verið reyrt frá barnsaldri. Nú hvet
ég lesandann til að fara á Youtube
og slá inn: Coneheads Paracas
Peru, vegna þess að hér hefur
myndmálið vinninginn fram yfir
ritmálið. Stutt myndbönd með
Brien Foester, öðrum umsjón-
armanni lítils safns í Perú, eiga að
koma upp. Í efsta myndbandinu er
Brien að bera saman þrenns kon-
ar höfuðkúpur; höfuðkúpu af inka-
indjána, höfuðkúpu af inka-indjána
sem hefur verið reyrð þannig að
höfuðkúpan er aflöguð og síðan
réttnefndan strýtuhaus. Höf-
uðkúpan af strýtuhausnum er ekki
aðeins 25% stærri að rúmmáli
heldur hefur höfuðkúpan aðeins
tvö höfuðbein í stað þriggja, tölu-
vert stærri augntóftir, tvö göt aft-
an á hnakkanum auk fleiri sér-
kenna. Þessar hauskúpur hafa
verið að finnast á öllum megin-
löndum, ekki bara í Suður-
Ameríku og nú er verið að DNA-
greina hauskúpurnar í fyrsta
skiptið en hefur strandað á kostn-
aði enda óhemju dýrar rannsóknir
og kostaðar af einkaaðilum. Maður
óttast að rannsóknirnar verði
aldrei kláraðar.
Ef eitthvað er merkilegt þá er
það þetta! Klár sönnun þess að
það er verið að þagga niður forn-
leifauppgötvun. Hver er ástæðan?
Tregða vísindanna til að taka U-
beygju? Sennilega þyrfti að skrifa
sögubækurnar upp á nýtt. Strýtu-
hausarnir ganga gegn þróun-
arkenningunni og eru ekki eina
dæmið um fornleifauppgötvanir
sem litið hefur verið framhjá. Hin
dæmin er hins vegar erfiðara að
sanna.
Lífið er fullt af ráðgátum og við
erum langt í frá búin að leysa þær
allar. Kannski eiga vísindin ekki
svör við öllu.
»Um gagnrýni á
þróunarkenn-
inguna, líka fjallað
um strýtuhausa
(coneheads).
Höfundur er félagsliði.
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
Þeir 42 þingmenn
sem samþykktu að ein-
breiða slysagildran í
Fjarðabyggð skyldi
víkja fyrir nýjum veg-
göngum milli Norð-
fjarðar og Eskifjarðar
skulu standa saman og
sjá sóma sinn í því að
flytja aðra tillögu um að
einangrun Fjórðungs-
sjúkrahússins í Nes-
kaupstað við nýja sveit-
arfélagið á Mið-Austurlandi,
Egilsstaðaflugvöll og suðurfirðina
verði rofin áður en tími Vaðlaheið-
arganga kemur, hvort sem stuðnings-
mönnum Axarvegar líkar það vel eða
illa. Meira vantar upp á til að allir
heimamenn norðan Fagradals losni
að fullu við alla fjallvegina milli Egils-
staða og Neskaupstaðar. Eina leiðin
til þess að það heppnist er að skoðaðir
verði möguleikar á jarðgangagerð
undir Eskifjarðarheiði sem þýðir að
einangrun Fjarða-
byggðar við Egilsstaði
og Fljótsdalshérað
hverfur endanlega.
Milli Eskifjarðar og
Norðfjarðar hefur borið
á því að bílstjórar
sjúkrabifreiða sem
leggja sig í mikla hættu
við að koma barnshaf-
andi konum á Fjórð-
ungssjúkrahúsið í Nes-
kaupsstað hafi neyðst
til að snúa við sunnan
einbreiðu slysagildr-
unnar og á Fagradal
vegna snjódýptar og mikils blindbyls
þegar starfsmenn Vegagerðarinnar
verða að hætta snjómokstri upp að
Oddskarðsgöngunum í 620 m hæð. Of
mörg dæmi eru til um að barnshaf-
andi konur á suðurfjörðunum og
norðan Fagradals sem hafa lent í
sjálfheldu af þessum sökum hafi verið
fluttar frá Egilsstöðum og Hornafirði
til Akureyrar og Reykjavíkur. Fljót-
legra er að bregðast við þessu vanda-
máli með því að senda sjúkraflugvél
frá Akureyrarflugvelli til Þórshafnar,
Vopnafjarðar, Egilsstaða og Horna-
fjarðar vegna þess að vonlaust er fyr-
ir heimamenn búsetta norðan Fagra-
dals, Hellisheiðar eystri og á
suðurfjörðunum að keyra meira en
300 km báðar leiðir til að treysta á
stóra Fjórðungssjúkrahúsið. Það
sleppa Norðfirðingar vel við án þess
að þeir þurfi að keyra tvisvar yfir
snjóþung og illviðrasöm svæði í meira
en 600 m hæð. Þetta ástand réttlætir
ekki staðsetningu Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaupstað sem er ótú-
verðug og verður aldrei við núverandi
aðstæður aðgengileg fyrir Austfirð-
inga búsetta utan Norðfjarðar á með-
an stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga
beita öllum brögðum til að afskrifa
önnur veggöng sem rjúfa einangrun
Fjarðabyggðar við Egilsstaða-
flugvöll. Í Neskaupstað var staðsetn-
ing Fjórðungssjúkrahússins á sínum
tíma ákveðin með þeim skilaboðum
að þá yrði fljótlegra fyrir sjómenn að
treysta á heilbrigðisþjónustuna í
fjórðungnum ef neyðartilfelli kæmu
upp um borð í togurunum. Fyrir
þetta gjalda heimamenn sunnan Odd-
skarðsganganna, á suðurfjörðunum,
norðan Fagradals og Hellisheiðar
eystri þegar snjómokstrar á leiðinni
frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og
upp að einbreiðu slysagildrunni í
Oddskarðinu eru óframkvæmanlegir
vegna illviðris og snjóþyngsla sem
geta náð meira en sex metra hæð. Nú
tekst að rjúfa einangrun Fjórðungs-
sjúkrahússins innan Fjarðabyggðar
og við suðurfirðina með því að flýta
framkvæmdum við ný Norðfjarð-
argöng. Góðir Austfirðingar, til ham-
ingju með þessa ákvörðun. Fjar-
stæðukenndar fullyrðingar
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
um að Vaðlaheiðargöng gjörbreyti
samgöngumálum Norðfjarðar eru úr
tengslum við raunveruleikann og í
hróplegri mótsögn við góða blaða-
mennsku. Nú koma þessi tvíbreiðu
veggöng þótt stuðningsmenn Ax-
arvegar skammist yfir því að öllum
fjármunum í þessa gangagerð sé stol-
ið frá Öxi. Enginn skynsemi var í því
að flytja fæðingardeildina frá Egils-
stöðum til Neskaupstaðar án þess að
meirihluti Austfirðinga væri spurður
álits. Nú er útboð Norðfjarðarganga
frágengið til þess að fljótlegra verði
fyrir heimamenn norðan einbreiðu
Oddskarðsganganna að sækja vinnu
til Alcoa á Reyðarfirði. Slæmt ástand
í samgöngumálum suðurfjarðanna,
Fjarðabyggðar og norðan Fagradals
þýðir ekki að Djúpavogsbúar vilji
treysta á Fjórðungssjúkrahúsið með
því að keyra til Neskaupstaðar og aft-
ur heim til sín um 400 km báðar leiðir.
Svona geta íbúar suðurfjarðanna ekki
látið mismuna sér þegar slysagildran
í Kambaskriðum verður aldrei til
friðs. Þökk sé fyrrverandi samgöngu-
ráðherra sem vildi rjúfa einangrun
Fjórðungssjúkrahússins. Þessi lands-
byggðarþingmaður skal flytja tillögu
um að undirbúningsrannsóknum á
jarðgangagerð milli Egilsstaða og
Seyðisfjarðar verði flýtt vegna hafn-
araðstöðunnar fyrir Norrænu. Frels-
um líka Seyðfirðinga úr klóm nátt-
úruaflanna.
Nú koma Norðfjarðargöng
Eftir Guðmund
Karl Jónsson »Engin skynsemi var í
því að flytja fæðing-
ardeildina frá Egils-
stöðum til Neskaup-
staðar án þess að
meirihluti Austfirðinga
væri spurður álits.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 16 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
Einrúm
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Sófi úr hljóðísogsefni sem býr
til hljóðskjól í miðjum skarkala
opinna skrifstofurýma, auk
þess að bæta hljóðvist rýmisins