Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Á 50 ára afmæl- ishátíð Skálholts- kirkju á morgun, laugardag, flytur Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur fyrirlestur um hina fornu sögu- aldarskákmenn frá Ljóðshúsum – The Lewis Chessmen, og kenningu sína um að þeir séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna. Jafnframt verður efnt til sögulegs skákmóts þar sem teflt verður með eftirmyndum hinna fornu taflmanna. Tefldar verða sjö umferðir með tíu mínútna umhugs- un. Þátttakendafjöldi er takmark- aður. Skákklúbburinn Riddarinn annast mótshaldið. Fyrirlesturinn hefst kl. 13.30 og skákmótið í beinu framhaldi þar af. Taflmennirnir eru taldir hafa verið gerðir af Mar- gréti hinni oddhögu í Skálholti á dögum Páls biskups Jónssonar. Fornir taflmenn á Skálholtshátíð Söguald- arskákmaður Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Heyrir þú illa í margmenni? Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu. Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnar- fræðingi Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Finndu okkur á facebook í húsi sem er í eigu Minjaverndar en um er að ræða Franska spítalann, eitt helsta kennileiti Fáskrúðsfjarðar. Eins er ætlunin að stækka Foss- hótel Vatnajökul sem er staðsett á Lindarbakka skammt frá Höfn í Hornafirði úr 26 herbergjum í 66 og er það fjárfesting upp á 550 milljónir króna. Eigandi þess hótels er Hótel Vatnajökull ehf. sem er í eigu Ís- landshótela. Árið 2015 er ætlunin að opna Foss- hótel Jökul að Hnappavöllum í Öræf- um en að sögn þeirra feðga er þörfin mikil fyrir aukið gistirými á Suðaust- urlandi og þau hótel sem þar starfa ná ekki að anna eftirspurn. Óljóst er um eignarhald á því hóteli en Ólafur segir að þegar verkefnin eru ekki mjög stór þá eigi Íslands- hótel einnig viðkomandi húsnæði en þegar um stórar fjárfestingar er að ræða eins og á Hnappavöllum er reynt að fá fleiri hluthafa að. Alls er um að ræða 80 herbergja hótel á Hnappavöllum og er fjárfestingin metin á 900 milljónir króna. Þrjár stjörnur plús Það sama ár mun síðan nýja hótelið á Höfðatorgi taka til starfa undir heitinu Fosshótel Reykjavík. Þar verður eignarhaldið í höndum eign- arhaldsfélagsins Höfðahótel en það er í eigu Péturs Guðmundssonar, for- stjóra Eyktar, og Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið verða 342 her- bergi á því hóteli og meta Íslands- hótel sína fjárfestingu í verkefninu upp á 500 milljónir króna en heild- arkostnaður við verkefnið er átta milljarðar króna. Ólafur segir að ákveðið hafi verið að hótelið verði rekið undir merkjum Fosshótela þar sem það hafi vantað hótel af þessum klassa hjá keðjunni í Reykjavík. Hótelið verður þrjár stjörnur plús Að sögn Davíðs er ljóst að það er næg þörf fyrir fleiri hótel á Íslandi og ekki síst í Reykjavík. Í dag eru ferðaskrifstofur helstu viðskiptavinir Fosshótela, um 70% af gestum hót- ela Fosshótela koma í gegnum ferða- skrifstofur en 30% eru einstaklingar sem sjá um sínar bókanir sjálfir. Þetta er hins vegar að breytast og það verður sífellt algengara að fólk sé á eigin vegum, einkum og sér í lagi ferðamenn sem bóka gistingu í Reykjavík, segir Davíð. „Asíubúum hefur fjölgað mjög í hópi ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands, Ameríka er líka mjög sterk og Bretar hafa aldrei verið jafn fjölmennir í ferðamannahópnum sem kemur hingað til lands og nú,“ segir Davíð. Spurðir um stuttan byggingar- tíma hótelsins við Höfðatorg eða ein- ungis tæp tvö ár segja þeir að ljóst sé að verktakafyrirtækið Eykt, sem annast bygginguna, verði að halda vel á spöðunum. En þeir efast ekki um að það takist að ljúka hótelinu ár- ið 2015. Langt er síðan tekin var ákvörðun um framkvæmdirnar á Höfðatorgi en vegna hrunsins var bygging hót- elsins sett í salt árið 2010. Hins vegar hefur Íslandshótel verið með í mynd- inni um að reka hótelið þar allt frá upphafi, að sögn Ólafs. Þar verður rekinn veitingastaður af Íslandshótelum og sennilega þrír litlir fundarsalir enda er Grand Hótel ráð- stefnuhótel og því telja þeir feðgar óþarft að bæta við fleiri ráð- stefnusölum við alla þá sali sem nú eru í boði í Reykjavík. Veitingastaðnum verður einkum ætlað að þjónusta gesti á hótelinu. Alls verða stöðugildin rúmlega 100 talsins sem er ekki ósvip- að því sem er á Grand Hótel í dag. Árið 2016 er stefnt að því að búið verði að stækka Fosshótel Húsavík úr 70 herbergjum í 114 og eins eru ýms- ar hugmyndir í gangi varðandi Reyk- holt í Borgarfirði og að styrkja önnur hótel sem þegar eru í rekstri. Þeir Ólafur og Davíð eru sammála um að það megi heldur ekki fara of geyst því um miklar fjárfestingar er að ræða. Hótel gorkúlur dagsins í dag Hótel rísa nú líkt og gorkúlur í Reykjavík og víðar og óttast ýmsir að ferðaþjónustan sé á svipaðri leið og loðdýraræktun og laxeldi var á árum áður. „Jú, að sjálfsögðu veltir maður ýmsum hlutum fyrir sér og vill ekki fara of geyst. En það er ljóst að þörfin er fyrir hendi. Þegar við byrjuðum ár- ið 1992 voru ekki margir bankamenn og fjárfestar sem höfðu trú á ferða- þjónustunni enda brenndir af fjárfest- ingum sem fóru illa. En nú hafa þess- ar greinar eins og fiskeldi og loðdýraræktun komið til baka og nú má segja að ferðaþjónustan hafi slitið barnsskónum og sé orðin að alvöru at- vinnugrein.“ Landnám í öllum fjórðungum  Stærsta hótel landsins er meðal verkefna sem Íslandshótel taka þátt í  Fyrirtækið hefur nýverið gengið frá kaupum á Blómavalslóðinni við Sigtún  Saga fyrirtækisins nær aftur til 1992 Morgunblaðið/Eggert Fjölskyldufyrirtæki Feðgarnir Davíð T. Ólafsson og Ólafur Torfason. Teikning/PK arkitektar Turn Hótelbyggingin snýr að Bríetartúni en turninn er alls 16 hæðir. Þar af eru níu hæðir inndregnar. Um 17 þúsund fermetra byggingu er að ræða. Hótel í eigu Íslandshótela Fosshótel Vestfirðir Fosshótel: Baron og Lind Reykjavíkurhótel: Hótel Reykjavík Hótel Reykjavík Centrum Grand Hótel Fosshótel Reykholt Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar Fosshótel Húsavík Fosshótel Vatnajökull Fosshótel Skaftafell Fosshótel Mosfell SVIÐSLJÓS Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Stærsta hótel landsins er meðal verk- efna sem Íslandshótel taka þátt í en það hótel mun rísa á Höfðatorgi líkt og kom fram á mbl.is á þriðjudag. Hótelið verður sextán hæðir, þar af verða níu hæðir inndregnar, mun snúa að Bríetartúni (áður Skúlatún) þannig að Skúlagata og Harpa munu blasa við gestum hótelsins. En þetta er ekki eina verkefnið sem eigendur Íslandshótela eru að vinna að því á næstu árum munu rísa ný hótel á landsbyggðinni sem verða rekin af fyrirtækinu og nýverið var gengið frá kaupsamningi á lóðinni við hlið Grand hótels, svokallaðri Blóma- valslóð, við Sigtún en lóðin var í eigu verktakafyrirtækisins Eyktar. Ekki liggur fyrir hvað verði á lóðinni enda er slíkt unnið í samvinnu við íbúa í ná- grenninu og skipulagsyfirvöld. Fjölskyldufyrirtæki Eigendur yfir 90% hlutar Íslands- hótela er Ólafur Torfason, sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, og fjölskylda. Um sannkallaðan fjöl- skyldurekstur er að ræða því öll fjöl- skyldan kemur að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Sonur hans, Davíð T. Ólafsson, er fram- kvæmdastjóri Íslandshótela. Að sögn Ólafs var fyrirtækið Ís- landshótel stofnað í fyrra en það rek- ur tvær hótelkeðjur, Reykjavík- urhótel sem fjölskyldan stofnaði árið 1992, og Fosshótel sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar og meðeigenda í þó nokkur ár en sú keðja var stofnuð árið 1996. Alls eru tíu Fosshótel nú í rekstri á landsbyggðinni og þrjú hót- el eru rekin undir merkjum Reykja- víkurhótela. Áður en Íslandshótel var stofnað voru rekin mörg félög í eigu sömu að- ila en við fjárhagslega endur- skipulagningu fyrir tveimur árum var reksturinn sameinaður undir einni kennitölu. Aðspurður hvernig samstarfið gengur líta þeir Ólafur og Davíð hvor á annan og brosa. „Þetta getur ekki verið betra og þetta eru hörkudug- legir krakkar,“ segir Ólafur en tekur fram að það sé nú einu sinni þannig að maður geri meiri kröfur til barnanna sinna en annarra. Franski spítalinn verður hótel Á næsta ári er ætlunin að opna Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði. Þar er um að ræða 26 herbergja hótel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.