Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 RAX Við Skógafoss Fossdynurinn og úðinn úr Skógafossi skapa töfrandi umhverfi við þessa náttúruperlu. Parið á myndinni hljóp nær til að njóta áhrifanna sem best. Íslenskir fjölmiðlar hafa ítrekað haft eftir málsmetandi fólki að fjölgun erlendra gesta til landsins á und- anförnum misserum sé öll að þakka eldgosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 og þeirri miklu umfjöllun sem það fékk. Að mati þeirra virðist nýtt eldgos eina for- senda þess að fjölgunin haldi áfram á næstu árum. Ég tel að hér sé um mikla einföldun að ræða sem byggist á vissu skilningsleysi á þeim lög- málum sem almennt gilda um mark- aðs- og sölumál. Vissulega fékk eld- gosið mikla athygli, en athyglin ein og sér leiðir ekki til þess að kaupendum vöru eða þjónustu fjölgi. Fjölmörg dæmi sýna að athygli án nauðsyn- legrar eftirfylgni skapar engin við- skipti. Af íslenskum dæmum má velta því fyrir sér hversu margir gestir lögðu leið sína til landsins eftir fyrri eldgos t.d. í Surtsey og Heimaey eða eftir leið- togafundinn í Höfða og skákmótið fræga milli Fischers og Spasskís. Vöktu þessir atburðir þó ómælda athygli er- lendis og eru oft sagðir hafa komið Íslandi á kortið. Af erlendum at- burðum sem vakið hafa mikla athygli og fengið umfjöllun í öllum fjöl- miðlum heimsins má nefna flóðbylgjurnar í Taílandi og Japan. Enginn hefur haldið því fram að þær hafi aukið ferðamannastraum til þessara landa. Öflugt markaðsstarf Athygli er vissulega fyrsta stig markaðssetningarinnar, en henni þarf að fylgja markaðsstarf sem skapar áhuga á vörunni/þjónustunni og síðan löngun til eignast hana eða kaupa. Kaupin sjálf (aðgerðin) er svo síðasta stig markaðsfærslunnar. Hér á landi hafa fjölmargir aðilar lagt hönd á plóg til að skapa þennan áhuga og löngun til að sækja Ísland heim. Íslenskir söluaðilar sækja ferðasýningar í öllum heimsálfum til að koma þjónustu sinni á framfæri og halda úti vefsíðum sem kynna og selja þjónustu þeirra; sama gera er- lendir aðilar sem sérhæfa sig í Ís- landsferðum. Icelandair er með öfl- ugt markaðs- og sölustarf á helstu mörkuðum og með einstakt leiðakerfi sem tengir okkur við þessa markaði; og flugfélög á borð við WOW, Easy Jet og Norwegian leggja snörur sínar fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn víða um lönd. Þá slær hið margverðlaunaða sam- starfsverkefni Ísland allt árið (Inspi- red by Iceland) á marga strengi markaðssetningarinnar til að skapa stemmingu fyrir Íslandi og breiða út þann boðskap að landið sé fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar – einkum að vetri til. Að ógleymdu því almenna kynningarstarfi sem unnið er hjá markaðsskrifstofum landshlut- anna, Höfuðborgarstofu, Ráð- stefnuborginni Reykjavík, Iceland Naturally og Íslandsstofu. Erlend blöð og fagtímarit s.s. National Geog- raphic, Lonely Planet, The Guardian o.fl. hafa valið Ísland sem áhugaverð- asta staðinn til að heimsækja í ár m.a. vegna náttúrunnar, en einnig vegna menningarinnar og fólksins sjálfs. Í flestum tilvikum koma fulltrúar þess- ara fjölmiðla og fjölmargra annarra til landsins að frumkvæði og í boði ofangreindra aðila. Allir hagnast Niðurstaða þessa margháttaða markaðsstarfs er mikil fjölgun ferða- manna jafnt að vetri sem sumri, mikil tekjuaukning hjá þjónustufyr- irtækjum og ekki bara þeim sem til- heyra hinni hefðbundnu ferðaþjón- ustu, heldur ekki síður hjá fjölbreyttri flóru aðila – allt frá skart- gripasölum og bensínsölum til korta- fyrirtækja og símafyrirtækja, svo ekki sé minnst á auknar skatttekjur hins opinbera. Nýlegar skýrslur bankanna sýna að hagvöxt og fjölgun starfa að undanförnu megi rekja beint til þeirrar grósku sem nú er í ferðaþjónustunni. Við erum því öll að hagnast á komu hinna erlendu gesta. Ég leyfi mér að fullyrða að án þessa markaðsstarfs hefði gosið í Eyjafjallajökli ekki haft nein veruleg áhrif á fjölgun ferðamanna til lands- ins. Við þurfum ekki að bíða eftir næsta eldgosi til að efla hag ferða- þjónustunnar til framtíðar, heldur tryggja áframhaldandi öfluga kynn- ingu á Íslandi erlendis, um leið og við styrkjum þá innviði sem ferðaþjón- ustan byggist á og verndum á mark- vissan hátt viðkvæm svæði víða um land. Þá mun hagur landsmanna allra af ferðaþjónustunni halda áfram að dafna, tekjur að aukast og störfum fjölga. Eftir Jón Ásbergsson » Fjölmiðlar hafa ítrekað eftir máls- metandi fólki að fjölgun erlendra gesta sé að þakka eldgosi í Eyja- fjallajökli. Ég tel að um einföldun sé að ræða Jón Ásbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Eldgos og fjölgun ferðamanna Grein Óla Björns Kárasonar í Morg- unblaðinu síðasta mið- vikudag er óvenju skýrt dæmi um þegar rangar ályktanir eru dregnar af réttum tölum. Stöplarit- ið sem Óli Björn birtir með grein sinni segir nefnilega allt aðra sögu en þá sem er í greininni sjálfri – og tek ég mér það bessaleyfi að endurbirta myndina hér með litum, lesendum til glöggv- unar. Af þessari mynd dregur Óli Björn þá ályktun að formbreyting á rekstri RÚV vorið 2007 hafi engu breytt um „krónískt tap“ Rík- isútvarpsins og að því sé að blæða út. Glöggir lesendur sjá að stöplaritið sýnir þvert á móti allt annað og styður ályktanir sem eru algjörlega gagn- stæðar þeim sem Óli Björn dregur. Í grófum dráttum má skipta þess- ari 10 ára afkomusögu Ríkisútvarps- ins, sem birtist á myndinni, í þrennt. Fyrsti hlutinn nær fram að form- breytingunni vorið 2007 og staðfestir það sem Óli Björn og allir aðrir vissu um áratugalangan „krónískan“ taprekstur RÚV fram að þeim tíma. Við taka svo tvö rekstrarár þar sem megináhrif aðdraganda hrunsins og hrunið sjálft koma fram með miklu bókhaldslegu tapi. Bókhaldslegu, segi ég, því rekstrarafkoma RÚV fyrir fjármagnsliði hefur aldrei verið betri en einmitt árið 2008/09 með EBIDTA hagnað upp á 857 milljónir króna en samt tap upp á 271 milljón króna vegna áhrifa hruns- ins á fjármagnsliði. Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafnvægi – með hagnað upp á 45 milljónir króna að meðaltali á ári. Undirritaður lýsti því yfir margoft í ræðu og riti að það myndi taka tvö ár frá formbreytingunni 2007 að koma rekstri RÚV í jafnvægi eftir langvar- andi tap. Þetta tókst, eins og sjá má á meðfylgjandi stöplariti Óla Björns, þrátt fyrir að í millitíðinni hafi orðið eitt stykki hrun, sem ekki var gert ráð fyrir þegar orðin féllu. Af þessu má sjá hversu ranga ályktun Óli Björn dregur af eigin talnalegu framsetningu. Hún sýnir þvert á móti að endi hefur verið bund- inn á „krónískt tap“ Ríkisútvarpsins og „blæðingin“ stöðvuð. Það er óþarfa hæverska hjá sjálfstæðismönnum eins og Óla Birni að halda ekki til haga þeirri staðreynd að sú form- breyting á rekstri RÚV sem þáver- andi menntamálaráðherra þeirra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, stóð fyrir 2007 var einmitt lykillinn að því að unnt var að snúa langvarandi tapi til jafnvægis. Í seinni hluta greinar sinnar lýsir Óli Björn skoðunum sínum á því hvernig RÚV á að vera í laginu. Um þær ætla ég ekki að deila hér. Hann og aðrir eru frjálsir að skoðunum sín- um á því hvort leggja eigi Rík- isútvarpið niður, skera það niður eða selja. Þær skoðanir verða Óli Björn og aðrir hins vegar að styðja öðrum rök- um en röngum ályktunum af afkomu- tölum RÚV. Eftir Pál Magnússon Páll Magnússon Höfundur er útvarpsstjóri. » Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafn- vægi – með hagnað upp á 45 milljónir króna að meðaltali á ári. Rangar ályktanir af réttum tölum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.