Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 35
hraustir. Í því felst að þeir fá ráðgjöf áður en hallar undan fæti hjá þeim og er gott dæmi um fyrirbyggjandi heilsuvernd. Fyrirmyndin er frá Danmörku þar sem þetta er í lögum en við hófum þetta starf hér árið 2000 og það er enn í gangi og hefur gefið góða raun.“ Frá maí 2012 hefur Inga starfað hjá heimahjúkrun Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri og und- anfarna 12 mánuði sem for- stöðumaður. „Það er vaxandi þjónusta hér og þjónustuþörf og margs að gæta. Markmiðið er að auka þjónustu í heimahúsum og draga úr vistun á þjónustustofn- unum. Annars eru skjólstæðingar okkar á aldrinum eins árs og upp úr. Þessar áherslur gilda hjá öllum.“ Einnig hefur Inga unnið við kennslu og t.d. kennt við Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar undanfarin þrjú ár. Hún hefur einnig haldið fjöl- marga fyrirlestra sem tengjast hennar fagi, við ýmsar stofnanir. Söngkona og skáti Inga söng með hljómsveit föður síns, Ingimars Eydal, frá 16 ára aldri og allt til andláts hans og rak eftir það sína eigin hljómsveit til ársins 1999. „Eftir það hef ég sungið við hin ýmsu tilefni og að miklu leyti haft sönginn sem tómstundagaman og áhugamál, ýmist ein, með hljóm- sveitum og með kórum.“ Hún gaf út eigin geisladisk árið 2009 sem nefn- ist „Ástarljóðið mitt“. Inga hefur verið meðlimur skáta- hreyfingarinnar frá unga aldri. „Ég starfa enn með þeim ágæta fé- lagsskap, nú með eldri skátum og nýt þess mjög.“ Einnig hefur hún tekið þátt í ýmsum félagsstörfum, var formaður Norðausturlands- deildar Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, formaður Kórs Ak- ureyrarkirkju og sat í stjórn Barnaheilla, svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef mikinn áhuga á menningar- málum og veit fátt skemmtilegra en að fara á góða tónleika, í leikhús og á listsýningar, heima og að heiman. Akureyri er í dag kjörin til slíkra tómstunda. Ferðalög eru mér einnig hugleikin, bæði innanlands og utan, og ekki hvað síst að njóta samvista við mína góðu fjölskyldu og kæra vini.“ Fjölskylda Sonur Ingu er Ingimar Björn Ey- dal, f. 10.3. 1986, útsendingar- og tæknistjóri í Reykjavík. Maki: Kar- en Eva Halldórsdóttir, f. 16.6. 1989, læknanemi. Faðir Ingimars er Davíð Valsson, f. 24.3. 1962, sölumaður á Akureyri. Systkini Ingu eru Guðný Björk Eydal, f. 21.5. 1962, doktor í félags- ráðgjöf og prófessor við Háskóla Ís- lands. Maki: Tómas Björn Bjarna- son, f. 2.2. 1965, rannsóknarstjóri Capacent; Ingimar Eydal, f. 20.6. 1966, landfræðingur og starfar hjá Isavia á Akureyri. Maki: Stella Gúst- afsdóttir, f. 31.7. 1968, kennari og deildarstjóri við Brekkuskóla; Ásdís Eyrún Eydal, f. 3.7. 1975, kennari og er deildarstjóri í Laufásborg í Reykjavík. Maki: Einar Björn Erl- ingsson, f. 11.6. 1970, rekstrarfræð- ingur og starfar hjá Motus. Foreldrar Ingu eru Ingimar Ey- dal, f. 20.10. 1936, d. 10.1. 1993, tón- listarmaður og kennari á Akureyri, og Ásta Sigurðardóttir, f. 20.2. 1943, sjúkraliði á Akureyri. Úr frændgarði Ingu Dagnýjar Eydal Inga Dagný Eydal Ingimar Eydal ritstjóri og kennari á Akureyri Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja á Akureyri Hörður Ólafur Eydal mjólkuriðnaðarmaður á Akureyri Pálína Indriðadóttir Eydal húsfreyja á Akureyri Ingimar Eydal tónlistarmaður og kennari á Akureyri Indriði Finnbogason sjómaður á Fáskrúðsfirði Guðný Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði Haraldur Sigurðsson vélstjóri í Reykjavík Alice Sigurðsson húsfreyja í Reykjavík Sigurður Haraldsson vélstjóri í Reykjavík Sigurlaug N. Halldórsdóttir húsfr. og verkakona í Rvík Ásta Sigurðardóttir sjúkraliði á Akureyri Halldór Jóhannesson verkstjóri á Akureyri Jónína V. Halldórsdóttir húsfreyja á Akureyri Í Lystigarðinum Inga syngur oft í garðinum við góð tækifæri. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Svanborg Ingimundardóttir,húsfreyja í Goðdal í Bjarnar-firði á Ströndum, fæddist 19. júlí 1913. Hún lést 12. desember 1948 þegar snjóflóð féll á bæinn í Goðdal. Í Goðdal bjó Svanborg ásamt eig- inmanni sínum, Jóhanni Kristmunds- syni, og börnum þeirra, Bergþóri, Hauki, Erlu, Svanhildi og Ásdísi. Elstu börnin þrjú, Bergþór, Haukur og Erla, voru fjarverandi í skóla þeg- ar snjóflóðið féll. Aðrir heimilismenn í Goðdal voru Jónína Jóhannsdóttir, föðursystur Jóhanns bónda, Guðrún dóttir hennar og Jónas Sæmundsson, sonur Guðrúnar. Flóðið varð um sexleytið á sunnu- degi þegar heimilisfólk var í eldhús- inu. Skyndilega heyrðist gríðarlegur hávaði og snjóflóð skall á bæinn og færði hann í kaf. Talið er að Svan- borg, sem var 35 ára, hafi látist svo til samstundis, ásamt Jónínu sem var 75 ára og Guðrúnu, 53 ára. Ekki var langt á milli Jóhanns og Jónasar í snjóflóðinu og gátu þeir lengi vel talast við og um tíma heyrð- ist einnig í Ásdísi litlu sem var tveggja ára, en svo þagnaði hún. Loks hætti Jóhann að heyra í Jónasi. Enginn kom að bænum í Goðdal fyrr en fjórum sólarhringum eftir að flóðið féll. Jóhann bóndi fannst á lífi en hann hafði verið með meðvitund allan þann tíma sem hann lá í snjón- um. Jónas fannst með lífsmarki en andaðist fljótlega. Hann var 19 ára gamall. Svanhildur, sjö ára dóttir Jó- hanns og Svanborgar, náðist á lífi en lést skömmu síðar úr hjartabilun. Jóhann Kristmundsson var 42 ára er slysið varð og lifði í nokkur ár eftir það. Til eru áhrifamikil viðtöl við hann og vel ritaðar frásagnir hans um harmleikinn. Bergþór, sonur Svanborgar og Jó- hanns, lýsti móður sinni svo: „Hún var greind kona, hlédræg, hljóðlát og blíð. Hún var afar dugleg og iðju- söm.“ Emil Als, sem var í sveit í Goð- dal árið 1938, skrifaði um þá dvöl sína í sunnudagsblað Morgunblaðsins ár- ið 2003 og sagði: „Svanborg var þýð í framkomu og stýrði heimili sínu með festu sem hún lét ekki bera mikið á. Minningar um hana eru allar þægi- legar.“ kolbrun@mbl.is Merkir Íslendingar Svanborg Ingi- mundardóttir 90 ára Haraldur Hákonarson Magnús A. Ólafsson Stefán Helgason 85 ára Ársól M. Árnadóttir Jón Þorláksson Lilja Guðmundsdóttir Margrét Gísladóttir Þórður Kr. Júlíusson 80 ára Guðný Magna Einarsdóttir 75 ára Helga Haraldsdóttir Sigrún Rafnsdóttir Sveinsína Kristinsdóttir 70 ára Auður Dagný A. Georgs- dóttir Guðmundur Finnsson Inga Hrafnbjörg Björnsdóttir Jóhann I. Jóhannsson María Sæmundsdóttir 60 ára Aðalbjörg Þorvarðardóttir Hallgrímur Guðmundsson Hörður Lúðvíksson Sigrún Jónsdóttir Svanhildur F. Guðmunds- dóttir Valþór Söring Jónsson 50 ára Árni Hörður Ragnarsson Brynja Guðmundsdóttir Gísli Lárus Valsson Guðmundur Einarsson Guðmundur Þór Þórhalls- son Gylfi Ívar Magnússon Jóna Kristín Kristjánsdóttir Kristbjörg Jónsdóttir Margrét Nanna Jóhanns- dóttir María Traustadóttir Paola Ýr Daziani Signhild B. Borgþórsdóttir Sigurður Magnús Skúlason Sigurður Magnússon Steinn Agnar Pétursson 40 ára Ásbjörg Valgarðsdóttir Fríða Kristín Jóhannesdóttir Helgi Aðalsteinsson Hjalti Rósinkrans Benedikts- son Ingvar Eyfjörð Jónsson Íris Jónsdóttir Kristmar Geir Björnsson Lilja Bjarney Ingimundar- dóttir Linda Mjöll Þorsteinsdóttir Magnús Benediktsson María Jónsdóttir Rasa Biziene Róbert Sverrisson Rósa Aðalsteinsdóttir Sigfús Helgi Guðjónsson Sæunn Eðvarðsdóttir Wieslaw Andrzej Zasa- dowski 30 ára Arnar Stefánsson Bergur Hallgrímsson Birna Guðmundsdóttir Davíð Vigfússon Guðmundur Björgvin Jóns- son Jakob Einar Jakobsson Kári Arnar Kárason Krzysztof Czajkowski Lawrence Ranka Sekento Magnús Árni Sigurðsson Sunna Kamilla Gunnars- dóttir Vilhjálmur Arnórsson Ævar Már Óskarsson Til hamingju með daginn 85 ára Gunnar ólst upp að Hofi í Hjaltadal, og starfaði sem verslunar- maður og múrari í Reykjavík. Maki: Kristín Jónsdóttir, f. 1926, d. 2004. Börn: Hilmar Hlíðberg, f. 1949, Karólína, f. 1954, Helga Þóra, f. 1957, og Brynja, f. 1962. Foreldrar: Páll Jóhann Þorleifsson, f. 1896, d. 1953, og Helga Jóhanns- dóttir, f. 1897, d. 1941. Gunnar Pálsson 40 ára Ragnheiður er Seltirningur og er heima- vinnandi húsmóðir í fæðingarorlofi. Maki: Jón Þorsteinn Guð- mundsson, f. 1972, krana- stjóri hjá Eimskip. Börn: Eva María, f. 2003, og Charlotta Christa, f. 2012. Foreldrar: Árni Ásgeirs- son, f. 1948, bílasali, og Gunnhildur Magnúsdóttir, f. 1949, hárgreiðslumeist- ari, bús. á Seltjarnarnesi. Ragnheiður B. Árnadóttir 60 ára Sigríður er frá Hofi í Öræfum og vinnur á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga. Maki: Elías Guðmunds- son, f. 1949, málari. Börn: Guðmundur Þór, f. 1977, Þuríður Ósk, f. 1979, og Magnús Ásgeir, f. 1984. Foreldrar: Magnús Þor- steinsson, f. 1897, d. 1987, og Þuríður Halldóra Sigjónsdóttir, f. 1912, d. 1979, bændur á Hofi. Sigríður Magnúsdóttir bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.