Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 10
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Það eru engar ýkjur á aðstæðum í ofanverðumtexta. Slíkt er allalgengt þegar Daníel HaukurArnarson stígur á svið. En hver er þessi ungidrengur og hvenær byrjaði hann að syngja? „Ég
byrjaði að koma fram á unglingsárum í grunnskólanum í
Þorlákshöfn en þar er ég uppalinn. Ég fór síðan alveg á
fullt í þetta eftir að ég fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þá
kynntist ég algjörum snillingi, gítarleikaranum Fannari
Frey og við spiluðum hér og þar og alls staðar. Ég hef
rosalega gaman að því að syngja og þá sérstaklega rólegar
ballöður, euro-popptónlist og klassík.“ Daníel var í nokkr-
um hljómsveitum og tók meðal annars þátt í Músíktil-
raunum með rokkhljómsveitinni The Assassin of a Beauti-
ful Brunette fyrir nokkrum árum. „Við spiluðum mjög
dramatíska rokktónlist með svakalegum melódíum. Við
lentum í þriðja sæti og hljómsveitin var valin hljómsveit
fólksins. Við vorum í stúdíói og að radda og að gera ým-
islegt í eitt og hálft ár og þetta var mikill skóli fyrir mig.
Ég fann samt alltaf að ég átti hvorki heima í rokki né
hljómsveit. Poppbransinn höfðar meira til mín.“
Syngur fyrir kaffibaunir
Daníel sótti nokkra söngtíma hjá Öldu Ingibergs-
dóttur, sópransönkonu í Íslensku óperunni og leiðbeindi
hún honum með nokkur undirstöðuatriði. „Hún kenndi
mér að passa upp á röddina, byggja upp þol, öndun og að
hlusta á og syngja lög. Eftir að ég var hjá henni hef ég ver-
ið að æfa upp á eigin spýtur.“ Daníel Haukur vinnur hjá
Te&Kaffi í Aðalstræti og nýtur góðs af velvild eigendanna
og framkvæmdastjórans sem hafa boðið honum að æfa í
kaffibrennslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. „Ég nýti mér
það óspart og get verið þar að syngja í marga klukkutíma.
Þar er bæði góður hljómur og góð lykt. Það er reyndar
mjög gaman að syngja fyrir kaffibaunirnar og ég trúi því
að kaffið bragðist betur fyrir vikið,“ segir Daníel og hlær.
Söngur Daníels ómar ekki aðeins í kaffibrennslunni, hann
syngur alltaf í bílnum og lengir gjarnan ferðirnar til að
geta sungið meira. „Þá er ég bara með undirspil í bílnum
og er í eigin heimi. Ég áttaði mig síðan ekki á því fyrr en
fyrir svona tveimur árum að ég er ekkert inni í einhverri
einangraðri kúlu þegar ég er að keyra og það heyrist í
raun allt sem ég syng, en það er allt í lagi.“
Páll Óskar á veggjunum
Það leikur forvitni á að vita hvað verður til þess að
svona ungur og efnilegur, áður rokksöngvari úr Músiktil-
raunum heillast af klassískum söng. „Ég held að þetta hafi
kviknað út frá jólalögum. Mér fannst þessi hátíðlegu lög
alltaf vera þau fallegustu. Svo fór ég að hlusta á þau og þá
sem sungu þau og valdi úr þá sem ég vildi herma eftir og
einhvern veginn endað ég alltaf á þessum stóru söngv-
urum. Ég heillaðist mikið af Pavarotti, Plácido Domingo,
Andrea Bocelli og þessum stóru körlum með miklar radd-
ir.“ Daníel kemur gjarnan fram með hinni litríku Sigríði
Klingenberg og er hún óspör á að lofa hann við þau tilefni.
„Sigga hefur mikið verið að hjálpa mér, og ekki bara mér,
hún hjálpar svo mörgum. Hún er svo ofsalega indæl. Ég
kynntist henni þegar hún var að skemmta og ég að syngja
á konukvöldi á Selfossi. Við horfðum hvort á annað og al-
gjörlega smullum saman, við vissum strax að við yrðum
vinir. Aldursmunurinn breytir engu enda veit maður ekk-
ert hvað Sigga er gömul. Hún gæti verið 30 ára, 70 ára eða
jafnvel 10 ára. Hún er svo skemmtileg, fyndin, frjáls og
yndisleg og gefur fólki svo góð ráð. Það er mjög gott að
hafa hana með sér í lífinu.“
Sigríður Klingenberg kynnir hann á svið sem næstu stórstjörnu okkar Íslendinga
og lofar því að salurinn muni rísa á fætur þegar stjarnan hefur sungið. Það er
hváð í salnum og efinn leynir sér ekki þegar hinn ungi Daníel Haukur Arnarson
stígur fram, hógvær í fasi. Hann syngur þrjú lög og að þeim loknum eru tár þurrk-
uð af hvarmi, lófaklappið dynur og salurinn rís. Hver er þessi vonarstjarna?
Söngvarinn Daníel Haukur segir það gefa sér einna
mest að koma fram í brúðkaupum og jarðarförum.
Söng í Flateyjar-
kirkju um miðja nótt
Ljósmynd/Magnús Stefán Sigurðsson
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) • Kópavogi • sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is
Rúmgott er eini aðilinn á
Íslandi sem býður upp
á legugreiningu.
ÍS
LE
N
SK GÆ
I60
ÁR
ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA
LEGUGREININGU
20-50%
afsl. af öllum
heilsurúmum
Hljómsveitin Hymnalaya hefur sent
frá sér sína fyrstu breiðskífu og
mun sveitin fagna henni með tón-
leikum í 12 Tónum á Skólavörðustíg
í dag klukkan hálfsex. Platan, sem
ber nafnið Hymns, var tekin upp í
Sundlauginni en Alex Somers, sem
tónlistarunnendur ættu að kannast
við, sér um hljóðblöndun plötunnar.
Hljómsveitin hefur verið starf-
andi í rúmt ár og kjarna sveit-
arinnar mynda Einar Kristinn Þor-
steinsson, Gísli Hrafn Magnússon,
Kristofer Rodriguez og Þórdís Björt
Sigþórsdóttir. Hymnalaya sækir
innblástur sinn í gamla sálma sem
þau klæða í þjóðlegan jaðarpopp-
og sveimbúning. Nánar má kynnast
tónlist sveitarinnar á heimasíðu
hennar, hymnalayamusic.com, en
þar má auk þess finna hvers kyns
upplýsingar sem og tónlistar-
myndband.
Vefsíðan www.hymnalayamusic.com
Plata Sveitin hefur verið starfandi í rúmt ár og er að gefa út sína fyrstu plötu.
Hymnalaya spilar í 12 Tónum
Kaffistofan við Hverfisgötu 42
iðar jafnan af lífi og virðist það
ekki ætla að breytast. Sýn-
ingin Samband við andaheim-
inn verður opnuð þar klukkan
18 í dag en það er Sigrún Hlín
Sigurðardóttir sem stendur á
bak við sýninguna. Meðal þess
sem gestir og gangandi munu
kynnast er Andrés Önd, and-
efni, andatrú og sannanir fyrir
lífi eftir dauða. Þeir sem ekki
komast á sýninguna í dag
þurfa þó ekki að örvænta því
einnig verður hægt að kíkja á
sýninguna á morgun, á sunnu-
daginn og á mánudaginn á
milli klukkan 15 og 19.
Endilega…
Fætur Meðal verka á sýningunni.
… skellið ykkur í Kaffistofuna
Sjálfboðaliðasamtökin Seeds bjóða
nú fólki á aldrinum 18 til 25 ára að
taka þátt í ungmennaskiptunum
Melting Potes: An Artistic Adventure
About Cultural Diversity sem mun
fara fram í bænum Saint Julien en
Beauchêne í Frakklandi dagana 5. til
26. ágúst.
Þetta er annað árið í röð sem sam-
tökin taka þátt í verkefninu en það
gengur út á það að fá ungmenni með
ólíkan bakgrunn, gjarnan frá mis-
munandi Evrópulöndum, til að vinna
saman að fjölbreyttum verkefnum
sem tengjast meðal annars fjölmenn-
ingu, listsköpun og umhverfisvernd.
Þátttakendur munu taka þátt í ýms-
um verkefnum og munu meðal ann-
ars skapa sín eigin verk auk þess að
taka þátt í stærri verkefnum á borð
við Gerum það saman, sem í ár geng-
ur út á sjónræna list og endurvinnslu.
Undir lok dvalarinnar verður síðan
hátíð þar sem þátttakendum býðst
að sýna verk sín á sýningu og koma
þannig hæfileikum sínum á framfæri.
Umsóknarfresturinn er til miðnættis
mánudaginn 22. júlí. Allar nánari
upplýsingar má finna á vefsíðunni
seeds.is.
Listrænt verkefni í bænum Saint Julien en Beauchêne
Ungmennum boðið til Frakklands
Frakkland Fegurðin er mikil í Saint Julien en Beauchêne. Þar fer verkefnið fram.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.