Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Það sem af er ári hefur verið ekið á minnst 72 ær og lömb í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Bóndi í Álftafirði segir á fréttavefnum bb.is að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt í júní og júlí. „Ég held að ég sé búinn að missa 24 eða 25 ær eða lömb. Í venjulegu ár- ferði eru þetta 10-12 kindur og mest fimmtán,“ segir Guðmundur Halldórsson, bóndi að Svarthamri í Álfta- firði. „Það er hægt að gera ýmislegt til að laga ástand- ið, s.s. að girða veginn af sem Vegagerðin á að sjá um. Það er verið að girða hluta svæðisins núna vegna þessa.“ Ekið á minnst 72 ær á Vestfjörðum Vegafé getur verið varasamt. Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Litir: grátt og svart Nýjar gallabuxur frá Léttar dúnúlpur í björtum litum Verð 16.990 Kringlunni 4 Sími 568 4900 Mikið úrval af kápum og úlpum Laugavegi 63 • S: 551 4422 Nýtt Leðurlíki, gallabuxur Gardeur gallabuxnatilboð Svartar og bláar laxdal.is Vertu vinur á Sölufólk óskast Skemmtileg aukavinna! Hringdu núna og fáðu upplýsingar í síma 691-0808 Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870, friendtex.is og 568 2878, praxis.is Opið mán.-fös. kl. 11.00-17.00, lokað laugardaga Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Hátísku undirfatnaður frá París Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Hin árlega birkifræsöfnun Heklu- skóga er hafin, en nóg er af birkifræi víða um land og nú kominn réttur tími til að safna, segir í frétt frá Hekluskógum. Á sunnanverðu land- inu hefur fræið þroskast heldur seinna en undanfarin ár og ætti að vera hægt að safna því allan sept- embermánuð. Hekluskógar munu nýta fræið til sáninga í hálfgróin lönd t.d. í hraun og grýtt land þar sem erfitt getur verið að gróðursetja og verður fræinu sáð strax í haust. Hekluskóg- ar hafa starfað í rúm fimm ár og hafa það að markmiði að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu. Slíkir skógar minnka vikur- fok í kjölfar gjóskugosa úr Heklu og öðrum eldfjöllum. Með skógunum eykst fjölbreytni gróðurs og dýralífs á svæðinu. Í örstuttu máli snýst fræsöfnunin um að safna birkifrækönglum, helst af fallegum birkitrjám frá byrjun september og fram í byrjun október. Ná má miklu af fræi á stuttum tíma enda geta verið yfir 100 spírandi fræ í hverjum köngli af birki. Endurvinnslan hf. tekur við þeim birkifræjum sem safnað er í mót- tökustöðvum Endurvinnslunnar hf. að Knarrarvogi 4 og Dalvegi 28 og kemur þeim til Hekluskóga. Einnig má senda fræið beint til Hekluskóga í Gunnarsholti. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Birkifræjum safnað Sunnanlands ætti að vera hægt að safna fræjum út septembermánuð, samkvæmt upplýsingum frá Hekluskógum. Birkifræjum safnað fyrir Hekluskóga  Endurvinnslan tekur á móti fræi  Skógar minnka fok eftir gjóskugos mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.