Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 GLEROGSPEGLAR                                        SÍ A 196 9             !"     Stundum förum við aftur á bak í öryggis- málum, sennilega vegna þess að lítil eða engin umræða fer nú orðið fram um þessi mál í fjölmiðlum. Það er staðreynd að fjöl- miðlar áttu mjög stóran þátt í fækkun sjóslysa með ítarlegri umfjöllun sinni um þessi mál á sínum tíma. Felld hafa verið út ákvæði sem fjölluðu um bjölluskápa í kaflanum um slysavarnir í höfnum sem voru í reglugerð um hafnamál nr. 326/ 2004. Hafnarsamband Íslands lagði til við innanríkisráðuneytið að umrædd ákvæði yrðu felld út úr reglugerð um hafnir og var það gert með reglugerð nr. 584/2012 að fengnum jákvæðum umsögnum hafnaráðs og siglingaráðs. Fróðlegt væri að vita hvernig fulltrúar sjómanna í siglingaráði, sem nú hefur því miður verið lagt niður, hafa tekið þessari tillögu um að fella úr gildi þann hluta reglugerðar þar sem krafist er bjölluskápa á bryggjum, en bjöllu- skápur er einn hluti af örygg- isbúnaði hafna. Bjölluskápar voru og eru örygg- istæki í mörgum höfnum landsins þar sem þeim hefur verið haldið við, þeir eru eða voru tengdir við neyðarlínuna 112 en voru áður tengdir við lögreglustöðvar þar sem var sólarhringsvakt. Hér áður fyrr, áður en bjölluskápar komu til sögunnar, voru símar á bryggj- um sem almenningur gat gengið í og hringt að vild, þeir voru einnig ætlaðir og notaðir sem neyð- arsímar. Bjölluskápar eru fyrst og fremst neyðartæki ef slys ber að höndum og eru hugsaðir sem auð- veld leið til að ná í hjálp sem fyrst ef slys ber að höndum, það hefur ekkert breyst. En til þess að þeir megi teljast neyðar- og örygg- isbúnaður þurfa þeir alltaf að vera í lagi svo hægt sé að treysta þeim, þetta hefur því miður ekki alls staðar verið þannig. Í mjög mörg- um höfnum hefur þessi búnaður verið meira og minna í ólagi og þá ekki reynst það örygg- istæki sem til er ætl- ast. Aftur á móti hafa margar hafnir alltaf getað haldið þessum búnaði í góðu lagi. Hvaða rök hafa menn sem eru á móti bjölluskápum? Svarið við því er að þeir séu alltaf bilaðir og allt of dýrt að halda þeim við og þar með í lagi. Það sé því falskt ör- yggi að vera með þessi tæki meira og minna biluð við hafnirnar. Og í öðru lagi segja þeir sem ekki vilja bjölluskápa að allir sem leið eiga um hafnirnar séu nú þegar með farsíma upp á vasann og geti því hringt í 112 eða lögreglu ef slys ber að höndum. (Ekki treysti ég mér til að fullyrða það að allir sem eiga leið um hafnir séu með far- síma.) Hvað varðar bilaða bjöllu- skápa, þá er það rétt að bilaður bjölluskápur gefur auðvitað falskt öryggi, eins og allur annar bilaður öryggisbúnaður, en hvers vegna geta margir starfsmenn hafna ávallt haldið sínum bjölluskápum í lagi? Bjölluskápur sem er í lagi virk- ar á eftirfarandi hátt ef slys verða: Þegar hann er ræstur gefur hann strax samband við 112 eða vaktstöð sem hefur sólarhrings vakt, og blátt blikkandi ljós kvikn- ar þannig að allir á viðkomandi hafnarsvæði vita að þarna hefur orðið slys, þannig að allir sem eru á hafnarsvæðinu geta komið til hjálpar.“ Þannig virkar þetta ekki ef menn væru svo heppnir að vera með farsíma þegar þeir verða vitni að slysi. Viðkomandi tæki GSM- símann hringdi í 112 og tilkynnti slysið og hann einn og neyðarlínan vita þá að slys hefur orðið, og neyðarlínan getur þá byrjað að kalla til björgunarfólk, þarna er mikil munur á. Neyðar SOS- bjölluskápar við Reykjavíkurhöfn hafa sem betur fer ekki verið fjar- lægðir eins og kannski ætlast er til. Að taka út neyðarbjölluskápa er sjónarmið og niðurstaða þeirra manna sem fjalla um öryggismál hafna. Vonandi halda þær hafnir sem hafa verið með bjölluskápa í lagi áfram að halda þeim við. Það er mín skoðun að það auki öryggi þeirra manna sem eiga leið um þær hafnir. En mér er sagt að lagt hafi verið til í Siglingaráði að setja heimildarákvæði um að hafn- ir mættu hafa bjölluskápa ef þær vildu, en það ótrúlega gerðist að þessi tillaga var felld og því eiga ekki að vera bjölluskápar í höfn- um landsins. Ég hef á mínum sjómannsferli þrisvar þurft að nota hafnarneyð- arsíma þegar menn höfðu fallið í höfnina í Vestmannaeyjum, í öllum tilfellum í svartamyrkri. Í tveimur tilfellum gátum við með hjálp lög- reglu og nærstaddra sjómanna bjargað manni frá drukknun úr grútarblandaðri höfninni. En í þriðja tilfellinu var það of seint. Ég hef því efasemdir um að það hafi verið rétt ákvörðun að fella neyðarbjölluskápa út úr umræddri reglugerð. Eru neyðarbjölluskápar í höfnum óþörf öryggistæki? Eftir Sigmar Þór Sveinbjörnsson » Stundum förum við aftur á bak í örygg- ismálum, sennilega vegna þess að lítil eða engin umræða fer nú orðið fram um þessi mál í fjölmiðlum. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Höfundur er fyrrverandi stýrimaður, skipaskoðunarmaður og áhugamaður um öryggismál sjómanna. Í nýrri mannfjölda- spá Hagstofunnar kemur fram að gert er ráð fyrir að Ís- lendingum fjölgi um 33% til ársins 2060 þegar þeir verða orðnir rúmlega 430 þúsund talsins. Að sama skapi hækkar meðalaldur en nú mega íslenskar konur almennt gera ráð fyrir því að verða 84 ára og karlar 81 árs. Árið 2060 mun meðalaldurinn hafa hækkað í rúm 88 ár hjá konum og tæplega 87 ár hjá körlum. Við, sem störfum í þjónustu við aldraða, fylgjumst eðlilega mjög vel með þróuninni. Almennt má segja að fjölgun í hópi eldri borgara verði um 30% á hverjum áratug sem framundan er. Svo þetta sé sett í nánara sam- hengi fjölgar þjónustuþegum í öldrunarþjónustu á Íslandi um 3-4% á hverju einasta ári næstu áratugina. Við höfum í mörg undanfarin ár bent stjórnvöldum á nauðsyn þess að móta raunhæfa framtíðarstefnu í málaflokknum og fylgja henni eftir með aðgerðum sem mætt geta aukinni þjónustuþörf í sam- félaginu. Sjálfur starfa ég á öldr- unarheimilum þar sem reynt er eftir fremsta megni að veita þeim andlega, líkamlega og félagslega vellíðan sem þurfa á mestri þjón- ustu að halda. Í forsendum fyrir starfsemi nær allra dvalar- og hjúkrunarheimila landsins er ekki miðað við að heimilin skili fjár- hagslegum arði til eigendanna, heldur er öllum tekjum rekstr- arins varið til starfseminnar sjálfrar, þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Hvaðan koma tekjurnar? Tekjur af rekstri öldrunarheim- ila eru nánast eingöngu daggjöld sem greidd eru úr ríkissjóði og stjórnvöld ákveða einhliða. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hefur aldrei fengist uppgefið hvaða útreikn- ingar liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð daggjald- anna. Sömuleiðis hafa stjórnvöld í mörg ár komið sér hjá því að gera samning um þá þjónustu sem þau vilja að öldrunarheimilin veiti og starfa þau því flest án neinna samninga við ríkið. Ríkisendurskoðun staðfestir vandann Öllum er ljóst að þróun dag- gjalda á umliðnum árum hefur ekki fylgt raunverulegri þróun á kostnaðarliðum öldrunarheimila og þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir á síðustu ár- um standa daggjöldin ekki lengur undir eðlilegum rekstri. Flest hjúkrunar- og dvalarheimili lands- ins hafa verið rekin með halla undanfarin ár og nú eru sterkar vísbendingar um að árið 2013 verði erfiðast í samanburði við síð- ustu ár. Í skýrslu Ríkisendurskoð- unar um dvalarheimili, sem gefin var út í nóvember 2012, segir að rekstur dvalarrýma hafi verið rek- inn með verulegu tapi um langt skeið og skýrsla sömu stofnunar um hjúkrunarrými frá því í febr- úar 2012 gefur síður en svo til kynna of gott ástand í málaflokkn- um. Þarf að hætta lög- bundinni þjónustu? Nýjar reglur heilbrigðisyf- irvalda um innritanir á dvalar- og hjúkr- unarheimili, sem tóku gildi árið 2008, gerðu beinlínis ráð fyrir því að umönnun, hjúkrun og önnur þjónusta myndi aukast á öldr- unarheimilunum enda flytjast einstaklingar nú veikari á heimilin en áður. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir hækkun framlaga frá ríkinu samfara kröfu um aukna þjónustu. Nú er svo komið að launakostnaður til þeirra sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum á öldrunarheimilum nemur á bilinu 75-80% af heildarkostnaði við rekstur heimilanna. Ekki verð- ur gengið lengra í hagræðingu og niðurskurði án þess að hætta ein- hverri lögbundinni þjónustu. Kröfugerð án samráðs og kynningar Á vef velferðarráðuneytisins var fyrir nokkru birt „Kröfulýsing fyr- ir öldrunarþjónustu“, 2. útgáfa. Í henni eru tíundaðar ýmsar kröfu- gerðir sem snúa að þjónustu og aðhlynningu við heimilisfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Enda þótt þar sé ýmislegt gott að finna er vert að taka fram að kröfugerðin var hvorki unnin í samráði við öldrunarheimilin né hefur hún verið kynnt formlega fyrir rekstraraðilum. Þá er heldur ekki að sjá að kröfurnar hafi verið kostnaðarmetnar að neinu leyti – þó er það forsenda þess að unnt sé að uppfylla þær. Það skýtur nokkuð skökku við að á sama tíma og ríkisvaldið kemur sér hjá að gera þjónustusamninga við öldr- unarstofnanir landsins skuli stjórnvöld setja fram auknar þjón- ustukröfur vitandi vits að núver- andi fjárframlög duga ekki fyrir núverandi kröfum ríkisins. Breytinga er þörf strax Nú er kominn sá tímapunktur að stjórnvöld verða að gera það upp við sig hvaða þjónustu þau vilji bjóða þeim sem þurfa á hjúkrunar- eða dvalarrýmum að halda. Kröfur stjórnenda og starfsfólks í öldrunarþjónustu til fjárveitingavaldsins eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Aðeins er farið fram á að greitt sé eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir þá þjón- ustu sem veita á öldruðum og að verðið sé uppfært með reglu- bundnum og eðlilegum hætti. Þetta þarf að laga strax. Treysti stjórnvöld sér ekki til að greiða eðlilegt verð fyrir núverandi þjón- ustu er eðlilegt að þau svari því hvaða þjónustu þau vilji að öldr- uðum sé veitt á næstu árum. Stefnuleysi og glundroði sem ríkt hefur í þessum mikilvæga mála- flokki er smánarblettur á stjórn- kerfinu og íslenska velferðarsam- félaginu. Aldraðir hafa skilað sínu dagsverki til uppbyggingar sam- félagsins. Þeir eiga það skilið að þessi málaflokkur sé í góðu lagi. Tímabært að stjórnvöld svari því hvað þau vilja í málefnum aldraðra Eftir Pétur Magnússon Pétur Magnússon » Stefnuleysi og glundroði sem ríkt hefur í málefnum aldr- aðra er smánarblettur á stjórnkerfinu og ís- lenska velferðarsam- félaginu. Höfundur er forstjóri Hrafnistuheimilanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.