Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hin nýaf-stöðnuréttarhöld
yfir Bo Xilai, fyrr-
verandi von-
arstjörnu kín-
verska kommúnistaflokksins,
vöktu mikla athygli hjá vestræn-
um fjölmiðlum, kannski ekki síst
fyrir það hversu „opin“ þau
voru, í það minnsta á mæli-
kvarða stjórnvalda í Beijing.
Vestrænir fjölmiðlar fengu sem
sagt að vera í hóteli hinum meg-
in við götuna frá réttarsalnum
þar sem réttarhöldin fóru fram
og fá þar örstutt skilaboð í gegn-
um netið um það hvað hefði verið
sagt hverju sinni. Þessi skilaboð
voru ritskoðuð mjög, ekki síst
þegar sakborningurinn sjálfur
átti orðið. Að öðru leyti eru hin
óvenjulega „opnu“ réttarhöld
frekar hefðbundin fyrir Kín-
verja. Dómarinn mun ekki úr-
skurða um sekt eða sýknu, held-
ur einungis ákvarða þyngd
refsingarinnar. Líklegt er því að
Bo muni eyða drjúgum hluta af
ævi sinni á bak við lás og slá.
Á tímum Ráðstjórnarríkjanna
þótti erfitt að rýna í spilin hjá
æðstu valdamönnum landsins
hverju sinni. Varð því til nánast
sérstök grein á mörkum stjórn-
málafræði og stjörnuspeki um
það hvað væri að gerast handan
Kremlarmúra. Þrátt fyrir góðan
vilja og mikla rýni varð Kreml-
arlógían fyrir miklu áfalli haust-
ið 1989 þegar járntjaldið féll
með miklum látum.
Svipuð fræði hafa mótast um
stjórnvöld í Beijing, sem þykja
ef eitthvað er, enn ógagnsærri
en þau í Moskvu voru. Rétt-
arhöldin nú hafa veitt þessum
Kínafræðingum ýmis tækifæri
til þess að tjá sig, og spá í spilin
um það hvers sé að vænta af kín-
verskum stjórnvöldum. Fræð-
ingarnir hafa því
komist í feitt nú,
enda stórmál að
spekúlera um það
hvaða áhrif
framhjáhald eig-
inkonunnar við lögreglustjór-
ann hafi á æðstu stjórn Kín-
verja, hvort sonurinn hafi eytt
um efni fram í menntun sína á
Vesturlöndum eða hvort Bo hafi
borið sig rangt að við að borða
hrátt kjöt frá Suður-Afríku.
En þegar þessum fræðum
sleppir blasir alvaran við. Þó að
réttarhöldin nú virðist vera
opnari en önnur sambærileg í
alþýðulýðveldinu eru þau samt
sem áður sýndarréttarhöld. Þó
að líklega verði Bo ekki dæmdur
til dauða er ekki þar með sagt
að réttarfarið í Kína þokist í
rétta átt. Réttarhöldin yfir hon-
um eru enda bara einn þáttur af
dýpri þróun.
Í kjölfar valdaskiptanna í
nóvember síðastliðnum, þar
sem Xi Jinping tók við, hefur
hann hert tökin á ýmsum and-
ófshópum og ekki tekið and-
stæðinga sína eða kerfisins
neinum vettlingatökum.
Bo Xilai var, áður en kona
hans veitti höggstað á honum,
talinn einna líklegastur til þess
að verma það sæti sem Xi situr
nú í. Að hluta til eru rétt-
arhöldin því uppgjör við Bo og
þær lýðskrumsaðferðir sem
hann beitti til þess að koma sér
áfram.
Tilgangurinn með því að hafa
réttarhöldin opnari verður því
ljós: Að jafnvel þó að svo ótrú-
lega færi að Bo myndi losna úr
fangelsi fyrr en áætlað væri yrði
hann svo rúinn trausti að hann
ætti sér ekki viðreisnar von. Sú
verður enda niðurstaðan, hvað
svo sem vangaveltum um bætt
réttarfar í Kína líður.
Kremlarlógían lifir
enn góðu lífi þegar
kemur að Kína}
Bak við tjöldin hjá Bo
Örar breytingarhafa orðið á
getu til að stunda
sjónvarpsútsend-
ingar. Lengi var
talið að aðeins fjár-
sterkir aðilar gætu
staðið að slíku. Þar hefur margt
breyst. Það hefur sést á sjón-
varpsútsendingum á vegum
ÍNN, sem þekkt „fjölmiðla-
tröll“, Ingvi Hrafn Jónsson,
ýtti úr vör fyrir fáeinum árum.
Þótt í fyrstu hafi margt virst
vera gert af nokkrum vanefnum
hefur framtakið lifað af allar
hrakspár og styrkst ár frá ári.
Ingvi Hrafn er engum líkur og
gefur stöð sinni sérstæðan og
persónulegan stíl.
Margir öflugir menn hafa
lagt sitt af mörkum í ÍNN og
efnistök eru fjölbreytt og fær
stöðin eftirtekt-
arvert uppsafnað
áhorf.
Sjónvarpsstöðin
N4 er einkum
bundin við Norður-
og Austurland og
flest efnið er þangað sótt. Það
er prýðilega gert og áhugavert
og lítill vafi er á því, að útsend-
ingar N4 fá fjölda áhorfenda
alls staðar að af landinu.
Fagmannlega er staðið að
verki, myndataka er prýðileg
og vekur áhuga á stórbrotinni
fegurð þess landshluta sem
þarna er í öndvegi. Umsjón-
armenn dagskrár eru útsjón-
arsamir og draga fram fjöl-
breytt og áhugavert efni sem
ekki aðeins höfðar til heima-
fólks heldur einnig til annarra
landsmanna.
Eftirtektarverðir
möguleikar hafa
opnast til sjónvarps-
útsendinga}
Góð viðbót
T
alsverð umræða upphófst nýverið
um stefnu ríkisstjórnarinnar, sem
og stefnu Sjálfstæðisflokksins, í
Evrópumálum í kjölfar æði lang-
sóttrar túlkunar ákveðinna ein-
staklinga í þeim efnum í samræmi við þeirra
eigin pólitísku skoðanir. Stefnuyfirlýsing rík-
isstjórnarinnar er hins vegar mjög skýr nema
vilji standi til annars, þó að eðlilega séu ekki
allir sáttir við hana, en þar segir:
„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands
við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu
viðræðnanna og þróun mála innan sambands-
ins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til um-
fjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður
haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið nema að undangenginni þjóð-
aratkvæðagreiðslu.“ Stefna beggja stjórn-
arflokkanna, Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins, er í öllum meginatriðum samhljóða
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Mögulegt þjóðaratkvæði um framhald umsóknarferl-
isins er þannig háð því að fyrst verði tekin pólitísk ákvörð-
un um að áfram verði stefnt að inngöngu í Evrópusam-
bandið líkt og tíð í fyrri ríkisstjórnar. Þannig stendur ekki
í stefnuyfirlýsingunni að úttekt verði gerð og SÍÐAN
haldið þjóðaratkvæði um framhaldið eða eitthvað í þá
veruna heldur er þjóðaratkvæði einungis sett sem skilyrði
fyrir því EF tekin yrði ákvörðun um að halda málinu
áfram. Slík ákvörðun yrði með öðrum orðum ekki tekin að
þjóðinni forspurðri ólíkt því sem gert var af
fyrri ríkisstjórn sumarið 2009. Þjóðaratkvæði
er hins vegar ekki sett sem skilyrði fyrir
ákvörðun um að hætta umsóknarferlinu.
Þessi stefna er ennfremur í fullu samræmi
við ályktanir landsfunda Sjálfstæðisflokksins
2009 og 2011 þar sem gert var ráð fyrir þjóð-
aratkvæði um framhald málsins að því gefnu
að fyrst lægi fyrir pólitísk ákvörðun um að
sækjast eftir inngöngu í Evrópusambandið.
Þannig sagði í ályktuninni 2009: „Komist Al-
þingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að
sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er
það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli
fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun
á grundvelli skilgreindra markmiða og samn-
ingskrafna.“
Forsenda þess að hreyft væri við málinu
hefur þannig ávallt verið sú að áliti Sjálfstæðisflokksins
að fyrst yrði tekin pólitísk ákvörðun um að sækjast eftir
inngöngu í Evrópusambandið. Það átti líka við þegar
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn kölluðu
eftir þjóðaratkvæði um umsóknina um inngöngu í Evr-
ópusambandið á síðasta kjörtímabili. Þá lá fyrir ákvörðun
vinstriflokkanna um að sótt yrði um inngöngu og um þá
ákvörðun var krafizt þjóðaratkvæðis. Það breyttist hins
vegar í grundvallaratriðum eftir þingkosningarnar í vor
þegar til valda komust flokkar sem eru andvígir inngöngu
í Evrópusambandið og ákváðu í kjölfarið eðli málsins
samkvæmt að taka málið af dagskrá. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Stefnan fer ekki á milli mála
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Áramótin í fiskveiðunumskapa aukna vinnu hjástarfsmönnum Fiski-stofu, en á sunnudag., 1.
september, gengur nýtt fiskveiðiár
í garð. Áramótin eru þó teygjanleg
því útgerðir mega fara 5% fram yf-
ir í afla eða geyma 15% til næsta
árs, auk þess sem þær hafa 15 daga
til að gera ráðstafanir hvað
ákveðna þætti varðar. Veiðar á
flestum tegundum hafa gengið vel í
ár.
Auknar aflaheimildir fylgja
nýju fiskveiðiári og leyfilegur
heildarafli eykst í þorski, ýsu, ufsa,
gullkarfa, þykkvalúru, sólkola, síld
og löngu. Heildaraflinn stendur í
stað eða lækkar lítillega í öðrum
tegundum.
Þegar Sigurður Ingi Jóhanns-
son sjávarútvegsráðherra kynnti
ákvörðun um leyfilegan heildarafla
á næsta fiskveiðiári kom fram að
áætluð áhrif yrðu um 15 milljarða
aukning á útflutningsverðmætum
sjávarafurða eða sem svaraði til um
2,4% aukningar í útflutnings-
verðmætum vöru frá landinu að
öðru óbreyttu.
Heildaraflamark í þorski á
fiskveiðiárinu sem er að ljúka var
195,5 þúsund tonn, en verður 214,4
þúsund tonn. Í ýsu eykst kvótinn
úr 36 þúsund tonnum í 38 þúsund, í
ufsa úr 50 þúsund tonnum í 57 þús-
und tonn og í gullkarfa og djúp-
karfa úr 55 þúsund tonnum í 62
þúsund tonn, svo dæmi séu tekin.
Býsna gott ástand
„Almennt ástand fiskistofna á
Íslandsmiðum verður að teljast
býsna gott og jafnvel öfundsvert
samkvæmt nýjustu ástandsskýrslu
Hafrannsóknastofnunar. Sú stefna
hefur verið mörkuð um árabil að
fylgja svo sem kostur er vís-
indalegri ráðgjöf og má fullyrða að
það sé meginástæða þessa góða ár-
angurs. Um þessa stefnu hefur ver-
ið vaxandi samstaða í þjóðfélaginu
og ekki síst meðal flestra hags-
munaaðila,“ sagði í frétt frá ráðu-
neytinu í byrjun júlí.
Óvissa ríkir með loðnuveiðar í
vetur og verður ástand stofnsins og
útbreiðsla könnuð á næstu mánuð-
um. Ákvörðun um heildarafla í
deilistofnum miðast við almanaksár
og er hennar því ekki að vænta
fyrr en í vetur. Framundan eru
fundalotur um ástand þeirra stofna
og skiptingu afla.
Veiðar á úthafsrækju verða
heimilar frá og með mánaðamótum,
en þær voru stöðvaðar 1. júlí þar
sem afli var kominn umfram ráð-
gjöf. Unnið er að nýju laga-
frumvarpi um rækjuveiðar en þær
voru gefnar frjálsar fyrir þremur
árum. Í nýju frumvarpi verður
mælt fyrir um setningu nýrra afla-
hlutdeilda í úthafsrækju á þann
hátt að eldri aflahlutdeildir ráði að
7/10 hlutum en veiðireynsla síðustu
þriggja ára að 3/10 hlutum.
Aukinn samhljómur
Þegar sjávarútvegsráðherra
kynnti kvótasetningu á gulllaxi,
blálöngu og litla karfa í vikunni
fjallaði hann nokkuð um afla-
hlutdeildarkerfið eða kvótakerfið á
heimasíðu sinni, sem hann sagði að
löngum hefði verið þrætuepli
manna í millum.
„Á fyrstu áratugum kerfisins
deildu menn einkum um, hvort það
ætti rétt á sér, eða hvort það skyldi
lagt af. Undanfarin ár hefur sú já-
kvæða þróun orðið að umræðan
hefur færst úr því fari í meiri sam-
hljóm um að veiðistýring, sem
byggist á aflahlutdeildarkerfi, hafi
þrátt fyrir allt skilað góðum ár-
angri,“ segir á sigurduringi.is
Auknar aflaheimildir
skapa mikil verðmæti
Morgunblaðið/Albert Kemp
Siglt inn fjörðinn Ljósafell á siglingu á Fáskrúðsfirði á sjómannadaginn.
Úthlutað hefur verið til bráða-
birgða aflamarki í gulllaxi, blá-
löngu og litla karfa fyrir næsta
fiskveiðiár. Er það í fyrsta
skipti sem þessar tegundir eru
kvótasettar. Til grundvallar er
veiðireynsla í þessum teg-
undum frá 16. ágúst 2010 til
15. ágúst 2013.
Aflamark í gulllaxi á næsta
fiskveiðiári er átta þúsund
tonn. Brimnes RE 27 má veiða
1.321 tonn, Þerney RE 1 tæp-
lega 610 tonn og aflamark
Höfrungs III AK 250 er 504
tonn.
Leyfilegur heildarafli í blá-
löngu er 2.400 tonn. Mest kem-
ur í hlut Þórunnar Sveinsdóttur
VE 401 eða tæplega 133 tonn,
Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 fær
tæplega 131 tonn og Kristín ÞH
157 rösk 119 tonn.
Úthlutun í litla karfa miðast
við 1.500 tonn og koma 282
tonn í hlut Brimness RE 27,
Þerney RE 1 fær 117 tonn og
Vestmannaey VE 444 má veiða
rúmlega 98 tonn.
Byggt á afla
síðustu 3 ár
Í KVÓTA Í FYRSTA SKIPTI