Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 21
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Kaup á vændi eru refsiverð en vænd-
ið ekki. Refsing fyrir að stunda vændi
sér til framfærslu var felld niður með
breytingum á almennum hegningar-
lögum árið 2007. Á þessum tíma hafði
lengi verið rætt um hvort rétt væri að
gera kaup á vændi refsiverð, eins og
m.a. hafði verið gert í Svíþjóð
(sænska leiðin) nokkrum árum fyrr
og þingmenn höfðu lagt frumvörp
þess efnis fyrir Alþingi. Í frumvarpi
til breytinga á almennum hegningar-
lögum sem Björn Bjarnason, þáver-
andi dómsmálaráðherra, lagði fram
og varð að lögum 2007, var ekki lagt
til að kaup á vændi yrðu gerð refsi-
verð. Var m.a. vísað til þess í skýr-
ingum með frumvarpinu að ekki
hefðu farið fram fullnægjandi rann-
sóknir á vændi hér á landi, umfangi
og eðli þess og hvernig best væri að
taka á því áður en lagt yrði til að
vændi yrði gert refsivert. Þá væri
ekki komin nægjanleg reynsla af
sænsku leiðinni.
Þingmannafrumvarp 2009
Tveimur árum síðar mælti Atli
Gíslason (VG) fyrir þingmannafrum-
varpi um að kaup á vændi yrðu gerð
refsiverð. Vísaði hann til þess að mik-
ill meirihluti umsagna um málið hefði
verið jákvæður. Bent hefði verið á að
vændi væri ein birtingarmynd kyn-
ferðisofbeldis og að bann við kaupum
á vændi sendi þau skilaboð í sam-
félagið að það væri litið alvarlegum
augum að kaupa sér aðgang að lík-
ama fólks. Atli sagði flesta sem hefðu
sent umsagnir hafa verið jákvæða en
þeir sem gagnrýndu þessa leið hefðu
m.a. bent á að ekki hefðu verið færð-
ar sönnur á það að hún væri betur til
þess fallin en önnur refsiákvæði að
stemma stigu við vændi.
Í umsögn Mannréttindaskrifstofu
Íslands var bent á rannsókn sem
sænska félagsmálaráðuneytið lét
gera árið 2007 um jákvæð áhrif
sænsku leiðarinnar. Götuvændi hefði
minnkað og ungar stúlkur leiddust
síður út í vændi.
Færri myndu „prófa“
Í umsögn Rannsóknastofu Há-
skóla Íslands í kvenna- og kynjafræð-
um sagði jafnframt að „erlendar
rannsóknir hafa leitt í ljós að stærsti
hluti eftirspurnar eftir vændi séu
karlmenn sem „prófi“ í fáein skipti en
hætti svo að kaupa vændi. […] Ef
kaup á vændi verða gerð refsiverð
má fastlega búast við því að umtals-
vert færri „prófi“ að kaupa vændi og
þar af leiðandi myndi eftirspurnin
minnka umtalsvert.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Rannsóknarstofu í kvenna- og kynja-
fræðum í gær hefur engin rannsókn
verið gerð á áhrifum löggjafarinnar á
vændi hér á landi. Hvort dregið hafi
úr eftirspurn, líkt og tilgangurinn
var, er því óljóst. Eftirspurn er þó
augljóslega fyrir hendi, samanber
nýleg dómsmál og rannsóknir lög-
reglu.
Frá því lögunum var breytt hafa
nokkrir verið dæmdir fyrir vændis-
kaup.
Fyrst reyndi á lögin í svonefndu
Catalinu-máli árið 2010 þegar ellefu
karlar voru ákærðir fyrir kaup á
vændi og var þeim yfirleitt gert að
greiða 80.000 krónur í sekt og í fyrra-
vetur var kennari á Akranesi dæmd-
ur fyrir að kaupa vændi af 14 ára pilti.
Réttarhöldin voru lokuð. Í hvorugu
málanna voru nöfn mannanna sem
voru dæmdir birt. Í Catalinu-málinu
var sú ákvörðun dómarans harðlega
gagnrýnd.
Gert ráð fyrir minni eftirspurn
Kaup á vændi voru gerð refsiverð með breytingum á lögum árið 2009 Sænska leiðin var fyrirmynd
Vændi ein birtingarmynd kynferðisofbeldis Refsing skilaboð um að það væri litið alvarlegum augum
Morgunblaðið/Þorkell
Ábyrgð Ýmis samtök kvenna höfðu lengi barist fyrir því að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Bannið var sett 2009.
Rannsakar vændi
» Árið 2012 og það sem af er
þessu ári hafa 86 vændismál
verið til rannsóknar hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæð-
inu.
» Flest þeirra, eða 79 snúast
um kaup á vændi. Í fjórum mál-
anna var rannsókn hætt en 69
hafa verið send til ríkis-
saksóknara í ákærumeðferð.
» Fimm einstaklingar koma
við sögu tvisvar í þessum mál-
um en aðrir einu sinni.
» Í sjö af vændismálunum
leikur grunur á að þriðji aðili
hafi hagnast á vændi annarra
en slíkt er refsivert og varðar
allt að fjögurra ára fangelsi.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur.
Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf
3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér
finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á
öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra
að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð
sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög
góður andi.
Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára
Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel.
Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir
gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég
í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég
líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst
það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetan-
legt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr
tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar.
Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma
Bjóðum einnigupp á trimform
Settu heilsuna
í fyrsta sæti!