Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Daníel Starrason Söngvari Tenórinn Kristján Jóhannsson hefur sjaldan verið tignarlegri. efni, það er í raun allt einhvern veg- inn miklu stærra en maður bjóst við. Dvölin hefur nýst mér vel og öll stúdíóvinna, eins og sýningin í Hofi gengur svolítið út á, er vitneskja sem ég bjó ekki yfir áður en ég fór út í skólann,“ segir Daníel. Auk sýning- arinnar er Daníel um þessar mundir að vinna að ljósmyndabók í samstarfi við nokkra aðra aðila. „Við erum fjórir saman. Ég, Skapti Hallgrímsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, Þórhallur Jónsson, eigandi Pedromynda, og Haukur á Græna hattinum. Þetta er hugdetta sem varð til í Hofi. Við Skapti og Þór- hallur sýndum saman ljósmyndir úr Hofi og á fyrsta fundi datt okkur í hug að við hefðum eiginlega frekar átt að taka Græna hattinn fyrir og þaðan kom hugmyndin að þessari bók. Við stefnum á að hún verði tilbú- in í lok október eða byrjun nóv- ember,“ segir Daníel. Augnablik á Akureyri „Sýningin verður opnuð í kvöld og mun standa allt fram að sýning- unni hans Errós sem er eftir um það bil sex vikur. Mér þykir það góður stimpill að troða þarna slóðina fyrir Erró,“ segir Daníel sposkur. Daníel segist hafa mætt mikilli velvild hjá fólki og margir hafi hjálpað honum að komast af stað. „Þegar ég byrjaði á þessu átti ég í rauninni ekki myndavél sjálfur sem ég gat notað í stúdíóinu. Þess vegna er þarna í þakkalistanum til að mynda fólk sem hefur lánað mér myndavélarnar sínar. Ljósmyndunin er svolítið þannig að maður getur ráðið hvað hún er dýr. Nægjusamir menn geta sloppið nokkuð vel út úr því en það er ég hins vegar ekki og því getur kostnaðurinn verið svolítið hár,“ segir hann. Daníel segir fram- takssemina skipta miklu máli í ljós- myndaheiminum og að ljósmyndarar verði að vera sýnilegir. „Það hefur reynst mér mjög vel að taka bara af skarið með eitthvert verkefni. Þegar ég fór að mynda ser- íuna sem verður til sýnis á Hofi fékk ég nánast sjálfkrafa fleiri verkefni frá tónlistarfólki sem hefur þurft ljósmyndir í kynningarefni og þess háttar. Svo hef ég líka verið með ann- að verkefni í gangi á fésbókinni sem heitir Augnablik á Akureyri og er síða þar sem ég hendi inn myndum úr bæjarlífinu. Það er mjög mik- ilvægt að vera svolítið sýnilegur. Ver- aldarvefurinn nýtist þar einkar vel,“ segir Daníel en þess má geta að hátt í tvö þúsund manns hafa lækað síðuna. Hefur fengið mikla hjálp Sýning Daníels er styrkt af Tónabúðinni og Geimstofunni. „Ég var nú bara frakkur og bað um styrki fyrir sýningunni. Geim- stofan prentar þessar myndir og þau gáfu mér gott verð í það. Síðan hafði ég samband við nokkrar búðir og Tónabúðin var til í að kaupa eina mynd og létta þar með aðeins undir hjá mér. Svo hefur fólk bara verið al- mennt hjálpsamt í minn garð,“ segir hann. Daníel segir Norðurlandið eiga stóran stað í hjarta sér en hann geti ómögulega sagt til um hvað taki við eftir sýninguna og bókaútgáfuna. „Mér fannst heillandi að gera eitthvað tengt Norðurlandinu en það var engu að síður erfitt að finna hvað það ætti að vera. Það að safna mynd- um af norðlensku tónlistarfólki er núna eiginlega orðið hluti af stærra safni af tónlistarfólki á öllu Íslandi. Ég hef til að mynda oft fengið þá sem koma að spila á Græna hattinum til að kíkja til mín í stúdíóið, hvort sem þeir eru norðlenskir eða ekki. Annars held ég að framtíðin sé óráðin gáta,“ segir hann að lokum. fyrir Erró Ljósmynd/Axel Sigurðarson Nám Daníel hefur lært í Danmörku. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Akureyravaka verður sett í Lystigarð- inum í kvöld. Garðurinn er skraut- lýstur og þykir mörgum rölt um garð- inn í rökkurró hinn eini sanni hápunktur Akureyrarvöku. Mikið verður um að vera í bænum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ein vinsælasta hljómsveit landsins, Retro Stefson, verður með tónleika á Græna hattinum í kvöld og ætlar Rás 2 að senda beint frá þeim. Annað kvöld verður upphitun fyrir Iceland Airwaves þegar Ylja, Grísa- lappalísa, Pedro Pilatus og Hermi- gervill koma fram. Það verður einnig heilmikið um að vera í Menningarhúsinu Hofi um helgina. Meðal dagskrárliða er ljós- myndasýning, klassískir tónleikar, kvikmyndasýning, útgáfutónleikar, töfrabragðasýning og margt fleira. Í kvöld opnar ljósmyndarinn Daníel Starrason ljósmyndasýningu í Hamragili en sjá má viðtal við Daníel hér til hliðar. Klukkan 20 verða tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands og að þeim loknum stíga hjónin Hjalti og Lára á svið. Á laugardaginn munu Hvanndals- bræður taka á móti gestum í Hamra- borg og þekktir Akureyringar ætla að stíga á svið með þeim bræðrum. Á sunnudagsmorguninn mun Einar Mikael kenna og sýna börnum og fjöl- skyldum þeirra töfrabrögð. Fjölbreytt menningardagskrá alla helgina Bræður og gestir Hvanndalsbræður koma fram með þekktum Akureyringum. Akureyrarvaka hefst í dag Töfrandi Einar Mikael ætlar að kenna og sýna börnum töfrabrögð. Í beinni á Rás 2 Retro Stefson verður í góðum gír á Græna hattinum í kvöld. heildin hefur skinið af leik liðsins í sumar og mun sigur þeirra veita Garðbæingum kærkomna tilbreyt- ingu frá silfrinu. Í fyrra var þó annað uppi á teningnum hjá kvennaliðinu, en þá lentu þær í þriðja sæti í deildinni. Það er nefnilega þannig að til þess að kunna að meta góða sigra þarf maður að hafa rekið sig á nokkr- um sinnum fyrst. Fyrst nærri því öll lið Stjörnunnar ráku sig á í úr- slitakeppnum sínum í ár, býst ég við því að gullalda skelli á Garða- bæ á næsta ári af fullum krafti. En áður en það gerist ætla ég að nýta tækifærið og skella mér á tónleika með einni vinsælustu hljómsveit heims um þessar mund- ir, Of Monsters and men. Í Garða- bæ. Mun ég ekki hitta þig þar? »Og til að toppa þettaallt saman þá hefur silfurmáfur gert sig heima- kominn á Stjörnuvelli. Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is FALLEGAR HAUSTVÖRUR Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.