Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 18
Í DAG OG 4FALDIR VILDARPUNKTAR ICELANDAIR Í DAG! (30. ÁGÚST) Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. -10KR. ELD SNE YTIS AFS LÁT TUR MEÐ ÓB-L YKLI NUM Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti eða American Express vildarkorti. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 32 46 4 Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 24.990.- 19.490.- 27.790.- 44.990.- 13.990.- VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Full búð af nýjum vörum Vertu vinur á Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkurborgar samþykkti í vikunni að banna U-beygju á Snorrabraut við Bergþórugötu þegar ekið er til suð- urs. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs og samþykkt með átta atkvæðum, en einn sat hjá. Samþykktin er með fyrirvara um samþykkt lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins. Snorrabrautin stórhættuleg Meirihlutinn var myndaður með fulltrúum úr öllum borgarstjórnar- flokkum en Júlíus Vífill Ingvarsson úr Sjálfstæðisflokki sat hjá. Í bókun meirihlutans segir að Snorrabrautin hafi á undanförnum árum verið ein hættulegasta gata borgarinnar fyrir gangandi vegfarendur, en þar hafa orðið tvö banaslys auk fjölda ann- arra alvarlegra slysa á síðasta ára- tug. Þá hafa íbúar við götuna árum saman kvartað undan hraðakstri og óöryggi á götunni. Fjölmörg börn sækja skóla yfir götuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði athugasemdir við frumhönnun breytinganna og voru fulltrúar slökkviliðsins í kjölfarið boðaðir á fund. Í bókuninni segir að tillit hafi verið tekið til athugasemda þeirra við lokahönnun og að samgöngu- skrifstofa borgarinnar hafi verið í samráði við slökkviliðið við fram- kvæmdirnar. Þá segir: „Sérfræðing- ar borgarinnar í samgöngum og um- ferðaröryggi eru þess fullvissir að breytingar auki öryggi götunnar.“ Júlíus Vífill bókaði sérstaklega á fundinum. „Ég er auðvitað hlynntur því að við tryggjum að götur borg- arinnar séu öruggar með öllum til- tækum ráðum. En þær verða að þjóna hlutverki sínu og þessi gata hefur mikið hlutverk þar sem hún er eina gatan sem liggur að Sæbraut frá Hringbrautinni. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins hefur lýst áhyggjum sínum yfir viðbragðsflýti neyðarbíla um götuna, enda er allt svæðið frá gömlu höfninni að Sunda- höfn undir,“ segir Júlíus Vífill, en hann vill hægja á umferð með öðr- um hætti, til dæmis með hraða- myndavélum og rafrænum skila- boðum. Ekki náðist í Pál Hjaltason, for- mann umhverfis- og skipulagsráðs, við vinnslu fréttarinnar í gær. Morgunblaðið/Ómar Snorrabraut Meirihluti umhverfis- og skipulagsnefndar vill hægja á umferð Snorrabrautar, en þar hafa orðið tvö banaslys auk fjölda alvarlegra slysa á síðastliðnum áratug. Banna á U-beygju á Snorrabraut við Bergþórugötu. Banna U-beygju við Snorrabraut í austurátt  Segja Snorrabraut hættulega gangandi vegfarendum  Slökkvilið gerði athugasemdir við breytingarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.