Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 ● Tap á rekstri flugfélagsins Wow air á síðasta ári nam 794 milljónum. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nam rekstr- arhagnaður félagsins hins vegar 184 milljónum. Skúli Mogensen, eigandi WOW air, segist í tilkynningu ánægður með hagnað á árinu og hann hafi reikn- að með að tap yrði á rekstri fyrstu árin. Wow air tapaði 794 milljónum á síðasta ári                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.+, +/0.,, ++1.,/ ,+.221 +3.44+ +/.,/4 +,3.,4 +.,,2, +/,.-+ +53.+5 +,-.1+ +/0.04 ++1.0+ ,+.230 +3./,3 +/.21+ +,3.02 +.,,0/ +/,.55 +53.0 ,+2.4411 +,-.4 +/4.+, ++1.31 ,+.15/ +3.//4 +/.235 +,3.33 +.,2-1 +/2.-3 +0-.-5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Plankaparket í miklu úrvali Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Landsbankinn hagnaðist um 15,5 milljarða króna á fyrri helmingi árs- ins 2013. Jókst hagnaðurinn um 30% milli ára en hann nam 11,9 milljörð- um króna á sama tíma í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að umtalsverðum árangri hafi verið náð við lækkun rekstrar- kostnaðar en almenn rekstrargjöld lækkuðu um 4% og laun og tengd gjöld um 5% frá fyrra ári. Að teknu tilliti til verðbólgu hafi raunlækkun rekstrarkostnaðar verið 7,9% en markmið bankans á þessu ári er að raunlækkun kostnaðar verði að minnsta kosti 5%. Eigið fé bankans heldur áfram að aukast og nemur nú um 230 millj- örðum króna og er eiginfjárhlutfallið 25,9%, en var 23,3% í lok júní 2012, að því er segir í tilkynningunni. Þá voru heildareignir bankans 1.126 milljarðar í lok júní. Aukningin frá fyrra ári er um 4% og skýrist annars vegar af aukningu innlána og hins vegar hækkun lausa- fjáreigna, en lausafjáreignir bank- ans í erlendri mynt hafa vaxið veru- lega og voru 145 milljarðar króna í lok júní. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir reksturinn vera stöðugan og í samræmi við áætlanir. „Hagnaður bankans er vel viðunandi að okkar mati og mikill ár- angur hefur náðst við að lækka rekstrarkostnað. Fjárhagsstaða bankans er áfram traust, eiginfjár- hlutfall er hátt, langt umfram kröfur FME og lausafjárstaða bankans er mjög sterk.“ Jafnframt segir hann að Lands- bankinn vinni nú að leiðréttingu á endurreikningi lána með ólögmæta gengistryggingu. „Þeirri vinnu mið- ar vel og búast má við að leiðréttingu meirihluta bílalána sem falla undir núverandi dómafordæmi ljúki í sept- ember og að leiðréttingu lána ljúki fyrir áramót.“ Landsbankinn hagn- ast um 15,5 milljarða  Hagnaður bank- ans eykst um rúm 30% á milli ára Morgunblaðið/Kristinn Uppgjör Hagnaður Landsbankans nam 15,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Býst bankinn við að afkoman verði áfram jákvæð á árinu. Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nam 3,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra, en þá tapaði félagið 924 millj- ónum. Í uppgjöri OR kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) hafi numið 8,9 milljörðum króna samanborið við 8,1 milljarð á sama tímabili 2012. Segir að aðhald í rekstri fyrirtækisins sé enn að skila lækkuðum kostnaði við rekstur þess og að launakostnaður, sem og annar rekstrarkostnaður, hafi lækkað um 173 milljónir frá fyrra ári. Gengisþróun hefur verið hagstæð fyrir Orkuveituna en álverð er mjög lágt sem hefur neikvæð áhrif á fjár- magnsliði, að því er segir í uppgjör- inu. Heildarárangur Plansins, sem sett var saman vorið 2011 til að skjóta sterkari stoðum undir rekstur og starfsemi fyrirtækisins, nam 8,9 millj- örðum á fyrri hluta ársins, en það er 104 milljónum króna undir markmiði. Fram kemur í uppgjörinu að áætl- unin hafi skilað fyrirtækinu 32,7 millj- örðum króna betri sjóðsstöðu en verið hefði að óbreyttu. Sé litið til heildar- árangurs Plansins frá upphafi er ár- angurinn tveimur milljörðum um- fram markmið. kij@mbl.is OR hagnast um 3,7 milljarða Morgunblaðið/ÞÖK Höfuðstöðvar Orkuveita Reykja- víkur skilaði 3,7 milljarða hagnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.