Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Stelpan sem kærði Gillz segir sögu sína 2. Lét taka fyrrverandi unnustu sína af lífi 3. Busar brenndir með straujárni 4. Glímir við áfallastreituröskun »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlýtur sérstakan styrk til yngri listamanns frá dómnefnd Carnegie-verðlaunanna fyrir árið 2014, 100 þúsund sænskar krónur eða jafnvirði um 1,8 milljóna króna. Norðmaðurinn Dag Erik Elgin hlaut fyrstu verðlaun Carnegie, eina millj- ón sænskra króna. Verðlaunin verða afhent í tengslum við opnun sýning- arinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien í Stokkhólmi 14. nóvember nk. Á henni mun Davíð sýna fimm verk og Einar Garibaldi Eiríksson tekur einnig þátt í henni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Davíð Örn hlýtur Carnegie-styrk  Smíð nefnist ljós- myndainnsetning Hrafnkels Sigurðs- sonar sem opnuð verður í menningar- húsinu Skúrnum í dag kl. 17 og sýnd þar næstu tvær helg- ar. Skúrinn er nú í skemmu í eigu HB Granda við Grandagarð. Finnur Arnar Arnarson hefur kynnt dagskrá Skúrs- ins út árið 2014 og er óhætt að segja að hún sé mjög metnaðarfull. Hrafnkell í Skúrnum  Hollywood-stjarnan Matt Damon verður í tvær vikur á Íslandi við tökur á næstu kvikmynd leikstjórans Chri- stophers Nolans, Interstellar, skv. vefsíðunni Playlist. Auk hans fara með hlutverk í myndinni Matthew McConaug- hey, Anne Hathaway og Michael Caine en óvíst er hvort þau koma til landsins. Þá fylgir ekki sög- unni hvenær tök- urnar munu fara fram. Damon væntanlegur Á laugardag Norðvestan og vestan 15-23 m/s og talsverð eða mikil rigning norðantil, en snjókoma ofan 200-300 m hæðar yfir sjó. Mest úrkoma í Húnavatnssýslum, Skagafirði og á Tröllaskaga. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðvestan- og vestanátt, 15-23 m/s síðdegis norðvestantil og talsverð eða mikil rigning, en snjó- koma ofan 200-300 m hæðar yfir sjó undir kvöld. Hiti 3-11 stig. VEÐUR KR-ingar eru komnir í góða stöðu á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir sigur á Valsmönnum, 3:1, í uppgjöri erkifjendanna í Vestur- bænum í gærkvöld. Þeir eru fjórum stigum á undan FH og eiga auk þess leik til góða. Stjarnan nýtti ekki tækifæri til að komast í annað sæti deildarinnar og tapaði 2:1 fyrir Breiða- bliki, sem er áfram með í toppbaráttunni. »2-3 Staða KR-inga er orðin vænleg Knattspyrnukonan Harpa Þorsteins- dóttir segir að hún hafi átt algjört draumasumar. Hún var í íslenska landsliðinu sem komst í átta liða úr- slitin á EM, varð í fyrrakvöld Íslands- meistari með Stjörnunni og er lang- markahæst í Pepsi-deild kvenna. Harpa kveðst vera mjög heimakær og þó að hún hafi fengið tilboð um að leika erlendis þá líði henni best í Garða- bænum og hjá Stjörnunni. »1 Algjört draumasumar hjá Hörpu FH-ingar skutu belgíska liðinu Genk skelk í bringu í gærkvöld þegar þeir náðu forystunni í seinni hálfleiknum í úrslitaviðureign liðanna um sæti í Evrópudeild UEFA. Það dugði þó ekki til því Belgarnir svöruðu með fjórum mörkum og unnu 5:2. FH á samt möguleika á að komast í riðlakeppn- ina en dregið verður um eitt sæti í henni í dag. »2 FH skaut Genk skelk í bringu og á möguleika ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það var mjög gaman að kynnast landinu á þennan hátt. Maður sá hluta af því sem maður hafði aldrei séð áður,“ segir Þorgrímur G. Daní- elsson, sóknarprestur á Grenjaðar- stað. Hann varði ágústmánuði í að klífa 30 tinda og fjöll víðs vegar um landið, til að vekja athygli á Land- spítalasöfnun þjóðkirkjunnar. Verið er að safna í sumar fyrir kaupum á geislatæki, svonefndum línuhraðli, sem notaður er við krabbameins- lækningar á Landspítalanum. Þau tæki sem nú eru í notkun eru kom- in til ára sinna. Þorgrímur gekk sjaldnast einn á fjöllin, yfirleitt voru einhverjir með honum, stundum heilu hóparnir. Spurður hvort hann sé ekki í toppformi eftir fjallgönguna svarar hann hæversklega: „Ég er ekki einn af þeim bestu og get ekki sagt að ég sé í toppformi.“ En síðustu ár hefur Þorgrímur þó reynt að ganga ekki mikið undir 30 km á viku. Hann segist þó vera vel „hreyfan- legur“. Þingeyskir prestar í nágrenninu sáu um að sinna hefðbundnum preststörfum á meðan Þorgrímur kleif fjöll. Líkaði honum skiptin vel. Hátindurinn var án efa Kambsmýrarhnjúkurinn „Kambsmýrarhnjúkur var há- tindurinn. Það er fjall sem mig hef- ur lengi langað til að ganga á.“ Sú upplifun stóð undir væntingum. Honum þótti ekki amalegt að halda upp á 20 ára vígsluafmæli sitt á Spákonufelli við Skagaströnd. Þar var hann staddur 15. ágúst sl. en hann var vígður til prests sama dag árið 1993. Söfnun þjóðkirkjunnar er í fullum gangi. Ekki lágu fyrir upplýsingar um upphæðina sem þegar er búið að safna. „Okkur finnst gott að hér er ver- ið að virkja frumkvæði fólks í hverri sókn í þágu þessarar stóru söfnunar sem er söfnun línuhraðals- ins fyrir Landspítalann,“ segir Árni Svanur Daníelsson á Biskupsstofu. Hann segir að nú heyri hann um fjölda frásagna af söfnuninni, sem dæmi má nefna hjón sem héldu golfmót á Ísafirði nýverið og söfn- uðu 324 þúsund krónum. Þá hafi konur í Garðabæ tekið sig saman og prjónað fatnað til að selja á bas- ar til fjáröflunar. Nýverið voru opn- uð söfnunarnúmerin: 904-1000, 904- 3000, 904-5000. Kynntist landinu á nýjan hátt  Séra Þorgrímur Daníelsson gekk á 30 tinda og fjöll Garpur Þorgrímur Daníelsson stendur uppi á vörðu á Kambsmýrarhnjúki og er ánægður með að hafa náð toppnum. Fjöll og/eða tindar í þeirri röð sem Þorgrímur gekk: Tröllakirkja vest- an Holtavörðuheiðar, Vífilsfell, Keilir, Trölladyngja og Græna- dyngja á Reykjanesi. Þrír tindar Þríhyrnings, Hekla og Búrfell í Gnúpverjahreppi. Heimaklettur, Eldfell og Helgafell á Heima- ey, Baula í Borgarfirði, Snæfellsjökull, Móskarðs- hnúkar (þrír tindar, austasti hluti Esju), Ingólfsfjall, Spákonufell við Skagaströnd, Mælifellshnúkur í Skagafirði, Súlur (bæði Ytri- og Syðri-Súla) við Akureyri, Jörundur austan Kröflu, Svartafjall milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, Harð- skafi og Ófeigsfjall ofan Eski- fjarðar, Kambsmýrarhnjúkur, sem er hæsti tindur milli Flateyjardals og Skjálfanda, Vatnsnesfjall og Bolafjall við Bolungarvík. Þrír tindar á tveimur fjöllum 30 TINDAR OG FJÖLL Á ÖLLU LANDINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.