Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is HV ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Byrjað er að rífa Langholt, húsnæði Mennta- skólans við Sund, sem einnig hýsti Vogaskóla hér á árum áður. „Í staðinn kemur 2.700 fer- metra bygging auk tengibyggingar sem hefur að geyma matsal sem nemendur hafa ekki í dag. Þá verður aðgengi fatlaðra einnig bætt,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en til stendur að afhenda nýja byggingu árið 2015. „Eflaust munu einhverjir sem eiga góðar minn- ingar sjá eftir byggingunni en hún var óheilsu- samleg og gerðar voru undanþágur í mörg ár út frá heilbrigðissjónarmiðum.“ Gamli Vogaskólinn víkur fyrir nýju húsnæði Morgunblaðið/Ómar Húsnæði Menntaskólans við Sund við Gnoðarvog rifið Baldur Arnarson Jón Pétur Jónsson „Við fórum yfir lögfræðiálitið sem var útskýrt af sérfræðingum fyrir nefndinni. Það hefur enginn hrakið það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um meginefni fundar utanríkismálanefndar í gær. Vísar ráðherrann þar til lögfræði- legrar álitsgerðar vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á viðræðum við ESB og að stöðva vinnu samninganefndar og -hópa. Varðaði álitsgerðin bindandi áhrif þingsályktana, í þessu tilviki þings- ályktunar síðustu ríkisstjórnar 16. júlí 2009 um að sækja um aðild að ESB. Telur Gunnar Bragi aðspurður því að öllum spurningum stjórnar- andstöðunnar um Evrópumálin sé svarað í bili, en sl. föstudag svaraði hann sjö spurningum Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingar, um stöðu ESB-umsóknarinnar. Kvaðst Gunnar Bragi vonast til að skýrsla um gang viðræðna við ESB til þessa, um þróun mála innan ESB og hvert sambandið stefni, verði tilbúin í nóvember. Allar líkur séu á að óháð stofnun vinni skýrsluna. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, telur að „lög- fræðilega verði erfitt fyrir stjórnar- andstöðuna að hrekja það sem fram kemur í þessari álitsgerð. Menn geta hins vegar haft mismunandi pólitísk- ar skoðanir á því hversu sterklega ríkisstjórn og einstakir ráðherrar séu bundnir af einstökum þings- ályktunartillögum af þessu tagi. Það er í mínum huga frekar pólitísk spurning en lögfræðileg.“ Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar í síðustu ríkisstjórn, segir fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja fara betur yfir álitsgerðina. „Í megindráttum teljum við að þingsályktun af þessum toga og með þetta efnisinnihald bindi hendur stjórnvalda. Við teljum að ef það á að breyta um stefnu frá fyrri samþykkt þurfi aðkomu Alþingis til þess.“ Ekkert sem réttlætir hernað Átökin í Sýrlandi voru einnig rædd á fundinum og sagði Gunnar Bragi að hann teldi ekkert hafa kom- ið fram í tengslum við átökin sem réttlætti hernaðaraðgerðir. Ráðherra rakti viðræðuslit við ESB  Utanríkisráðherra telur öllum spurningum stjórnarandstöðunnar um ESB-málið hafa verið svarað  Fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur þingsályktun um umsókn vera bindandi Morgunblaðið/Kristinn Utanríkismálanefnd Frá fundi nefndarinnar síðdegis í gær, þar sem rætt var um ESB-mál og átökin í Sýrlandi. Álitsgerð um ESB var útskýrð. Heildartekjur Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins, námu 3.155 milljónum króna í fyrra, sem er aukning um 5% frá árinu 2011. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 101 milljón króna og jókst um rúmar 60 milljónir króna frá fyrra ári. Þetta var umtalsvert meiri rekstrar- hagnaður en áætlaður hafði verið. Eiginfjárhlutfall 44% Tap eftir skatta dróst verulega saman á milli ára og nam 47 millj- ónum króna í fyrra. Árið 2011 var tapið 205 milljónir króna. Eigið fé í árslok 2012 var 975 millj- ónir króna og eiginfjárhlutfallið var 44%. Hlutafé var aukið um 540 millj- ónir króna árið 2012 og var það hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu sem fram fór árið 2011. Heildareignir Árvakurs námu rúmum 2,2 milljörðum króna í lok síðasta árs. Óskar Magnússon útgefandi segir að rekstrarhagnaðurinn í fyrra hafi verið um 30 milljónir króna umfram áætlanir. Reksturinn í ár á áætlun „Afkoman, mæld á þennan mæli- kvarða, var neikvæð árið 2008 um 575 milljónir og hefur því batnað um 676 milljónir frá því að nýir eigendur tóku við félaginu. Rekstur ársins 2013 er fram til þessa samkvæmt áætlun. Áskrifendum hefur fjölgað um hátt á fjórða þúsund, ekki síst í kjöl- far þess að félagið hóf að bjóða áskrift á iPad og Android spjaldtölv- ur, í fyrstu fyrir námsmenn með sér- stöku tilboði en í kjölfarið fyrir alla áskrifendur. Þrátt fyrir batnandi af- komu er enn þörf á ströngu aðhaldi og hagræðingu til að takast á við al- mennar launa- og verðlagshækkan- ir,“ segir Óskar Magnússon. Aukinn rekstrarhagnaður Morgunblaðið/Golli Árvakur Höfuðstöðvar Morgun- blaðsins og Landsprents.  Eigið fé Árvak- urs tæpur einn milljarður króna Friðrik Brynjar Friðriksson lýsti yfir sakleysi sínu við upphaf aðal- meðferðar í morð- máli fyrir Héraðs- dómi Austurlands í gær. Kvaðst hinn ákærði hafa löðrungað Karl Jónsson aðfara- nótt 7. maí sl., eftir að sá síðarnefndi hafi sagt að hann vildi taka bleiuna af dóttur Friðriks og „leika við hana“. Sagði Friðrik að við það hefði Karl fallið niður í sófa í íbúðinni. Sagðist Friðrik svo hafa farið út og viðrað hundinn sinn en þegar hann sneri aftur hafi hann komið að opinni útidyrahurð. Þegar hann kom í íbúð- ina hafi hann séð Karl liggjandi í blóði sínu á svölunum. Hann hafi þá lyft Karli, þar sem hann lá á grúfu án lífs- marks. Fulltrúar lögreglu báru vitni og sögðu að Karli hefði verið veitt banasár í stofunni og svo dreginn út á svalir þar sem hann var stunginn ítrekað. Báru fulltrúar lögreglu brigður á lýsingu Friðriks. Aðalmeðferð lauk ekki í gær og var frestað fram í september. Sagðist saklaus af morði Friðrik Brynjar Friðriksson  Friðrik Brynjar bar við minnisleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.