Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
✝ Ólafur ÞórðurÞórhallsson
fæddist á Ánastöð-
um á Vatnsnesi 2.
júní 1924. Hann
lést á Landakoti
18. ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Ólöf Ingi-
björg Ólafsdóttir,
f. 21. júlí 1903, d.
11. apríl 1997, og
Þórhallur Lárus
Jakobsson, f. 21. október 1896,
d. 24. mars 1984. Ólafur var
elstur átta systkina, en systkin
hans eru Eggert, f. 1925, Jak-
ob, f. 1928, Stefán, f. 1931, Ingi-
björg, f. 1933, d. 2004, Steinar,
f. 1936, d. 1989, Jón Þór, f.
1939, d. 1978, og Björn, f. 1940.
Hinn 2. janúar 1951 kvæntist
Ólafur Halldóru Kristinsdóttur,
f. 9. janúar 1930, d. 31. janúar
2013. Foreldrar hennar voru
Kristinn Jónsson, f. 1908, d.
1998, og Halldóra Bjarnadóttir,
f. 1903, d. 1930. Fósturfor-
eldrar Halldóru voru Jóhannes
Guðmundsson, f. 1904, d. 1982,
og Þorbjörg Baldvinsdóttir, f.
1897, d. 1980. Ólafur og Hall-
dóra eignuðust fimm börn, en
börn og afkomendur þeirra
eru: 1) Þorbjörg Jóhanna, f.
1950, gift Jóni M. Benedikts-
f. 1960, d. 1988. 5) Júlíus Heim-
ir, f. 1965, kvæntur Vigdísi
Guðmundsdóttur, dætur þeirra
eru a) Jóhanna, f. 2005, b) Matt-
hea, f. 2006, sonur Júlíusar og
Guðlaugar Elísabetar Ólafs-
dóttur er Ólafur, f. 1993, í sam-
búð með Melkorku Eddu Sig-
urgrímsdóttur.
Ólafur lauk héraðsskólaprófi
úr Reykholtsskóla 1945. Á ár-
unum 1947-1956 sinnti Ólafur
kennslu. Hann stundaði búskap
á Ánastöðum frá 1951 til 1983
en sinnti auk þess ýmsum fé-
lags- og trúnaðarstörfum. Hann
var formaður ungmennafélags-
ins Hvatar um skeið, sat í
hreppsnefnd og var formaður
sóknarnefndar Hvammstanga-
kirkju í nokkur ár. Hann var
formaður Sparisjóðs Vestur-
Húnvetninga um tíu ára skeið
og endurskoðandi Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga 1957-1975.
Árið 1983 fluttust Ólafur og
Halldóra til Reykjavíkur og
bjuggu á Neshaga 14 eftir það.
Í Reykjavík starfaði Ólafur hjá
afurðasölu SÍS þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Ólafur
var vel lesinn og fróður. Hann
ritaði margt um sögu Vatnsnes-
inga, fólk og atvinnuhætti þar.
Þá hafði hann mikinn áhuga á
sjómennsku og stundaði veiðar
allt fram á síðustu ár.
Ólafur verður jarðsunginn
frá Neskirkju í dag, 30. ágúst
2013, kl. 15.
syni, f. 1951, börn
þeirra eru a) Þór-
ólfur, f. 1974, í
sambúð með
Nönnu Viðars-
dóttur, synir þeirra
eru Jón Ívar og
Logi, dóttir Þórólfs
og Brynhildar
Ólafsdóttur er Þor-
gerður, dóttir
Nönnu er Edda Eik
Vignisdóttir, b)
Ragnheiður, f. 1979, í sambúð
með Anders Dolve, c) Þórhild-
ur, f. 1979, gift Jóni Hákoni
Hjaltalín, börn þeirra eru
Styrmir, Þorbjörg Sara og
ónefndur drengur. 2) Ólöf Þór-
hildur, f. 1953, gift Necmi Erg-
ün, f. 1950, dóttir þeirra er Öz-
den Dóra, f. 1977, maður
hennar var Alex Clow, d. 2013,
og sonur þeirra er Edgar Trist-
an. 3) Halldór Kristinn, f. 1956,
d. 1985, sambýliskona hans var
Gunnhildur Hlöðversdóttir, f.
1959, dætur þeirra eru a)
Bergrún, f. 1980, í sambúð með
Birni Ólafssyni, sonur þeirra er
Kristinn Hrafn, b) Halldóra, f.
1983, í sambúð með Sveinbirni
J. Tryggvasyni, sonur þeirra er
Tryggvi Kristinn; dóttir Gunn-
hildar er Þorbjörg Ómars-
dóttir, f. 1993. 4) Bergur Helgi,
Leiðir okkar Ólafs Þórhalls-
sonar hafa legið saman lengi, eða
í um það bil 45 ár. Þá kynntist ég
Þorbjörgu, dóttur þeirra hjóna
Ólafs og Halldóru Kristinsdótt-
ur, sem á þessum tíma bjuggu á
Syðri-Ánastöðum á Vatnsnesi.
Mér var frá fyrsta degi tekið afar
vel og skemmst frá því að segja
að aldrei á öllum þessum árum
hefur okkur orðið sundurorða,
heldur hafa báðir borið virðingu
fyrir skoðunum hins, þó að þær
færu ekki í öllum tilfellum sam-
an. Á þessum tíma var mann-
margt á Ánastöðum, en þau áttu
fimm börn og auk þess voru á
heimilinu foreldrar Ólafs, þau
Ólöf og Þórhallur. Þá var einnig
mjög gestkvæmt á heimilinu. Þar
var einkum um að ræða systkini
Ólafs og fjölskyldur þeirra og
gáfust kærkomnir möguleikar á
því að rifja margt upp frá upp-
vexti þeirra bræðra, einkum það
sem varðaði sjósókn og veiðar, en
það var alla tíð helsta áhugamál
Ólafs.
Ég hygg að þó að aðalstarf
Ólafs hafi verið búskapur hafi
hann alla tíð haft meiri áhuga á
sjómennsku og öllu sem henni
tengdist. Ég fór oft á sjó með
Ólafi. Þar var hann í essinu sínu
og óþreytandi að segja mér til
um allt sem varðaði sjómennsk-
una, af gömlum miðum sem oft
þóttu gjöful og mundu hugsan-
lega einnig verða það í þetta
skipti. Honum fannst ágætt að
láta mig um allt sem varðaði vél
bátsins en hafði ákveðnar skoð-
anir á hvar skyldi reynt fyrir sér.
Önnur áhugamál hans tengdust
einkum sögu og landafræði. Ég
furðaði mig oft á hversu vel hann
þekkti til fjarlægra landa og
fólksins sem þau byggði. Það gilti
ekki einungis um líf fólksins nú á
tímum heldur hafði hann ótrú-
lega góða þekkingu á lífi löngu
genginna þjóðflokka í fjarlægum
heimshornum án þess að hafa
nokkurn tíma komið þangað.
Hann hafði ríka réttlætis-
kennd og þoldi illa órétt og mis-
skiptingu. Hann sagði skoðanir
sínar umbúðalaust og það gilti
ekki síst um stjórnvöld á hverj-
um tíma, sem honum fannst oft
vera úr hófi fram tækifærissinn-
uð og tilbúin til þess að víkja frá
góðum stefnumálum vegna
stundarhagsmuna. Hann var alla
tíð mjög tengdur fæðingarstað
sínum og Vatnsnesinu og fylgdist
vel með hvernig þar viðraði og
hvernig búskapurinn gekk hjá
nágrönnum hans og vinum.
Það var mikið áfall fyrir þau
hjón að missa tvo syni sína í
blóma lífsins, nokkuð sem aldrei
vék frá þeim og mótaði allt þeirra
líf uppfrá því. Þau brugðu búi
fyrir 30 árum og settust þá að á
Neshaga 14 í Reykjavík. Þar leið
þeim vel og best ef sem flest af
börnum þeirra og barnabörnum
kom í heimsókn. Þau fylgdust vel
með vexti og viðgangi fjölskyld-
unnar allt til síðustu stundar.
Yngsta barnið, sonur Þórhildar
og Jóns Hákonar, fæddist eftir
að Ólafur var orðinn mjög veikur,
en það gladdi hann að fá hann í
heimsókn á spítalann. Halldóra
andaðist í lok janúar á þessu ári
og tengdasonur Þórhildar dóttur
þeirra í júní. Hvorttveggja var
honum mikið áfall og varð til þess
að lífslöngun hans dvínaði sam-
hliða því að heilsa hans versnaði.
Ég þakka að leiðarlokum tengda-
föður mínum langa samfylgd og
góð samskipti sem aldrei bar
skugga á.
Jón M. Benediktsson.
Þegar ég var í Melaskóla átti
ég eitt sinn að skrifa ritgerð um
einhvern einstakling í fjölskyld-
unni. Ég valdi að skrifa um afa.
Það yrði alltof langt mál og
ómerkilegt að endurtaka hér, en
meginlýsingin á honum var svo-
hljóðandi: „Afi er hár maður,
hann er næstum alveg sköllóttur
fyrir utan smá hárbrúska bak við
eyrun. Hann er mjög góður mað-
ur og traustur vinur, sem talar
aldrei illa um fólk, öfundar ekki
neinn og segir að það sé eitthvað
gott í öllum mönnum.“
Svona nokkurn veginn er afi
enn í minningunni en fyrstu
minningar mínar um ömmu og
afa ná eins langt aftur og ég man
eftir mér. Stúlka sem fór að
gráta á skóladagheimilinu þegar
afi kom að sækja hana, en ekki
mamma. En það lagaðist fljótt,
því í eldhúsinu á Neshaganum
sat amma við saumavélina og
spratt á fætur þegar við afi kom-
um inn úr dyrunum til að gefa
okkur eitthvað að borða. Ferða-
lög norður að Ánastöðum koma
upp í hugann. Þegar fór að líða að
þeim var eins og birti yfir afa,
enda var hann á leiðinni heim,
þangað sem honum leið best. Þar
komst hann á sjóinn og þar var
tengingin við fólkið hans. Einnig
minnist ég ótal skipta þegar ég
sat í fanginu á afa, hann las, sagði
mér sögu eða fór með kvæði og
kallaði mig litlu bíuna sína.
Á seinni árum finnst mér ég
hafa kynnst afa betur. Með okk-
ur tókst vinátta, sem kannski er
ekki svo algeng þegar tæp 60 ár
skilja fólk að. En ég komst að því
að við áttum margt sameiginlegt.
Þegar maður fær áhuga á sögu
landsins, tungumálinu og að ég
tali nú ekki um ættfræði, þá var
gott að eiga afa að. Hann var haf-
sjór af fróðleik og hafði gaman af
að segja frá. Og ég hafði gaman
af að hlusta. Hann virtist muna
allt sem hann hafði lesið og hafði
hann þó lesið ógrynni af bókum.
Hann kunni ótal sögur af fólki
sem hann þekkti þegar hann var
drengur, og sem betur fer festi
hann mikið af því á blað. En afi
hafði ekki bara áhuga á að segja
sjálfur frá. Hann hafði líka áhuga
á að hlusta á það sem aðrir höfðu
að segja. Hann hafði einlægan
áhuga á fólki og vildi heyra um
það sem það var að fást við og
t.a.m. einstaklega áhugasamur
um öll ferðalög fólks. Hann vildi
vita um landslag annars staðar,
veðráttu, gróðurfar og menn-
ingu. Hann virtist alveg sáttur
við að ferðast sjálfur lítið út fyrir
landsteinana, en hafði unun af að
heyra um ferðalög annarra.
Lokaorðin í ritgerðinni um ár-
ið voru þessi: „Eins og sést þykir
mér mjög vænt um afa minn og
það væri gott ef allir menn væru
eins og Ólafur afi.“ Það er ómet-
anlegt fyrir börn að eiga góða
ömmu og afa og þar datt ég svo
sannarlega í lukkupottinn. Það er
sárt að horfa á eftir þeim með
svona stuttu millibili en ylja mér
við ljúfar minningar. Ég stend í
mikilli þakkarskuld við ömmu og
afa. Einu þakkirnar sem ég get
nú fært þeim er loforðið um að
geyma þau í hjarta mínu um
ókomin ár.
Afa langar mig að kveðja með
erindi úr ljóði Jónasar sem við
ræddum oft um.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
Halldóra Kristinsdóttir.
Það er sólríkur sumardagur í
sveitinni hjá afa og ömmu norður
á Ánastöðum. Við afi erum á
göngu sunnan úr Sandvíkinni,
líklega að velta vöngum yfir einu
og öðru sem lýtur að sveitastörf-
um. Þegar við komum útundir
fjárhúsin göngum við fram á kind
sem hefur flækst í gaddavír og
fengið ljótt sár á einn fótinn. Ég
er bara lítill drengur og veit ekki
hvernig á að bregðast við og
bæta úr hennar vanda. Ég lít á
afa sem krýpur hjá henni og los-
ar vírinn ákveðið úr ullinni. Því
næst sviptir hann sér án mála-
lenginga úr vinnuskyrtunni, rífur
hana niður í strimla með hönd-
unum og býr um sárið. Að því
búnu tekur hann aftur í höndina
á mér og við leiðumst áfram
norður túnið, til ömmu, lang-
ömmu og langafa. Í minningunni
þögðum við á leiðinni heim, en ég
hugsaði þeim mun meira um
þennan stóra og mikla mann sem
leiddi mig heim.
Einhvern veginn er þessi end-
urminning mjög táknræn fyrir
afa minn. Ákveðinn maður og
fylginn sér, en einstaklega vin-
gjarnlegur í garð allra sem á vegi
hans urðu. Afi var sérlega heið-
virður og hreinskiptinn og lagði
mikið upp úr heiðarlegri fram-
komu og alúð við náungann.
Hann var enda vinmargur og var
jafnan mjög gestkvæmt hjá þeim
ömmu.
Það var gott að fá að búa í ná-
grenni við afa og ömmu í Vest-
urbænum og njóta samvista og
aðstoðar þeirra gegnum árin. Við
áttum síðan ófáar gleðistundirn-
ar norður á Ánastöðum, bæði hér
áður fyrr og síðan í seinni tíð. Við
afi nutum okkar oft vel á sjónum
við Ánastaði, þar sem hann
kenndi mér að athafna mig við
færaveiðar og róður. Fátt vissi
hann betra en draga fisk úr sjó
og ég var vart fyrr kominn norð-
ur og inn úr dyrunum en hann
hafði stungið upp á að við rerum
til fiskjar ef veður leyfði. Gagn-
vart ömmu hét það að leyfa
drengnum að fara út en ég veit
að eftirvæntingin var ekki minni
hjá honum og ég auðveldaði hon-
um að komast í gegnum nálar-
augað hjá ömmu sem vildi ekki
að hann færi einn út í seinni tíð.
Ég veit að afa þótti leitt að geta
ekki lengur vitjað Ánastaða síð-
ustu árin, notið þar sumarstunda
og róið til fiskjar en það gladdi
hann að heyra hverju sinni er
hann frétti af ferðum ættingja
þangað norður, ekki síst ef við-
komandi tókst að sækja þar fisk
úr sjónum.
Í dag verður afi minn borinn
til grafar í Neskirkju, liðlega
hálfu ári á eftir ömmu sem hann
unni svo mjög. Ég efast ekki um
að þau hafa nú fundið hvort ann-
að og hamingjuna að nýju.
Þórólfur Jónsson.
Ólafi Þórhallssyni og Halldóru
Kristinsdóttur kynntist ég á ní-
unda tug síðustu aldar þegar þau
hjón komu í heimsókn á Freyju-
götu 34. Það sem strax vakti at-
hygli mína var hve samstiga þau
voru í öllu, leituðu álits hvort hjá
öðru í samræðum ef þeim fannst
eitthvað óljóst, töluðu vel um
fólk, felldu ekki dóma en fundu
eitthvað gott í öllum. Halldóra
var afar næm á börn og dýr, hún
hófst strax handa við að kenna
Haraldi syni okkar Magnhildar
að klippa út fólk sem hann teikn-
aði og búa til báta sem átti að
sigla til nálægra og fjarlægra
staða. Ég var þá að undirbúa
samsýningu í öllum sölum Ný-
listasafnsins á íslenskri alþýðu-
list og vantaði konur í hópinn og
vakti athygli á þessu. Halldóru
fannst ólíklegt að hún gæti búið
til eitthvað sem ætti erindi við
aðra en fjölskylduna. Mánuði síð-
ar hringdi hún óvænt og bauð í
kvöldkaffi af engu tilefni nema
því að endurgjalda heimsóknina
frá því um daginn. Eftir spjall
um daginn og veginn dró hún
fram kassa með bréfbátum sem
hún hafði dundað sér við að setja
saman en taldi þó varla hæfa sýn-
ingunni. Voru þessir bátar af-
bragð annarra báta; menn á veið-
um, fólk að flytja ullina í
kaupstað, sækja reka á strandir,
róa heim með innkaup fyrir jól og
ýmsar aðrar nauðsynjar. Það
varð úr að ég tók bátana með
mér og kom þeim fyrir undir
glerhjálmi svo að þeir yrðu ekki
fyrir skemmdum. Þetta eru fín-
leg og viðkvæm verk sem heill-
uðu gesti á sýningunni í Nýlista-
safninu og síðar í Hafnarhúsi og
Safnasafninu.
Ólafur Þórhallsson var sá
maður sem hafði einna besta
nærveru sem ég hef kynnst,
hann var rólegur, yfirvegaður,
margfróður og fræðandi, skap-
andi í hugsun, glettinn og gam-
ansamur á jákvæðan máta. Hann
var að mínum dómi besti penni
landsins af gamla skólanum, þar
sem orðin flæða áreynslulaust
fram, slípuð og fáð af langri notk-
un. Hann sagði sögur á þann hátt
að hlustandanum fannst hann
vera nærri frásagnarefninu, jafn-
vel þátttakandi. Sagan var eins
og hljóðlátt síki á milli hárra
bakka og seytlar til árinnar þar
sem slægjurnar enda. Í skrifum
hans var sami háttur, nákvæmur
aðdragandi, persónur kynntar og
sögð þau deili á því sem skiptu
máli í framvindunni. Náttúrulýs-
ingarnar voru eins og lesandinn
hefði kynnst þeim í bernsku. Allt
var skipulega sett fram, engu
ofaukið, aðeins hið eina og sanna
sem átti sér réttborið pláss. Það
væri mikill fengur að safna sög-
um og frásögnum Ólafs á einn
stað og kynna þær almenningi.
Hljómfagurt mál hans má ekki
glatast, ekki síst nú á hættulegu
breytingaskeiði samfélagsmiðl-
unar sem við lifum á, þegar sótt
er að málvitund manna, málskiln-
ingi, í opinberri orðræðu og dag-
legu tali, sem hefur á sér ógn-
vænlegan blæ, og er harmur í
vitund þess hluta þjóðarinnar
sem horfir með kvíða til framtíð-
arinnar.
Það er með söknuði sem við
kveðjum þau hjón eftir kynni
sem aldrei bar á skugga. Minn-
ingin um þau er fögur og ang-
urvær eins og sólsetur að aflíð-
andi hausti þegar sveitir landsins
skarta litbrigðum, gullbryddri
eftirsjá.
Níels Hafstein.
Ólafur Þórhallsson
✝ Guðbjörg Guð-laugsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 21.
apríl 1930. Hún lést
í Boðaþingi 5,
Hjúkrunarheimili
Hrafnistu, 22.
ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnhildur
Friðriksdóttir frá
Rauðhóli, Dyra-
hólahreppi, f. 12. júní 1902, d.
16. ágúst 1977, og Guðlaugur
Halldórsson frá Stórabóli á
Mýrum, f. 20. maí 1898, d. 2.
apríl 1977. Systkini Guðbjargar:
Friðþór, f. 1926, Alda, f. 1928,
Elín, f. 1930, og Vigfúsína, f.
1934. Tvíburasystir Guð-
bjargar, Elín, er ein eftirlifandi.
Maki Guðbjargar var Jón
Gunnarsson, f. 2. desember
1927, d. 4. desember 2005. Börn
Guðbjargar og Jóns eru: Ragn-
ar, f. 7.11. 1947,
maki Guðrún Hlín
Adolfsdóttir, f.
24.3. 1952. Börn
þeirra eru a) Jón
Ragnar, sambýlis-
kona hans er Anna
Oanh Pam, þau
eiga þrjú börn. b)
Örvar Ragnarsson,
f. 21.6. 1976. Ægir,
f. 7.2. 1951, maki
Guðný Svava
Gestsdóttir, f. 15.6. 1946. Börn
þeirra eru a) Jökull Þór, f. 7.6.
1976, sambýliskona Þórdís Sig-
fúsdóttir og eiga þau tvö börn.
b) Ragnar Þór, f. 9.8. 1981, sam-
býliskona Karen Árnadóttir,
þau eiga þrjú börn. c) Ægir Þór,
f. 5.6. 1986, sambýliskona
Harpa Helgadóttir, þau eiga
eitt barn.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Garðakirkju í dag, 30. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Ekkert er erfiðara en kveðja
sína nánustu eins og við þurf-
um að gera nú. Það er margs
að minnast og nú yljum við
okkur við allar þær góðu stund-
ir sem við áttum með þér. Efst
er okkur í huga þakklæti til alls
þess fólks sem hefur komið þér
til hjálpar í veikindum þínum.
Eftir að þið Jón fluttuð frá
Vestmannaeyjum keyptuð þið
ykkur íbúð í Álfheimum 28, þar
sem þið bjugguð í mörg ár. Eft-
ir að Jón lést fluttir þú í Þang-
bakka 8. Ein sú mesta gæfa í
þínum veikindum var þegar þér
stóð til boða að flytja í Boða-
þing hjá Hrafnistu í Kópavogi,
þar undir þú hag þínum vel og
gast búið þér fallegt heimili. Í
þessum fátæklegu orðum sjáum
við hvað það skiptir miklu máli
að aðbúnaður aldraðra sé
mannsæmandi.
Við aðstandendur Guðbjarg-
ar þökkum ykkur starfsfólki
Boðaþings alla þá hlýju og virð-
ingu sem þið sýnduð Guðbjörgu
og okkur. Það eru varla til orð
sem lýsa góðmennsku ykkar en
við látum takk fyrir okkur
duga. Guð geymi þig, elsku
Gugga.
Ragnar og Guðrún Hlín.
Elsku Gugga amma okkar.
Þegar æviþrautin dvín,
þegar lokast augun mín,
þegar ég við sælli sól
sé þinn dóms- og veldisstól:
Bjargið alda, borgin mín,
byrg mig þá í skjóli þín.
(Matthías Jochumsson)
Nú er komið að kveðjustund
okkar, það sem kemur upp í
hugann er þakklæti fyrir allar
þær stundir sem við höfum átt
með þér. Þegar upp koma veik-
indi, eins og þú þurftir að glíma
við síðasta spölinn á þinni lífs-
leið, sjáum við hvað það er dýr-
mætt að eiga tíma hvert fyrir
annað. Hafðu þökk fyrir alla þá
umhyggju og örlæti sem þú
hefur sýnt okkur og börnum
okkar. Við kveðjum þig með
söknuði en minning þín lifir hjá
okkur bræðrum.
Jón Ragnar og Örvar.
Elsku amma okkar. Takk
fyrir allar ánægjustundirnar í
Álfheimunum, þær voru ótal
margar. Alltaf vorum við vel-
komnir inn á heimili ykkar, þið
afi tókuð alltaf fagnandi á móti
okkur. Við eigum margar
ógleymanlegar minningar um
ykkur.
Heimili ykkar var okkar ann-
að heimili, það var alveg sama
hvað við tókum okkur fyrir
hendur, hvort sem það var í
námi eða tómstundum, þið
stóðuð alltaf heilshugar við
bakið á okkur.
Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
(Vald. Briem)
Takk fyrir allt, elsku amma,
þú munt alltaf eiga stóran sess
í hjörtum okkar.
Jökull, Ragnar, Ægir
og fjölskyldur.
Guðbjörg
Guðlaugsdóttir