Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknumum styrki Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir verkefni á sviði umhverfismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum. Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm milljónum króna. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna á vef Íslandsbanka. Úthlutunardagur er 8. október 2013 Sækja skal um á vef bankans til og með 25. september 2013: www.islandsbanki.is/frumkvodlasjodur Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á: · Greinargóð lýsing á verkefninu · Verk- og tímaáætlun · Ítarleg fjárhagsáætlun · Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis · Ársreikningur · Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform Styrkþegar Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka vorið 2013: Pólar og togbúnaður, Veðurstofa Íslands, Norðursigling, GeoSilica og IceWind VIÐTAL Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Margrét Jóna Ísleifsdóttir var einn frumbyggja á Hvolsvelli. Hún ætl- aði rétt að staldra við í þrjá mánuði en hefur nú búið þar við sömu götu í 71 ár og unir hag sínum vel. Við fyrstu sýn leist henni þó hreint ekki á sig. „Mér fannst þetta algjörlega óbyggilegt þegar við sett- umst hér að. Ég man að fyrsta sum- arið fannst mér ég ekkert sjá nema hrafninn. Hér var ekkert nema grá- gulur mói, fyrir nú utan það að hérna voru engin þægindi. Það var ekki einu sinni nóg vatn. En svo þegar við vorum búin að fá raf- magnið, hitaveitu og ágætar götur, nú og fuglalífið var orðið lífleg, þá fannst mér ég bara geta unað vel við mitt.“ Eins og ein stór fjölskylda Margrét flutti á Hvolsvöll til að vinna í Kaupfélagi Hallgeirseyjar (forvera Kaupfélags Rangæinga), sem var hryggjarstykkið í samfélag- inu að hennar sögn. Þéttbýli byggð- ist upp með flutningi kaupfélagsins þangað og að sögn Margrétar var mikill hugur í frumbyggjunum þar. „Þetta var eins og stór fjölskylda og það tóku allir þátt í kjörum hverjir annarra, glöddust yfir því sem var gott og grétu með þeim sem áttu bágt. Það hjálpuðust allir við að byggja og þegar farið var að steypa var hér mikið fjör og líf.“ Margrét hefur upplifað bæði eld- gos og jarðskjálfta í sinni búskap- artíð en náttúran á Hvolsvelli er henni engu að síður afar kær, ekki síst hinn ægifagri fjallafaðmur. „Það er svo undarlegt að ég hef aldrei hræðst þetta. Ég upplifði náttúrlega öskufallið hér þegar Hekla gaus 1947, það var mikið, en líka undursamlega fljótt að jafna sig. En ég skildi það ekki þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa. Þessi jökull sem ég var búin að elska alla tíð frá því ég var bara barn. Ég trúði aldrei að hann myndi gera manni þetta.“ Hún segist fyrst og fremst eiga hlýjar minningar af því að fylgjast með byggðinni á Hvolsvelli vaxa og blómstra. „Þegar ég horfi yfir þenn- an liðna tíma hugsa ég fyrst og fremst til þess að það hefur alltaf verið eitthvað að gleðjast við.“ Ítarlegra viðtal við Margréti birt- ist á mbl.is í dag. Hefur búið við sömu götuna í 71 ár  Einn af frumbyggjum Hvolsvallar býr þar enn við sömu götu  Heklugos á fyrsta búskaparárinu dugði ekki til að hrekja ung hjón burt  Allir hjálpuðust að og voru eins og ein stór fjölskylda Lífsreynd Margrét Ísleifsdóttir verður 89 ára í október. Sem ung kona sá hún ekki fyrir sér bjarta framtíð á Hvolsvelli en annað kom á daginn. Haldið verður upp á 80 ára afmæli Hvolsvallar sunnu- daginn 1. september næst- komandi með hátíðlegri dag- skrá. Haldið hefur verið upp á afmælið með ýmsum við- burðum allt árið. Svokölluð Kjötsúpuhátíð hefst í dag og lýkur á morgun. Þar verður boðið m.a. upp á kjötsúpu, harmonikkuball, fótbolta- sprell og verðlaun veitt fyrir bestu ljósaskreytinguna en íbúar eru hvattir til að skreyta hús sín og garða. Hátíðardagskráin á sunnudaginn hefst með samverustund þar sem séra Önundur Björnsson blessar mannskapinn á gamla róló. Eftir það leiða Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri og Aðalbjörn Kjartansson göngu um fyrstu götur þorpsins. Þá verður ný álma í íþróttahúsinu vígð. Klukkan þrjú hefst hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hvoli þar sem boðið verður upp á afmælisköku og kaffi. Í anddyrinu verður kynning á tillögu um nýtt aðalskipulag og saga Hvolsvallar rakin í stuttu máli. Fyrsta íbúðarhúsið á Hvolsvelli var reist 2. september 1913 og um svipað leyti hafði útibú frá kaupfélagi Hallgeirseyjar verið flutt á Hvols- völl. Samfélagið mótaðist í kringum þessa starfsemi sem seinna varð Kaupfélag Rangæinga. Fyrstu íbúar voru með búpening, kindur, kýr og hænsni og er einstaka búmaður enn með hænsni í bakgarðinum. Í sveitarfélaginu eru úrvinnsla á landbúnaðarvörum og ferðaþjónusta stærstu atvinnugreinarnar en Sláturfélag Suðurlands er stærsta fyr- irtækið í sveitarfélaginu. Kjötsúpuhátíð og ganga um fyrstu götur þorpsins HÁTÍÐARHÖLD Í TILEFNI 80 ÁRA AFMÆLIS HVOLSVALLAR Hvolsvöllur Mikið fjör verður um helgina enda dagskráin fjölbreytt. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Í dag mun sérfræðihópur barna hjá UNICEF hitta fjármálaráðherra, innanríkisráðherra, velferðarráð- herra og menntamálaráðherra til þess að ræða hvað gera megi til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum. Sérfræðihópinn skipa börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi og vilja þau hvetja ráð- herrana til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að berj- ast gegn hvers kyns ofbeldi á börn- um hér á landi. „Við hjá UNICEF á Íslandi erum afar þakklát fyrir fram- lag krakkanna. Þau hafa opnað augu fólks og sett hlutina í það samhengi sem það verður að vera í,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Málefni Barnahúss í ólestri Til grundvallar fundinum liggur viðamikil skýrsla UNICEF um of- beldi gegn börnum á Íslandi og börn- in sem unnu að skýrslunni sóttu öll meðferð í Barnahúsi. Í tilkynningu frá UNICEF er bent á að Barnahús anni ekki lengur fjöldanum sem þangað leitar en yfir 60 börn bíða nú könnunarviðtals, skýrslutöku og meðferðar. Þessi bið er sögð skaðleg börnunum. „Þótt málefni Barnahúss séu enn í ólestri hafa mikilvæg skref verið tekin innan viðeigandi ráðu- neyta síðastliðna mánuði eins og að festa fjármagn til ýmissa aðgerða til áramóta. UNICEF á Íslandi fagnar þessum aðgerðum en ítrekar um leið mikilvægi þess að forvarnir gegn of- beldi séu hugsaðar til lengri tíma og teknar inn í framtíðarstefnumótun stjórnvalda. Ekki er ljóst hvað gerist á nýju ári og sú óvissa er ólíðandi,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. Slæm áhrif ofbeldis á börn Í áðurnefndri skýrslu UNICEF, sem ráðherrum verður kynnt í dag, birtist ógnvekjandi mynd af tengslum ofbeldis við andlega vanlíð- an barna og áhættuhegðun. Börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi sýna frekar áhættuhegðun, líður verr í skólanum og finnst framtíðin dekkri. UNICEF á Íslandi kallar eftir skjót- um viðbrögðum samfélagsins enda sé um grafalvarlegt mál að ræða. Fundað með ráðherrum um ofbeldi  Hvetja ráðherra til þess að berjast gegn hvers kyns ofbeldi á börnum Morgunblaðið/Eggert Börn Yfir 60 börn bíða eftir að kom- ast að í Barnahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.