Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 19
Í DAG OG 4FALDIR VILDARPUNKTAR ICELANDAIR Í DAG! (30. ÁGÚST) Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. -10KR. ELD SNE YTIS AFS LÁT TUR MEÐ OLÍS -LYK LINU M,S TAÐ GRE IÐSL U- OG TVE NNU KOR TI O LÍS Til að safna Vildarpunktum Icelandair með Olís-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 32 46 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Brotakennd mynd blasir við okkur þegar við leitum svara við spurning- unni um gæði skólastarfs á höfuð- borgarsvæðinu. Við höfum ákveðnar upplýsingar úr erlendum rannsóknum eins og t.d. PISA-, PIRLS- og TIMM- IS-könnun en við þyrftum að hafa ná- kvæmar upplýsingar til að geta svar- að fullkomlega þeirri spurningu hvar við stöndum í alþjóðlegum sam- anburði,“ segir Skúli Helgason, stjórnmálafræðingur og verk- efnastjóri Skólar í fremstu röð. Hann segir ennfremur að þar muni þess verða freistað að ná eins góðri yfirsýn og kostur er, tillögur verða lagðar fram um það sem upp á vantar. Skólar í fremstu röð er liður í svo- kallaðri Sóknaráætlun höfuðborgar- svæðisins á vegum Samtaka sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta skrefið er að fara yfir þau gögn og rannsóknir sem liggja fyrir um gæði skólastarfs í Reykjavík til að fá heildarmyndina. „Hluti af okkar starfi er að finna út hvaða gögn og rannsóknir við getum notað til að greina styrkleika og veik- leika skólastarfs á höfuðborgarsvæð- inu okkar og leggja til úrbætur í kjöl- farið eftir náið samráð við skólafólk og aðra fagaðila,“ segir Skúli. Nefndin mun fara vítt og breitt yfir sviðið, skoða árangursríkar kennslu- aðferðir, leiðir til að bæta kennsluað- ferðir, lestur, aðgerðir til að draga úr brottfalli, kerfisbreytingar svo fátt eitt sé nefnt. Verkefnastjórnin hyggst skila fyrstu niðurstöðum fyrir áramót. Finnur þá sem þurfa hjálp „Markmið skimunar er að afmarka þann hóp nemenda sem þarfnast að- stoðar á tilteknu námssviði eða náms- grein. Fyrst og fremst er litið á nið- urstöðurnar í hverjum skóla fyrir sig,“ segir Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði og rannsóknar- þjónustu hjá Reykjavíkurborg. Les- skimun er lögð fyrir nemendur í þeim tilgangi til að finna þá nemendur sem þurfa á aðstoð að halda í lestrarnám- inu. Markmið skimana er ekki að meta árangur eða gæði skólastarfs. Ef skoða á gæði skóla er mikilvægt að taka til greina fjölbreyttar upplýs- ingar, ekki einungis um námsárangur heldur fleiri þætti skólastarfsins. Hún bendir á að niðurstöður samræmdra prófa séu dæmi um áreiðanlegar upp- lýsingar um námsárangur. Á vef Námsmatsstofnunar eru niðurstöður samræmdra prófa allra nemenda í fjórða, sjöunda og tíunda bekkjar í ensku, íslensku og stærðfræði. Þá eru svokallaðir framfarastuðlar skólanna góðar upplýsingar um gæði skólanna. Þar er reiknað hvaða framfarir nem- endur ná á milli samræmdra prófa milli fjórða, sjöunda og tíunda bekkj- ar. Morgunblaðið/Ómar Skólakerfi Nákvæmari upplýsingar þarf til að sjá alþjóðlegan samanburð. Brotakennd mynd af gæðum skólakerfisins  Betri upplýsingar þarf til að sjá alþjóðlegan samanburð „Ég er ekki hlynntur því að raða skólum niður í röð; bestur og verstur. Mikil óvissa er í slíku mati og fólk hefur tilhneigingu til að leggja alltof mikið í það,“ segir Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Náms- matsstofnunar. Hann segir að fara skuli varlega í röðun á skólum því það hefur í för með sér „ein- hvers konar gæðastimpil sem er ekki raunveruleg- ur,“ segir Júlíus og vísar til þeirrar röðunar á skólum sem gjarnan eru settir fram í fjölmiðlum eftir frammistöðu í samræmdum prófum. Þetta á einnig við um þá umræðu sem hefur spunnist nýverið um að birta lista yfir skóla eftir niðurstöðu lesskim- unarkönnunar. Átta grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu fara í gegnum nýtt ytra mat sem Námsmatsstofnun leggur fyrir í ár. Þar er kannað m.a. stjórnun, nám og kennsla og innra mat skólans. Áður sáu mismunandi aðilar um ytra matið að beiðni menntamálaráðuneytisins. Nú er matið fram- kvæmt af aðilum utan ráðuneytisins á samræmdan hátt. Ytra matið er fyrst og fremst hugsað til þess að skila umbótamiðuð- um upplýsingum til skólanna sem vinna síðan úr þeim. Aðferðirnar eru ámóta og þær sem notaðar eru á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mark- mið matsins er ekki að fá fram einhverskonar röðun skólanna heldur til að fylgjast með hvernig grunnskólar landsins fara að lögum og reglu- gerðum, hvernig menntastefnu ríkis og sveitarfélaga er framfylgt og ekki síst að stuðla að umbótum í skólastarfi. Ljóst er að miðað við nú- verandi fjárveitingar til verksins tekur allt að 17 ár að meta alla skóla landsins samkvæmt þessu, frá fyrsta til þess síðasta. Júlíus vill helst sjá bragarbót í þeim efnum. „Ekki er hægt að taka skólana og raða þeim í ágætisröð út frá þessu ytra mati,“ segir Júlíus spurður hvort hægt væri að raða skólum í lista eftir mælingu á tilteknum atriðum. „Ég vona að enginn hafi áhuga á því, þetta er ekki slíkt tæki. Sú röðun yrði afar slæm. Hvað á velja í röðunina, það er ekki alveg einfalt,“ segir Júlíus og telur próf skárri til þess fallin. Listi yfir skóla gæðastimpill sem er ekki raunverulegur EKKI HLYNNTUR RÖÐUN SKÓLA EFTIR NIÐURSTÖÐU PRÓFA Júlíus K. Björnsson Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði í vikunni hefur hækkað mikið í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í júní 2012. ASÍ segir að miklar verðhækkanir séu í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Þannig hafi viðbitið Klípa hækkað um 3-13% og roðlaus ýsuflök um 4-27%. Fram kemur á heimasíðu ASÍ, að Fjarðarkaup hafi oftast hækkað verð á milli mælinga eða á 28 af 34 vörum sem til voru í báðum mælingum. Krónan hækkaði verð á 26 vörum af 33. Nettó hækkaði verðið á 25 vörum af 35, Bónus á 24 af 31 og Nóatún á 22 af 33. Verslanirnar Hagkaup og Sam- kaup Úrval hafi hins vegar oftar lækkað verð en hækkað. Þannig hafi Hagkaup lækkað verð í samanburð- inum eða á 20 vörum af 39 og Sam- kaup Úrval lækkaði og hækkaði verð næstum jafn oft í samanburðinum. Nánast allt hefur hækkað – lime um 91% ASÍ segir, að nánast allar vörurnar, sem bornar séu saman, hafi hækkað í verði. Sem dæmi um mikla hækkun megi nefna t.d. ávöxtinn límónu, sem hækkaði um 91% úr 314 kr./kg. í 599 kr./kg. hjá Nettó, um 84% úr 598 kr./ kg. í 1.098 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum, um 59% úr 439 kr./kg. í 698 kr./kg. hjá Bónus, um 48% úr 499 kr./kg. í 739 kr./kg. hjá Samkaupum Úrval, um 33% hjá Hagkaupum og um 32% hjá Nóatúni. Matvara hækkar í verði  Verð á límónu hefur hækkað um allt að 91% á einu ári Morgunblaðið/Valdís Límóna Verð á þessum ávexti hefur hækkað um allt að 91% milli ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.