Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Hross í oss Ingvar E. Sigurðsson leikari talar í farsíma í Háskólabíói fyrir forsýningu á myndinni Hross í oss, fyrstu kvikmynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar í fullri lengd. Golli Nú hefur það tíðkast und- anfarna daga að sumir hafa viljað skapa óvissu um stefnu Sjálfstæðisflokksins hvað varð- ar aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Stefnan hefur þó leg- ið fyrir og getur varla verið skýrari. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur 40.000 einstaklinga og senda þessir einstaklingar full- trúa sína á landsfund flokksins, en 7. grein í samþykktum flokksins segir: „Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og set- ur reglur um skipulag hans“. Landsfund- urinn hefur því valdið til þess að marka stefnu flokksins, hins vegar má vera að ekki allir séu sammála þeirri stefnu hvort sem það eru stakir þingmenn eða almennir fé- lagsmenn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013 samþykkti að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið með yfirgnæfandi meiri- hluta greiddra atkvæða, en orðrétt segir í ályktun flokksins um utanríkismál: „Lands- fundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópu- sambandið…. Áréttað er að aðildarvið- ræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er alveg skýrt að samþykktir flokks- ins er aðeins hægt að skilja á einn veg. Þar sem sjálfstæðismenn töldu að þjóð- aratkvæðagreiðsla hefði átt að fara fram áð- ur en að umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu var send til Brussel á sínum tíma, vill flokkurinn augljóslega leggja áherslu á að þeir sem kunna að vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu geri ekki sömu mistök og síðasta ríkisstjórn gerði þegar hún ákvað að sækja um aðild án umboðs þjóðarinnar. Hins vegar er alveg ljóst og eðlilegt að flokk- ur sem er mótfallinn Evrópusambandsaðild mun ekki hafa frumkvæði að því að sækja um að nýju. Með öðrum orðum segir álykt- unin í raun einungis það að landsfundur telji Íslendinga ekki eiga erindi í Evrópusam- bandið og að viðræðunum skuli hætt. Alþingi með umboð, samt ekki Það er einnig ljóst að þessi herferð aðildarsinna síðustu daga er í raun alveg marklaus, því þeim þykir augljóslega í lagi að breyta leikreglum og stefnu eftir hentugleika. Við fullveld- issinnar báðum um þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið allt síðasta kjörtímabil. Þá var svar aðild- arsinna að Alþingi hefði fengið nægilegt um- boð til þess að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu og að þjóðaratkvæðagreiðsla væri óþörf, einnig töldu þeir þetta vera frá- leitt þar sem ekkert ríki hafði haldið at- kvæðagreiðslu um aðildarviðræður í sögu Evrópusambandsins. Í vor kusu Íslendingar nýtt þing og flokk- ar sem hafa verið mótfallnir aðild að Evr- ópusambandinu hafa fengið drjúgan meiri- hluta á þingi og þar með umboð þjóðarinnar í frjálsum kosningum til þess að slíta viðræð- unum. Nú eru þessir sömu aðilar sem höfn- uðu sífellt beiðni um þjóðaratkvæðagreiðslu að segja að þjóðin verði að fá að kjósa um málið. Það er ekki mikill trúverðugleiki á bak við hentugleikastefnu aðildarsinna sem ein- göngu byggist á því að breyta leikreglunum þegar leikurinn þróast þeim sjálfum í óhag. Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson » Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins 2013 sam- þykkti að slíta aðildarviðræð- unum við Evrópusambandið með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Gunnlaugur Snær Ólafsson Höfundur situr í stjórn utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins og er framkvæmdastjóri Heimssýnar. Stefnan skýr: „aðildarviðræðum við ESB verði hætt“ „Flugvöllurinn í Vatns- mýrinni er hjartað sem slær allan sólarhringinn árið um kring. Þangað koma og fara slasaðir á bráðamóttöku, sjúkir á sjúkrahús, starfsmenn á fundi, vörur til fyrirtækja, embættismenn í stjórn- sýslu, ferðamenn í ferða- þjónustu, nemendur til náms, auk þess sem völl- urinn er hjartað í flugsögu Íslendinga aft- ur til ársins 1919.“ Loksins hafa leiðtogar grasrótarinnar tekið flugvallarmálið í sín- ar hendur og stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar er komin í gang. Nú skulum við, sem skynjum flugvöllinn sem hjartað sem þjónar landinu öllu, koma í veg fyrir stærstu mistök okkar Íslendinga og skrifa nafnið okkar á bjarghringinn lending.is og koma þessari vitleysu út úr heiminum. Allt frá því á útrásarárunum þegar pen- ingar skyldu öllu ráða hefur verið veikleiki í Ráðhúsi Reykjavíkur og margir borg- arfulltrúar smitaðir af þeirri bakteríu að flugvöllurinn verði að víkja fyrir stein- steypu í Vatnsmýrinni. Ég held að núver- andi meirihluti sé staðráðinn í að hafa öll rök sem mæla með flugvellinum í Vatns- mýrinni að engu. Þeir skilja samt aðeins eitt, þegar tugir þúsunda manna senda frá sér bænaskjal þá skelfur hjartað í stjórn- málamanninum. Ég sé samt viðtöl við ráðamenn Reykjavíkur sem blikka auga og segja í öðru orðinu að það verði farið yfir málið og það grandskoðað. Eða að sátt verði að nást og þegar frekar er spurt fara þeir að tala um óbyggðirnar uppi á Hólmsheiði eða Keflavík sem framtíð- arlausn, þeir ætla að halda sínu striki hvað sem raular og tautar. Auðvitað situr ríkisstjórnin og Alþingi ekki hjá í þessu máli, þar verða menn að ganga til liðs við kröfuna um að Vatnsmýrin verði látin í friði og flugið verði þar. Hvort sigraði lífið eða dauðinn? Undirskriftasöfnunin snýst aðeins um það að af mörgum ástæðum verði flugvöll- urinn áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík og enga útúrsnúninga. Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna, ríkið á landið. Ísland er eign okkar allra, án lands- byggðar er engin höfuðborg og án höfuðborgar er engin landsbyggð. Flugvöllurinn, þar sem hann er, tryggir öryggi landsins alls. Þaðan má flytja lækna, björgunarsveitir, lögreglu, búnað, allt fyrirvaralaust hvert á land sem er. Milli sex og sjö hundruð sjúkraflugsferðir eru farnar árlega til Reykjavíkur. Margir eru fluttir upp á líf og dauða og fara beint á skurðarborðið og eiga fluginu lífið að þakka. Við spyrjum ekki hvaðan þessir einstaklingar séu, þeir geta verið höf- uðborgarbúar eða af annesjum Íslands. Björgunarmenn þessara einstaklinga, flug- mennirnir, gátu komið vélinni í loftið með læknum og fólki sem leggur sig í lífshættu en getur komist til þess sjúka eða slasaða og nánast flogið með hann eða hana inn á slysadeild Landspítalans. Og spurningin snerist ekki um mínútur, heldur sekúndur, hvort sigraði lífið eða dauðinn. Hólmsheiði býr ekki yfir kostum Vatnsmýrarinnar, þar er þoka, þar er öðruvísi veðurlag, hún er fjarri skurðarborðinu og vaktmönnum lífsins á Landspítalanum sem vinna mörg kraftaverk. Vatnsmýrin í Reykjavík er bæði raunhæfasti og öruggasti kosturinn í flugvallarmálum Íslands. Með flutningi flugvallarins verður flugið í landinu aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem það er í dag. Við skulum nú skrifa nafn okkar og biðja ráðamenn borgarinnar að vakna. Við skulum líka fá viðhorf flokkanna og fram- boðanna í vor til málsins. Það er eitt sem ekki vantar á Íslandi, það er bygging- arland. En flugvöllur verður að vera á réttum stað, hann er það í Vatnsmýrinni. Eftir Guðna Ágústsson » Við skulum nú skrifa nafn okkar á lending.is og biðja ráðamenn borg- arinnar að vakna. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. landbúnaðarráðherra. Hjartað slær í Vatns- mýrinni – lending.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.