Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 22
VESTURLANDDAGA HRINGFERÐ STYKKISHÓLMUR Grunnkort/Loftmyndir ehf. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Atvinnulífið hér í Stykkishólmi gjör- breyttist þegar tekið var fyrir skel- fiskveiðar rétt eftir aldamót. Fólk hér hafði yfirleitt haft fasta og örugga vinnu, en varð skyndilega að fram- fleyta sér og sínum með eigin fram- taki og útsjónarsemi. Og það reyndist alveg ótrúlegur kraftur meðal fólks hér,“ segir Agnar Jónasson í Stykk- ishólmi. Standa allar dyr opnar Lyklakippan sem Agnar Jón- asson er með í buxnavasanum er táknræn á marga vísu. Hún segir ein- faldlega að bæjarbúar treysta Agnari öðrum betur, en hann er næt- urvörður bæjarins. Rekur fyrirtækið Vaktþjónustuna Vökustaurinn og byrjar vaktina á miðnætti. Er á ferð- inni um bæinn alla nóttina, fylgist með mannaferðum og kemur við í fyrirtækjum og húsum sé þess óskað. Á kippu hans eru lyklar sem ganga að alls fjörutíu húsum í bænum og því má segja – í orðsins fyllstu merkingu – að Agnari standa allar dyr opnar. Mogginn um miðja nóttina Um miðja nóttina, fjögur, byrjar svo dreifing á Mogganum, þegar Reykjavíkurbíllinn er kominn vestur á Nes. Agnar fer með Moggaskammt dagsins til blaðbera. Þá hefur hann áður rennt við í Stykkishólmsbakaríi og tekið úr frystinum, þannig að þeg- ar Arnar Heiðarsson bakari mætir með sínu fólki á vaktina laust fyrir klukkan fimm má setja deigið í ofn. „Nei, yfirleitt er mjög rólegt hér í Hólminum yfir nóttina. Síðan ég byrjaði í þessu árið 2006 hefur aðeins einu sinni verið brotist inn, það er þegar einhverjir bévítans pjakkar að sunnan fundu út hvar ég var á ferli. Þeir sættu lagi, fóru inn í verslun og tæmdu lagerinn á örfáum mínútum. Sem betur fer hefur ekkert slíkt gerst aftur,“ segir Agnar. „Svona upp úr klukkan sex lifnar yfir bænum; ljóstýra fer að sjást í einstaka húsum, karlarnir að sækja á sjó og nokkrir að fara í ræktina. Um líkt leyti er Högni Bæringsson, gamli bæjarverkstjór- inn, kominn á rúntinn. Á þeim tíma- punti er næturvaktinni hjá mér að ljúka og ég skýst heim og fæ mér kríu.“ Pottar tá og hæl Athyglisvert er í byggðum úti á landi hve mörgum hlutverkum ein- staka menn á stundum gegna. Grípa í hitt og þetta og hafa mörg járn í eld- inum, svo þekkt myndlíking sé notuð. Og hún á einstaklega vel við um Agn- Morgunblaðið/Styrmir Kári Skeifur Úti á landi sinnir fólk gjarnan mörgum störfum til að sjá sér og sínum farborða. Agnar er hér í smiðju sinni þangað sem hann mætir um miðjan morgun, þá að afloknum kríublundi eftir næturvakt í fyrirtækjum bæjarins. Á góðum járnum og allar dyrnar opnar  Agnar umboðsmaður smíðar skeifur og vaktar bæinn  „Baldurslokan er vinsælust hjá Íslendingum, en útlendingarnir vilja frekar steikta fiskinn,“ segir Kristrún Ester Kristjánsdóttir sem starfar í veitingasölu ferjunnar Baldurs. Ferjan siglir allt árið yfir Breiðafjörð, frá Stykkishólmi til Brjánslækjar og aftur til baka með viðkomu í Flatey. Kristrún segir mikið að gera í veitingasöl- unni, enda kjósi sífellt fleiri að ferðast með Baldri. Eins og nafnið gefur til kynna er Baldurslokan samloka. Brauðið er ristað og ofan á því trónir spælt egg. Steiktar kartöflur eru bornar fram sem meðlæti. Spurð hvort innihald Baldurslokunnar sé leyndarmál segir Kristrún svo ekki vera. „Nei, alls ekki,“ segir hún og gefur fúslega upp innihaldið. „Á samlokunni er sósa, kál, rauðlaukur, tómatar, skinka, ostur og beikon.“ annalilja@mbl.is Baldurslokan nýtur hylli á sjó Morgunblaðið/Kristinn Um borð í ferjunni Baldri Kristrún Ester selur þar margar Baldurslokur. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í litlum bæ hefur þetta um- svifamikla fyrirtæki sem á langa sögu miklar skyldur gagnvart sam- félaginu. Síðustu árin hefur áhersl- an í okkar starfi hér heima verið á verkun á saltfiski yfir sumartímann og fram á haust á makríl og síld og á vorin er það grásleppan. Stærstur hluti starfsemi okkar er þó í Dan- mörku en þegar hörpudisksveiðar hér í Breiðafirði hrundu árið 2002 urðum við að róa á ný mið,“ segir Sigurður Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Agustson hf. í Stykk- ishólmi. Í haust verður haldið upp á 90 ára afmæli Agustson í Stykkishólmi, en það var í febrúar árið 1933 sem Sigurður Ágústsson keypti eignir dönsku kaupmannanna í Tang og Riis og hóf atvinnurekstur í Hólm- inum undir eigin nafni. Sjávar- útvegur og fiskvinnsla voru hryggj- arstykkið í rekstrinum lengi, auk verslunarstarfsemi. „Þá rak afi hér sláturhús, refa- bú og árið 1939 kom hann að gullleit í Drápuhlíðarfjalli. Starfsemin hefur verið fjölbreytt,“ segir Sigurður sem hefur stýrt fyrirtækinu síðasta árið. Móðir hans, Rakel Olsen, sem var framkvæmdastjóri, er nú formaður stjórnar. Verksmiðjur í Danmörku Þegar aðstæður breyttust með hruni hörpudisksveiða segir Sig- urður að fyrirtækinu hafi verið nauðsynlegt að horfa í aðrar áttir. „Við höfðum beint sjónum okkar til Danmerkur um nokkurn tíma. Það er fínt að reka fyrirtæki þar, efna- hagslífið er stöðugt og umgjörðin sem sjávarútvegurinn hefur, m.a. með regluverki, er sanngjörn,“ segir Sigurður. Rekstur Agustson veltir í það heila um 6 milljörðum á ári. Þar af er velta ytra um 4,5 milljarðar kr. Verksmiðjurnar í Danmörku eru þrjár og allar á Jótlandi; ein í Hirtshals en hinar í Vejle. Er í þeim meðal annars unninn kavíar og rækja en mest eru umsvifin í verkun á silungi sem fenginn er frá jóskum Við urðum að róa á ný mið  Agustson er kjölfesta  Hólmurinn og Danmörk  Makríll og silungur Morgunblaðið/Styrmir Kári Framkvæmdastjóri Sigurður Ágústsson á skrifstofu sinni. Þarna sat afi hans og alnafni áður, en hann hóf rekstur sinn árið 1933.  Stykkishólmur er staður í þjóð- braut. Fyrir það fyrsta er staðurinn vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Siglingar úti á sjó í kringum eyjar og sker þykja skemmtilegar og þá er gamli bærinn með sínum sérstöku húsum mikið aðdráttarafl, sem og fallegt umhverfi staðarins og sú margvíslega afþreying sem þar býðst. Margir eiga svo leið í gegnum Hólminn, þaðan sem Breiðafjarð- arferjan Baldur er gerð út. Yfir sum- artímann siglir ferjan tvisvar á dag yfir fjörðinn úr Hólminum á Brjáns- læk á Barðaströnd með viðkomu í Flatey. Nú er hins vegar kominn tími vetraráætlunar. Hún gekk í gildi sl. mánudag, 26. ágúst, og verður fram í júní. Samkvæmt henni er lagt af stað kl. 15 úr Stykkishólmi og er ferjan rúma þrjá tíma yfir á Brjánslæk það- an sem er siglt er kl. 18:00. Ekki er siglt á laugardögum nema í und- antekningartilvikum. Yfir sumartímann eru ferðamenn áberandi í farþegahópi Baldurs. Yfir veturinn má hins vegar segja að skip- ið sé vegurinn úr byggðum á sunn- anverðum Vestfjörðum til annarra svæða. Leiðin norður á bóginn til Ísa- fjarðar er aðeins sumarfær. Þá eru vegir fyrir firði og yfir hálsa á sunn- anverðum fjörðunum í Barðastrand- arsýslu fljótir að teppast og verða ófærir þegar veður versnar. bs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skip Baldur við bryggjuna á Brjánslæk á Barðaströnd í júlí í sumar. Ferjan Baldur er alltaf í ferðum þvert yfir fagran Breiðafjörðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.