Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 ✝ Lára Jóhann-esdóttir fædd- ist á Herjólfs- stöðum í Álftaveri 24. janúar 1923. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 23. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Guðmundsson, f. 13.5. 1880, d. 16.11. 1961, og Þuríður Pálsdóttir, f. 23.6. 1890, d. 29.11. 1974. Systkini Láru voru Eggert Páll, Kjartan, Guð- mundur, Einar, Páll, Lára, Loftur, Svava, Gissur Þórður og Hulda en þau eru öll látin. Á langri ævi vann Lára mikið í tengslum við mat. Var matráðskona hjá Vegagerðinni, Ísfélagi Vest- mannaeyja, kjöt- vinnslu hjá Slát- urfélagi Suðurlands, Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga. Vann hún einnig við síldar- og fisk- vinnslu og við af- greiðslu í kjötdeildum kjör- búða. Lára prjónaði einnig lopapeysur og ýmislegt á prjónavél og seldi. Útför Láru fer fram frá Ás- kirkju í dag, 30. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Okkur systur langar að kveðja hana Láru, móðursystur okkar, og þakka allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Ofarlega í huga eru árin í Selásnum, í Heiðargerðinu með Lofti frænda, Karfavogin- um og Kleppsveginum. Það sem einkenndi Láru var hvað hún var alltaf boðin og búin að mæta þar sem aðstoðar var þörf hjá systkinum hennar, þegar fæddust börn eða veik- indi steðjuðu að. Alltaf kom Lára. Sérstaklega er kær minn- ingin um það þegar Lára og Loftur dvöldu hjá okkur í Sel- ásnum. Eða þegar hún var ný- komin frá Eyjum af vetrarver- tíð hjá Ísfélaginu. Þá var tekið til við að prjóna og sauma gam- mosíur og peysur í stórum stöflum fyrir heildsölur. Við munum vel þytinn í hesputrénu, prjónavélinni og suðið í sauma- vélinni langt fram á nætur. Svo fór Lára líka „til útlanda“ með Ástu vinkonu sinni. Það var ekki á hverjum degi sem farið var til Ítalíu fyrir 1960 í okkar fjölskyldu. Mikill var spenning- urinn þegar tekið var upp úr töskunum við heimkomuna. Stytta af Péturskirkjunni í Róm og „litla, hvíta lambið“ sem Gulla missti sig alveg yfir. Lambið var reyndar poodle- hundur, en lamb skyldi það vera sagði sú stutta, enda ekki orðin eins forfrömuð í hunda- ræktinni og í dag. Systkinahóp- urinn hennar Láru var stór og samhentur. Systurnar frá Herj- ólfsstöðum voru samrýndar og töluðust við á hverjum degi. Systkinabörnin öll voru henni kær og reyndust henni vel. Við teljum þó að á engan sé hallað þegar við segjum að strákarnir hennar Huldu; Þorsteinn, Jói og Lárus, og fjölskyldur þeirra, hafi verið henni sérstaklega hjartfólgnir. Viljum við systur þakka þeim fyrir hversu góð þau voru Láru alla tíð, til hinstu stundar. Eygló, Þórunn og Guðlaug. Nú hefur hún Lára föður- systir okkar kvatt eftir langa lífsgöngu. Lára er sú síðasta til að kveðja af systkinunum tíu frá Herjólfsstöðum sem komust til fullorðinsára. Lára giftist ekki og átti ekki börn sjálf en hún bar alltaf hag systkina- barna sinna fyrir brjósti. Hafði líka verði viðstödd fæðingu margra þeirra og aðstoðað fjöl- skyldur systkina sinna við þær aðstæður enda erum við af þeirri kynslóð sem fæddist heima en ekki á til þess gerðum stofnunum. Það var eins og Lára hefði valið sér störf sem gerðu henni fært að koma til aðstoðar þegar á þurfti að halda. Við systkinin sem ólumst upp á Jarðlangsstöðum munum eftir því að Lára kom til að- stoðar ef foreldrar okkar þurftu að bregða sér af bæ og stund- um var Loftur föðurbróðir með henni en þau systkinin voru líka lengi saman um að senda systk- inabörnum sínum jóla- og ferm- ingargjafir. Lára var líka sjálf- sögð til aðstoðar þegar börnin skyldu fermast, þá kom sér vel að hún var góður kokkur og fór létt með að baka dýrindis kökur enda hafði hún bæði staðið fyrir stórum mötuneytum og verið ráðskona með vinnuflokkum. Lára fylgdist vel með þegar systkinabörnin uxu úr grasi og eignuðust sínar eigin fjölskyld- ur og lengi vel mundi hún af- mælisdaga flestra. En Lára var ekki bara til staðar þegar haldnar voru há- tíðir, hún tók líka þátt í sorgum fjölskyldu sinnar, þá var hún sem klettur við hlið þeirra sem áttu um sárt að binda. Hún bar líka hag foreldra sinna fyrir brjósti meðan þau lifðu. Lára var mjög tengd heima- högunum á Herjólfsstöðum og kom þangað oft en Herjólfs- staðir eru enn í ábúð fjölskyld- unnar. Síðustu árin hafa á margan hátt verið Láru erfið, hún hefur séð á eftir öllum sínum systk- inum og fleiri fjölskyldumeðlim- um sem voru henni svo kærir. Þegar hún þurfti á aðstoð að halda og þrekið var þrotið naut hún einkum aðstoðar systur- sona sinna þeirra Þorsteins, Jó- hannesar og Lárusar Viggós- sona og fjölskyldna þeirra. Þau eiga miklar þakkir skildar fyrir umhyggjusemina en nú er kom- ið að leiðarlokum. Hvíl í friði, Lára. Sigríður Bára, Þuríður, Kristín, Fanney og Jóhann- es Guðmundur, Einarsbörn. Margs er að minnast og margs er að sakna, nú þegar við kveðjum kæru Láru okkar sem gjarnan var kölluð Lára frænka, eða bara frænka, af svo mörgum sem þekktu hana, þó að ekki væru allir skyldir henni. Mig langar til að kveðja ein- staka kjarnakonu sem gaf okk- ur fjölskyldunni svo mikið og þá ekki síst börnum okkar sem ólm vildu alltaf fara til hennar, en voru ekki fá þau skipti sem þau fengu að gista hjá henni, stundum öll saman og svo var einnig spennandi fyrir þau að fá að vera eitt í einu. Kenndi hún börnum mínum á strætó svo þau gætu komið til hennar þegar þau vildu, svo var saumað, prjónað og málaðar myndir með taulitum á léreft sem urðu síðan að koddaverum. Einnig máluðu þau á boli sem þau gengu síðan stolt í. Lára var til margra ára hjá okkur á jólum og áramótum og eru það ógleymanlegar stundir. Hún kunni frá svo mörgu að segja og kunni margar gam- anvísur sem duttu út úr henni við ýmis tækifæri og allir höfðu gaman af. Hún var stolt af sveitinni sinni og fylgdist vel með sínu fólki. Sérstaka hlýju bar hún til Lillu á Herjólfs- stöðum þó að hún segði svo oft að henni þætti nú jafnvænt um alla. Lára talaði mikið um hvað hún væri heppin og þakklát fyr- ir að eiga svona stóra fjölskyldu og þekkja svona mikið af góðu fólki. Ég vil þakka allar yndislegar samverustundir með þessari stórkostlegu konu sem Lára var og verður hennar sárt saknað. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, Lára mín, og takk fyrir allt og allt. Ása. Elsku Lára. Þegar við hitt- umst fyrst fyrir rúmum tíu ár- um sagðirðu mér að þú hefðir verið viðstödd fæðingu systur- sonar þíns, hans Jóa míns, og að hann hefði verið með nafla- strenginn þrívafinn um hálsinn. Þegar við hittumst í síðasta sinn varst þú orðin mjög veik, áttir erfitt með að tjá þig og virtist eiginlega ekki þekkja okkur. Ég tók um hönd þína og sagði þér að við værum hjá þér, ég og hann Jói þinn sem þú tókst á móti með strenginn um hálsinn. Þú leist á hann og sagðir skýrt og greinilega: Já, með strenginn um hálsinn. Ég held mér sé óhætt að segja að þið hafið haldist í hendur gegnum lífið frá því þú sást hann fyrst þar til hann kvaddi þig í síðustu viku. Hann hefur sagt mér hvernig þú varst alltaf tilbúin að hjálpa þínum nánustu og létta hvers manns raun og hvernig þú tókst alltaf málstað lítilmagn- ans. Þú varst sannarlega ætt- móðir og límið í þinni stóru fjölskyldu. Ein af þessum ís- lensku kvenskörungum sem maður má vera þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast. Svo stolt og svo sjálfstæð. Það reyndist þér erfitt að horfast í augu við það þegar hlutverkin snerust við og í stað þess að styrkja og styðja við bakið á systkinabörnunum þín- um þurftir þú á okkur að halda til að styrkja og styðja þig. Þú varst ekki alltaf sátt við mig þegar ég vildi fara með þig til læknis en lést það yfir þig ganga á endanum. Ég er þess fullviss að þér líður betur núna þegar þú gengur um allt, stolt og óstudd á betri stað. Elsku Lára mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Hilda. Elsku Lára frænka. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar maður er átta ára er skrítið að hugsa um að þú sért dáin. Það var gaman að labba með þér um gangana í Norðurbrúninni og á Hrafnistu, þú varst svo dugleg að ganga með grindina þína og þá varstu alltaf með töskuna þína og gleraugun í körfunni. Þegar þú bjóst í Norðurbrún- inni áttirðu alltaf ís eða kleinur handa mér og systur minni. Það var alltaf svo gaman að spjalla saman og þegar við kvöddumst fékk ég alltaf koss og knús frá þér. Í fyrradag fór ég að velja blómin sem verða á kistunni þinni í dag. Ég fékk líka lítinn engil sem ég ætla að setja hjá myndinni þinni. Ég kveð þig með söknuði. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Þín Arna Maren. Lára Jóhannesdóttir Elsku tengda- faðir. Það er erfitt að trúa að þú sért farinn frá okkur. Ég mun ávallt sakna vinskapar og hlýju þinnar sem hefur verið til staðar frá fyrstu tíð er ég kom í fjölskylduna. Ég held að þér sé best lýst sem hógværum „intellect“ en jafnframt sérlega hlýjum fjöl- Már Ársælsson ✝ Már Ársælssonfæddist í Reykjavík 6. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum 11. ágúst 2013. Már var jarð- sunginn frá Nes- kirkju 22. ágúst 2013. skyldumanni. Kímnigáfa þín kom ekki síst fram í því hvernig þú góðlát- lega uppnefndir svo margt. Kom þar til oftar en ekki bakgrunnur þinn í Danmörku enda blandaðist hér einatt saman dönsk og íslensk tunga. Ógleyman- leg er mér ferð sem við fjöl- skyldan fórum saman til Kaup- mannahafnar. Þar þekktir þú allt og naust þín til fullnustu. Það er ekki hægt að minnast á þig án þess að dást að kunnáttu þinni á svo ótrúlega mörgum ólíkum sviðum, enda var alltaf auðvelt að leita til þín varðandi flest málefni. Elsku Lilja mín, ég votta þér og fjölskyldunni allri innileg- ustu samúð við fráfall þessa mæta manns. Þín tengdadóttir, Sigríður Búadóttir (Sirrý). Við systkinin viljum kveðja elsku afa okkar, Má Ársælsson. Við eigum ótal æskuminningar um afa frá Langholtsveginum, Hringbrautinni og ekki má gleyma skemmtilegu heimsókn- unum í sumarbústaðinn í Þist- ilfirði. Að auki er efst í minn- ingu okkar þegar við fórum mörg ár í röð í sláturgerð, að tína rabarbara í garðinum hjá afa og gera laufabrauð rétt fyr- ir jólin þar sem öll stórfjöl- skyldan kom saman til að skera út. Afi var rólegur maður og alltaf góður við okkur systk- inin. Hann gaf sér tíma fyrir stærðfræðipróf til að aðstoða okkur systkinin og þegar vel gekk var okkur efst í huga að segja afa niðurstöðuna og það gladdi hans hjarta. Við tökum okkur til fyrirmyndar það sem var svo ríkjandi í fari afa okk- ar; nægjusemi og metnaður yfir því sem lífið býður upp á og munum við hafa það að leið- arljósi í lífinu. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð sé minning afa okk- ar, takk fyrir okkur, þú varst yndislegur afi. Þín barnabörn, Hildur, Valný, Ottó Freyr og Aðalheiður. ✝ Kærar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS JÓNSSONAR, Lindargötu 57, Reykjavík. Þórir Ólafsson, Sigrún Áskelsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANN STEFÁNSSON, fv. bóndi í Stærra-Árskógi, Víðilundi 24, Akureyri, lést mánudaginn 26. ágúst. Helga Sólveig Jensdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, DANÍEL HALLDÓRSSON, bifreiðastjóri og verslunarmaður, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 26. ágúst. Minningarathöfn og útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 2. september kl. 15.00. Elín Elídóttir, Brynja Daníelsdóttir, Björn Daníelsson, Eva Maria Daniels, Aron Daníelsson, Thelma Lind Jónasdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ánastöðum, Vatnsnesi, til heimilis á Ránarstíg 4, Sauðarkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 26. ágúst. Helga Stefanía Magnúsdóttir, Björn Jóhannesson, Þórey Birna Björnsdóttir, Agnes Helga Björnsdóttir. ✝ Hjartkær frænka okkar, LÁRA JÓHANNESDÓTTIR frá Herjólfsstöðum, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést á Hrafnistu föstudaginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju í dag, föstu- daginn 30. ágúst, kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn, Jóhannes og Lárus Viggóssynir. ✝ Ástkær faðir, sonur, bróðir og mágur, ÆVAR ODDUR ÆVARSSON, lést sunnudaginn 18. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 11 E Landspítalans við Hringbraut fyrir hlýtt viðmót sitt og góða aðhlynningu. Heiður Ævarsdóttir, Anja Íris Honkanen, Katrín Ævarsdóttir, Ástþór Jóhannsson, Hjálmar Ævarsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnar Ævarsson, Sunna Sigurjónsdóttir, Tinna Ævarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.